Dagur - 24.09.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 24.09.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 24. september 1993 Íþróttir Halldór Arinbjarnarson Valdimar Grímsson var svo sannarlega betri en enginn í firsta leik sínum með KA, hann lét sig ekki muna um að skora tíu inörk og hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd: Robyn. Knattspyrna, Getraunadeildin: Síðasta iunferðin - fellur ÍBV eða Fylkir Á morgun fer fran síðasta um- ferð 1. deildar karla í knatt- spyrnu, Getraunadeildarinnar. tJrslit eru reyndar að mestu ráðin og aðcins eftir að sjá hvort það verður Fylkir eða IBV sem fylgir Víkingi niður í 2. dciid. Þórsarar lcika við FH í Kapla- krika og hafa Hafnfirðingar þegar tryggt sér 2. sæti deildar- innar mcðan Þórsarar sigla lygnan sjó. Athyglisverðasti leikurinn er leikur IBV og Fylkis í Vstmanna- eyjum og eftir hami skýrist hvort liðið fellur. Fyrir umferðina er Fylkir með 19 stig og ÍBV 16. Fylki dugir jafntefli en ÍBV þarf að sigra til að halda sér uppi og þar nægir sigur með einu marki. Vestmannaeyingar hafa heima- völlinn og eru því til alls líklegir. Annað árið í röð gæti liðið því bjargað sér frá falli á ævintýraleg- an hátt. Allir leikirnir hefjast kl. 14.00 og auk þeirra sem hér hafa verið nefndir leika Fram-KR, ÍBK- Víkingur og Valur-ÍA. Um kvöldið verður síðan loka- hóf Getraunadeildarinnar og 1. deildar kvenna á Hótel Islandi. Þar verða ýmsar viðurkenningar veittar, lið beggja deilda tilkynnt og útnefning á bestu og efnileg- ustu leikmönnum fer fram. Davíó Oddsson, forsætisráðherra, veróur heiðursgestur og hljómsveitin Todmobile leikur fyrir dansi fram á nótt. Handbolti 1. deild karla, KA-Valur 28:22: „Nýliðarnir" byijuðu vel Valdimar skoraði 10 mörk og Sigmar varði 19 skot KA-menn unnu góðan sigur í fyrsta leik vetrarins er þeir tóku á móti IBV. Lokatölur urðu 28:22 sem voru sanngjörn úrslit miðið við gang Ieiksins. Nýju mcnnirnir í KA-liðinu, Sigmar Þröstur Oskarsson og Valdimar Grímsson byrjuðu vel. Valdi- mar skoraði 10 mörk fyrir KA og Sigmar varði 19 skot, auk þess að opna markareikning sinn, en hann skoraði 23. mark KA í leiknum. Valdimar Grímsson var að vonum ánægður í leikslok. „Það er alltaf gaman að spila í húsum þar sem stemmningi er góð. Auð- vitað er erfitt að koma og spila með liði sem maður þekkir ekki neitt en þetta gekk upp. Nú er bara snúa sér að því að falla inn í lið- ið.“ Það var Helgi Arason sem opn- aði leikinn með því að skora fyrsta mark hans fyrir KA. Arrnars var jafnræði með liðunum í byrjun og nokkur byrjendabragur á leik þeirra. I síðari hluta fyrri hálfleiks náði KA undirtökunum og seig smán saman framúr. Staðan í leik- héli var 12:8 fyrir KA. ÍBV skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik en síðan komu 4 mörk í röð hjá KA og staðan því orðin 16:9. Eftir þetta var rnjög á brattan aó sækja fyrir Vestmanna- eyinga sem þó börðust vel allan leikinn og náðu að núnnka mun- inn í 4 mörk um miðbik hálfleiks- ins. En á endasprettinum náði KA aftur yfirhöndinni og sigraði 28:24. Gangur leiksins: 1:1, 3:3, 6:6, 11:7, 12:8, 16:10, 18:12, 21:17, 25:19, 28:20 og 28:22. Mörk KA: Valdimar Grímsson 10/4, Alfreð Gíslason 4, Jóhann Jóhannsson 3, Einvarður Jóhannsson 3, Erlingur Krist- jánsson 2, Helgi Arason 2, Atli Þór Samúelsson 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1 og Sigmar Þröstur Oskarsson 1, auk þess að verjal9 skot. Mörk ÍBV: Haraldur Hannesson 5, Magnús Amgrímsson 4, Daði Pálsson 4, Zoltán Belanyi 3, Jóhann Pétursson 3, Guðfinnur Kristmannsson 2 og Arnar Pétursson 1. Hlynur Jóhannesson varöi 12 skot. íslandsmótið í handknattleik, UMFA-Þór 29:22: Hroðalegur fyrri hálfleikur Þórs - leikmenn báru allt of mikla virðingu fyrir stjörnum Aftureldingar Þórsarar riðu ekki feitum hesti frá fyrsta Ieik sínum í Islands- mótinu í handknattleik karla gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Liðið spilaði hroðalega í fyrri hálfleik og þeg- ar flautað var til leikhlés höfðu heimamenn skorað 14 mörk en Þórsarar aðeins 5. Þeir réttu heldur úr kútnum í síðari hálf- leik og náðu þá að minnka mun- inn. Lyktir leiksins urðu 29:22. Leikmenn Þórs báru augljós- lega mikla viðringu fyrir liói Aft- ureldingar og héldu aðeins í við þá fyrstu mínútur leiksins. Alla áræðni vantaði í leikmenn Þórs og mikió bráðlæti einkenndi leik þeirra einmg í fyrri hálfleik. Síð- ustu 10 mínútur fyrri hálfleiks breyttu heimamenn stöðumii úr 8:5 í 14:5. Sóknamýting Þórs var tæp 20% í hálfleiknum og segir það allt sem segja þarf um gang mála. Síðari hálfleikur var snöggt um skárri hjá Þór. Þá var tekið til þess ráðs að taka tvo leikmenn Aftur- eldingar úr umfeFð og við það leystist leikurinn talsvert upp. Þórsarar tóku á sig rögg og skor- uðu þá 17 mörk gegn 15 mörkum Afturcldingar. Geir Aðalsteinsson var lang bestur í liði Þórs, gerði 8 mörk og má öllum ljóst vera að þar er gríðarlegt efni á ferð. Verður gaman að fylgjast með frami- stöðu piltsins í vetur. „Við byrjuðum afleitlega og bárum allt of núkla viðingu fyrir stjörnum prýddu liði Afturelding- ar. Það var ágætt að viö skyldum ná aó rífa okkur upp í síðari hálf- leik og nú getur leiðin aöeins leg- ið upp á við,“ sagði Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs eftir leikinn. SV Mörk Þórs: Geir Aöalsteinsson 8, Sævar Amason 4, Atli Már Rúnarsson 3, Alexandrov 3/2, Jóhann Samúelsson 3, Samúel Amason 1, Hemtann Karlsson log varði auk þess 10 skot. Golf, Jaðarsvöllur: Mót helgarinnar Um helgina verða samkvæmt venju 2 golfmót á vegum Golf- klúbbs Akureyrar. A morgun hefst keppni kl. 10.00 og er fyrirkomu- lag með þeim hætti að tveir keppa saman með einn bolta og slá til skiptis. Sömu leiðis era teighögg- in slegin til skiptis. Á sunnudag verður hefðbundinn 18 holu högg- leikur og hefst keppni kl. 10. Mörk UMFA: Jason Ólafsson 8, Ingimundur Helgason 5, Páll Þórólfsson 4, Róbert Sighvatsson 4, Þorkell Guð- brandsson 3, Alexei Trufan 2/2, Siggeir Magnússon 1, Gunnar Guðjónsson 1 og Viktor B. Viktorsson 1. Sigurður Jens- son varði 9 skot. Dómarar: Lárus Lársusson og Jó- hannes Felixsson. íþróttir helgariraiar BLAK: Haustmót BLI í Digrancsi. GOLF: Akureyri, mót laugard. og sutmud. Dalvík, sunnudag: Bændaglíma. Sauðárkrókur, laugardag. Innanfélagsmót, stableford. HANDBOLTI: Opið hús í Hamri á sumiudag. KNATTSPYRNA: Laugardagur, Getrauna- deildin: FH-Þórkl. 14.00. Lokahóf yngri flokka Þórs í kanttspyrnu var haldið sl. sunnudag. Lcikmenn flokkana voru útncfndir og markakóngar krýndir. Markakóngar urðu: 6. fl.: Daði Kristjánsson, en hann varð jafnframt markahæsti leikmaður Þórs í sumar með 38 mörk. 5. fl.: Pétur Heiðar Krsi- tjánsson. 4. fl.:Tryggvi Valdimarson. 3. fl.: Örlygur Helgason. 4. fl. kvenna.: Ragnheiður Daníelsdóttir. 3. fl. kvenna.: Rut Hauksdóttir. Leikinenn flokkana urðu: 7. fl.: Árni Sig- tryggsson. 6. fl.: Gestur Arason. 5. fl.: Þórður Halldórsson. 4. fl.: Sigurður G. Sigurðsson. 3. fl.: Heiðmar Felixsson. 4. fl. kvenna: Inga Dís Sigurðardóttir. 3. fl. kvcnna: Katrín Hjartar- dóttir. Minningarbikar um Jósep Olafsson hlaut Orri Stefánsson. Á myndinni eru verð- launahafar ásamt þjálfurum, formanni unglingaráðs og Hlyni Birgissyni sem afhenti verð- launin. Mynd: KK Lokahóf yngri flokka KA í knattspyrnu var haldið sl. sunnudag. Veittar voru viðurkenning- ar til leikmanna flokkanna og cinnig þeim sem þótti efnileastur eða sýnt hafði inestar fram- farir. Auk þess var ýmislegt til gamans gert. Efnilegustu leikmenn voru valdir: 7. fl.: Birkir Sigurðsson. 6. fl.: Sölvi Ottesen. 5. fl.: Ebnar Dan Sigþórsson. 4. fl. Jónatan Magnússon. 3. fl.: Þóroddur Ingvarsson. 3. og 4. fl. kvenna: Dagný Kristjánsdóttir. Leikmenn flokkana voru valdir.: 7. fl.: Viðar Geir Viðarsson. 6. fl.: Skúli Eyjólfsson. 5. fl.: Gylfi Hans Gylfason. 4. fl.: Jóhann Hermansson. 3. fl.: Oskar Bragason. 3. og 4. fl. kvenna: Rósa Sigbjörnsdóttir. Á myndinni eru verðlaunahafar ásarnt Ormarri Örlygssyni sem hafhenti verðlaunin. Mynd: Halldór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.