Dagur - 18.03.1993, Side 2

Dagur - 18.03.1993, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 18. mars 1993 Aðalfundur Skátafélagsins Klakks verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 21.15 í Hvammi. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir skátar 15 ára og eldri eru hvattir lil aö mæta. Stjórn Skátafélagsins Klakks. IAZZ-TÓNLEIKAR í KVÖLD Norsha jazzsöngkonan MAGNIWENTZEL og JAZZTRÍÓ AKUREYRAR M. 21.00 SJALLINN Restaurant staðurLnn á toppnum Föstudagur 19. mars Jóna Einarsdóttir harmonlkusnilllngur fer á kostum á nikkmini fyrir matargesti Ii lboðsmatseðill Silunga- og stórlúðuterrin „Chantilly“. Rósasteikt andarbringa með ávöxtum í kryddrjóma. KafB og heimalagað konfekt kr. 2.190. Pasta með tómatconcasse og smokkflski kr. 870. *☆* Auk þess er boðið upp á fjölbreyttnn sérréttamatseðil. *☆* Athugið: Fiðlarhm4. hæð Dansleikur Líf og Fjör. Jóna lítur við og þenur nikkuna og kemur öllum í stuð. Borðapantanir í síma 27100. *☆* Fólk í gjafahugleiðingum. Munið gjafakort Fiðlarans, skemmtileg gjöf við öll tilefni. Fréttir Dvalarheimilið Skjaldarvík: Starfshópur ákveði endur- ráðningar og tflfærslur Félagsmálaráð Akureyrar hef- ur skipað fimm manna starfs- hóp til að ákveða fyrir hönd ráðsins hvernig staðið verði að endurráðningum í störf á dval- arheimilinu Skjaldarvík og til- færslum starfsmanna þaðan í önnur störf innan öldrunar- deildar. Eins og fram kom í Degi sl. laugardag hefur félagsmálaráð samþykkt að fækka stöðugildum í Skjaldarvík um 4,8, en það var lagt til í rekstrarúttekt ráðgjafar- fyrirtækisins „Rekstur og ráð- gjöf“ hf. I bókun félagsmálaráðs frá 26. febrúar sl. var samþykkt að það muni fá þeim starfsmönn- um, sem láta af störfum í Skjald- arvík, önnur störf. í þessum fimm manna starfs- hópi eru Björn Þórleifsson, deildarstjóri öldrunardeildar Akureyrarbæjar, Karolína Guðmundsdótdr, forstöðumaður dvalarheimilisins Skjaldarvík, Jón Björnsson, félagsmálastjóri Akureyrarbæjar, trúnaðarmaður STAK í Skjaldarvík og trúnaðar- maður Einingar í Skjaldarvík. óþh Úrvinnslan hf. á Akureyri: Stofnfundur í næstu viku - algjörlega mengunarlaus iðnaður sem dregur úr sorpmagni Ákveðið hefur verið að stofn- fundur nýs atvinnufyrirtækis, Úrvinnslunnar hf., verði hald- inn í næstu viku, nánar tiltekið fímmtudaginn 25. febrúar. Á fundinum verður gengið frá stofnun hlutafélags um rekstur endurvinnslufyrirtækis er í fyrstu mun helga sig endur- vinnslu úr pappír og plastefn- um. Hið nýja fyrirtæki verður til húsa við Réttarhvamm 3 á Akur- eyri og mun Akureyrarbær leggja helming andvirðis hússins fram sem hlutafé. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist með vorinu eða í júní næstkomandi. Ákvörðun hefur verið tekin um kaup á véla- samstæðu frá Þýskalandi til úrvinnslunnar og með þessu fyrirtæki gefst kostur á að minnka umfang á því sorpi er losna þarf við á Akureyri og í nágrenni auk þess sem ætlunin er að endurvinna rúlluplast frá sveitabæjum. Ákveðið er að pappír og plast- efni verði flutt til Úrvinnslunnar í lokuðum gámum eða flutninga- vögnum og geymd í lokuðu hús- næði eða geymslutjaldi þar til úrvinnsla þeirra fer fram. Vinnsluferli úrvinnslunnar fer þannig fram að fyrst eru úrgangs- efnin tætt í grófum tætara, sem skilar þeim í safnker. Úr safnker- inu fara efnin síðan í svokallaða skrúfupressu þar sem þau eru pressuð saman. Við pressunina hitna þau í allt að 100 til 120 11.-27. mars HHHHHHHHHHHHHHHHHNHHHHHHHHHHHHHHH gráður en við þann hita nær plast- ið að bráðna og binda efnin saman. Að pressun lokinni eru lengjurnar skornar niður í viðeig- andi stærðir. Eins og fram hefur komið verður hin endurunna framleiðsla fyrst um sinn notuð í brettakubba en um 2,5 milljónir slíkra kubba eru fluttir inn til brettaframleiðslu á hverju ári. Að sögn aðstandenda Úrvinnsl- unnar er engin mengun samfara þessari framleiðslu. Engin brennsla fer fram og engar loft- tegundir losna úr Iæðingi. Ein- göngu rafmagn er notað til orku, til að knýja tætara og skrúfu- pressu. Að framleiðslu lokinni verður brettakubbunum pakkað inn á vörubretti og flutt á markað í gámum. Þess má geta að við- ræður standa nú yfir um flutning Endurvinnslunnar, sem nú er til húsa við Þingvallastræti í ná- grenni íþróttahúss KA að Réttar- hvammi. Með því móti yrðu þrjú endurvinnslufyrirtæki staðsett þar á sama svæði því auk hins nýja fyrirtækis er Gúmmívinnsl- an til húsa við Réttarhvamm 1. ÞI Missögn leiðrétt Vegna fréttar í Degi í gær um umræður í bæjarstjórn Akureyr- ar sl. þriðjudag um málefni þrotabús Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar hf., óskaði Halldór Jónsson, bæjarstjóri og stjórnar- maður í ÚÁ, eftir því að fram kæmi að hann hafi ekki fengið vitneskju um það í gegnum útvarp að kvöldi sunnudags að Útgerðarfélag Akureyringa hf. myndi ekki taka þátt í stofnun rekstrarfélags sem tæki þrotabú K. Jónssonar á leigu. í frétt Dags í gær er sagt að Ríkisútvarpið hafi haft eftir Gunnari Ragnars að kvöldi sl. sunnudags að ÚA tæki ekki þátt í stofnun nefnds rekstrarfélags, en það er rangt. Hið rétta er Ríkis- útvarpið hafði eftir Gunnari í kvöldfréttum sl. föstudag að ÚA væri ekki í viðræðum um stofnun rekstrarfélagsins. Beðist er vel- virðingar á þessari missögn. óþh Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að veita Jóni Óðni Öðinssyni, júdóþjálfara, 35 þúsund króna styrk til að sækja æfingabúðir og þjálfara- námskeið í júdó í Edinborg 9. til 15. apríl nk. ■ Á sama fundi íþrótta- og tómstundaráðs var rætt um íþróttaskemmuna og kom fram að þak hennar er mjög illa farið, „heldur ekki vatni og verður eflaust stórhættulegt gestum hússins innan tíðar, verði ekkert að gert.“ í bókun segir að íþrótta- og tóm- stundaráð minni á að gera þurfi við þakið, burtséð frá þvf hver framtíð Skemmunnar verði sem íþróttahúss. Því beindi ráðið því til bæjarráðs að það leitaði leiða til að fjár- magna viðgerð á Skemmunni sem allra fyrst. Þetta mál var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 11. mars og var því vísað til endurskoðunar fjárhagsáætl- unar síðar á árinu. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar 2. mars sl. var samþykkt að veita Slippstöðinni-Odda hf. kr. 250 þúsund til hönnunar, þróunar og framleiðslu á nýrri ísvél. ■ Á sama fundi var samþykkt að veita Katli Guðmundssyni kr. 150 þúsund til hönnunar og framleiðslu á húsgögnum sem eiga að nýtast vel í litlum íbúðum. Á fundinum var lögð fram greinargerð frá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar um málið. ■ Um miðjan apríl er fyrir- huguð í Lahti í Finnlandi ráð- stefna um atvinnumál, sem vinabæir á Norðurlöndum standa að og hefur Akureyrar- bæ verið boðin þátttaka. Af hálfu bæjarins fara á ráðstefn- una þeir Heimir Ingimarsson (G) og Guðmundur Stefáns- son (B), sem báðir eiga sæti í atvinnumálanefnd bæjarins. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt eftirfarandi styrkveit- ingar: SÁÁ-N 1.150.000 kr., Fjólan-líknarfélag 460.000, Styrktarfélag vangefinna ásamt Foreldrafélagi barna með sérþarfir v. sérstaks verk- efnis 800.000, Félag aldraðra á Akureyri 100.000, Æskulýðs- samband kirkjunnar 175.000, Barnaheimilið Ástjörn 175.000, Geðverndarfélagið á Akureyri 135.000, K.F.U.M. og K. 175.000, AA-samtökin 80.000, Mæðrastyrksnefnd 100.000, Kvennaráðgjöfin Reykjavík 50.000, Stígamót Reykjavík 60.000, Samtök um kvennaathvarf Reykjavík 170.000, Landssamtökin Vernd 50.000, Kvennasam- band Akureyrar 50.000, Nátt- úrulækningafélagið Akureyri 50.000, Samtök um sorg og sorgarviðbrögð 50.000, Sam- tök um menningarmiðstöð f. fatlaða 150.000, Nemar í sveigjanlegu fósturnámi 220.000 og Félag dagmæðra á Akureyri 50.000 kr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.