Dagur - 26.08.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1993, Blaðsíða 3
í'iííöf ffrfiriii i Iir.lnitrntiii-3 — fll ‘ííiin ... i? Fimmtudagur 26. ágúst 1993 - DAGUR - 3 í- Fréttir Verðkönnun Neytendasamtakanna í matvöruverslunum: KEA-Nettó næstlægst og norðlensk- ar búðir almennt í lægri kantinum Nýlega gerðu Neytendasamtökin verðkönnun í matvöruverslun- um. Kannað var verð í fjörutíu og einni verslun víðs vegar um landið. Athygli vekur hve mikill munur er á verði eftir landshlut- um. Vestfirðingar þurfa til dæmis að borga mun meira fyr- ir sitt daglega brauð, en þeir sem búa á Suðvesturhorninu. Norðlendingar eru nokkuð vel settir. Næst ódýrasta búðin í könnuninni er einmitt KEA- Nettó á Akureyri, en allra lægst var verðið hjá Bónus í Hafnar- firði Athugað var verð á 147 algeng- um vörutegundum. Verösaman- burðurinn er hlutfallslegur. Reikn- að var út meðalverð hverrar vöru- tegundar í öllum verslunum, það sett sem 100 og hvert einstakt verð reiknaó út í hlutfalli við það. Meó- altal af öllum vörum í versluninni er síðan tekið og sú tala birt í töfl- unni. Verslun sem hefði allt verð í meðallagi væri þá með töluna 100. Bónus í Hafnarfirði var með hlut- fallstöluna 72.1, en Kaupfélag Is- firóinga í Súðavík með 114.1. Verslanir á Norðurlandi eru ekkert að okra á kúnnanum. Norð- lensku verslanirnar sem skoðaðar voru í könnuninni eru allar meðal hinna 18 ódýrustu. KEA-Nettó var ódýrust norðlcnsku búðanna, í öðru sæti yfir hcildina og hafði hlutfallstöluna 81.3, scm cr tölu- vert hærra en ódýrasta búöin. Hins vegar er mun meira vöruval í KEA-Ncttó en í Bónus Hafnar- firði, sem mældist ódýrasta búðin. Hagkaup á Akureyri var fimmta ódýrasta búóin, KEA Hrísalundi var í áttunda sæti, Þingcy Húsavík í því níunda, Svarfdælabúð Dalvík var í fimmtánda sæti og KÞ mat- bær Húsavík cr dýrust norólensku búðanna, cn þó undir mcóalvcrði allra búðanna og mcð hlutlállstöl- una 99.6. IS Kæra Félags byggingamanna Akureyri og Meistarafélags bygg-ingamanna Norðurlandi á hendur Akureyrarbæ: Ríkissaksóknari fær málið í hendur Mál sem Félag byggingantanna Akureyri og Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi höfðuðu gegn Akureyrarbæ á dögunum, þar eð ófaglærðir hafnarverkamenn voru sagðir vinna að nýsmíði við höfnina, hefur verið sent til Ríkissak- sóknara. Þar hefur málið enn ekki komið inn á borð enda sent í pósti í gær. Fulltrúa sýslu- mannsins á Akureyri flnnst eðlilegast að ríkissaksóknara sé falið að fella málið niður. Eins og greint var frá í Degi á dögunum gerðu áðurnefnd félög byggingamanna athugasemd við að hafnarverkamenn hjá Akureyr- arhöfn væru að vinna við ný- smíði, sem samkvæmt lögum að- eins fagmönnum í smíðum er heimilt að vinna, og sendu sýslu- manni kæru. Nú hefur sú ákvörð- un verið tekin hjá sýslumanns- embættinu á Akureyri að senda málió til ríkissaksóknara. „Það er mjög eðlilegur fram- gangsmáti í svona tilvikum að senda ríkissaksóknara málið. Sennilega heyrir þetta undir ákæruvald sýslumanns en þar eð málið þótti flókið þótti eðlilegast að ríkissaksóknari felldi það nió- ur. Menn hafa stundum verið að reyna að kæra svona mál en ég veit ekki til þess aö mál hafi verið höfðað út af þeim,“ sagði Eyþór Þorbergsson, fulltrúi sýslumanns- ins á Akureyri. „Þeir hafa heimild til þess að senda málið til ríkissaksóknara en hugsanlega gæti það fallið undir ákæruvald lögreglustjóra og sýslu- manna,“ sagði Hallvarður Ein- varðsson, ríkissaksóknari, í gær. Hann sagði að embættinu hefði ekki borist málið í hendur og því vildi hann ekkert tjá sig um það að svo stöddu. Hann sagði aðeins að þegar málið kæmi inn á borð til sín myndu lögfræðingar cmbættis- ins taka það fyrir og í framhaldi af því ákvörðun tekin um hvaða stefnu það tæki. Hallvarður sagói Heilsugæslustöðin á Akureyri: Rauðir hundar oUu „KA-veitónni“ í síðastliðnum mánuði veiktust allmargir piltar úr yngri flokk- um KA í knattspyrnu. Var þar um að ræða útbrot og nokkur almenn einkenni en mismikil. í upphafi var flest sem benti til þess að um rauða hunda væri að ræða, en þeirra hafði orðið vart af og til frá sl. áramótum. í fréttatil- kynningu frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri kemur fram að blóð- sýni voru tekin bæði í upphafi veikinda og síðar hjá þessum pilt- um og staðfesta niðurstöðurnar að um rauðu hunda faraldur var að ræóa. SS Undanfarna daga hefur dýpkunarprammi unnið við hrcinsun í fiskihöfninni á Ilúsavík, mokað upp sandi, dckkjum, netadræsum og öðru rusli. Dýpkun- arframkvæmdum í höfninni cr svo til lokið en pramminn var nýttur til hrcinsunarvcrkcfnisins áður en hann yrði dreginn af svæðinu. Mynd:lM málið væntanlcga vcrða afgrcitt innan nokurra vikna cf það yrði tekiö fyrir. SV A söluskrá LITLAHLÍÐ: 5 herbergja raðhús á tveim hæðum 128 fm. Á neðri hæð er eldhús með dúk á gólfi, spónlögð innrétting, stofa og hol m/teppi, á efri hæð 4 herb. m/dúk á gólfum, svalir til vesturs, hagstæð lán. Ákv. sala. Mjög góð stað- setning. RÁNARGATA: 4ra herb. íbúð á efri hæð (tvíbýli 101,9 fm. Stofa og borðstofa m/teppum, eldhúsinnrétting hvít, plasthúðuð, dúkur á gólfi, 3 herb. tvö m/dúk á gólfi en hjónaherb. m/dúk og fjórföldum skáp. Eign á góðum stað. Ákv. sala. HRAFNAGILSSTRÆTI: Einbýlishús samtals 211 fm og er byggð 1930, húsið er endurbyggt á árunum 1982- 1993. Stórglæsilegt hús með sérsmíðuðum innréttingum og allt mjög vandað. Eign á góðum stað. Ákv. sala. GRÁNUFÉLAGSGATA: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi 70 fm. íbúðin er öll endurbætt, t.d. nýtt á öllu baði, gólfefni eru ný svo og allt nýmálað. Góð lán fylgja. Ákv. sala. Laus strax. DALSGERÐI: 3ja herb. raðhús á annarri hæð 86 fm. Forstofa m/flísum á gólfi, herbergi eru m/dúk á gólfi og hjónaherb. er með sexföldum skáp. Stofa og hol m/teppi. Gengið út á svalir til suðurs. Eldhús með korkflísum á gólfi, plasthúðuð eldhúsinnrétting. Ákv. sala. Góð lán fylgja. Brekkugötu 4 ■ 600 Akureyri S 21744 og 21820 Fax 27746 Gunnar Súlnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Ami Pálsson hri. Sölumenn: Oddur Oskarsson og Ágústa Ólafsdóttir. HRISALUNDUR ÚR KJÖTBORÐI ÚR GRÆNMETISBORÐI ÚR BRAUÐBORÐI Tilboð Nautahakk aðeins 598 kr. kg Tilboð á íslensku grænmeti Tilboð Klíðisbrauð aðeins 99 kr. stk. A GRILLIÐ SVÍNAKAMBUR MEÐ BEINI, SNEIDDUR KR. 649 KR. KG sumar A 0<5 Kynning: Föstudag frá kl. 14-19 Laugardag frá kl. 10-14 Ostakynning: Föstudag frá kl. 14-19 Laugardag frá kl. 10-14 Skólaostur kr. 599 Létt-brie kr. 109 Mandarínuostakaka kr. 499 Skólaúlpur Stærðir 4-14 • 4 litir Aðeins kr. 3990

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.