Dagur - 26.08.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 26.08.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. ágúst 1993 - DAGUR - 9 Böðvar Jónsson frá Gautlöndum, forscti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ilalldór Blöndal, landbúnaðarráðhcrra og Kristrún Eymundsdóttir. Danssýning Fiðrildanna frá Egilsstöðum var einn af hápunktum kvöldsins. Umf. Efling mætti með atriði úr Dclcríum búbónis. Tónlist Björa Thoroddsen og tríóið Skipað þeim Jazztónleikar voru haldnir á veitingastaðnum Við Pollinn 24. ágúst. Til leiks voru mættir gít- arleikarinn Björn Thoroddsen og jazztríóið Skipað þeim. I tríóinu eru Gunnar Gunnars- son, sem leikur á hljómborð, Jón Rafnsson, bassaleikari, og trommuleikarinn Arni Ketill Friðriksson. Björn Thoroddsen átti fallega sóló í upphafslaginu Softly, as the Morning Sunrise. Fyrir utan þaö fóru tónlcikarnir heldur stirölega af staö og stóð svo frani undir hlé. Hljóðfæraleikararnir virtust ekki nteira en svo ná sarnan og því var nokkur bragur reiðileyjis á sam- lcik þcirra. Þar viö bættist, að styrkstilling kontrabassa Jóns Rafnssonar var þess eðlis, að lægri tónar drundu óþægilega, raf- magnshljóðfærió, sem Gunnar Gunnarsson lók á, lét heldur óskcmmtilega í eyrum; var eins og rafmagnaður xylófónn á efri hluta borðsins cn þungt á hinum neðri, trommuleikur Arna Ketils var á stundum ckki svo lipur sem skyldi og Björn Thoroddsen virtist ekki ná fyllilega sambandi við raf- magnaða kassagítarinn, senr hann lék á í nokkrum fyrstu lögununr á tónleikunum. Þrátt fyrir þctta brá fyrir fag- lcgurn hlutum í flutningi fjór- menninganna. Þar má nefna blús, sem hljómsveitarmcðlimir kölluðu Fatafellu bhis, en í honum átti Björn Thoroddscn lipurlcga sóló á rafmagnsgítar, sem hann hal'ði þá tekið upp í stað kassagítarsins, og Gunnar Gunnarsson sýndi laglega takta á hljómborðið bæði í blúsn- um og einnig í All the Things You are. I því lagi náði Jón Rafnsson einnig snotru sólói á bassann. Sanrleikur var mun betri í seinni hluta tónleikanna. Styrkur bassans var betur stilltur og hljómboróið nokkru þægilegra. Árni Ketill var léttari á trommurn- ar og Björn Thoroddsen í meiri ham. I þessum hluta var ýmislegt snoturlega gert. Þar má nefna vel útfært sóló Gunnars Gunnarssonar í Stella by Starlight og talsverðan hita í leik hans í ýmsum öðrum lögum. Einnig var mjög laglega leikið í samleik bassa og gítars í inngangi að Yesterdays, en í því lagi átti Gunnar Gunnarsson einnig góða takta. Þá kont lagió Take the A-Train skemmtilega út ekki síst í talsvert „prógrama- tísku“ sólói Björns Thoroddsens. Árni Ketill hætti sér smávegis út í „trommubreik“, en þó ekki nema í einu lagi. Hann mætti gjarnan vera djarfari við sóló af ýmsu tagi, þar sem ltann virðist hafa getu til þess, en þyrfti að lipr- ast á þessu sviði. Slíkt fæst ekki nema mcð ástundun og æfingu. I veitingahúsinu Við Pollinn háir það mjög tónlistarflutningi, þar scm hljómborðs, eða öllu hcldur píanós, cr þörf, að ekki skuli vera viðunandi hljóðfæri í húsinu. Salarkynni eru engan veg- inn slæm til þess að njóta til dæm- is jazzs og andi staðarins er við hæll. Hljóðfærisleysið setur hins vegar óþægilegar hömlur, sem æskilegt væri að nema brott til dæmis með góóum, hæfilega stór- um flygli. Haukur Ágústsson. Vtnlr Dóra á ferð um landið Hin ástsæla hljómsveit Vinir Dóra hcfur tónleikafcrð til kynningar á gcisladiskinum „Mér líður vel“ á fimmtudaginn kentur, 26. ágúst í Sjallanum Akureyri. Vinir Dóra hafa á undan- förnum árum verió cin skcmmtilcgasta tónleikasvcit landsins og þótt víðar væri leit- að. Hápunktur ferils þeirra til þessa var í sumar er þeir spil- uóu á 500 þúsund manna tón- listarhátíð Chicago Blues Festi- val. Vinir Dóra fcngu í fyrra Clio vcrðlaunin, fyrir tónlist sína í auglýsingu fyrir hið þekkta körfuknattleikslið Chic- ago Bulls. Mér líður vel er þriðji geisla- diskur þeirra félaga og heyrist þar árangur af samstarfi þeirra viö goðsagnir á borð við Jimmy Dawkins, Billy Boy Amold, Pi- netop Perkins, Chicago Beau, Dcttru Farr, Shirley King o.fl. Vinir Dóra vcrða á eftirtöld- um stöðurn næstu daga: 26. og 27. ágúst. Sjallinn, Akureyri. 28. ágúst. Bíókaffi, Siglufirði. 29. ágúst. Bakkinn, Húsavík. 30. ágúst. Hótel Tangi, Vopnafirði. Fréttatilkynning. Ný dönsk á Norðurlandi Hljómsveitin Ný dönsk leikur fyrir Norðlendinga dagna 27. og 28. ágúst næstkomandi. Á föstudcginum 27. vcrður lcikið i Sjallanum cn þar hcfur hljórn- svcitin gert risaböll á árinu. Skemmst er að minnast páskanna og síðah mættu Nýd- anskir hclgina eftir 17. júní og varð úr dúnduraðsókn. Kynnt vcrður nýtt MEGA-X mónitor- kerl't og er ætlunin að láta hár hljómsveitarmeðlima standa aft- urí skjóli sprcngikrafts þessa MEGA-X kerfis sem Gunnar Ámason hljóðmaður er nýbúinn aö flytja inn. Laugardaginn 28. ágúst halda Nýdanskir til Ýdala og lcika þar. Þcir Jónsi, Gossi, Seppi, Bangsi og Ólsi ásamt að- stoöarmönnum hyggjast þá gefa allt sitt til þess að setja aðsókn- armet í húsið og er stefnan sett á 1500 ntanns. „Allt annað yrði áfall“, var haft cftir yfirmannin- um nýráðna, honum Seppa Hjöll. Frcttutilkynning.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.