Dagur - 04.06.1993, Side 2

Dagur - 04.06.1993, Side 2
Stuttur pistill frá Hvammstanga Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga hefur haft þaö á stefnuskrá að halda tónleika mánaðarlega yfir starfsárið sem stendur frá september fram til maí. Síðasta starfs- ár byrjaði reyndar í ágúst, en þá kom fiðluleikarinn Laufey Sigurðardóttir í heimsókn og spilaði í Hvammstanga- kirkju. I september kom Einar Kr. Ein- arsson gítarleikari og lék hann einnig í kirkjunni og má segja að þá fyrst hafi starfsárið hafist. 21.október jassaði Tóm- as R. Einarsson í Vertshúsinu á Hvammstanga ásamt hljómsveit sinni sem samanstóð af mjög ungum og upp- rennandi tónlistarmönnum. Reynir Jónas- son og Grettir Björnsson harmonikku- leikarar fóru á kostum í hljóðfæraleik og kitluðu hláturtaugar okkar þcgar þeir spiluóu í Vertshúsinu í nóvember. Des- embertónleikar sem vera áttu, féllu niður vegna slæmrar færðar norður heiðar, þ.e.a.s frá Reykjavík. Hinir árlegu stór- tónleikar félagsins áttu að vera í janúar en var frestað vegna veðurs. 24.febrúar héldum við tónleika í Asbyrgi á Laugar- bakka og þar léku þau Símon Ivarsson gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari. Einnig héldu þau hljóðfærakynn- ingu í Grunnskólanum á Hvammstanga vió góðar undirtektir nemenda. I mars tókst loksins aö halda okkar árlegu stór- tónleika þar sem fram komu eingöngu heimamenn og tókust þeir með ágætum. Söngkvartettinn Voces Thules flutti mið- aldatónlist í Hvammstangakirkju aö kvöldi Pálmasunnudagsins 4.apríl. Tíu dögum síðar var komið að rokkinu. Hljómsveitin Todmobil kom fram eftir nokkurt hlé í Félagsheimilinu Hvamms- tanga þann 14.apríl, en þá hafði hljóm- Reynir Jónasson og Grettir Björnsson. sveitin ekki haldið tónleika síðan í des- ember '92 og þá í Reykjavík, en ekki ut: an Reykjavíkur síóan sumarið 1991. í síðasta mánuði var síðan endapunkturinn settur á starfssemi vetrarins í Hvamms- tangakirkju en það var Marteinn H. Frió- riksson dómorganisti sem flutti orgeltón- list. Það er oróinn fastur liður hjá Tón- listarfélaginu að enda starfsárið með org- eltónleikum. Til gamans, má láta þess getið hér að samanlagt komu á þessa tón- leika eitthvað á 7.hundrað manns. Að lokum má geta þess að Tónlistarfélagið stendur fyrir aukatónleikum núna í mán- uðinum, nánar tiltekið á Jónsmessunni þ.23.júní á Hótel Vertshúsi. Sigurður Flosason, Pétur Östlund, Eyþór Gunnars- son og fleiri koma beint af Listahátíóinni í Hafnarfirði á Hvammstanga, en fara síðan á Jazzhátíðina á Egilsstöðum. Um aðra menningarstarfsemi er það að segja að Leikflokkurinn á Hvamms- tanga setti í vetur upp leikritið Hrepp- stjórinn á Hraunhamri eftir Loft Guð- mundsson. Leikstjóri var Hörður Torfa- son. Sýningar voru 7 alls og aðsókn með ágætum. Leiklistaráhugi á Hvammstanga er töluverður ef marka má aðsókn á leik- listarnámskeið sem haldið var í haust, en þar var aðsókn grunnskólans mikil. Um- sjón með námskeióinu hafði Guðjón Sig- valdason leikstjóri. Helgina 17-18 apríl var haldið kirkju- kóramót kirkjukóra Húnavatnsprófasts- dæmis í nýja íþróttahúsinu á Laugar- bakka í Miðfirði. Milli 120-130 manns komu saman í þessum söngbúðum og Skólaárió 1992-1993. 28. starfsár. Nemendur voru 165.. Kennarar 7 auk skólastjóra. Að venju voru tvennir jólatónleikar og þrennir vortónleikar nemenda. Þá eru músíkfundir haldnir reglulega, auk þess koma nemendur fram við ýmis tækifæri í bænum, bæði „Blásarasveitin" og ýmsir hópar. Þá gekkst skólinn fyrir tónleikahaldi og fékk hingað ágætis listafólk. 15. nóvember voru tónleikar Þorsteins Gauta Sigurðssonar, píanóleikara. Tómas R. Einarsson. u.þ.b. 110 manns söng í sameiginlegum kór sem myndaður var af kórfólki úr 10 kórum af svæðinu. Gestur mótsins var Haukur Guólaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Hin árlega söngskemmtun Lóuþræla var haldin í Félagsheimilinu Hvamms- tanga þann 24.apríl og var hún með hefð- bundnu sniói. Stjórnandi kórsins er Ólöf Pálsdóttir. Gestur kvöldsins var Rökkur- kórinn úr Skagafirði. Hér hefur verið stiklað á stóru í upp- talningu á tónlistar-og leiklistarviðburó- um vetrarins. Eins og sjá má er tónlista- ráhugi töluverður og mætti ætla að flestir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi af þeirri dagskrá sem hefur verið boðið uppá í vetur. Guðrún Helga Bjarnadóttir. 21. janúar kom hingað 74ra manna blásarasveit frá Mit háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum. Stjórnandi: John D. Gorley. Metaösókn var en alls komu um 360 manns. 13. febrúar voru tónleikar Ingibjargar Guðjónsdóttur, sópransöngkonu, og Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara. Að lokum: Minningartónleikar um Pál Isólfsson, tónskáld. Flytjendur: Ingibjörg Marteinsdóttir, sópran, Þorgeir Andrésson, tenór, og Lára Rafnsdóttir, píanó. Eva Snæbjarnardóttir. Tónlistarskólinn á Sauðárkróki 2

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.