Dagur - 24.09.1993, Page 4

Dagur - 24.09.1993, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 24. september 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖ LUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 9642285), JÓHANNÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENTHF. SÍMFAX: 96-27639 Ur klóm okurvaxta Bankar og sparisjóðir hafa skrifað undir vaxtaskipta- samning við Seðlabankann. Samningur þessi á að stuðla að því að gera lánastofnunum kleift að ákvarða vexti án tillits til sveiflna sem verða vegna breytilegs verðbólg- ustigs á hverjum tíma. Samningi þessum er einnig ætlað að draga úr áhættu banka og sparisjóða vegna misvægis milli verðtryggðra inn- og útlána, því eins og kunnugt er hafa verðtryggðar skuldir bankanna - einkum innlán - verið mun meiri en verðtryggðar eignir þeirra sem að mestu felast í útlánum. Samningur þessi á að taka gildi um næstu áramót og felur í sér að í lok hvers þriggja mánaða tímabils greiðir Seðlabankinn bönkum og sparisjóðum nafnvexti ofan á viðmiðunarfjárhæð ásamt verðbótum. Á móti eiga lána- stofnanirnar að greiða Seðlabankanum nafnvexti af sömu upphæð er miðast við fasta verðtryggða vexti og verðbólguspá. í framhaldi af þessum samningi er að vænta lækkunar vaxta og hefur íslandsbanki þegar boð- að 3 til 3,5% vaxtalækkun og aðrir bankar látið að því liggja að vextir muni lækka á næstunni þótt ákvörðun um vaxtastig hafi ekki verið tekin enn sem komið er. Ef litið er til þeirra aðstæðna er ríkt hafa í þjóðfélaginu að undanförnu er ástæða til að fagna þessum vaxta- skiptasamningi. Með tilkomu hans er dregið úr þeirri hættu að viðskiptabankarnir séu sífellt að breyta inn- og útlánsvöxtum. Reynsla undanfarinna mánaða hefur sýnt að hinar öru vaxtabreytingar hafa hækkað vaxtastigið í landinu verulega. Bankarnir hafa ætíð verið fljótir að færa vextina upp þegar aukinni verðbólgu hefur verið spáð en hinsvegar sýnt tregðu við að lækka þá þegar stöðugleiki hefur færst yfir verðlagið á nýjan leik. Auk misvægis á milli inn- og útlánsvaxta í bankakerf- inu hafa bankar og sparisjóðir orðið að taka á sig sinn hluta af gáleysislegri fjárfestingarstefnu í þjóðfélaginu sem enginn; hvorki ríki, atvinnurekendur eða einstak- lingar, geta firrt sig ábyrgð af. Þessar ástæður hafa öðru fremur valdið því að íslendingar hafa búið við vaxtaokur að undanförnu. Útgjöld atvinnulífs og heimila vegna óhóflegra vaxta draga óhjákvæmilega úr allri framþróun í þjóðfélaginu. Þessi útgjöld halda atvinnuvegunum í dróma og einstaklingar - heimilin í landinu - eru einnig að kikna undir þessari greiðslubyrði. Þótt vaxtaokrið eigi sér ákveðnar forsendur og skýr- ingar á því megi finna í þróun efnahagslífsins á liðnum árum þá leysir það engan vanda hvað atvinnulífið varð- ar. Þvert á móti eykur það erfiðleikana og tefur til muna þá endurskipulagningu og uppbyggingu sem nú er þörf á að fari fram. íslendingar standa frammi fyrir orðnum hlut hvað mistök í fjárfestingum varðar. Þau mistök verð- ur þjóðin að taka á sig sem heild en þau verða ekki greidd með innheimtu okurvaxta af rekstrarfjármunum þeirra atvinnufyrirtækja sem starfa og framleiða verð- mæti. Þau verða heldur ekki greidd af framfærslueyri heimilanna með þessum hætti. Því er ánægjulegt að vita til þess að stjórnendur banka og sparisjóða hafi komið auga á þennan veruleika og leita nú leiða til að vinna sig frá þessum vanda. Vaxtaskiptasamningurinn er hluti af leið að þessu mark- miði. Þótt fleira þurfi að koma til eigi að nást viðundandi vaxtastig hér á landi þá hefur með þessum samningi verið stigið ákveðið spor í þá átt að leiða þjóðina úr klóm okurvaxta. ÞI Hvaderadgerast Atskákmót Skákfélagsins Skákfélag Akureyrar stendur fyrir atskákmóti um helgina og má líta á það sem æfingamót fyrir deilda- keppnina. Mótið hefst í kvöld, föstudagskvöld, og verður fram haldið á sumiudag. Mótið er öllum opið. A morgun, laugardag, kl. 13.30 hefjast laugardagsæfingar bama og unglinga. Æfingamar verða á laugardögum í vetur. Toyota bflasýning Um helgina stendur Stórholt á Ak- ureyri fyrir sýningu á Toyota-bif- reiðum. Sýndur verður bíll af gerðimii Toyota Corolla 16 ventla 1300 vél og beinspýtingu. Reynsluakstur á staðnum. Sýning- in verður opin á morgun kl. 13- 17 og á sunnudag kl. 13-16 að Oseyri 4. Kaffisala á Borgarrétt Stóðréltir verða í Borgarrétt í Eyjafjarðarsveit eftir hádegi á morgun. Þessar réttir hafa jafnan verið fjölsóttar og að þessu sinni ætla konumar í samstarfshópnum Högum höndum í Eyjafjarðarsveit að selja réttargestum veitingar. Agóðinn er til styrktar starfsemi samstarfshópsins. Sjávarréttadagar Bautans Veitingahúsið Bautinn á Akureyri stendur fyrir sjávarréttadögum um helgina. Boðið er upp á óteljandi fjölda sjávarrétta á hlaðborði fyrir 1.190 krónur. Sunnudagshlaðborð á Súbiabergi Súlnaberg verður að vanda með sunnudagshlaðborð á sunnudag, bæði í hádeginu og um kvöldmat- arleytið. Hægt er að velja um ofn- steikt lambalæri og eða heilsteikt- an nautahryggvöðva. I forrétt er kjörsveppasúpa og deserthlaðborð í eftirmat. Verð kr. 1.050. Frítt fyrir börn 0-6 ára, hálft gjald fyrir börn 7-12 ára. Upplyfting á Hótel KEA Hljómsveitin Upþlyfting leikur fyrir dansi á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöld. Sturlaug- ur Kristjánsson, Fílapensill og Miðaldamaður, leikur fyrir matar- gesti. Todmobile í Sjallanum Tregasveitin spilar á Sjallakráimi í kvöld, föstudag. Aimað kvöld spilar stórhljómsveitin Todmobile fyrir dansi í Sjallanum. Bæði kvöldin verður diskótek á efstu hæðiimi. Júragarðurinn í Borgarbíói Stórmynd helgarimiar í Borgarbíói á Akureyri er Júragarðurimi eða Jurassic Park. Hvorki fleiri né færri en 13 sýningar verða á myndimii um helgina. Auk Júra- garðsins verður barnamyndin Bambi sýnd kl. 15 á sumiudag. Sveinn ræðir um leiklist Sveirrn Einarsson, leiklistarfræó- ingur og rithöfundur, flytur opiim fyrirleslur viö Háskólaim á Akur- eyri í aðalbyggingu skólans við Þingvallastræti á morgun, laugar- dag, kl. 14. Fyrirlestur sinn nefnir Sveiim „Rætur íslenskrar memi- ingar“. Sveinn Einarsson er ekki einungis kuimur fyrir störf sín við leikhús hérlendis. Haim hefur eimiig getið sér gott orð erlendis, bæði sem leikstjóri og leikritahöf- undur. Haim var um langa hríð þjóðleikhússtjóri. Fyrirlestur Sveins er öllum opiim meðan hús- rúm leyfir. Stóðréttir í Eyjafjarðarsveit Ein af stærri stóðréttum á Norður- landi, Borgarrétt í Eyjafjarðar- sveit, veröur á morgun, laugardag. Réttardansleikur verður í Sólgarði aimað kvöld. A suimudag verður réttað í Þverárrétt kl. 10 Haraldur heimsækir KFUM og K Um helgina kemur Haraldur OI- afsson, kristniboöi, í heimsókn til KFUM og K í Sunnuhlíð á Akur- eyri. Haraldur hefur lengi starfað í Afríku fyrir Norska kristniboða- sambandið. Starf hans þar hefur einkum beinst að því að snúa Biblíunni yfir á mál iimfæddra. Haraldur mun tala á almennum samkomum í Sunnuhlíð í kvöld, aimað kvöld og sunnudagskvöld og hefjast þær allar kl. 20.30. Samkoman í kvöld er í höndum ungs fólks, en allir eru velkomnir. A morgun mun Haraldur stýra námskeiði kl. 10-17 með stuttu matar- og kaffihléi. Allir eru vel- kommr til aó fræðast um iíkveðin atriði kristinnar trúar. A þriðjudag kl. 20 mun Haraldur svo sitja fund með Kristniboðsfélagi kveima og eru allar konur velkomnar. Bólumarkaðurinn Á morgun kl. 11-15 veröur Bólu- markaður Junior Chamber á sín- um stað aö Eiðsvallagötu 6. Hlut- ur handverksfólks er mikill á markaðnum en einnig er á boð- stólum ýmislegt ofan í maga s.s. sælgæti, brauð, sviðalappir o.fl. Breytt uppröðun salar gefur betri nýtingu á húsnæðinu og vöruúrval hefur aukist. Leiga fyrir söluborð- ið er kr. 1000. Nánari uppl. í síma 26657 (Kristín) eða 27075 (Begga). Bótin - markaður Bótin - markaður er nýr markaður sem starfræktur er að Oseyri 18 á Akureyri kl. 11-17 á laugardögum í vetur. Á morgun verður ýmislegt á boðstólum. Má þar nefna svína- kjöt, lax, haröfisk, rækjur, lakkrís, kókosbollur, úlpur, peysur, galla- buxur, boli, sokka, skó, vélprjón- aðar vörur, dúkkur og keramik. Ovænt uppákoma kl. 14 á morg- un. Borðapantanir í síma 21559 kl. 18-20. Kynning á Guðspekifélaginu Á morgun og sunnudag kl. 14-16 báða dagana verður kynning á Guðspekifélaginu á Akureyri. Kynningin er öllum opin og fer hún fram í húsnæði félagsins að Glerárgötu 32, 4. hæð (gcngið inn að sunnan). Forseti Islandsdeildar Guóspekifélagsins, Einar Aðal- steinsson, mun kynna markmió og málefni félagsins og^ halda stutt námskeió í hugrækt. Á boðstólum eru bækur um andleg el'ni og tón- list á hljóðsnældum. Kaffiveiting- ar báða dagana í lok kyimingar. Haustlitaferð FA Ferðafélag Akureyrar stendur l'yrir haustlitaferð í Skuggabjargaskóg á morgun, laugardag. Gengió verður frá Melum í Fnjóskadal að Fnjóskárbrú í Dalsmymii. Um er að ræða létta gönguferð. Skrif- stofa Ferðafélagsins er opin til skráningar þátttakenda í dag, föstudag, kl. 18-19. Brottlor frá skrifstofunni kl. 9 í fyrramálið. „Ferðahflar og fag- urtlandl993“ Sýiúngin „Ferðabílar og fagurt land 1993“ - jeppa- og útivistar- sýning Ferðaklúbbsins 4x4, verð- ur haldin um helgina í Laugardals- höllimii í Reykjavík og á útisvæði. Ymsar uppákomur scm tengjast jeppum og tæknibúnaði þeirra. Atvinnuleysi á landinu í ágústmánuði sl: Skráðum atviimuleysisdögum fækkar á milli mánaða - atvinnuleysi síðustu 12 mánuði mælist nú í ágústmánuði sl. voru skráðir rúmlega 93 þúsund atvinnuleys- isdagar á landinu, tæplega 38 þúsund hjá körlum en tæplega 56 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um rúmlega tvö þúsund frá mánuðinum á und- an en fjölgað um tæp 21 þúsund frá ágústmánuði í fyrra. Atvinnuleysisdagar í ágúst sl. jafngilda því aö 4.310 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleys- isskrá í mánuðinum. Þar af eru um 1.750 karlar og 2.560 konur. Þessar tölur jafngilda 3,2% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar, eóa 2,2% hjá körlum og 4,6% hjá konum. Síðasta virka dag ágústmánaðar voru tæplega 4.640 manns á at- viimuleysisskrá á landinu öllu en það er um 80 fieiri en í lok júlí- mánaðar sl. Atvinnuleysi síðustu 12 mánuði mælist nú 4% en var 3% á síðasta ári. Atvinnuástand hefur batnað eitthvað alls staðar á landinu nema á Austurlandi og Norðurandi 4% en var 3% í fyrra eystra og hel'ur ótíð vafalaust sitt að segja í þessum landshlutum, auk þess sem einhverjar sveiflur eru í aflabrögðum milli Iands- hluta. Mest bcr þó á staðbundnum breytingum víðast hvar á landinu. Átvimiuleysið á landsbyggð- imú eykst nú í heild um 1,6% núlli mánaða en hefur niinnkað um 2,1% frá ágúst í l'yrra. I ágúst- mánuði fækkar atvinnulausum konum að meðaltali um sanitals 99 á landinu öllu en körlum fjölg- ar um einn, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.