Dagur - 22.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Bjartsýní á undanhaldi íslendingar eru bjartsýnir að eðlisfari og að margra mati einhver bjartsýnasta þjóð veraldar. Þeir hafa lært margt af stormasömu samneyti við hatrömm náttúru- öflin og kippa sér ekki upp við smámuni. En „margt smátt gerir eitt stórt“, segir hið fornkveðna og enn er það að sannast. Síðustu ár hafa íslendingar búið við andstreymi á efnahagssviðinu og fæst hefur gengið þeim í hag. Sjávarafli hefur brugðist ár eftir ár og á sama tíma hef- ur gífurlegur samdráttur átt sér stað í iðnaði og land- búnaði. Þjónustugreinarnar hafa síðan fylgt í kjölfarið. Afleiðingamar hafa ekki látið á sér standa. Gjaldþrot- um hefur fjölgað jafnt og þétt og atvinnuleysi vaxið hröðum skrefum. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld staðið ráðþrota gagnvart vandanum. Ein- hverra hluta vegna skynja þau ekki eðli hans og bregðast því jafnan rangt við. í stað þess að sníða sér stakk eftir vexti og draga úr umsvifum sínum í takt við minnkandi tekjur, hafa landsfeðurnir kosið að láta slag standa. „Bráðum kem- ur betri tíð með blóm í haga, “ hefur lengi verið upp- áhalds viðkvæði þeirra og með það í huga hafa þeir hiklaust neitað að horfast í augu við staðreyndir. „Lausn" þeirra hefur fólgist í að auka lántökur, innan lands og utan, og halda þannig uppi fölskum lífsstaðh. Slíkt háttalag getur gengið skamma hríð en ekki þegar til lengdar lætur. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Síðustu mánuði hefur borið mjög á aukinni svartsýni meðal þjóðarinnar. Allt hið smáa, sem úrskeiðis hefur farið hjá þjóðstjóminni, óheppilegar og rangar fjár- festingar, óhagstæð ytri skilyrði, lítill siðferðisþroski stjórnmála- og embættismanna, sukk og óráðsía á ýmsum sviðum; aht hefur þetta lagst á eitt við að magna upp draug, sem ekki verður svo auðveldlega kveðinn niður. Vofa atvinnuleysis æðir um stræti og torg og ættingi hennar, verðbólgudraugurinn, er að vakna af væmm svefni. Verkalýðsfélög segja unnvörp- um upp kjarasamningum og boða stríð. Þeim er meira en nóg boðið. Vandamálin hrúgast upp og verða tröllvaxnari með hverjum mánuði sem hður og vonbrigðin að sama skapi æ sárari. Margir höfðu trú á því að sterk ríkis- stjórn með ömggan þingmeirihluta gæti tekið til hendinni í íslensku þjóðfélagi. Shk stjórn gat ráðist að rótum vandans og hamið aht að því skjálfvirka út- þenslu ríkisbáknsins. Slík stjóm gat líka jafnað byrð- arnar og skapað réttlátara samfélag. Það er skemmst frá því að segja að þær vonir em brostnar. Sársauka- fullar tilraunir tU að spara í ríkisrekstrinum hafa reynst árangurshtlar, því ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að endurskipuleggja kerfið frá grunni. Hún hefur „kmkkað" utan í það af handahófi og jafnvel í hugs- unarleysi og stundum jafnvel gert iUt verra. í stað þess að létta undir með þeim sem erfiðast eiga, hefur stjórnin farið hina leiðina. Þess vegna ríkir svartsýni meðal hinnar annars bjartsýnu þjóðar nyrst í Atlants- hafinu. Þess vegna em skuggarnir svo margir og stórir, þótt hátíð ljóssins sé á næsta leiti. BB. Rangfærslur í forystugrein í forystugrein Dags hinn 18. des- ember er fullyrt, að vegna synj- unar Svisslendinga á EES-samn- ingnum sé frumvarpið um lög- festingu samningsins, sem liggur fyrir Alþingi, ekki í samræmi við raunveruleikann. Þá er einnig vísað til þess álits Björns Þ. Guðmundssonar prófessors að af þessum sökum geti Alþingi hvorki syngjað frumvarpinu né samþykkt það. Síðan segir orð- rétt í forystugreininni: „Á þessum forsendum krafðist Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, þess að utanríkismálanefnd Alþingis væri kölluð saman til að fjalla um þetta álit. Þeirri beiðni hafnaði formaður utanríkismálanefndar. Hann taldi óþarft að leita laga- legrar þekkingar á málinu út fyrir veggi Álþingis - innan þeirra væri nóg af henni að hafa.“ Við þennan texta er margt að athuga. Höfundur forystugrein- arinnar (ÞI) hefði betur kynnt sér málavexti til hlítar, áður en hann tók sér fyrir hendur að draga af þeim ályktanir. Laugardaginn 12. desember kom utanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar og skýrði frá niðurstöðum ráðherrafundar EFTA-ríkjanna í Genf 10. og 11. desember. Frásögnin bar með sér, að fyrir önnur aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins (EES) yrði ekki flókið að laga sig að þessari breytingu. Nauðsyn- legt væri að efna til funda fulltrúa EFTA og Evrópubandalagsins (EB) og ná samkomulagi um bókun, er tæki mið af brottfalli Sviss. Þessi bókun yrði síðan afgreidd í hverju ríki samkvæmt stjórnlögum þess, á Alþingi með þingsályktun eða sérstöku laga- frumvarpi. Á nefndarfundinum var utanríkisráðuneytið beðið um lögfræðilega greinargerð á gögnum, sem voru lögð fram, en þar var að finna tillögur EFTA um texta fyrrgreindrar bókunar. Jafnframt bað formaður nefndar- innar að sér yrði gert aðvart, ef nefndarmenn vildu lögfræðilegt álit annarra á fyrirliggj andi gögnum, sem utanríkisráðuneyt- ið tók að sér að þýða á íslensku. Utanríkismálanefnd kom að nýju saman til fundar að morgni mánudagsins 14. desember. Þar lágu fyrir þýðingar á umbeðnum skjölum og hin lögfræðilega greinargerð, sem utanríkisráðu- neytið hafði látið vinna í sam- vinnu við dómsmálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti. Enginn nefndarmanna hafði mælst til þess við formann, að leitað yrði til annarra lögfræðinga. Á fund- inum kom hins vegar fram, að það væri nauðsynlegt og var nafn Björns Þ. Guðmundssonar nefnt í því sambandi. Einnig var nefnt, að það bæri að skjóta málinu til Björn Bjamason. Lagastofnunar Háskóla íslands. Var ákveðið, að menn myndu ræða það nánar eftir að fundi yrði slitið. Þetta sama mánudagskvöld skiptumst við Páll Pétursson á orðsendingum um frekari með- ferð málsins á vegum utanríkis- málanefndar, en mér lék forvitni á að vita, hvaða atriði hann vildi, að borið yrði undir aðila utan Alþingis. Niðurstaða mín var sú, að spurningu um meðferð mála á Alþingi ætti að svara innan veggja þingsins og í starfsliði Alþingis væri að finna lögfræð- inga, er gætu veitt slík svör. Áður en málið var útrætt milli okkar Páls sté hann í ræðustól á Alþingi í upphafi fundar þriðju- daginn 15. desember. I ræðu sinni bar hann mig ranglega þeim sökum að hafa neitað sér um fund í utanríkismálanefnd og vitnaði í þann hluta orðsendinga frá mér, sem honum hentaði. Þá las Páll bréf Björns Þ. Guð- mundssonar til forseta Alþingis. Þar lýsti Bjöm þeirri skoðun sinni, að Alþingi gæti ekki tekið afstöðu til málsins. Var bréfið lesið opinberlega, áður en það hafði borist forseta. Síðar þenn- an sama dag úrskurðaði forseti, að ekkert hindraði Alþingi í að taka afstöðu til EES-frumvarps- ins. Um kvöldmatarleytið þennan sama þriðjudag 15. desember var haldinn fundur í utanríkismála- nefnd að ósk Páls Péturssonar. Þangað kom Bjöm Þ. Guðmunds- son prófessor og svaraði spurn- ingum nefndarmanna og gerði grein fyrir bréfi sínu til forseta Alþingis. Ég lét þá skoðun mína í ljós, að mér þætti fráleitt að utan- ríkismálanefnd tæki fram fyrir hendur forseta og fjallaði um mál, sem fallið hefði um úrskurð- ur forseta Alþingis. Tilmæli um að aðilar utan Alþingis, Laga- stofnun eða aðrir, segðu álit á slíkum málum yrðu ekki send frá utanríkismálanefnd með mínu samþykki. Ég gæti að sjálfsögðu ekki komið í veg fyrir að aðrir nefndarmenn leituðu slíks álits eða tækju málið upp mnan nefndarinnar, en fundi í henni myndi ég halda í samræmi við þingsköp. Páll Pétursson sat því miður ekki þennan fund utanríkismála- nefndar til enda, þar sem hann fór í sjónvarpsviðtal á fundartím- anum. Daginn eftir, miðvikudag 16. desember, flutti Páll hins veg- ar ræðu í þinginu, þar sem hann taldi sig vera að lýsa lyktum máls- ins í utanríkismálanefnd. Gerði ég athugasemd við þá lýsingu og áréttaði þá skoðun mína, að ekki ætti að skjóta úrskurðum forseta til umsagnar hjá aðilum utan Alþingis. Vitnaði ég meðal ann- ars í ritið Stjórnskipun íslands eftir Ólaf heitinn Jóhannesson, þar sem því er lýst, að úrskurður forseta Alþingis sé fullnaðar- úrskurður og honum verði ekki hnekkt, hvorki innan þings né utan. Þeir sem sætti sig ekki við úrskurð forseta geti á hinn bóg- inn andmælt honum með því að bera fram vantraust á þann for- seta, sem kvað upp úrskurðinn. Nauðsynlegt er að fram komi, að Páll Pétursson skýrði frá því í fyrrgreindri ræðu sinni 16. des- ember, að þingflokkur framsókn- armanna hefði leitað álits Laga- stofnunar Háskóla íslands vegna stöðu EES-málsins eftir brottfall Sviss. Það er því alrangt, ef menn halda, að ég eða einhverjir aðrir á Alþingi geti staðið í vegi fyrir því að þingmenn Framsóknar- flokksins afli sér allra nauðsyn- legra upplýsinga. Að sjálfsögðu geta þeir síðan kynnt svör Laga- stofnunar á vettvangi utanríkis- málanefndar og hvarvetna annars staðar. í fyrrgreindri forystugrein Dags segir: „Núverandi formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis hefur einnig lagt sína pólitísku framtíð á vogarskálar í þessu [EES-]máli.“ Ég óttast ekki, að það spilli pólitískri framtíð minni að styðja aðild íslands að EES. Hinu uni ég ekki að sitja undir rangfærslum af því tagi, sem var að finna um störf utanríkismála- nefndar í forystugrein Dags. Því hefur aldrei verið neitað að kalla nefndina saman til funda vegna EES-málsins. Hinu hef ég hafnað, að með minni undirskrift sé óskað eftir áliti utan Alþingis um mál, sem er alfarið á valdi Alþingis og úrskurðað hefur ver- ið um af forseta þess. Að mínu mati ræðst framtíð blaða af því, að þau hafi sannleikann að leið- arljósi við mat á mönnum og málefnum. Að þessu leyti hefur hallað á Dag, þegar hann tekur afstöðu til EES-málsins og með- ferðar á því í forystugrein. Björn Bjarnason. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis. Svar til Bjöms Bjamasonar Formaður utanríkismálanefndar Alþingis gerir athugasemd við þau ummæli í forystugrein Dags að hann hafi hafnað beiðni for- manns þingflokks Framsóknar- flokksins um að kalla saman fund í nefndinni og að ekki væri ástæða til að leita lagalegrar þekkingar á EES-samningnum utan veggja Alþingis. í athugasemd sinni segir hann formann þingflokks Framsóknar- flokksins ranglega hafa borið sig þeim sökum að hafa neitað fundi í utanríkismálanefnd. Þar með staðfestir hann að formaður þing- flokks Framsóknarflokksins hafi úr ræðustól Alþingis látið þau ummæli falla að ekki hafi verið orðið við beiðni hans um að kalla saman fund í nefndinni. Hvað varðar réttmæti þeirra orða formanns þingflokks Fram- sóknarflokksins, að ekki hafi fengist haldinn fundur í utanrík- ismálanefnd verður að benda á að þar stangast á fullyrðingar tveggja háttvirtra alþingismanna er mismunandi afstöðu hafa til EES-samningsins. Þá staðfestir formaður utanríkismálanefndar einnig að hann hafi hafnað því að óskað verði eftir áliti utan Alþingis um mál, sem alfarið sé á valdi þingsins og á þar greinilega við EES-samninginn. Formaður utanríkismálanefndar hefur því sjálfur staðfest að þau ummæli er viðhöfð voru í nefndri forystu- grein eru byggð á réttum upplýs- ingum um gang mála á Alþingi. EES-málið er viðkvæmt pólitískt mál á Alþingi og á með- al þjóðarinnar. Að sjálfsögðu telja þingmenn að þeir styrki pólitíska stöðu sína er þeir mynda sér skoðun á því - hver sem hún kann að vera. Að öðrum kosti gætu þeir verið skoðana- lausir en til þess er ekki ætlast af mönnum er sæti eiga á Alþingi. Niðurlagi greinar formanns utan- ríkismálanefndar verður hins vegar að vísa heim til föðurhús- anna þar sem hann hefur sjálfur staðfest með skrifum sínum að Dagur hafði sannleikann að leið- arljósi í framangreindri forystu- grein. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.