Dagur - 24.11.1992, Page 11
Þriðjudagur 24. nóvember 1992 - DAGUR - 11
Kvikmyndarýni
Jón Hjaltason
Skautað af lífs og sálarkröftum
Borgarbíó sýnir: Á hálum ís
(Cutting Edge).
Leikstjóri: Paul M. Glaser
Aðalhlutverk: D. B. Sweeney
og Moira Kelly.
MGM 1991
A hálum ís er bíómynd um
skautafólk, íshokkýspilara og
skautadansara af hinu gagnstæða
kyni. íshokkýleikmaðurinn (D. B.
Sweeney), sem er auðvitað bestur
sinna meðgöngumanna í faginu,
verður fyrir því óhappi að slasast í
leik og skaðast á auga þannig að
sjónin daprast honum eitthvað
lítilsháttar. Fyrir vikið vill ekkert
atvinumannalið fá hann í sínar
raðir og framtíðin er heldur dökk.
Kemur þá til hans þjálfari skauta-
drottningar einnar (sem Moira
Kelly leikur) og vill fá hann til að
dansa á móti stúlkunni. Hún
reynist vera hið mesta skass,
einkabam og ofdekruð. Enginn
skautamaður hefur þolað hana til
lengdar. Sweeney er seinasta
hálmstrá þjálfarans en bæði hann
og föður stúlkunnar dreymir um
að henni takist að vinna til gull-
verðlauna á Olympíuleikum.
Byrjar svo glíma þeirra tveggja,
stúlkunnar, sem gerir Sweeney allt
til böivunar, og hins fyrrverandi
íshokkýleikmanns.
Eftir þessu getið þið ímyndað
ykkur sögukaflana sem fylgja á
eftir. Hitt sjáið þið ver að þrátt
fyrir að Á hálum ís sé nánast í alla
staði venjuleg samsuða íþrótta-
mynda og fjandvinabíósins þá er
hún bara ansi skemmtileg, bæði
vel unnin og vel leikin.
Leikstjórinn fær ekki nema um
það bil þrjár mínútur til að gera
Sweeney að íshokkýhetju í augum
bíófarans. Hann notar þennan
skamma tíma vel og tekst ætlun-
arverkið. Þegar æfingar þeirra
tveggja hefjast, Kelly og
Sweeney, gengur allt á afturfótun-
um fyrir hokkýspilaranum sem
hefur ekki hugmynd um eðli og
tilgang tannahrauksins framan á
skautunum sem honum er sagt að
bera. Þannig fær Sweeney tvær
hindranir að yfirstíga; aðra að ná
valdi yfir skautunum og um leið
dansinum en hin er öllu erfiðari,
að halda geðheilsu sinni í návist
Kelly. Framan af er það þetta
tvennt sem heldur myndinni gang-
andi. Aðrir leikarar eru varla til
annars en uppfyllingar, jafnvel
faðirinn er ekki annað en
skuggamynd. Það er helst að
þjálfarinn fái einhverja rullu að
spila en hún er óveruleg. Á hálum
ís snýst fyrst og fremst í kringum
parið; fyrst fjandvinasamband
þeirra og síðan ástvina.
Og þau Sweeney og Kelly eru
svo sannarlega leikarar sem geta
staðið undir 90 mínútna (eða þar
um bil) langri kvikmynd.
Frammistaða þeirra er afbragðs-
góð, jafnt í sorg sem gleði, leik
sem keppni, tekst þeim að halda
sínu striki og bíófaranum vakandi.
D. B. Sweeney hugar aö kylfu sinni
en Moira Kelly horfir á grunsam-
lega sakleysisleg á svip.
'
D. B. Sweeney hugar að kylfu sinni en Moira Kelly horfir á grunsamlega sakleysisleg á svip.
Samtök fámennra skóla:
Vilja fá að taka virk-
an þátt í umræðimni
- um tilfærslu kostnaðar vegna grunn-
skólahalds frá ríki til sveitarfélaga
Undanfarið hefur sveitarfélaga-
nefnd kynnt áfangaskýrslu sína
um aukið hlutverk sveitarfé-
laga. Þar er m.a. gert ráð fyrir
því að allur kostnaður vegna
grunnskólahalds verði færður
yfir á sveitarfélögin 1. ágúst
1994.
Vegna þess vilja Samtök fá-
mennra skóla ítreka þá skoðun sína
að stjórnvöld færi ekki kostnað af
grunnskólahaldi yfir á sveitar-
félögin nema að undangenginni
mjög ítarlegri umræðu allra sem
málið varðar.
„Samtökin leggja ríka áherslu
á að fá að taka virkan þátt í þeirri
umræðu enda er mikilvægt að
hagsmuna og sérstöðu fámennra
skóla sé vandlega gætt. Hinn
fámenni skóli er menningarlegur
og uppeldislegur hornsteinn síns
byggðarlags og því mikilvægt að
hann fái að eflast og dafna um
ókomna framtíð í íslensku sam-
félagi,“ segir í frétt frá samtökum
fámennra skóla.
Þess má geta að Samtök fá-
mennra skóla eru samtök allra
grunnskóla á landinu, sem þurfa
vegna fámennis að kenna tveim-
ur eða fleiri árgöngum saman í
einni deild.
.PJODUiyi AIVIBRA
TOLVUR A FRABÆRU
KYIUIUIMQARVERÐI
24.-30. IUOVEMBER
Nýherji og Tölvutæki bjóða AMBRA tölvur á sérstöku kynningarverði dagana
24.-30. nóvember. Þetta er sama tilboð og Nýherji var með í Reykjavík þegar
um þrjú hundruð tölvur seldust á fjórum dögum. AMBRA er ný hágæða tölva
og hefur þegar slegið í gegn á íslenskum tölvumarkaði vegna ótrúlegra gæða
og lágs verðs. Nýttu þér þetta einstaka tækifæri á markaðinn það gefst.
AMBRA Sprinta 386SX,
25 MHZ tiftíðni, 4 MB
innra minni, 80 MB diskur,
SVGA litaskjár, mús,
DOS 5.0, Windovw3.1
Kynningarverfi:
AMBRA Sprinta 486SX,
25 MHZ tiftlðni, 4 MB
innra minni, 100 MB
diskur, SVGA litaskjár, mús,
DOS5.0, Windows 3.1
Kynningarverð:
AMBRASprinta 486DX,
33 MHZtiftlöni, 4 MB
innra minni, 100 MB
diskur, SVGA litaskjár, mús,
DOS 5.0, Windovw 3.1
Kynningarverð:
93.000 131.000 170.000