Dagur - 15.12.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. desember 1992 - DAGUR - 7
Sveitakeppni fslands í júdó:
KA og Ármann báru sigur úr býtum
- veldi Bjarna Friðrikssonar að falla?
Sveitakeppni íslands í júdó fór
fram í KA-húsinu sl. laugar-
dag. Keppt var í 2 aldursflokk-
um, flokki fullorðinna og 21
árs og yngri. Til leiks mættu 8
sveitir frá 3 félögum. A-sveit
KA vann öruggan sigur í yngri
flokknum, en mátti sætta sig
við naumt tap í fullorðins-
flokki. Þar stóðu Ármenningar
uppi sem sigurvegarar, með
Bjarna Friðriksson fremstan í
flokki.
í yngri flokknum er keppt í 5
manna sveitum, þar sem menn í
sömu þyngdarflokkum eigast við.
Ef báðar sveitir eru fullskipaðar,
eru því 5 glímur í hverri viður-
eign. Sama fyrirkomulag er í full-
orðinsflokki, nema þar eru
þyngdarflokkarnir fleiri og sveit-
irnar 7 manna.
Keppendur í U-21 flokknum
riðu á vaðið. Þar voru mættar til
leiks 3 sveitir frá KA og auk þess
Grindvíkingar og Ármenningar.
Aldrei var nein spurning hvar
sigurinn mundi lenda. A-sveit
KA var áberandi sterkust og
vann allar sínar glímur nema
eina. Freyr Gauti Sigmundsson
og Vernharð Þorleifsson fóru fyr-
ir sínum mönnum og voru oft
ekki nema örfáar sekúndur að
leggja andstæðinga sína. Sveitin
vann allar 4 viðureignir sínar, 19
glímur og hlaut 190 tæknistig.
Sveit Ármanns náði 2. sæti með 3
unnar viðureignir, 11 unnar glím-
ur og 110 tæknistig. í því 3. höfn-
uðu Grindvíkingar með 2 unnar
viðureignir, 9 glímur og 90
tæknistig. B- og C-sveitir KA
urðu síðan í 4. og 5. sæti.
Keppnin í fullorðinsflokki var
jöfn og æsispennandi. Þar börð-
ust A-sveit Ármanns og sveit KA
um sigurinn. Vernharð Þorleifs-
son hafði betur framanaf gegn
Bjarna Friðrikssyni í -95 kg
flokknum og voru menn jafnvel
farnir að spá óvæntum úrslitum.
Bjarni hafði þó betur að lokum
en tæpara mátti það ekki standa.
Það er ljóst að ekki líður á löngu
þar til Vernharð bindur enda á
margra ára sigurgöngu Bjarna í
þessum þyngdarflokki. Ármenn-
ingurinn Þórir Rúnarsson vann
síðan Jón Jakobsson KA í síð-
ustu glímu mótsins og gulltryggði
þar með sigur Ármenninga. Þeir
unnu 2 viðureignir, 11 glímur og
hlutu 110 tæknistig. KA varð í 2
sæti með 1 unna viðureign, 9
Sveit Ármanns varð í 2. sæti í flokki LJ-21, en því miður er ekki unnt að birta
mynd af henni. Sveitina skipuðu: Elías Utley, Vignir Stefánsson, Ríkarður
Róbertsson og Ari Sigfússon. Á myndinni hér að ofan er sveit Grindvíkinga
sem varð í 3. sæti. Hana skipuðu: Guðflnnur Karlsson, Magnús Sigurðsson,
Gunnar Björnsson, Guðmundur Másson og Stefán Jónsson.
Sigursveit Ármanns, frá vinstri til hægri: Höskuldur Einarsson, Vignir Stefánsson, Eiríkur Kristinsson, Karel Hall-
dórsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Bjarni Friðriksson og Þórir Rúnarsson.
B-sveitÁrmanns sem varð í 3. sæti. Elías Útley, Ríkarður Róbertsson, Ari
Sigfússon, Halldór Guðbjörnsson, Guðmundur Bjarnason, Sverrir Sigflnns-
son.
Knattspymuskóli í Þýskalandí
Ferðaskrifstofan Samvinnu-
ferðir-Landsýn hefur nú gert
samning við Burdenski knatt-
spyrnuskólann í Þýskalandi.
Samningurinn er til kominn
fyrir milligöngu Ásgeirs Sigur-
vinssonar. Skólinn er starfræktur
á sumrin á tveim stöðum í
Þýskalandi. í Auerbach nálægt
Frankfurt og í Grömitz nálægt
Bremen. Burdenski býður einnig
upp á æfingaaðstöðu fyrir 1.
deildar lið um páskana, rétt hjá
Bremen og útvegar æfingaleiki
við þýsk úrvalsdeildarlið.
Sigursveit KA í U-21 flokknum. Frá vinstri til hægri: Rúnar Snæland, Sævar Sigursteinsson, Jónas Jónasson, Freyr
Gauti Sigmundsson og Vernharð Þorleifsson. Myndír: ha
glímur og 79 tæknistig. í 3 sæti
varð B-sveit Ármanns með 1
unna glímu og 10 tæknistig.
Jón Óðinn Óðinsson þjálfari
KA var að vonum vonsvikinn að
ná ekki tvöföldum sigri á heima-
velli. „Ég er þó alveg sæmilega
sáttur. Það má segja að úrslitin
hafi verið eftir bókinni, en ég var
að vona að við hefðum náð að
bæta okkur meira. Þetta kemur
bara næst,“ sagði Jón. Athygli
vakti endurkoma Guðlaugs Hall-
dórssonar sem stóð sig mjög vel
og vann báðar glímur sínar. KA
má vel við úrslitin una. Fram-
mistaða yngri flokka félagsins
sýnir einnig að KA-menn þurfa
ekki að kvíða framtíðinni.
*
V*
Sveit KA varð í 2. sæti í sveitakeppni íslands. Frá vinstri til hægri: Rúnar
Snæland, Baldur Stefánsson, Kristján Jóhannsson, Freyr Gauti Sigmunds-
son, Guðlaugur Halldórsson, Jón Oðinn Óðinsson, Vernharð Þorleifsson og
Jón Jakobsson.