Dagur - 18.05.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 18.05.1993, Blaðsíða 16
IMW, Akureyri, þriðjudagur 18. maí 1993 Akureyri: Mæðrastyrksnefiid sífellt að störfum - þröngt í búi hjá mörgum ijölskyldum Ekki eru ætíð jól segir málshátt- urinn og það vita konurnar hjá mæðrastyrksnefnd á Akureyri mæta vel. Mæðrastyrksnefnd hefur gjarnan verið í fréttunum fyrir jólin og þangað hafa bág- staddar fjölkskyldur leitað og fengið klæði og ýmsar aðrar nauðsynjar sem konurnar hafa safnað. I síðustu viku birti Dagur aug- lýsingu frá mæðrastyrksnefnd þar sem Akureyringar og nærsveita- menn voru minntir á þá sem lítið hafa, en tekið er á móti fötum og fleiru í Gránufélagsgötu 5. Að sögn Jónu Bertu Jónsdóttur hjá mæðrastyrksnefnd hafa viðbrögð við auglýsingunum verið mjög góð og strax og blaðið kom út tók fólk aö streyma að með föt. Möðrudals- öræfi lokuð Snjókoma helgarinnar setti víða strik í reikninginn á Norður- landi austanverðu. Hált var á vegum og á nokkrum stöðum setti það mikinn snjó niður að vegir lokuðust. I gærmorgun var stærri bifreið- um aðeins fært um austanverða Eyjafjarðarsveit. Fljótt upp úr há- degi var snjóruðningi lokió. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð og þjóðveginn milli Dalvíkur og Olafsfjarðar. Fljótsheiði er ófær smærri bif- rciðum en Mörudalsöræti eru lok- uð með öllu. ój Lífeyrissjóður Norðurlands: Margir vilja í framkvæmda- stjórastólinn Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs Norðurlands rann út nú um helgina. Margar umsóknir bárust um starfið. Björn Snæbjörnsson, formaður vcrkalýðsfélagsins Einingar, segir að ekki verði gefin upp nákvæm tala umsækjenda þar sem stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands cigi eftir að kynna sér umsóknirnar. Það eina sem um málið sé að segja sé að margir hafi sótt um. Björn reiknaði með að ráðið verði í starfið fyrir mánaðamót og að framkvæmdastjóri taki við 1. sept- ember næstkomandi. JOH VEÐRIÐ Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Eftir þetta hræðilega norðan áhlaup lofar Veðurstofan því að framundan sé betra veður. í dag gengur norðanáttin nið- ur jafnframt því sem hlýnar í veðri. Á morgun og fimmtu- dagerspáðað vindur snúist til suðlægrar áttar með hlýn- andi veðri. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum gott afdrep og þess vegna ætlum við að reyna að hafa þetta eitthvað opið. Það var áberandi hvað ungar konur tóku fljótt við sér núna og mjög ánægjulegt hvaó fólk er jákvætt. Eg hef verið í þessu í ein sex ár og mér finnst fólk alltaf vera að skilja það betur að við erum að gera eitthvað gott. Aður fyrr vildi fólk helst ekki heyra minnst á mæðrastyrks- nefnd,“ sagði Jóna Berta. Hún sagði að þaó væri þröngt í búi hjá mörgum heimilum, enda atvinnuleysi og óáran. Til allrar hamingju sagði hún að fólk væri farið að hugsa meira um náung- ann og taldi hún að fjölmiðlar ættu stóran þátt í því að hafa opn- að augu almcnnings fyrir þeim vanda sem margir glíma vió. Jóna Berta sagðist finna að margir hefðu þörf fyrir aðstoð, en sem endranær væri oft erfitt fyrir þetta fólk aó biðja um hjálp. En mæórastyrksnefnd fær gjaman ábendingar um nauðstaddar fjöl- skyldur og sinnir þeim eins og kostur er. Hún vildi skora á þá sem eru aö laga til hjá sér að hafa frekar samband við mæðrastyrks- nefnd heldur en að fieygja fötum og ýmsum munum sem gætu komió bágstöddum vel. SS Knattspyrnuáhugi! t Þetta kallar maður knattspyrnuáhuga. KA og Völsungur áttust við í JMJ-mótinu í knattspyrnu á KA-vellinum á Akureyri sl. föstudagskvöld. Veðrið var ekki beint til þess að hrópa húrra fyrir, en knattspyrnuáhugamenn eru eingum líkir og mættu dúðaðir á völlinn til þess að hvctja sína menn. Mynd: HA Lóur, spóar og hrossagaukar í húsagörðum á Akureyri: Gæsir og endur liggja sem fast- ast á, en eru víða á kafi í snjó Um helgina var mjög áberandi á Akureyri, að lóur, spóar og hrossagaukar leituðu heim að húsum vegna illviðrisins. Þor- steinn Þorsteinsson, sundlaugar- Ríkisstjórnin: Ný álma við FSA? Á ríkisstjórnarfundi í dag mun Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, kynna þá af- stöðu heilbrigðis- og fjármála- ráðuneyta að hafin verði bygg- ing nýrrar álmu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, en ekki verði byggt út á þak sjúkrahúss- ins til að bæta úr aðkallandi húsnæðisþörf barnadeildar. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að ráðuneytismenn telji að rétt sé að halda áfram með gömlu áætlunina um uppbyggingu sjúkrahússins. „Við teljum að það sé meira í samræmi við framtíó- aráætlun um uppbyggingu Fjórð- ungssjúkrahússins, hin hugmynd- in sé bráðabirgðalausn sem muni stoppa þróunina. Viö byggjum aðallega á niðurstöðu Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkis- ins. Upp á framtíðina teljum viö rétt að vera ekki með fleiri bráða- birgðalausnir," sagði Páll. óþh vörður og fuglaskoðari á Akur- eyri, segir að um Eyjafjörð hafl fuglar ekki misfarist. “Einsýnt er aó varpi mófugla mun seinka í ár vegna norðan- hretsins. Um Eyjafjörð var veðriö ekki það slæmt að skaði hlytist af. Fuglamir eru fljótir að gera ráð- stafanir þegar syrtir í álinn og veður gerast válynd. Vaðfuglar eru aftur komnir á Leirurnar, en þeir voru komnir upp í hólmana til pörunar. Já, þcir seinka tilhugalíf- inu vegna fannfergis og kulda. Gæsir og cndur voru byrjaðar að verpa. Þar sem varpi var lokið er allt í stakasta Iagi. Fuglinn liggur sem fastast á, en er víða á kafi í Norðangarri helgarinnar á Akureyri: Frostskemmdir á flestum tegimdum tnágróðurs „Norðangarri helgarinnar mun seinka laufgun trjáa og laufblöð Húsavík: Gæs í lögguleik Á laugardag var ölvaður ung- lingur tekinn við skemmdarverk og færður í fangageymslu. Kom- ið var að honum þar sem hann skeytti skapi sínu á bifreið með spörkum og látum. Lögregla var cinnig kölluð út til að góma gæs sem var peninga- laus í verslunarferð við Shellskál- ann. Var það í annað sícipti í sömu viku sem téð gæs þótti of kump- ánleg við fólk í bænum. Á þriðju- dag var gæsin handtekin við Bestabæ og ók lögreglan með hana að drullupolli við Laxamýri. Mun gæsinni hafa þótt gaman aó spjalla vió löggæslumenn, rúnta í löggubílnum og fá mynd af sér í Víkurblaðinu því hún lagði um- svifalaust af stað í bæinn afur. Ekki fékkst uppgefið hvert lög- reglan stakk gæsinni á laugardag- inn, en fjölmiðlar munu fylgjast grannt með máli þessu. IM hafa skemmst mikið á þeim trjágróðri sem er nú þegar laufgaður,“ segir Tryggvi Mar- inósson, fulltrúi hjá umhverfis- deild Akureyrarbæjar. Aó sögn Tryggva eru frost- skemmdir á fiestum tegundum trjáa og runna á Akureyri eftir kuldakast helgarinnar. Blátoppur er víða í görðum og nær öruggt er að blöð hans eru ónýt. Á næstu dögum sortna blöðin og þá verður að klippa þau burt. Verði það gert skrýðist blátoppurinn á ný. Reyni- viður á Oddeyrinni er víðast kom- inn með frjóhnappa sem hafa skemmst. Skemmdirnar munu hafa áhrif á fræmyndun í haust. „Já, frostið er skaðvaldurinn, en sem betur fer hafa fiestar tegundir trjágróðurs sofandi brum, sem tek- ur einhvem tíma að brjóta út,“ segir Tryggvi Marinósson. ój snjó. Frostið var lítið í Eyjafirði, sem gerði gæfumuninn, og hér skóf ekki. Trúlega er ástandið verra hér austur af, en þar var skafrenningur mikill og frostið meira,“ segir Þorsteinn Þorsteins- son. ój Illugastaðavegur: LítOI munur á 3 lægstu tilboðum Þrjú tilboð voru áberandi lægst í lagningu 3,7 km kafla á Ulug- astaðavegi í Fnjóskadal, en til- boð voru opnuð hjá Vegagerð- inni á Akureyri í gær. Níu tilboð bárust og voru þau öll undir kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar sem hljóóaði upp á tæplega 33 milljónir króna. Lægstu tilboðin voru frá Arnar- felli hf„ 23,077 milljónir (70,0% af kostnaðaráætlun), Jarðverki sf. í Nesi, 23,219 milljónir (70,4%) og Halldóri Baldurssyni Akurcyri, 23,321 milljónir (70,7%). Um er að ræða 81 þúsund rúmmetra fyllingu og 10 þúsund rúmmetra burðarlag og skal verk- inu lokið 15. október nk. óþh Siglufiarðarvegur: Benedikt Óla- son lægstur í gær voru hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki opnuð tilboð í styrkingu Siglufjarðarvegar, um 4 km kafla frá Frostastöðum að Framnesi. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 4,66 milljónir króna og reyndust þrjú af fimm tilboðum undir þeirri tölu. Lægsta tilboðið átti Benedikt Ólason á Egilsstöð- um, 3,19 milljónir króna og næst kom Fjörður á Sauðárkróki með 3,55 milljónir króna. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.