Dagur - 04.06.1993, Side 8
Yfirlit yfir helstu menningarviðburði við
utanverðan Eyjafjörð frá vori til vors
í júnímánuði 1992 kom Dómkórinn í
heimsókn og hélt tónleika í Dalvíkur-
kirkju og Hríseyjarkirkju. Skömmu síðar
héldu þær Halla Jónasdóttir og Fríður
Sigurðardóttir tónleika við undirleik
Kára Gestssonar píanóleikara í Dalvíkur-
kirkju til minningar um þrjá unga menn
sem dóu sviplega í blóma lífsins.
I júlí voru tvennir tónleikar í Dalvík-
urkirkju á vegum Sumartónleika á Norð-
urlandi: Fyrst kom Tónlistarhópur Akur-
eyrarkirkju og síðan þeir Egbert Lewark
trompetleikari og Wolfgang Portugall
orgelleikari.
Haustið var fremur tíðindalítið, en í
nóvember var efnt til menningarhátíðar í
tilefni af stofnun Útlistar - listvinafélags
við utanverðan Eyjafjörð. Þar var eftirtal-
ið á dagskrá: Rokkhátíð í Arskógi; Björk
Jónsdóttir sópran og Svana Víkingsdóttir
píanóleikari í Dalvíkurkirkju; Djasskvart-
ett Paul Weedens í Tjarnarborg, Olafs-
firði; Tjarnarkvartettinn í Dalvíkurkirkju.
í lok mars söng Háskólakórinn í Dal-
víkurkirkju. Sama dag frumsýndi Leikfé-
lag Ólafsfjarðar barnaleikritið Fróði og
allir hinir grislingarnir eftir Ole Lund
Kirkcgárd í leikstjóm Þórunnar Magneu
Magnúsdóttur.
Aprílmánuður hófst á frumsýningu
Leikfélags Dalvíkur á Strompleiknum
eftir Halldór Laxness í leikstjórn Þráins
Karlssonar. í sama mánuði hélt Rökkur-
kórinn á Sauðárkróki tónleika í Dalvíkur-
kirkju og þar voru einnig haldnir tónleik-
ar söngdeildar Tónlistarskólans á Akur-
eyri. Segir það sína sögu um það hversu
eftirsótt tónleikahús Dalvíkurkirkja er
oróin. Það á eflaust eftir aö aukast enn
þegar safnaðarheimilið verður komið í
fulla notkun en neðri hæó þess var vígð
um jólin.
í maímánuði komu tveir kórar úr
Mosfellsbæ í heimsókn, Mosfellskórinn
og Karlakórinn 4K, og héldu söng-
skemmtun í Víkurröst á Dalvík. Síðari
hluta mánaðarins var haldin mikil söng-
hátíð í Dalvíkurkirkju. Þar sungu Kór
Dalvíkurkirkju, Kirkjukór Svarfdæla,
Karlakór Dalvíkur, kvennakór, karla-
kvartett, dúett og einsöngvarar, en gestir
voru þau Óskar Pétursson tenór og Guð-
rún A. Kristinsdóttir píanóleikari. Þótti
hátíðin takast vel og er stefnt að því að
gera hana aó árlegum viðburði í svarf-
dælsku menningarlífi. Vorkoma Lions-
klúbbs Dalvíkur er löngu orðin að föstum
lið í menningarlífinu en hún er haldin um
hvítasunnu. I ár stóðu Lionsmenn fyrir
myndlistarsýningu þar sem líta mátti
verk Þórðar Halldórssonar á Dagverðará,
Guðrúnar Guðjónsdóttur og Guðmundar
Óskarssonar. Einnig hélt Karlakórinn
Heimir úr Skagafírði tónleika og bíósýn-
ing var fyrir bömin.
Þetta eru helstu viðburðir sem sitja í
minni skrásetjara (sem búsettur er á Dal-
vík), en þá eru ótaldir ýmsir mannfagn-
aðir þar sem heimamenn höfðu ofan af
fyrir sér og öðrum, svo sem jólaskemmt-
Heimar þéttbýlis og strjálbýlis eru að
mörgu leyti mjög ólíkir. Þeir sem búa i
strjálbýli verða að treysta meira á sig
sjálfa - og nágrannann - en borgarbúinn.
Þetta á við um flesta hluti. Það kemur til
dæmis mjög berlega í ljós á menningar-
sviðinu. I fámennum sveitarfélögum er
stór hluti íbúanna viðriðinn menningar-
starf eða listsköpun af einhverju tagi.
Margir eru í kirkjukórnum og jafnvel enn
fleiri í venjulegum kór. Mikill meirihluti
bamanna á svæðinu stundar nám í
tónlistarskólanum. I lúðrasveitinni eru
mikill meirihluti nemenda tónlistarskól-
ans. Þegar svo tónlistarskólinn heldur
sína árlegu vortónleika eru mættir flestir ,
foreldrar í hreppsfélaginu - afar, ömmur
og systkini. Samanlagt getur þetta orðið
helmingur íbúanna!
í grunnskólanum er nemendafjöldi oft
ekki meiri en svo aó allir nemendurnir
taka þátt í athöfninni við skólaslitin. Það
getur verið upplestur, leikþættir, söngur
og hljóðfæraleikur. Allir eru gjaldgengir,
einstakir og þýðingarmiklir.
í mörgum sveitarfélögum eru starf-
andi leikfélög, flest félög áhugamanna.
Stundum eru sett upp mannmörg leikrit í
litlum sveitarfélögum. Þá verða allir fé-
lagar leikfélagsins- og jafnvel fleiri- að
taka þátt í sýningunni. Nánast allir íbúar
sem fótavist hafa koma auðvitað að sjá
sýninguna -og gá um leið að því hvemig
nágranninn stendur sig. Farið er í leikferð
í næstu sveitir. Leikfélög nágrannasveit-
anna koma í heimsóknir og þeim er laun-
anir, nemendaskemmtanir skólanna
o.s.frv. A Dalvík hefur tónlistarlíf verið í
miklum blóma og ber þar hæst söngdeild
Tónlistarskóla Dalvíkur og lúðrasveit
skipaða bömum og unglingum af Dalvík,
Arskógsströnd og úr Svarfaöardal, að
ógleymdum Kór Dalvíkurkirkju sem á
liðnum vetri hefur m.a. sungið í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík og tekið þátt í Vín-
artónleikum Kammerhljómsveitar Akur-
eyrar. Auk þess hafa nokkrir kórar sótt
okkur heim og sungið við messur í kirkj-
unum á svæðinu. Þröstur Haraldsson.
uö góð aðsókn í heimabyggð með enn
betri við þeirra heimsókn. Ibúar dreifbýl-
isins sjá margir hverjir 3-4 leiksýningar
árlega í sínu byggðarlagi og næsta ná-
grenni fyrir utan það að sækja mögulega
leikhús í höfuðborg sinni, norðan eða
sunnan heiða.
I dreifbýlinu er áhugamennskan aðal-
einkenni á flestri listsköpun. Sumir
menningarvitar gefa ekki mikið fyrir list
áhugamanna, telja hana lakari - óæðri -
en þá sem framin er af atvinnumönnum.
Þetta er á stundum dæmi um hrokafulla
afstöðu en oftast einfaldlega misskilning-
ur. 011 listsköpun sem framin er af metn-
aði og einlægni er jafn verðmæt í sjálfu
sér og hún nær tilgangi sínum ef þeir sem
njóta hennar verða snortnir á einhvern
hátt.
Að fremja list veitir mörgum mannin-
um ómetnalega lífsfyllingu og margir
listamenn leggja allt í sölumar, helga líf
sitt listinni af takmarkalausri ástríðu.
Það er freistandi aö álykta sem svo að
því fleiri sem fremji list því meiri lífsfyll-
ing og ánægja verði henni samfara.
Menningarlíf þéttbýlisins er oftast svo að
fáir skapa en margir njóta. Það er senni-
lega rökrétt afleiðing af því lífsmynstri
sem þar skapast. Menningarlíf dreifbýlis-
ins er hins vegar þannig að oft eru það
margir sem skapa og nær allir sem njóta.
Þetta er meðal þeirra verómæta og for-
réttinda í dreifbýli sem seint verða of-
metin.
Steinar Harðarson
Kópaskeri
Forréttindin
ÁBM.: ANNA HELGADÓTTIR
PRENTVINNSLA DAGSPENT HF.