Dagur - 24.11.1992, Síða 6

Dagur - 24.11.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 24. nóvember 1992 Ingimar Eydal, formaður dómnefndar Landslagskeppninnar, og Ásta Sigurðardóttir. Ingimar var heiðraður sérstak- lega fyrir framlag hans til íslenskrar dægurtónlistar. Veglegt Landslag í SjaDanum Sigrún Eva Ármannsdóttir „slappar af“ áður en átökin hófust. Óhætt er að segja að Landslag- ið 1992 hafi verið haldið með miklum glæsibrag í Sjallanum sl. föstudagskvöld og voru þeir gestir sem blaðamaður ræddi við sammála um að aðstand- endur keppninnar gætu borið höfuðið hátt. Umgjörð keppninnar var öll hin glæsilegasta. Strax og komið var inn í húsið var gestum boðið upp á fordrykk og síðan tóku við sokkabuxna- og ilmvatnskynn- ingar. Allar konur í húsinu fengu sokkabuxur að gjöf og á borðum voru ilmvatnsglös fyrir bæði karla og konur. Maturinn var ekki af verri endanum. í forrétt var graf- inn nautahryggsvöðvi með romm- rúsínusósu, ávaxtaískrap í milli- rétt, glóðuð nautalund og lamba- fille að hætti Argentínu í aðalrétt og Pina Colada ís með suðrænum ávöxtum í eftirrétt. Landslagskeppnin sjálf gekk snurðulaust fyrir sig, enda kunn- áttumenn við takkaborðin. Að keppni lokinni lék hljómsveitin Stjórnin fyrir dansi fram á rauða nótt. óþh Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Gunnarsson flytja sigurlagið Ég man hverja stund eftir Jón Kjell Seljeseth. Um 300 manns snæddu kvöldverð í Sjallanum. Póstur og sími semur um lagningu sæsímastrengs Póstur og sími mun taka þátt í lagningu og rekstri á CANT- AT-3 sæsímanum sem verður lagður frá Kanada til Bret- lands, Danmerkur og Þýska- lands, með greinum til Fær- eyja og íslands. CANTAT-3 sæsíminn er ljósleiðarastrengur með þremur Ijósleiðarapörum, tveimur fyrir Qarskiptaflutning og einu til vara. Á strengnum er hægt að flytja 60.000 tal- símasambönd samtímis en það er fjórföld flutningsgeta stærstu ljósleiðarastrengja sem nú liggja yfir Atlantshafið. Eigendur sæsímans eru síma- stjórnir í Bretlandi, Danmörku, íslandi, Þýskalandi og Kanada en auk þeirra hafa 15 aðrar síma- stjórnir í Evrópu, N.-Ameríku og Asíu keypt afnotarétt á honum. Heildarkostnaður við lagningu sæsímans er 384 millj- ónir Bandaríkjadala og hlutur Pósts og síma af því er 22 millj- ónir Bandaríkjadala. Samningar um þetta voru undirritaðir 8. og 9. október sl. Sæstrengurinn mun að nokkru leysa gervihnattasambönd af hólmi hér á landi þótt áfram verði hér rekin jarðstöð til vara. Til lengri tíma litið verður notk- un sæstrengsins ódýrari heldur en leiga á gervihnattasamböndum og með aukinni notkun má gera ráð fyrir að gjöld til notenda lækki. Talið er að fjárfesting Pósts og síma geti borgað sig upp á nokkr- um árum og að strengurinn verði notaður í um 25 ár. Áformað er ,að hann verði tekinn í notkun 1. október 1994 en strengurinn kemur í land í Klaufinni í Heima- Hljómsveit Ingimars Eydal flutti nokkra gamla slagara við frábærar undir- tektir. Gestir ærðust af fögnuði þegar Þorvaldur Halldórsson söng lagið góð- kunna, Á sjó. Myndir: Robyn Landslagiö 1992 Ég man hverja stund Höfundur lags: Jón Kjeli Seljeseth Texti: Jónas Friðrik Guðnason Ég man hverja stund hvern stað sem bros þitt kyssti. Hver stjarna sem skín, ný veröld sem ég gisti. Þú vaktir úr vetrarfjötrum von og þrá og kveiktir eld á ný. Og þú leiðir mig um lífsins braut, þá Ijúfu töfraslóð. Á stað sem enginn annar sér, þar sem allan heiminn eignast ég með þér. Þeim heimi sem var og huldist dimmum skýjum ég heilsa I dag svo töfrandi og nýjum. Þú kysstir af köldu hjarta klakabönd og vaktir gleymdan yl. Og nú hlusta ég við ástareld á unaðslegan söng á stað sem enginn annar sér, þar sem allan heiminn eignast ég með þér. Ég man sérhvert orð hvert augnatillit geymi. Því ekkert jafn dýrt er til í þessum heimi. Þú sýndir mér huliðsheima, helga jörð, og valdir okkur stað. Og ég uni mér við augu þín og okkar draumaspil. Ástað sem enginn annar sér. Þar sem allan heiminn eignast ég með þér, með þér, þar sem allan heiminn eignast ég með þér. Alltaf með þér. Kortið sýnir leiðina sem Ijósleiðarinn verður lagður. ey. Á fjárlögum næsta árs er gert erlent lán til að fjármagna þessar ráð fyrir að Póstur og sími taki framkvæmdir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.