Dagur - 18.05.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 18.05.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. maí 1993 - DAGUR - í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: Einkavæðing má ekki byggjast á trúarsetningum markaðshyggjumanna - opið bréf til flölmiðla „Fyrir Alþingi liggja nú frumvörp um einkavæðingu á opinberum stofnunum, og til stendur að bjóða út margvíslega starfsemi sem fram til þessa hefur verið starfrækt af opinberum aðilum. I sumum til- vikum er ráðgert að stíga skref í átt til einkavæðingar í áföngum með því að gera stofnanir fyrst að hlutafélögum í eigu opinberra aö- ila en taka síðar ákvörðun um sölu hlutabréfa. BSRB telur að rangt sé að al- hæfa um rekstrarform. I sumum tilvikum er skynsamlegra að fyrir- tæki annist starfsemi á opnuin markaði en í öðrum tilvikum er betra að reksturinn sé í höndum opinberra aðila. I enn öðrum til- vikum er ekki augljóst hvor kost- urinn er heppilegri. Opinber þjón- usta á að vera sveigjanleg og sí- breytileg í ljósi breyttra aðstæðna, tækniframfara o.s.frv. Starfsfólk á hverjum stað þekkir öörum fremur til viðkomandi starfsemi og á því að vera með í ráðum þegar breyt- ingar eru til umræðu. BSRB hefur ítrekað boðið til viðræðna um þessi efni og beitt sér fyrir um- ræðu um reynslu erlendra þjóða í þessum efnum. Reynsla annarra þjóða Einkavæðing hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í ná- grannalöndum okkar undanfarin ár og víða komist í framkvæmd, þótt í mismiklum mæli sé. í hlið- stæðri umræðu hér á landi liggur í augum uppi að við eigum að skoða reynslu annarra þjóða af einkavæðingu og læra af henni. Um er að ræða meðferð opinberra eigna - fjármuni almennings í landinu og þjónustu við hann - og ekkert annað en ábyrgðarleysi að renna blint í sjóinn meó fram- kvæmd mögulegrar einkavæðing- ar. ★ Reynslan crlendis frá er í mörgum tilvikum sú, að þegar einkavætt hefur verið á sviðum þar sem ekki er samkeppni hef- ur þjónustan ekki batnað. Sums staðar hefur þjónustan versnað til muna. í sumum tilvikum hef- ur hún batnað hjá ljársterkum aðilum en versnað hjá þeim sem hafa minni efni. Iðulega hefur einkavæðing við fákeppnisað- stæður virst hagkvæmur kostur fyrst í stað en reynst kostnaðar- meiri síðar meir. ★ Reynslan erlendis frá er sú að hæst launuðu starfsmennirn- ir hafa hækkað stórkostlega í launum en launakjör annarra hafa rýrnað eða staðið í stað. Þetta kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna yfirmenn eru oft á tíðum fylgjandi því að gera stofnanir að hlutafélögum - það gefur þeim aukið sjálfdæmi um eigin kjör. ★ Reynslan erlendis frá segir að fólk hafi misst vinnuna í stór- hópum þegar ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd. Þetta hef- ur einnig átt við þegar ýmsir starfsþættir hafa verið boðnir út. A tímum atvinnuleysis er það ábyrgöarhluti að fækka starfsfólki nema að mjög vel at- huguðu máli, og þá ekki án þess að skoða málin í stærra sam- hcngi. Hvað vinnst t.a.m. með því að segja upp fólki, greiða því atvinnuleysisbætur og vísa því aftast í atvinnuleysisbiðraðirn- ar? ★ Reynslan erlendis frá gef- ur ástæðu til að ætla að cinka- væðing og útboð hafi beinlínis stundum verið ákveðin til þess að rýra kjörin og draga úr rétt- indum starfsfólks. Útboð á ræst- ingu er dæmi um réttindamissi jafnhliða fækkun starfsfólks. ★ Reynslan af skattlagningu einkafyrirtækja er sú að erfitt hefur reynst að ná eðlilegri skattheimtu. Opinberar stofn- anir sem hafa skilað hagnaði skila aðeins broti af honum í gegnum skattgreiðslur eftir að þeim hefur verið breytt í einka- fyrirtæki. Verulegur hluti þess arðs sem áður rann til sam- neyslunnar rennur nú til nýrra eigenda á markaði. Auglýst eftir röksemdum Á sínum tíma var Bifreiðaeftirlitió gert að einkafyrirtæki. Nú er talað um þvottahús ríkisspítalanna, tób- akseinkasöluna, lyfjaverslunina, Póst og síma og þannig mætti ál'ram telja. Það er lágmark aö röksemdir komi fram með og á móti. Því miður hefur sú ekki orðið reyndin. Ráðamenn láta alhæfingar og al- mennar stefnuyfirlýsingar nægja og hafa iðulega komist upp með slíkt án þess að vera krafðir um að færa rök fyrir máli sínu. Fjölmörg dæmi má taka um þetta. Um nýframlagt lyfjadreif- ingarfrumvarp var t.d. skírskotað til þess sem hlyti að gerast við þær breytingar sem frumvarpið boó- aöi. Þannig var staðhæft: „Það segir sig sjálft að slíkt mun hafa í för með sér mikla verðlækkun..." Það er ekkert sem segir sig sjálft í þessu sambandi, reyndar margt sem bendir til að lyfjaverð muni hækka við breytingarnar. Póstur og sími er annað dæmi um yfirborðskennda umræðu af þessu tagi á opinberum vettvangi. Þegar áform um að gera Póst og síma að hlutalélagi voru kynnt var vitnað til almennrar pólitískrar stefnu og skírskotað almennt til faglegs mats. Staðreyndin er hins vegar sú að þau faglegu rök sem færð hafa verið fram um breytingu á Pósti og síma í opinberri um- ræðu hér á landi hafa gengið í þveröfuga átt en þá að tilefni sé til einkavæðingar. Reyndar má furðu gegna að slík áform séu uppi í ljósi þess að á daginn hefur komið að þjónusta Pósts og síma er ein sú ódýrasta í heimi. I sumum tilvikum er skírskotað til almennrar stefnuyfirlýsingar ríkisstjómarinnar, svo sem í at- hugasemdum með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verslun ríkisins með áfengi og tóbak. Þar segir einfaldlega að frumvarpió sé „í samræmi við fyr- irheit í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um að draga úr ríkis- umsvifum þar sem þess sé kost- ur...“ En hér væri nær að spyrja hverjir eru kostirnir og hverjir eru gallamir við slíkar breytingar í stað þess að gefa sér að hvar sem hægt sé að koma einkavæðingu við skuli það gert. Ábyrgð Alþingis, fjölmiðla og samtaka á vinnumarkaði Það hlýtur að vera á ábyrgð al- þingismanna, fjölmiðla og sam- taka á vinnumarkaði að stuðla að málefnalegri umræðu um kosti og galla á hverju tilviki um sig. Þaó er mjög varasamt að áform sem byggja á almennri stefnu og lítt grunduðu mati nái fram að ganga án allrar gagnrýninnar umræðu. Rekstrarform á ekki að vera takmark í sjálfu sér. Spyrja þarf um kosti og galla á rekstrarformi með tilliti til þeirrar þjónustu sem veitt er, tilkostnaðar og vinnufyr- irkomulags - og ef eitthvað má til betri vegar færa þarf aó ígrunda hverju þurfi að breyta og þá hvers vegna. Ef til dæmis talið er nauð- synlegt að gera stofnun að hlutafé- lagi þarf aö spyrja hvers vegna - til að auka sveigjanleika í rekstri? Hvernig, hvaða ákvarðanir er ekki hægt að taka nú sem hægt er með breyttu rekstrarfyrirkomulagi? Hér þarf að spyrja hvort ekki sé hægt að framkvæma breytingar við núverandi rekstarskilyrði? Hvers eðlis er sú hagræðing sem iðulega er nefnd í þessu sam- bandi? Á aó fækka störfum? Eða er það ef til vill hreint ekki hag- ræðing sem vakir fyrir mönnum? í ÁTVR var bruggað brennivín. Sú framleiðsla var einkavædd, að sögn í hagræðingarskyni. Síðar kom á daginn að unnið var að þessari framleiðslu á lagerum ÁTVR þegar álag var þar Iítið við önnur störf. Enda kom á daginn að verð á þessum vörum hækkaði við breytinguna. Forsvarsmenn ÁTVR voru hins vegar ekki spurðir opinberlega álits áður en einkavæðingin átti sér stað. Nú má spyrja um ávinninginn vegna einkavæðingar tóbakssölunnar og sölu á þvottahúsi Ríkisspítala, breytinga á Pósti og síma, Lyfja- verslunar ríkisins og þannig mætti áfram telja. Yrði þetta betra fyrir skattborgarann, neytandann? Yrði þetta hægkvæmara fyrir viðkom- andi stofnun? Hvað meö hagnað og arð; á aö skapa aró af starfsem- inni, hvert á hann að renna, hvaða áhrif hefði breytingin á atvinnu- ástand, hvað með önnur sjónar- mið? Meginmálið hlýtur að vera að fara vel með sameiginlegar eignir almennings og tryggja góða þjón- ustu. Einkavæðingaráform mega því ekki byggjast á órökstuddum trúarsetningum markaóshyggju- manna heldur verður að sýna fram á með rökum að þessi áform eigi rétt á sér. I þeim efnum hljóta ábyrg stjórnvöld að hafa hags- muni eigendanna, almennings í landinu, að leiðarljósi. Það er hlutverk fjölmiðla að stuðla að gagnrýninni og mál- efnalegri umræðu um þjóðþrifa- mál. Þess vegna er þeim nú skrifað opið bréf til að hvetja þá til að búa svo um hnúta að fram fari ítarleg umræða í landinu áður en almenningseignir eru settar á markað." Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - V.M.A. veturinn 1993-1994. Skipstjórnarnám: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. Fiskiðnaðarnám: Kennt er til fiskiönaöarmannsprófs. Almennt framhaldsnám: 1. bekkur framhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur til 10. júní. Upplýsingar í símum 61083, 61380, 61160, 61162. Skólastjóri. Héraðssýning - kynbótadómar Breytingar vegna veðurs. 1. Miðvikudagur 19. maí kl. 9.00. Lögmannshlíðarvöllur. Sýningarröö eftir mótsskrá. 4 v. hryssur, 5 v. hryssur, 3 v. stóö- hestar, 4 v. stóðhestar, 5 v. stóöhestar og geld- ingar. 2. Fimmtudagur 20. maí kl. 9.00. Lögmannshlíðarvöllur. Sýningarröð eftir móts- skrá. Hryssur 6 v. og eldri og stóðhestar 6 v. og eldri. 3. Föstudagur 21. maí kl. 9.00. Flötutungur. 4. Laugardagur 22. maí kl. 10.00. Melgerðismelar. Yfirlitssýning. Hrossaræktarsambandið. Búnaðarsamböndin. ER SKEMMTILEGIIR TÍMIFRAMENDM? Ekki nema í góðum télagsskap. Hringdu og prótaóu Símastefnumótið þar sem fjöldi fólks ó öllum aldri hefur fundið sér félaga. Þetta er spennandi og skemmtileg leið til að kynnast nýju fólki. Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt. Minútan kostar 39,90 kr. SÍMASTEFNIJMOT NORÐURLANDS Teleworld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.