Dagur - 24.09.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 24. september 1993 Fréttir Ekki-innflutningur Matvörumarkaðarins á kengúrukjöti: Mér krossbrá þegar ég sá DV - segir Hrafn Hrafnsson, kaupmaður Óhætt er að segja að frétt DV sl. miðvikudag um innfiutning Hrafns Hrafnssonar, kaup- manns í Matvörumarkaðnum á Akureyri, á kengúrukjöti frá Ástralíu hafi vakið mikia at- hygli. Fréttin er höfð eftir Hrafni, en engu að síður er málið hreinn tilbúningur. Hrafn sagði í samtali við Dag í gær að blaðamaður DV hafi haft samband við hann á þriðjudag og spurt hann hvort rétt væri að hann hefói til skoðunar aó flytja inn kengúrukjöt frá Ástralíu. „Ég taldi að þarna væri verið að gera grín að mér og svaraði blaðamanni út í hött. Mér fannst málið svo frá- leitt og því datt mér ekki annaó til hugar en að spauga með það. En út úr samtalinu við blaðmann DV kom þessi frétt í blaðinu og í henni er rétt eftir mér haft. Mig grunaði ekki að þetta samtal myndi birtast sem frétt í blaðinu og því krossbrá mér þegar ég sá DV í gær. Hefði mig grunaó aó DV væri alvara, þá hefði ég aldrei svarað spumingum blaða- manns á þessum nótum. Ég hef ekki hugmynd um tilurð Hrafn Hrafnsson. fréttarinnar. Ég hef verið aö reyna að grafast fyrir um það, en er enn sem komið er engu nær.“ Hrafn sagöist helst álíta að ein- hver spaugsamur kunningi hans hafi hringt kengúrufréttina í fréttaskot DV, einungis til þess að hrekkja hann. DV hafi lagt trúnað á málið og þannig hafi boltinn far- ið að rúlla. „Því mióur hefur mér Reykjahverfí: Háliðagras nær 2,44 m hæð við Bláhvamm - „sæmileg spretta,“ segir Jón Frímann Strá af háliðagrasi sem óx við Bláhvamm í Reykjahverfi mældist 2,44 m, að sögn Jóns Frímanns bónda þar. Jón hirti stráið en lét það ekki fylgja strá- unum í hlöðuna heldur tyllti því upp á stofuvegg, láréttu, þar sem lofthæð leyfði ekki lóðrétta stöðu. Jón Frímaiui segir að hann telji þetta sæmilega sprettu, en ekkert mjög sérstakt tilfelli. Haiui hefur Frystikistur frá kr. 29.830 ST - \ * ' 0~ • • ! J □ I KAUPLAND 1 Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 oröið var við umræðu um löng strá í fjölmiðlum og fór því að mæla löng strá í garði sínum. Jón sagði að svona strá yxu auðvitað ekki nema í óræktargörðum og væru vitnisburður um trassaskap eigenda sinna, því ætti hann í rauniiuii ekki að segja nokkrum mamú frá fundi sínum. IM plrafn Hrafiisson, kaupmaður á Akureyri, í viðræðum við Ástrali um kjötlv ^Etlar að flytja keng úrukjöt til Islands, ■^iðsla á sliku lrfw hér, segú^ Frétt DV sl. iniðvikudag um inntlutning Hrafns á kcngúrukjöti var aðal- frcttin á blaðsíðu 2. ekki tekist að einangra þennan spaugsama kunningja út úr mínum kuiuringjahópi. Það koma svo margir til greina," sagði Hrafn og hló. Þess má geta að á miðvikudag- inn rann DV út eins og heitar lummur í Matvörumarkaðnum og raunar seldist blaðið þar upp, sem mun vera fremur sjaldgæft. óþh Blönduós: Fjögur ný þjónustu- hús tekin í notkun Um helgina verður Iokið við frá- gang fjögurra nýrra þjónustu- húsa á tjaldsvæðinu á Blöndu- ósi. Hlutafélagið Glaðheimar stendur fyrir byggingu húsanna, sem eru ætluð til útleigu árið um kring. Að hlutafélaginu Glaðheimum standa norskir aóilar, Stígandi hf., Blönduósbær, Hótel Blönduós og Pípulagnaverktakar hf. Áóur höfðu verið byggð tvö hús á tjaldsvæðunum og nú eru þau sem sagt orðin sex. Hilmar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Stíganda, segir að fullbúin kosti þessi sex hús um 24 milljónir króna. Húsin eru hugsuð til útleigu ár- ið um kring. Þau eru vönduð í alla staði og í þeim er öll nútíma þjónusta, þ.m.t. sjónvarp og sauna. Húsin eru mismunandi stór. Það miimsta er gefið upp fyr- ir þrjá en þaö stærsta fyrir átta. Hilmar sagði að þessi hús hafi enn sem kornið er ekki verið markaðssett hér heima sem neinu næmi, en ekki væri síður horft til samstarfs við norsku samstarfsað- ilana. „Þaö kemur norskur hópur um mánaðamótin og dvelur hér í fimm daga,“ sagði Hilmar. Hilmar sagði að leiguverð fyrir húsin yrði núsmunandi, þaö færi eftir stærð þeirra. Gróft séð væri verðið á bilinu 3-8 þúsund krónur fyrir nóttina og leigan fyrir vik- una 12-35 þúsund krónur. Frá þessum verðum er gefnm 30-40% vetrarafsláttur. óþh Júragarðurinn „opnaður“ á Akureyri í kvöld í kvöld hefjast sýningar á stór- myndinni Júragarðinum (Jur- assic Park) í Borgarbíói á Akur- eyri og er þar um að ræða frumsýningu á myndinni norð- an heiða. Hún hefur hlotið met- aðsókn hvarvetna sem hún hcf- ur verið sýnd og er á góðri leið með að skipa sér í efsta sætið yf- ir vinsælustu myndir allra tíma. Gamla aðsóknarmetiö hér á landi er þegar fallið því rúmlega 60 þúsund Islendingar hafa séó Júragarðinn til þessa. Aðsóknar- metið norðan heiða er hins vegar komið til ára sinna. Það var sett um miðjan sjöunda áratuginn þeg- Hrossasmölun Réttaö veröur í Borgarrétt laugardaginn 25. september kl. 13.00. Fjallskilastjóri. ATH! Réttardansleikur í Sólgarði um kvöldið. ar um 10.500 manns sáu hina margrómuðu söngvamynd Tóna- llóð (Sound of Music) í Borgar- bíói á Akureyri. Þá var öldin önn- ur eins og þar stendur, ckkert sjónvarp, engin myndbandstæki o.s.frv., og því líklegt aö þetta að- sóknarmet standi óhaggað um ald- ur og ævi. Forsvarsmemt Borgar- bíós gera sér hins vegar vonir um að yngra aðsóknarmetið verði slegið en það er frá því í fyrra er 4.000 manns sáu myndina Ógnar- eðli (Basic Instinct). Vinsældir Júragarðsins má m.a. rekja til þess að í myndinni eru hinar útdauðu risaeölur vaktar til lífsins að nýju með hjálp nýjustu tækni og vísinda. Myndin hefur hlotið lof fyrir ótrúlegar tækni- brellur og magnaða spennu. Nú er að sjá hvort Norðlendingar fjöl- meiuta til aö sjá hinar útdauðu eölur í essinu sínu. Þrír gesta Júragarðsins virða fyrir sér eina af þeim furðuskepnum, seni koma til með að leika lausum hala á sýningartjaldinu í Borgarbíói á næst- Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Safnahúsið á Húsavík hyggst gefa út bókina „Húsavíkurland, ömefni og söguminjar." Safna- húsið hefur óskað eftir að bærinn vcrði eins konai' bakhjail varð- andi útgáfu bókarinnar og láni kr. 300 þúsund til næsta árs, þegar bókin kemur út. Bæjarráö hefur samþykkt erindið. Safna- húsið hefur ennfremur óskaö eft- ir samstarfi við bæinn um ýmsa atburói til að minnast 50 ára af- mælis lýðveldisins á næsta ári. ■ Byggingamannafélagið Ár- vakur hefur beint tilmælum til Bæjarstjómar um aö fundið verði svæði fyrir orlofshúsa- byggð á Húsavík. Félagið lýsir áhuga á að reisa orlofshús í landi Húsavíkur, til að nota í skiptum fyrir afnot af orlofshúsum ann- arsstaðar á landinu. Erindinu var vísaó til skipulags- og bygginga- nefndar. ■ Bæjarráó hefur samþykkt að heimila Völsungi að setja upp sandblakvöll sunnan við sund- laugina, með því skilyrði að völlurinn verði lálimi víkja, ef og þegar Sundlaugin þyrfti á lóðinni að halda til eigin nota. Samþykkt er einnig að leggja fram vélavimiu og fyllingu í völlimi. ■ Bæjarráð hefur tiluefnt í staifshóp til skipulagningar menningarviðburða á árinu 1994, í tilefni af 50 ára afmæli Lýðveldisins. Eftirtalin voru til- nefnd: Valgerður Gunnarsdóttir, Guðni Halldórsson og Einar Njálsson. ■ Bæjarráð hefur samþykkt aó veita Björgunarsveitinni Garðari 500 þúsund króna styik til kaupa á Vísishúsinu. ■ Bæjarráð hefur oróið viö er- indi útvarpsklúbbs Framhalds- skólans á Húsavík um 100 þús- und króna styrk til kaupa á tæki sem gerir kleift aö senda beint út frá ýmsum viðburðum, s.s. íþróttaviðburðum, atburðum á vegum skólans og bæjarstjómar- fuudum. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Kirkjukór Húsavíkur 150 þúsund króua styrk, en kirkju- kórinn á 50 ára afmæli á árinu. ■ Bæjairáð hefur samþykkt aó leggja til viö bæjaistjóm að framvegis verði greidd niöur dagvistargjöld hjá dagmæðrum fyrir böm námsmanna 0-6 ára. Sama regla mun þá gilda fyrh' böm námsmanna og böm ein- stæðra foreldra, sem ekki eiga kost á leikskólavist. ■ Svæöisskrifstofa málefna fatl- aðra Norðurlandi eystra óskar eftir lóð í miðbæ Húsavíkur til að byggja sambýli fyrir 5 ein- staklinga sem nú búa flestir á Vistheinúlinu Sólborg á Akur- eyri. Bygginganefnd leggur til að boðin verði fram lóð að suun- anverðu við Pálsgarð, milli lóö- aima Ketilsbrautar 5 og smáhýs- anna við Litla Hvamm. ■ Veitunefnd samþykkti tillögu vcitustjóra um 3,2% hækkun gjaldskrár Rafveitu frá 1. ágúst, til að mæta hækkun um 5,3% á heildsöluverði frá Rarik. ■ Atvinnumálauefud Húsavíkur fékk Stefán Jónsson, fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunar- félagsins, á fund þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið Glit í Reykjavík væri lil sölu. Or- yikjabandalag Islands á fyrirtæk- ið en hyggst hætta rekstri og selja það. Nefndin telur hug- myndina um kaup fyrirtækisins best komna hjá hópi einstak- linga, félagi cða fyrirtæki, en stuðning af hálfu bæjarins vel koma til greina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.