Dagur - 24.09.1993, Síða 3

Dagur - 24.09.1993, Síða 3
Föstudagur 24. september 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Setning Hólaskóla: Mikil aðsókn í skólann í vetur - þrátt fyrir neikvæða umræðu um landbúnað Bændaskólinn á Hólum var sett- ur við hátíðiega athöfn á þriðju- dagskvöldið. Að sögn Jóns Bjarnasonar, skólastjóra, eru 44 nemendur við skólann og er góð aðsókn þrátt fyrir auknar for- kröfur. Jón segir það sýna að fólkið í landinu hafi enn heii- brigða skynsemi þrátt fyrir áróður stjórnvalda og fjölmiðla gegn landbúnaði. Skólinn var settur í Dómkirkj- unni. Sr. Bolli Gústavsson vígslu- biskup flutti hugvekju og skóla- stjórinn flutti setningarræðu. Að venju kynntu nemendur og kenn- arar sig. Að lokinni atliöfn var boðið til kaffiveislu. Hinir 44 nemendur eru á öllum brautum, en flestir í hrossarækt. Kynjaskipting cr nokkuó jöfn, þó heldur færri stúlkur, eöa 20 talsins. Undirbúningskröfur hafa verið auknar inn í skólann og með því er hægt að breyta skipulaginu og bjóða nemendum upp á styttri námstíma. Eiginlegur námstími styttist þó ekki nema um u.þ.b. ciiui mánuð, en nemendur sem nú hefja nám ijúka því á einu sam- felldu ári, í staó tveggja vetra áð- ur. Þetta fyrirkomulag gefur mönnum tækifæri á að sinna nýj- ungum í skólastarfinu, segir Jón Bjarnason. Þar á hann við t.d. framhaldsnám í ýmsum greinum. Jón segir að aðsókn að skólanum sé alla jafna þreföld m.v. þann fjölda sem liægt sé að taka inn. Ekkert lát er á aðsókn þrátt fyrir barlóm í landbúnaði. „Það sýnir bara hvað fólk almennt í landinu er þó með tiltölulega heilbrigða skynsemi þrátt fyrir þeiman dynj- andi áróður fjölmiðla og forsvars- maima í stjórn og atviimulífi þjóð- arinnar," sagói Jón. sþ í vctur cru 44 nemendur við Baindaskólann á Hóluni og þar af 20 stúlkur. Sex samtök atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum í eina sæng: Samtök iðnaðarins stofiiuð Stofnfundur Samtaka iðnaðar- ins verður haldinn í dag í fund- arsal Húss iðnaðarins í Reykja- vík. Að hinum nýju samtökum standa Félag íslenskra iðnrek- enda, Landssamband iðnaðar- manna, Félag íslenska prcntiðn- aðarins, Verktakasamband Is- lands, Meistara- og verktaka- samband byggingamanna og Samband málm- og skipa- smiðja. Innan þessara félaga eru um 2.500 fyrirtæki. Þegar Sam- tök iðnaðarins taka formlega til starfa um næstu áramót munu áðurnefnd samtök verða lögð niður. Fyrsta Iðnþing mun ekki verða haldið fyrr en árið 1995 meðan starf samtakanna er í mótun. I drögum að lögum fyrir hin nýju samtök er gert ráð fyrir aó fyrir- tæki sem ganga inn í þau eigi beina aðild að Vinnuvcitenda- sambandi Islands. Vægi þeirra innan VSI verður um 40%. Þau fyrirtæki sem eru í byggingariðn- aðinum í dag og ganga í Samtök iðnaðarins skulu vera í viðkorn- andi landshlutafélagi. Þairnig mun Meistarafélag byggingarmaima á Norðurlandi starfa áfram en fé- lagsmenn allir í einu félagi, Sam- tökum iðnaðarins, í stað nokkurra félaga áður. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstol'u iðnaðarins á Norðurlandi, sem eru samtök atvinnurekcnda í lög- giltum greinum, hvort heldur sem er hárskurður, gullsmíði, bygging- ariðnaður, málmiónaður eða ann- aö, segir að starfsemi skrifstof- unnar muni vissulega breytast, en í dag liggi ekki fyrir hveriúg. Skrifstofan er í dag að hálfu leyti rekin af Landssambandi iðnaðar- maima og mun hætta í núverandi mynd en í drögum að samþykkt- um fyrir Samtök iðnaðarins er gert ráð fyrir að vera með upplýs- ingaskrifstofur út um land, t.d. eina í hverjum landsfjórðungi og þar hefur Akureyri sérstaklega veriö nefnd. Mestar líkur eru tald- ar á að Haraldur Sumarliðason, formaður Landssambands iönað- armanna, verói kjöriim fyrsti for- maóur Samtaka iónaðarins. GG Samkeppni nemenda í grunnskólum: Viðvörunarmerkingar á tóbaksvörur - vegleg verðláun í boði og allir fá viðurkenningarskjal Hcilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Lands- lækniscmbættið, Tóbaksvarna- nefnd og fleiri málsmetandi að- ila ákveðið að stofna til sam- keppni í grunnskólum landsins, sem stendur frá 15. september til 15. nóvember í haust. Þar gefst nemendum á aldrinum 6 til 12 ára kostur á að taka þátt í gerð nýrra viðvörunarmerkinga á tóbaksvörur. Þess er skemmst að miimast, hve áhrifarík forvörn var unnin af íslenskri æsku fyrir nokkrum ár- um, þegar átak var gert til að draga úr tóbaksnotkun lands- mamia. Það sýndi sig þá, að börn- in mynduðu þami þrýstihóp scm dugði til að margir létu af tóbak- snotkun. Þetta unga fólk býr að þeirri fræðslu sjálft um alla fram- tíð. Góðan árangur má þakka skólurn, sem stóðu einhuga að baki nemenda sinna meðan á átakinu stóð, ásamt jákvæðri um- fjöllun fjölmiðla. Undirbúningsnefndin reiðir sig á að skólar og fjölmiðlar láti nú ekki sitt eftir liggja fremur en þá og hvetji æsku landsins til þátt- töku. Vegleg verðlaun veröa veitt fyrir bestu úrlausnir í hverjum ald- ursflokki. Allir fá viðurkenningar- skjal, þannig aö öllum verði umb- unað. Gögn hafa verió send í alla grunnskóla um tilgang keppninnar ásamt upplýsingum, sem keimar- ar geta notað til að fræða bömin um skaðsemi tóbaks og um leið að efla áhuga á þessu brýna við- fangsefm innan skólanna. Málið í ijölbýlishúsinu við Smárahlíð: Húsvörðurinn gerði upp Eins og Dagur skýrði frá um síðustu mánaðamót kom upp hitamál í fjölbýlishúsi Félags- málastofnunar við Smárahlíð á Akureyri, þar sem húsvörður stóð ekki við greiðslur á reikn- ingum fyrir íbúa hússins. Yfir vofði lokun Hitaveitunnar á húsið en nú hefur húsvörðurinn, sem látinn var fara, greitt reikn- ingana. Húsvörðuriim fékk greiðslur hjá eigendum fjórtán íbúóa en gerði ekki upp þá reikiúnga sem greiðslumar voru ætlaðar til. Hon- um var vikið úr starfinu og samdi Hitaveitan um mánaðarlegar greiðslur af skuldiimi en þar sem ekki var staðið við þáð vofði yfir lokun veituimar fyrir vatn inn í blokkina. Að sögn íbúa í húsinu er málið nú úr sögunni og skuldin við Hita- veituna upp gerð. Hann reiknaði ekki með að frekari eftirmálar yrðu af þessu máli. JOH HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.