Dagur - 24.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 24.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 24. nóvember 1992 ÍÞRÓTTIR Blak, 1. deild karla: Auðveldur sigur KA - unnu Þrótt Neskaupstað tvívegis 3:0 Áki Thoroddsen lék vel fyrir KA. „Það er alltaf gott að vinna, enda mál til koinið,“ sagði Stefán Jóhannesson þjálfari karlaliðs KA í blaki þegar lið hans hafði tvisvar á jafn mörg- um dögum, borið sigurorð af Þrótti frá Neskaupstað. KA vann báða leikina 3:0, enda lið KA talsvert sterkara. í seinni leiknum byrjaði Þrótt- ur reyndar betur og komst í 5:3. Þá komu 11 stig í röð hjá KA. Þróttur náði síðan að bæta tveim stigum við áður en KA kláraði |hrinuna. í næstu hrinu tók KA ! völdin strax í upphafi og hélt for- Blak, 1. deild kvenna: Tvöfalt hjá stelpunum í KA 1. deildar lið KA og Þróttar frá Neskaupstað áttust tvívegis við í Islandsmótinu í blaki um helgina. Báðir leikirnir voru í KA-húsinu og unnu KA-stelp- ur þá báða. Fyrri leikurinn vannst 3:1 en sá seinni var í meira lagi köflóttur. Líkast til hefur lið KA mætt helst til sigurvisst til leiks í seinni viðureign liðanna. í 1. hrinunni voru þær hreinlega ekki með í leiknum. Þær skoruðu að vísu 2 íyrstu stig hrinunnar en síðan komu 14 stig í röð hjá Þrótturum. Hjá þeim var leikgleðin í fyrir- rúmi og trú á því sem þær voru að gera. Algert baráttuleysi ein- kenndi lið KA og virtist engin stelpnanna ná sér á strik. Þróttur vann hrinuna 15:3. Þróttarstelpur byrjuðu næstu hrinu af sama krafti, en eftir að KA hafði skor- að 2 fyrstu stigin, var sem allur vindur væri úr liðinu og var það óþekkjanlegt frá fyrri hrinu. Sama má reyndar segja um lið KA. Þegar staðan var 12:0 fyrir KA virtist sem Þróttarstelpur vöknuðu smá stund. Þær náðu þó ekki að skora stig og KA kláraði hrinuna 15:0. KA byrjaði 3. hrinuna betur og komst í 7:3. Þá datt botninn úr leik liðsins og 9 stig í röð hjá Þrótti breytti stöðunni í 7:12. Þá komst KA aftur inn í leikinn og náði að skora 4 stig en Þróttar- stelpur voru ekki á því að gefa eftir og unnu hrinuna 5:11. í 4. hrinu náði KA stemmningunni aftur upp og þá var ekki að sök- um að spyrja. Öruggur 15:1 sigur þeirra var aldrei í hættu. í odda- hrinunni voru KA-stelpur einnig sterkari og unnu hana 15:5 og þar með leikinn 3:2. Sveiflurnar í leiknum voru ótrúlega miklar og virtist sem hvorugt liðið þyldi smá mótbyr. Þá datt leikur þeirra niður. Er þetta hlutur sem þjálf- arar liðanna hljóta að taka fyrir. Sigur KA var sanngjarn enda talsverður getumunur á liðunum. Hrefna Brynjólfsdóttir og Halla Halldórsdóttir fyrirliði áttu báðar góðan leik og þá var Jasna Popo- vic sterk og átti sérlega góðan leik í 4. hrinu. Stelpurnar í KA kræktu því í 6 stig um helgina en Þróttarstelpur í 3. Aðalheiður Sigursveinsdóttir gaf hvergi eftir í leikjum helgarinnar og skellti grímmt á ÞrÓttara. Mynd: Robyn ystunni allan leikinn. Stefán not- aði skiptimennina talsvert og lof- aði flestum að reyna sig. í þessari hrinu átti Áki Thoroddsen mjög góðan leik og réðu Þróttarar hreinlega ekkert við hann. 3. hrina leiksins var áberandi skemmtilegust fyrir þá sök að Þróttarar sýndu meiri mótspyrnu en í fyrri hrinum. Þeir komust í 8:2 og 10:3. KA-menn hafa líkast til verið of sigurvissir og litlu mátti muna að þeir hleyptu Þrótti of langt frá sér. Baráttan kom þó um síðir hjá KA og náði það að jafna leikinn 12:12 og síðan gerði það út um leikinn 15:12. í þess- um tveim leikjum náði liðið ekki að sýna hvað í því býr þar sem umtalsverður getumunur var á liðunum. Það sýndi þó talsverðan styrk að náð að vinna upp forskot Þróttara í 3. hrinunni. Eins og Stefán Jóhannesson sagði þá er erfitt fyrir mannskapinn að halda einbeitingu undir svona kringum- stæðum og því sagðist hann vera sæmilega sáttur við leik liðsins. Bjarni Þórhallson var sterkur að vanda og einnig átti Áki Thor- oddsen góðan leik. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn HK. Bjarm Þorhallsson fyrirliði KA getur verið ánægður með árangur helgarinnar þai og 6 stig eru í höfn. íslandsmót í íshokkí: Meiri spenna en í fyrra - ijöldi útlendinga í deildinni A laugardaginn hófst Islands- mótið í íshokkí með leik Bjarnarins og SR sem þeir síðarnefndu unnu 11:1. Eins pg í fyrra eru 3 Iið með í íslandsmótinu en auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd er það Skautafélag Akureyrar. Akureyringar eru nú í óða önn að búa sig undir tímabilið en þeir eiga titil að verja þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari síðast- liðið vor. Næstkomandi laugar- dag er fyrsti leikur liðsins gegn Birninum og verður leikið fyrir sunnan. Mótið í ár er með nokkuð breyttu sniði frá fyrra ári. Sem fyrr er það Bauer-umboðið á ís- landi sem er aðal styrktaraðili mótsins og ber það nafn fyrir- tækisins. Mótið verður í tvennu lagi. Fyrst er leikin forkeppni í 3 umferðum og 2 efstu lið forkeppn- innar leika síðan til úrslita þar til annað liðið hefur unnið 3 leiki. í úrslitakeppninni er leikið til þrautar og fer fram vítakeppni verði jafnt að lokinni framleng- ingu. Er þetta gert að erlendri fyrirmynd og er búist við að með þessu komi aukin spenna í mótið. Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu, er finnski þjálfarinn Pekka Santanen nú mættur til Skautafélags Akureyrar og mun þjálfa alla flokka félgsins í vetur ásamt því að leika með meistara- flokki. Hin félögin 2 hafa styrkt sig nokkuð frá fyrra ári. Skauta- félag Reykjavíkur er einnig með Bikarkeppnin í körfubolta UBK-Grindavík ÍBK-ÍS Valur-ÍR SkallagE-Þór Snæfell-Haukar B 84:78 125:60 93:55 110:78 120:55 finnskan þjálfara og nú fyrir stuttu réðu það til sín mjög sterk- an markvörð frá Finnlandi. Auk þess leika tveir Rússar úr sendi- ráðinu með þeim. Björninn er með 5 Bandaríkjamenn af Kefla- víkurflugvelli á sínum snærum. Það verður því mikið um erlenda leikmenn í mótinu í vetur. Áhugi á íshokki hefur vaxið með undra- verðum hraða á síðustu árum. Akureyringar riðu á vaðið með opnun vélfrysta skautasvellsins í Innbænum og síðan hefur einnig verið sett upp skautasvell í Laug- ardalnum í Reykjavík. Því má búast við spennandi keppni í vet- ur og framtíðin er björt fyrir íshokkí hér á landi. Um það vitn- ar hinn mikli fjöldi sem sækir æfingar hjá SA í hinum ýmsu aldursflokkum. Pekka Santanen þjálfari SA stjórn- aði sínum mönnum af mikilli rögg- semi þegar Ijósmyndari leit við á æfingu um helgina. Mynd: Robyn Bikarkeppnin í körfuknattleik: Þórsarar máttu játa sig sigraða Körfuknattleikslið Þórs mátti sætta sig við fyrsta tap vetrar- ins þegar það mætti úrvals- deildarliði Skallagríms á föstu- dagskvöldið. Leikurinn var í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og fór fram í Borgarnesi. Heimamenn unnu sanngjarnan sigur 110:78. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu snemma 20 stiga forskoti. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Þórsarar að klóra í bakkann og í leikhléi var munur- inn 12 stig. í síðari hálfleik tóku Borgnesingar aftur öll völd á vell- inum og sigruðu sem fyrr segir með 32 stiga mun, 110:78. Það sem helst fór úrskeiðis hjá Þórs- liðinu var að hittnin var í algeru lágmarki og náðu menn sér eng- an veginn á strik í langskotunum. Á sama tíma gekk allt upp hjá Borgnesingum og þeir röðuðu inn stigunum. Virtist nokkuð sama hvað þeir reyndu, allt rat- aði ofan í körfuna. Lið Skalla- gríms er talsvert hávaxnara en Þórsliðið og sást það greinilega á leik liðanna. Tíð brot Borgnes- inga settu leiðinlegan svip á leik- inn og sló þetta hið unga lið Þórs nokkuð út af laginu. Sem fyrr segir náðu Þórsarar sér ekki á strik í leiknum. Konráð Óskars- son var stigahæstur með 27 stig, en frammistaða annarra er vart til frásagnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.