Dagur - 04.06.1993, Side 1
MENNINGARSAMTÖKNORÐLENDINGA- JÚNÍ1993
Kveðja frá formanni
Þaö er um það deilt hvort vaxandi at-
vinnuleysi, erfiðleikar og bágindi í þjóð-
félaginu séu af mannavöldum eða þar sé
um nokkurs konar náttúrulögmál að
ræða. Náttúrulögmálið að góðæri og
hallæri hljóti að skiptast á - tími hallær-
isins sé einfaldlega upp runninn.
Hvað sem því líður, þá hefur ekki ver-
ið neinn hallærisbragur á menningarlífi
Norðlendinga s.l. vetur. Það hefur verið
æft og sýnt, sungið, spilað og skapaó. I
þessu fréttabréfi verður minnst á eitt og
annað sem gert hefur verið í vetur, en
það verður engin tæmandi upptalning
enda ekki meiningin að þetta verði annáll
ársins.
Frá stjórn MENOR eru þær fréttir
helstar að ljóðasamkeppnin í samvinnu
við Dag gekk mjög vel og aðstandendur
eru hinir ánægöustu. Mig langar til að
þakka ritstjóra Dags og starfsfólki hans
fyr'r samstarfið. Dagur á heiöur skilinn
fyrir umfjöllun sína um menningarmál
og hve þau fá mikió rúm í blaðinu.
Síðasti aðalfundur MENOR sam-
þykkti: „... að fela stjóm samtakanna að
byggja upp frekara samstarf um menn-
ingarmál við Gilfélagið á Akureyri, ...“
Segja má aó þetta hafi þróast þannig að
MENOR og Gilfélagið séu komin í sam-
Anna Helgadóttir.
starf við atvinnumálanefnd Akureyrar og
Ferðamálanefnd Eyjafjarðar. Þessir aðil-
ar hafa ráðið sameiginlegan starfsmann
til áveðins verkefnis þrjá mánuði í sumar.
MENOR dagskráin hefur verið á sín-
um stað í Degi og myndlistarkynningar
hafa verið haldnar í húsnæði Byggða-
stofnunar og á Súlnabergi á Akureyri.
Svo er það auðvitað fjármálabaming-
urinn. A meðan við svífum svona gjör-
samlega í lausu lofti hvað fjárhagsgrund-
völl varðar er illmögulegt að gera nokkr-
ar áætlanir fram í tímann, ekki hægt að
ákveða neitt nema það, að ákveða ekkert.
Starfsemi á við það sem MENOR hef-
ur haldið uppi er fólki hvatning til þátt-
töku í menningar- og félagsmálum, sem
örugglega á sinn þátt í að sporna gegn
fólksflótta af landsbyggðinni. Fátt er líka
áhrifaríkara til andsvara gegn félagsleg-
um vandamálum, sem upp koma með
vaxandi atvinnuleysi, en að efla menn-
ingu og listir. Oft finnst mér að ráða-
menn geri sér ekki grein fyrir því, hve
fjármunir sem varið er til menningarmála
skila sér vel og skila sér víða.
Nú er ellefta starfsár MENOR senn á
enda og fimmti formaður samtakanna að
láta af störfum. Þetta ár hefur verið mér
lærdómsríkt, erfitt og skemmtilegt í senn.
Eg þakka samstarfsfólkinu í stjórn
MENOR fyrir sérlega ánægjulegt sam-
starf, óska öllu áhugafólki um menning-
armál alls hins besta í framtíðinni og
MENOR óska ég langra og athafnasamra
lífdaga. Anna Helgadóttir.
MUNIÐ AÐALFUND MENOR1993
Aðalfundur menor verður haldínn að Löngumýri í Skagafirði laugardaginn 12.
júní og hefst kl. 10:30 árdegis.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Stjórnin