Dagur - 07.05.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 07.05.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 7. maí 1993 Dagdvelja Stjörnuspa * eftlr Athenu Lee Föstutudagur 6. maí í Vatnsberi 'N (20. jan.-18. feb.) J Fólk í kringum þig sér bara sjálft sig í dag svo ekki búast við áhuga á hugmyndum þínum. Heimilislíf- ið gengur hins vegarvel. Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Ef heilsufariö er ekki gott er nú rétti tíminn til ab taka á því. Útlit er fyrir ab þú sért niðurdreginn eba að þér leibist svo leitaðu eftir félagsskap. Hrútur (21. mars-19. apríl) 0 Þér finnst þú hafa meiri tíma til framkvæmda nú en áður. Not- færðu þér tækifærib til ab útfæra áætlanir og stunda áhugamálin. (f* Naut (20. apríl-20. maí) Farðu varlega í samskiptum vib fólk sérstaklega þá sem eru þér ekki alltaf sammála. Viðhorf ann- arra koma þér mjög á óvart. ®Tvíburar ^ (21. mai-20. jum) J Áhugi þinn á fólki og umhverfi þínu eykst. Reyndu að skiptast á skoðunum við fólk því þá opnast augu þín fyrir auknum tækifær- um. (H Krabbi (21. júní-22. júlí) Verkin ganga hægt í morgunsárib og áætlanir sem þú hafbir gert fyrir kvöldið munu breytast. Sennilega ferðu í stutt ferðalag síðdegis. (<X4fléón 'N \fVI\ (23.júli-22. ágúst) J Áform dagsins breytast vegna óheppni annarra. Heimilislífið er í brennidepli í dag og þú færb lík- lega góð ráð frá nánum vini. Meyja (23. ágúst-22. sept. D Kringumstæður hvetja þig til frumkvæðis. Þér myndi líka líba betur ef þú gerir upp við þig hvaða tilfinningar þú berð til ákveðins málefnis. (23. sept.-22. okt.) J Dagurinn er í mikilli ringulreib þar sem samskipti eru annars vegar svo gættu þess að fá ekki rangar upplýsingar. Hugabu að framtíb- armálum í dag. (\mC Sporðdreki^ (23. okt.-21. nóv.) J Þetta verður góður dagur nema um miðjan dag þegar þú lendir í einhvers konar ágreiningi. Eitt- hvað kemur þér skemmtilega á óvart í dag. CUv Bogmaður "\ VJglH (22. nóv.-21. des.) J Tækifærin hrannast upp þótt þú sjáir sjálfur ekki árangur af því fyrr en í næsta mánuði. Nú er hag- kvæmast að vinna vel í stórum hópum. Steingeit 'N (22. des-19. jan.) J (gF Þú verbur ab viðurkenna að hafa verið óhóflega bjartsýnn í ákveðnu máli. Vertu viðbúinn því að þurfa að draga í land í ákveönu máli. Fólk lítur ekki á aöra íþróttamenn. En þegar ég tek mig til, horfa allir á mig. Fólk veit að það borgar sig ekki að taka augun af þér. A léttu nótunum Bíldruslurnar - Mamma, hvað verður um bíl sem er orbinn svo gamall að ekki er hægt að keyra hann lengur? - Þá kemur eigandinn með hann og selur pabba þínum hann... Afmælisbarn dagsins Fyrstu mánuÖir ársins einkennast af stöbugleika en síðar þarftu kannski ab endurskoba áætlanir sem þú hefur gert meb öbrum. Skoðanaágreiningur kemur upp og tefur þig svo málin fara ekki að ganga nógu vel fyrr en líður á árib. Orbtakib Fara í hundana Orðtakið merkir ab fara til spillis, fara illa, farnast illa. Líkingin er dregin af (góðum) mat, sem lendjr hjá hundum en ekki mönnum. Þetta þarftu Stærsta torg heims Torg hins himneska fribar í Pek- ing er 400.000 m3 og þar rúmast 2 milljónir manna, næstum 10 sinnum íbúafjöldi íslands. Hjónabandib Skynsemi „Heilbrigt hjónaband er ekki fyrst og fremst byggt á hreinskilni, heldur miklu fremur á skynsam- legri þögn." Ókunnur höfundur. Dregib nibur í þingmönnunum Þeir voru ekki margir sem sátu yfir sjón- varpsútsend- ingunni frá Al- þingi á mánu- dagskvöld enda eru sennilega fáir dagskrárlið- ir sem hrekja annan eins fjölda frá skjánum. Sumar fjölskyldur vita hreint ekkert hvab þær eiga af sér að gera. Á stöku heimilum eru nærliggjandi bækur gripnar og lesnar upp til agna, abrir ímynda sér ab þeir séu komnir á tískusýningu og draga nibur í sjónvarplnu en hafa myndina á til ab geta gefib alþingismönnunum einkunn fyrir klæðnab. Og til eru þeir sem gripu tæklfærlb fegins hendi á mánudaginn, skelltu sér í vinnugallann og þustu út í garb til ab hefja vorverkin. Og segib svo ab þessar aiþingisútsendingar séu tll einskis! • Finnur fjarri því ánægbur Finnur Abal- björnsson, vél- slebakappi úr Eyjafjarbarsveit, komst iíka á sjónvarpsskjá- inn í vikunnl þegar sýnt var frá úrslita- keppninni í vélslebaakstri, sem haldin var í Hlíbarfjalli um síbustu helgi. Umsjónarmabur íþrótta- þáttarlns sýndi æsilega keppni milli Finns og Sigurbar Cylfasonar í snjókrossi þar sem Finnur var á undan allan tímann. Á lokakaflan- um nábl Sigurbur þó ab skjótast fram úr Flnni og tryggja sér sigur- inn. Ab vonum var keppnismab- urinn Finnur svekktur yfir úrslit- unum og lét óánægju sína óspart í Ijós enda skiljanlegt mibab vib hversu nálægt sigri hann var, En hann var fljótur ab taka glebi sína á ný enda geta hann og abrir norblenskir keppnismenn í vél- slebasportinu vel vib árangurinn unab í vetur. • Allt í hönk á samníngaborb- Þab virbist hreint allt í rusli á samninga- borbinu fræga þessa dagana. Vinnuveitendur og verkalýbs- forkólfar eru ósammála, og svo eru vinnuveitendur ósammála innbyrbis og ósamkomulag líka innbyrbis í röbum verkalýbslelð- toganna. Um daglnn átti ab semja en þab mátti ekki þá af því ab Dagsbrún vildi þab ekki og nú vilja Norblendingar semja en þá má þab ekki af því ab vlnnuvelt- endur vilja semja vib allan verka- lýbshópinn í einu. Þab eina sem allir vlrbast sammála um er ab þab bara hljóti ab vera samib áb- ur en sumarib gengur í garb fyrir alvöru. En þab merkilega er ab flestir voru líka sammála um þab í haust ab samnlngar hlytu ab komast á kopplnn ábur en vetur gengl í garb. Þab er grelnilega engu ab treysta í þessari veröld!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.