Dagur - 24.11.1992, Síða 9

Dagur - 24.11.1992, Síða 9
Þriðjudagur 24. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Halldór Arinbjarnarson Ómar Þorsteinn Árnason sundkappi: ,Árangur fslendinga er í Mu samræmi við aöstæöumar“ r sem 2 sigrar Ómar Þorsteinn Arnason, sundkappi úr Óðni á Akureyri, hefur verið að gera góða hluti að undanförnu. A unglinga- meistaramóti Islands fyrir skömmu sigraði hann í 4 grein- um og setti 3 Akureyrarmet. í bikarkeppni SSÍ helgina eftir bætti hann svo einu metinu enn í safnið. Hann sagðist reyndar ekki hafa tölu á þeim Akureyrarmetum sem hann hefur sett. „Ætli það séu ekki orðin 7 ár síðan ég fór að æfa sund reglu- lega,“ sagði Ómar þegar Dagur fékk hann í viðtal nú á dögunum. Upphaflega var það vinur hans sem dró hann með sér en nú er strákurinn kominn í fremstu röð á íslandi í sínum flokki og löngu hættur að vera efnilegur. Hann er einfaldlega góður. „Vissulega er þetta skemmtilegt því annars væri maður ekki í þessu, en þetta er líka mjög erfitt og tekur mik- inn tíma.“ Eins og er eru æfingar 6 sinnum í viku en eftir áramót verður þeim fjölgað og þá farið að æfa 7-8 sinnum. Hver æfing tekur allt upp í 2 tíma. Auk sundæfinganna hefur verið æft með lóðum og einnig hlaupið úti fyrr í haust. Þýska knattspyman Útslit: Saarbrúcken-HSV 0:3 Bochum-Dresden 2:2 Númberg-Wattenscheid 2:1 Stpttgart-Dortmund 1:0 Uerdingen-Kaiserslautern 0:5 Schalke-Frankfurt 0:0 Karlsruhe-Köln 3:1 Leverkusen-Bayern Múnchen 2:4 Bremen-Mönchengladbach 2:0 Staðan: Bayern Múnchen 14 9-4-1 30:15 22 Fránkfurt 14 6-7-1 26:16 19 Bremen 14 7-5-2 24:16 19 Karlsruhe 14 8-2-4 31:24 18 Leverkusen 14 5-6-3 27:15 16 Dertmund 14 7-2-5 24:19 16 Stvttgart 14 6-4-4 21:20 16 Kaiserslautem 14 7-1-6 24:15 15 Númberg 14 6-3-5 13:14 15 Diesden 14 4-5-5 18:2113 Saarbrúcken 14 4-5-5 21:23 13 Schalke 14 4-5-5 16:2113 HSV 14 3-6-5 17:18 12 Wattenscheid 14 3-4-7 21:30 10 Uerdingen 14 3-4-7 15:29 10 Kölni 14 4-1-9 17:26 9 Mönchengladbach 14 2-5-7 18:30 9 Bochum 14 1-5-8 16:26 7 Þau eru mörg verðlaunin sem Ómar hefur safnað á þessum 7 árum. „Ætli verðlaunapening- arnir séu ekki um 180 og síðan 30 bikarar og styttur." sagði Ómar. Aðspurður um hvað það væri helst sem hann fengi út úr sund- inu svaraði hann að bæði félags- skapurinn og hreyfingin væri það sem héldi honum við efnið. Hann sagðist mikið spá í heilsusamlegt líferni, sérstaklega mataræði o.þ.h. „Aðvitað er erfitt að standast allar freistingar en t.d. fyrir Evrópumeistararmótið í ágúst þá var maður í algeru nammibindindi síðustu 2 mánuði fyrir mót.“ Ómar sagðist stefna á Ómar Þorsteinn Árnason. Mynd: HA að halda áfram í sundinu í ein- hver ár í viðbót og vera bjartsýnn á góðan árangur í framtíðinni. Næst var hann spurður um aðstöðu til sundiðkunnar á Akur- eyri. „Það er auðvitað ekki hægt að líkja aðstöðunni hér á landi við það sem þekkist erlendis. Ég tel að árangur íslensks sundfólks sé fyllilega í samræmi við þá aðstöðu sem boðið er uppá. Að mínu mati er óraunhæft að gera mikið meiri kröfur um árangur meðan aðstæðurnar eru ekki betri en raun ber vitni. Við þurf- um að æfa meðan almenningur er í sundi sem skapar allskonar vandamál. Bæði þarf að hafa laugina heitari en æskilegt er miðað við sundæfingar og síðan eru alltaf einhverjir að flækjast fyrir okkur.“ Ómar stundar nám í Mennta- skólanum á Akureyri og sagðist vera bjartsýnn á framtíðina. Næsta stórmót innanlands er innanhússmeistaramótið í mars. „Núna er ég að reyna að ná lág- mörkum fyrir Luxemborgarmót- ið í apríl. Það er reyndar búið að herða lágmörkin, bæði fyrir Evr- ópumeistaramótið og Luxem- borgarmótið en ég stefni þó ótrauður á að ná þessum lág- mörkum, allavega í 100 m. flug- sundi, sem er mín aðal grein. Að lokum var rætt um þátt fjölmiðla í umfjöllun um íþróttir Og þar sagði Ómar að margt væri að. „í flestum einstaklings- íþróttagreinum þarf að leggja harðar að sér til að ná góðum árangri en í ýmsum hópíþróttum. Samt fá hópíþróttirnar miklu meiri umfjöllun. Ég er ekki bara að tala um sundið heldur flestar greinar fyrir utan handbolta og fótbolta. Þarna finnst mér að fjölmiðlar gætu gert betur,“ sagði sundkappinn Ömar Þorsteinn Árnason að lokum. Herrakvöld hjá KA Herrakvöld KA verður haldið á föstudagskvöldið. Þar verða í boði hin ótrúleg- ustu skemmtiatriði og ýmis skemmtileg happdrætti og hluta- veltur í gangi. Áhugasamir geta haft samband upp í KA-hús í síma 23482. Vissara er að tryggja sér miða í tíma þar sem búast má við fullu húsi og vel það. Handbolti yngri flokka: ÞórmeðMthús Um heigina var keppt í íslandsmóti 3. ttokks og stóðu Akureyrarliðin sig ágætlega. Kvennalið KA keppti í 2. deild. Liðið vantar reynslu þar sem það var ekki með f 1. fjöl- liðamótinu. Það tapaði 2 leikj- um, gerði 1 jafntefli og vann 1 leik. Strákarnir í KA kepptu í 2. deild og komust ekki upp að þessu sinni. Liðið tapaði aðeins einum leik, á móti FH, sem komst upp í 1. deild. Þórsarar kepptu í 3. deild. Liðið vann alla sína leiki örugglega og komst upp í 2. deild þar sem liðið leikur í næsta fjölliðamóti. Nánar verður sagt frá leikj- um liðanna á morgun. Handbolti - bikarkeppnin ÍH-KA 21:27 Haukar-Fram-b 35:18 Víkingur-UMFA 22:19 FH-b-Valur 19:32 ÍR-b-Grótta 23:27 ÍBV-ÍR 31:27 Selfoss-HK 29:25 Fram-UBK 27:22 Bayera að stínga af? - Eyjólfur kom inn á og lagði upp mark Nú um helgina fór fjórtánda umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fram. Lið Bayern Munchen er firnasterkt þessa dagana og á laugardaginn tókst liðinu að ná í bæði stigin til Leverkusen þar sem Bayer Lever- kusen tók á móti því í toppbar- áttuslag. Heiko Scholz náði for- ystunni fyrir heimamenn á 11. mín. en á 57. mín. náði Ziege að jafna fyrir Bayern. Þá var komið að Lothar Mattháus, leikmanni Bayern og fyrirliða þýska lands- liðsins, að sýna hvað í honum býr. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarið vegna dapr- ar frammistöðu með liði Bayern sem hann hóf leik með nú í vetur eftir að hafa leikið á Ítalíu undanfarin ár. Hann sleit kross- bönd í hné sl. vor og menn hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa byrj- að of snemma að spila aftur, sem og þjálfara hans hjá Bayern og þýska landsliðinu fyrir að velja hann yfirleitt í lið. Ribbeck, þjálfari Bayern, og Vogts lands- liðsþjálfari hafa hins vegar staðið við bakið á honum og á 69. mín. leiksins í Leverkusen þakkaði Matthaus þeim traustið með því að skora stórglæsilegt mark með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti á 20 metra færi og hamra hann efst í markhornið fjær. Hol- lenski landsliðsmaðurinn Jan Wouters bætti síðan þriðja mark- inu við fyrir Bayern á 75. mín. Andreas Thom minnkaði muninn síðan fyrir Leverkusen með marki á 87. mín. en Bruno Labba- dia innsiglaði sigur Bayern Munchen með marki á síðustu mínútu leiksins. Bayern hefur nú náð þriggja stiga forystu í deild- inni og eins og staðan er í dag virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið nái að vinna meistaratitil- inn. ■ Eftir að hafa fengið aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum virðist Stuttgart eitthvað aðeins vera að rétta úr kútnum, en liðið lagði Borussia Dortmund að velli 1:0. Leikurinn þótti að vísu ekk- ert mjög vel leikinn og leikmenn Stuttgart mega þakka markverði sínum, Eike Immel, að ekki fór verr. Eyjólfur Sverrisson sat á bekknum aðra helgina í röð en núna fékk hann þó að koma inn á HM í lyftingum: Kári Elíson náði 6. sæti - Guðni Siguijónsson krækti í silfurverðlaun Kári Elíson lyftingamaöur frá Akureyri er nú staddur í Birm- ingham í Englandi þar sem hann tekur þátt í Heimsmeist- aramótinu í lyftingum. Kári keppti á föstudaginn í 75 kg. flokki og hafnaði í 6. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Kári lyfti 235 kg. í réttstöðu- lyftu, 177,5 kg. í bekkpressu og 288 kg. í hnébeygju. Samtals eru þetta 692,5 kg., sem tryggðu Kára 6. sætið. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir hverja einstaka <ári Elíson lyfti 288 kg í hnébeygju á Heimsmeistara- nótinu. grein og þar krækti Kári í silfur- verðlaun í bekkpressu. Heims- meistari í þyngdarflokki Kára varð Bandaríkjamaðurinn Dave Ricks. Guðni Sigurjónsson heims- meistari í 110 kg flokki ná?; ekki að verja titil sinn þó litlu mun- aði. Guðni náði -úfurverð- laununum sem er frábæi t:'"ur. Hann lyfti samtals 915 kg. og setti nýtt íslandsmet. Þá krækti hann í gullverðlaun í réttstöðu- lyftu þar sem hann setti einnig Islandsmet með því að lyfta 316 kg- og það var einmitt hann sem lagði upp eina mark leiksins á 84. mín. Eftir að Gaudino, sem einn- ig var varamaður í þessum leik, hafði misst boltann rétt utan víta- teigs náði Eyjólfur honum, lék inn í teiginn framhjá þremur varnarmönnum Dortmund og renndi boltanum síðan til Walt- ers sem þurfti ekki annað en að stýra boltanum í autt markið. ■ Kaiserslautern hefur leikið vel í undanförnum leikjum og á laug- ardaginn tók liðið Bayer Uerd- ingen í bakaríið. Leikurinn, sem fór fram í Uerdingen, endaði 0:5. Kaiserslautern, sem sló Fram út í Evrópukeppni félagsliða nú í haust, mætir Ajax Amsterdam í sömu keppni í kvöld (þriðjudag). Liðið virðist til alls líklegt þrátt fyrir að margir leikmenn liðsins séu á sjúkralista. Hotic, Daninn Goldbaek, Marin og Witeczek (tvö) skoruðu mörk liðsins gegn Uerdingen. ■ Leiðinlegasti leikur umferðar- innar var án efa leikur Schalke og Frankfurt. Hann endaði með markalausu jafntefli sem leik- menn beggja liða virtust sáttir við Eyjólfur Sverrisson lagði upp sigur- mark Stuttgart um helgina. en áhorfendur voru ekki eins ánægðir og púuðu og blístruðu á leikmenn liðanna síðustu mfnút- ur leiksins. ■ Karlsruhe tókst að rífa sig upp í fjórða sætið með góðum sigri á heimavelli gegn Köln 3:1. Leik- menn Kölnar voru afskaplega þægilegir gestir í Karlsruhe á laugardaginn og til marks um það skoraði Rudy glæsilegt sjálfs- mark á 15. mín. Kirjakow og Bender bættu síðan tveimur mörkum við fy.rir heimamenn en Henri Fuchs minnkaði síðan muninn fyrir gestina á 76. mín. ■ Werder Bremen vann örugg- an sigur á lélegu liði Borussia Mönchengladbach 2:0. Sigurinn hefði getað orðið miklu stærri en það var ekki fyrr en á 62. mín. að Bode náði að skora fyrir Brem- en. Tveimur mínútum síðar skor- aði síðan Austurríkismaðurinn Herzog, eða „Alpa Maradonna" eins og hann er kallaður í þýsk- um fjölmiðlum. ■ Að venju fóru þrír leikir fram á föstudagskvöldið. Bochum og Dresden skildu jöfn 2:2. Stevic skoraði bæði mörk Dresden í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot. Leik- menn Bochum tvíefldust og Reekers og Dressel náðu að jafna leikinn. Mark Dressels kom á 90. mín. ■ Eitthvað virðist vera að lifna yfir liði Hamburger. Eftir af- spyrnuslakt gengi í vetur hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð 3:0. í þetta sinn gerði liðið góða ferð til Saarbrucken. Báron, sem kom inn á sem varamaður, gerði tvö mörk og Schoor það þriðja. ■ Nurnberg, sem á í gífurlega miklum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir, lagði lið Watten- scheid að velli 2:1. Emmerling náði forystunni fyrir gestina í fyrri hálfleik en Olivares og Eck- stein náðu að svara fyrir heima- menn í síðari hálfleik og tryggja því þar með sigur. Árni Hermannsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.