Dagur - 07.05.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 07.05.1993, Blaðsíða 16
Indverskir dagar á Bautanum til 16. maí, í hádeginu föstudaga til sunnudaga og öll kvöld Samband íslenskra sveitarfélaga: Ráðstefna um áhrif atvinnuleysis og að- gerðir sveitarfélaga - haldin á Akureyri á mánudag Samband íslenskra sveitarfélaga heldur ráðstefnu um áhrif at- vinnuleysis og sérstakar aðgerð- ir sveitarfélaga til að sporna við því. Ráðstefnan verður haidin í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 10 maí nk. A ráðstefnunni verður greint frá störfum atvinnumálanefndar sambandsins og fulltrúum þess í stjóm Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Fjallað verður um umsókn- ir sveitarfélaga um styrki úr At- vinnuleysistryggingasjóði til sér- stakra verkefna sveitarfélaga til að draga úr atvinnuleysi og sagt frá reynslu sveitarfélaganna af slíkum verkefnum og samskipt- um þeirra við sjóöinn. Formaður stjómar Atvinnu- Air Atlanta: Þota skírð Karl Magnússon - til heiðurs eins stofnenda Svifílugs- félags Akureyrar leysistryggingasjóðs og deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu munu einnig ræða samstarf sjóðsins og sveitarfélag- anna og gera grein fyrir reglum um úthlutun styrkja. Einnig verður til umfjöllunar; áhrif atvinnuleysis frá sjónarmiði atvinnulausra, nám og fræðsla fyr- ir atvinnulausa, áhrif atvinnuleys- is á félagsþjónustu sveitarfélaga, endurskoóun laga um vinnumiðl- un og nýsköpun atvinnulífs í tengslum vió verkefnastyrki At- vinnuleysistryggingasjóðs. Ráðstefna þessi er einkum ætl- uð sveitarstjómarmönnum, full- trúum í atvinnumálanefndum sveitarfélaga og öðrum er vinna að atvinnumálum fyrir sveitarfé- lögin. Ráðstefnustjórar eru Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Keflavíkur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, set- ur ráðstefnuna kl. 9.30 á mánu- dag en síðan verða flutt fjölmörg erindi. KK Framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúsanna við Lindasíðu eru lítillega á undan áætlun. í þessari viku byrjuðu starfsmenn S.S. Byggis að steypa upp siðara húsið, en það á samkvæmt verksamningi að vera tilbúið til afhending- ar í apríl á næsta ári. Mynd: Robyn. Lindasíða á Akureyri: Góður gangur í byggingu íjöl- býlishúsa fyrir aldraða Framkvæmdum við byggingu íjölbýlishúsa fyrir aldraða við Lindasíðu á Akureyri miðar vel og eru þær eilítið á undan áætl- un. í þessari viku hófu starfs- menn S.S. Byggis að steypa upp síðara húsið, en það verður komið undir þak fyrir haustið. Nú er unnið að því aö innrétta fyrra húsið og ganga þær fram- kvæmdir vel. Aðalsteinn Oskars- son, formaður bygginganefndar, segir að lokið verði við frágang hússins í sumar og gert sé ráó fyrir að íbúarnir flytji inn í það í byrj- un september. I hvoru húsi eru 35 íbúðir og segir Aðalsteinn að eftir eigi að ráðstafa 4 íbúðum í fyrra húsinu. í síðara húsinu á eftir að ráðstafa 9 íbúðum, en við það er miðað að flutt verði inn í það í apríl á næsta ári. í sumar verður einnig gengið frá bílastæðum og byggður gang- ur frá öðru fjölbýlishúsinu að Bjargi, en eins og fram hefur komið verður þar þjónusturými fyrir íbúa fjölbýlishúsanna. óþh Ferðaþjónusta Akureyrar: Beint flug til Sviss og leiguflug - áherslan lögð á Akureyri og nágrenni næsta sumar Ferðaþjónusta Akureyrar tók til starfa á síðasta ári og seldi þá m.a. ferðir til Sviss. Svipað verður uppi á teningnum í sum- ar auk leiguflugs. Að sögn Reynis Adólfssonar, fram- kvæmdastjóra Ferðaþjónustu Akureyrar, er aðalmarkmiðið þó að fá ferðamenn til Akur- eyrar. í sumar verða ellefu beinar þotuferðir milli Akureyrar og Sviss og sagði Reynir áhuga á feróum til Sviss svipaðan og í fyrra, en hann bjóst þó frekar við samdrætti en aukningu. Hins veg- ar virtist áhugi Svisslendinga á Akureyrarferð hafa glæðst, eftir því sem hann hafði fregnað. „Síðan mun ég selja ferðir í Grímsey: Þorskurinn er vænn -segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri Þorleifs EA leiguflug til Þrándheims í Noregi í ágúst, sem er tilraun, og trúlega í flug til Frakklands í júní, en það- an er leiguflug hingað út af golf- mótinu og miónætursólinni," sagði Reynir. Hann sagðist hafa þaó á tilfinn- ingunni að ferðamynstrið væri aö breytast og fólk færi frekar í tvær vikuferðir á ári í staðinn fyrir eina hálfsmánaðarferð. Sem dæmi Klukkan 16.00 á morgun, Iaug- ardag, ef veður leyflr, mun þota af gerðinni Boing 737, einkenn- isstafir TF-ABD, í eigu Air Atlanta í Mosfellsbæ, lenda á Akureyrarflugvelli, en fyrr um daginn var þotunni geflð nafnið Karl Magnússon. Eigendur Air Atlanta eru hjón- in Arngrímur B. Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir. Fyrir margt löngu var Arngrímur formaður Svifflugfélags Akureyrar, þá rúm- laga tvítugur að aldri. Karl Magn- ússon, járnsmiður á Akureyri, var cinn af frumkvöðlum flugs á Ak- ureyri og einn af fyrstu formönn- um Svifflugfélags Akureyrar og fóstraði því marga menn er síðar gerðust flugmenn og flugstjórar hjá íslensku flugfélögunum. „Ahrifa Karls gætti í hvívetna í bernsku flugs á Akureyri, já, raun- ar allt til þess er hann lést á miðju ári 1965. Karl Magnússon heitir þotan til heiðurs vini mínum og þannig vil ég minnast þess braut- ryðjendastarfs, sem hann vann í gamla daga,“segir Amgrímur B. Jóhannsson. ój O VEÐRIÐ Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan átt í dag og nokkuð hlýnandi veðri. Um norðvestanvert landið má búast við ein- hverri úrkomu en þurru veðri á Norðausturlandi. Trillukarlar, sem eru á netum frá Grímsey, hafa flskað bæri- lega að undanförnu. Hinsvegar er afli þeirra sem róa með línu mjög rýr. Síðastliðinn miðvikudag bárust átta og hálft tonn af þorski til Fiskverkunar Kaupfélags Eyfirð- inga í Grímsey. Aflinn kom frá fjórum netabátum og einum línu- báti. Tveir stórir bátar eru í vió- skiptum við fiskverkendur á Dal- vík, þ.e. Þorleifur EA og Sæbjörg EA. Afli Þorleifs og Sæbjargar er fluttur til lands með Eyjafjarðar- ferjunni Sæfara. Á miðvikudaginn fékk Þorleifur EA sjö tonn, en Sæ- björg sex tonn. „Vorið er komið til Grímseyjar. I morgun þegar ég kom út hnitaði krían flug yfir okkur körlunum. Lóan og hrossagaukurinn eru ein- nig komin. Sá guli er við eyjuna. Já, þorskurinn er vænn. Við erum sem stendur suðaustur af eyjunni. Aflinn er orðinn vel á fjórða tonn og þó erum við aðeins búnir að draga tvær trossur af fimm,“ sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri Þor- leifs EA, snemma í gærmorgun. ój nefndi hann að vikuferðir til Sviss, flug og bíll, væru vinsælar og ekki ólíklegt að sama fólkið færi t.d. aftur erlendis í stutta verslunarferð í haust. Ferðaþjónusta Akureyrar er hluthafi í ferðaskrifstofu í Reykjavík og sagði Reynir að í gegnum hana yrði lögð áhersla á að auglýsa Akureyri og nágrenni fyrir næsta sumar og selja ferðir norður. „Svo má nefna að við erum hér nokkrir aðilar að ræða saman um sölu- og markaðsmál fyrir þetta svæði og höfum hug á að koma út bæklingi með afþreyingar- og gistimöguleikum hér og stíla að- allega upp á apríl og maí og sept- ember og október. Markmiðið er að reyna að lengja ferðamanna- tímann og við vonumst til að þetta skili árangri á næsta ári,“ sagói Reynir. SS Hólaskóli: Fyrsti stúdentiim í nær tvær aldir -25 búfræðingar brautskráðir I dag verða 25 búfrœðingar brautskráðir frá Bændaskól- anum á Hólum og auk þess einn stúdent. Er það fyrsti stúdentinn sem útskrifast frá Hólaskóla allt frá árinu 1802. Að sögn Jóns Bjamasonar skólastjóra er það ekki kapps- mál hjá Bændaskólanum aó út- skrifa stúdenta, enda eru ekki allar þær námsgreinar sem til þarf kenndar við skólann. Margir sem í skólann koma eru með stúdentspróf, en aðrir með góðan kjama úr því námscfni sem krafist er til stúdcntsprófs. Þannig má segja að þeir velji sér námsbraut meó því að út- skrifast úr búfræði. Athöfnin í dag hefst kl. 15 í Hóladóm- kirkju og að loknum söng og hugvekju verða búfræðingamir og stúdcntinn brautskráðir. Af 25 búfræðikandidötum eru 12 stúlkur. Að lokinni athöfn verður boðið í kaffi á Bænda- skólanum. sþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.