Dagur - 04.06.1993, Síða 5

Dagur - 04.06.1993, Síða 5
Tónlist Tónlistarlífið á Akureyri var blómlegt á liónu ári. Fjölmargir tónleikar voru haldnir og veróur hér einungis getió fá- einna. Bjöm Steinar Sólbergsson setti að vanda svip sinn á tónlistarlíf bæjarins meó orgeltónlcikum sínum sem náöu há- punkti í aóventutónlcikum. Hið máttuga hljóöfæri Akureyrarkirkju er senr snióið aó yfirburöagetu Björns Steinars sem organista. Ekki síður setti Kór Akureyr- arkirkju undir stjórn Björns Steinars brag á tónlistarlífið. Einn eftirminnilegasti vióburðurinn þar sem kórinn kom vió sögu var samstarf hans og Kammer- hljómsveitar Akureyrar á tónleikum á Kirkjulistarviku í maí. Þar kom gjörla fram, hvc máttugt og fjölhæft hljóófæri kórinn er og vcl fær til góöra verka. Kór Glerárkirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, organista kirkjunnar, efndi til tónleika í maí. Kórinn er greini- lega í mikilli framför. Frammistaóa hans á tónleikunum, sem voru fjölbreyttir að efni, gefur góða von um það, að hann eigi fyrir höndum eftirtcktarverða braut. Kammerhljómsveit Akureyrar hélt nokkra tónleika á árinu. Aðalstjórnandi hennar, Guðmundur Óli Gunnarsson, viröist vera að móta hljómsveitina og beina henni inn á nýjar brautir framfara. Það er helst af Leikfélagi Sauðárkróks að segja aö síðastliðið leikár var ekki sett upp haustsýning á vegum félagsins þó svo að félagsmenn hafi ekki setið auðum höndum. Má þar nefna uppsetningu Jóns Ormars Ormssonar á sögu Sauð- árkrókskirkju þar sem félagsmenn voru virkir þátttakendur. Einnig má nefna hina árvissu jólasveina en að venju komu þeir fram þegar tendrað var á jólatrénu við Kirkjutorg auk þess sem þeir hafa heimsótt börn á leikskólum bæjarins. Jón Júlíusson leikstjóri var ráðinn til að setja upp Sæluvikuverkið. Að þessu sinni varó fyrir valinu „Hassið hennar mömmu" eftir Dario Fo sem heppnaðist með eindæmum vel og var vcl tekið af sýningargestum enda á þctta verk erindi til allra vegna þess boðskapar sem í því býr. Leikendur voru sex og ekki má heldur gleyma þcim fjölmörgu sem lögðu sýningunni lið enda hefði hún varla Þetta kom hvað grcinilegast í ljós á tón- leikum þeim, sem hljómsveitin efndi til í tengsluin við kirkjulistaviku Akureyrar- kirkju í maí, þar sem heita má að kveðið hafi við nýjan tón í leik hljómsveitarinn- ar og hann góðan. Af öðrum tónleikum kammerhljóm- sveitarinnar ber að minnast Vínartónleika hennar. Gerrit Schuil stjómaði hljóm- sveitinni og Kór Dalvíkurkirkju á tón- leikunum, scm um margt voru vel heppn- aðir og eftirminnilegir. Skemmtilegur atburður varð á tónlist- arsviðinu í febrúar, þegar saman var safnað ungu tónlistarfólki, nemendum í tónlistarskólum á Norðurlandi, og mynd- uð Sinfóníuhljómsveit nprólenskra tón- listarskóla. Guðmundur Oli Gunnarsson stjórnaði hljómsveitinni á tónleikum. Þcir voru vissulega nokkur opinberun og mikið ánægjuefni, þar sem þeir sýndu ljóslega, að staða tónlistarmenntunar í fjórðungnum er sannarlega talsvert góð. Jazzlíf á Akureyri virðist vera að taka við sér á ný eftir að hafa verið í nokkurri lægð. Miklu skiptir þar tilkoma alþýðu- tónlistardeildar viö Tónlistarskólann á Akureyri, sem vonandi veröur til þess að hleypa lífi í þessa grein tónlistarinnar í bænum. Einnig hafa þrír góðir tónlistar- menn á þessu sviði, Jón Rafnsson, Gunn- ar Gunnarsson og Árni Ketill Friðriks- komist á fjalirnar án þeirra. Þess má til gamans geta að einn af aðalleikendunum, Elsa Jónsdóttir, hefur síðastliðin 20 ár leikið í 20 leikritum. Hún hefur einnig leikstýrt tveimur sýningum, þ.e. Einkalíf árið 1982 og Tímamótaverk árið 1991. Elsa á einnig að baki starf í stjóm Leikfélags Sauðárkróks í fimm ár - þar af eitt sem formaður. Sem dæmi um einstaka orku Elsu þá tók hún þátt í öllum sýningum leikfélagsins frá 1973- 1979 að báðum árunum meðtöldum. Stjórn leikfélagsins skipa: Ágústa Ingólfsdóttir, Bylgja Agnarsdóttir, María Greta Ólafsdóttir, Helga Haraldsdóttir og Halldór Ingi Steinsson. Um áramót kom Katrín María Andrésdóttir inn í stjórn í forföllum Ágústu Ingólfsdóttur. Er nú upptalió það helsta sem er af Leikfélagi Sauðárkróks að segja leikárió '92-'93. Formaður Leikfélags Sauóárkróks, Bylgja Agnarsdóttir. son, stofnað tríó, sem þegar hefur komið fram nokkrum sinnum og gefur vissulega góðar vonir. Lokaorð Hér hefur einungis verið tæpt á því helsta. Miklu lengra mál hefði mátt skrifa um menningarlíf Akureyrarbæjar á liðnu starfsári hljómsveita, kóra, leikhúss, myndlistarmanna og annarra, en því verður ekki við komið. Á þeim til þess að gera fáu árum, sem undirritaður hefur fylgst náið með lista- lífi þessa bæjarfélags, hafa orðið miklar og heillavænlegar breytingar á því. Framboð listviðburða hefur aukist stór- lega á öllum sviðum og suma tíma ársins verða listunnendur að hafa sig alla við til þess að ná að fylgjast með öllu því, sem í boói er. Þó sumum þyki ef til vill nóg um, er þessi þróun einungis af því góða. Með auknu framboði og vaxandi grósku ætti að vera tryggt, að flestir geti fundið eitt- hað, sem hæfir þeim. Ekki síður er mikil- vægt, aö hinn gjöfuli gróandi gefur upp- rennandi listamönnum ýmiss tækifæri til þess að taka þátt í því, sem fram er borið. Slíkar kringumstæður eru öðrum líklegri til framfara á sviði menningar og lista, en einmitt framfarir á því sviöi eru hverju samfélagi nauðsyn vilji það búa borgur- um sínum viöunandi og sæmandi skil- yrði. Haukur Ágústsson. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu Liðlega 100 nemendur stunduðu nám í tónlistarskólanum í vetur, urn 20 nemendur luku stigsprófi. Kennarar voru 6 auk skólastjóra, Önnu Jónsdóttur, Mýrarkoti. Kennsla fer fram á sjö stöðum í héraðinu: Sólgörðum í Fljótum, Hofsósi, Hólum, Melsgili, Akraskóla, Steinsstaðaskóla og Varmahlíð. Jólatónleikar skólans voru í Miðgarði 11. des. og á Hofsósi 20. des. Músíkfundir eru haldnir reglulega, þar fær hver nemandi tækifæri til að koma fram einu sinni fyrir jól og einu sinni cftir jól. Vcrrtónlcikar voru á Hofsósi 5. maí og í Árgarði 9. maí. Skólaslitatónleikar í Miðgarði 15. maí, þar spiluðu nemendur lengra komnir frá öllum kennslustöðum. í vöxt færist að nemendur spili við ýmis tækifæri á sínum heimaslóðum, svo sem á aðventukvöldi og litlujólum, einnig á árshátíóum og við skólaslit í grunnskólum héraðsins. Anna Jónsdóttir. Leikfélag Sauðárkróks 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.