Dagur - 10.11.1993, Page 11

Dagur - 10.11.1993, Page 11
IÞROTTIR Mióvikudagur 10. nóvember 1993 - DAGUR - 11 HALLDÓR ARINBJARNARSON Blak, Trimmmót KA: Mikil gróska í öldungablaki Handbolti, 6. flokkur: Frábær árangur Um helgina fór fram blakmót í KA-húsinu, svokallað Trimm- mót KA. Til leiks mættu 20 lið af Norðurlandi, 13 kvennalið og 7 karlalið. Mest eru þetta lið sem gjarnan eru kölluð öld- ungalið, þó keppendur sé varla neinir öldungar og áhuga- mannalið e.t.v. meira réttnefni. I»etta eru lið sem koma reglu- lega saman og æfa en kjósa að taka ekki þátt í Islandsmótinu. Að auki keppti karlalið KA sem sem gestir. Mikil gróska virðist vera í áhugamannablaki um þessar mundir, mcðan ýmsum finnst sem nokkur lægð sé í keppni á íslands- mótinu. Blak er víða meðal vin- sælustu íþróttagreina erlendis og hentar vel hérlcndis m.a. vegna þcss að ekki þarf jafn stóran völl og t.d. í handbolta og innanhúss- fótbolta. Af einhverjum ástæðum hcfur ekki tekist að skapa blakinu sama viröingarsess sem keppnis- íþrótt og t.d. handbolta og körfu- bolta og umfjöllun llestra fjöl- miðla um blak cr í algeru lág- rnarki. Unglingastarf flestra lélaga virðist frekar bágborió og þar liggur e.t.v. hundurinn grafinn. Er þetta mál sem blakforystan ætti að taka til vandlegrar íhugunar. En þá að úrslitum á Trimmmóti KA. Kvennaliðunum var skipt í tvo riðla. A-lið Eikar sigraði í A-riðli, Oðinn-a varð í 2. sæti og Völs- ungur-a í því 3. I B-riðli sigraði Eik-b, Völsungur-b varð númer 2 og Oðinn-b í 3. sæti. Skautar-a sigruðu í karlariðlinum, Oðinn varð í 2. sæti og Rimar þriðju. Handbolti, bikarleikir á Akureyri: Mábnu frestað Allt er nú í óvissu um hvort Akureyrarbær kemur til með að vera styrktaraðili bikarkeppninnar í handbolta eins og til stóð og þá hvort bikarúrslitaleikir verða á Akureyri. Málið var rætt á fundi hjá stjórn HSÍ sl. mánudagskvöld og þar var ákveöið að slá því á frest um sinn. í Ijós kom aö málió er e.t.v. ekki eins einfalt og sýndist í fyrstu. í rcglurn segir að lcik- stað úrslitalciks skuli velja af mótanefnd í samráði við þau lið sem í hlut eiga. Enn eru 32 lið eftir og því allt á huldu með framhaldið. Ólafur Schram sagði þó citt öruggt. „Það er ckki grundvöllur fyrir því aó halda þctta í 3 ár því mönnum fannst það of iangur tími. Síö- an eru skoðanir líka skiptar. Menn vilja gjarnan hafa þenn- an mögulcika í huga en síðan sjá mcnn fram á vandamál ef t.d. FH og Haukar leika til úr- slita, þannig að málió er á frestunarstigi.“ Aðalfundur kuatt- spyrnudeildar Þórs Aðalfundur knattspymudeildar Þórs fer fram í Hamri í kvöld og hefst kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aóalfundarstörf. Allir Þórsarar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa þannig áhrif á stefnu síns eigin félags. Alls voru spilaóir 57 leikir á mót- að samskonar mót fyrirhugaö í inu sem tókst mjög vel og er ann- mars á næsta ári. er betfi.. í Konurnar lctu ckki sitt cftir liggja á Trimmmóti KA um síðustu helgi og slógu körlunum við í fjölda og rcyndar cinnig í gctu sögðu sumir. Mynd: Halldór KA-stráka - voru valdir prúðasta liðið í kaupbæti Fyrsta íjölliðamót vetrarins hjá 6. flokki fór fram um helg- ina og var í umsjón Víkinga. KA sendi í fyrsta skipti lið á Islandsmót í þessum flokki og óhætt er að segja að árangur- inn hafi farið fram úr björt- ustu vonum. Jóhannes Bjarna- son þjálfari fór með tvö lið til keppni, A og B, og bæði léku þau til úrslita á mótinu. Að auki var KA valið prúðasta fé- lagið og hvortvegga er þetta árangur sem strákarnir geta verið virkilega stoltir af og er félaginu til sóma. A-liðið tapaði í fyrsta leik fyrir HK, 9:10. Síðan vann KA Víking 13:5, Rcykjavíkurmeist- ara Fram 10:7, Val 15:3 og Aft- ureldingu 14:4. Þar með var lió- ið kornið í úrslitalcikinn og mætti Haukum. Sá leikur endaöi 9:8 fyrir Hauka. KA-strákar voru orðnir ntjög þreyttir eftir að spila þrjá aðra leiki þennan dag mcðan þetta var l'yrsti leikur Hauka. Árangur KA er hreint frábær. Liðið skoraði lang flest rnörk á mótinu en að sögn Jó- hannesar voru KA, Haukar og Fram með áberandi sterkustu liðin. B-lióið fór einnig alla leið í úrslitaleikinn og það án þess að tapa leik. Fyrst var Grótta lögð að velli 10:7, þá Fylkir 7:4, Stjaman 15:4 og Víkingur 5:1. Til úrslita léku KA og Haukar og unnu Haukar 12:10 eftir tví- framlengdan leik. Þessi árangur KA vakti að vonum mikla athygli. Flcst hinna liðanna höfðu spilað ntiklu fleiri leiki en það virtist ekki koma að sök. „Þetta sýnir bara það sem ég hef áður sagt að það skiptir ekki öllu ntáli hversu mikið cr spilaó mcðan vcrið er að gera rétta hluti í þjálfun. Þeir spiluðu hreinlega eins og englar á þessu móti,“ sagði Jóhannes Bjamason, kampakátur þjálfari KA og ekki aó ástæðulausu. Körfubolti, yngri flokka: Þórsarar stóðu sig vel Um helgina fór fram keppni í 9. flokki karla á Islandsmótinu í körfubolta. Þórsarar sáu um keppni í A-riðli og fór hún fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Þórs- arar stóðu sig vel, unnu tvo leiki en töpuðu þremur, þar af tveim- ur í framlengingu. Auk Þórs tóku lið frá Haukum, Val, KR, ÍBK og ÍR þátt í mótinu. Haukar voru með sterkasta lióið og unnu mótið. Urslit leikja urðu þessi: Fyrirlestur um íþróttameiðsl Meiðsl eru einn af fylgifiskum flestra íþróttagreina. Hins vegar er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir þau og þá er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Meiðsl hafa ýmis óæskileg áhrif í för með sér fyrir viðkom- andi íþróttamann, bæði andlega og líkamlega og nauðsynlegt er fyrir alla þjálfara að hafa inn- sýn í þessi ntál. Sama gildir að sjálfsögðu um alla þá sem stunda íþróttir. Iþróttabandalag Akureyrar mun nk. iaugardag, kl. 10-14.30, standa fyrir fyrir- lestri um íþróttameiðsl í Iþróttahöllinni og fyrirlesari verður Stefán Olafsson, sjúkra- þjálfari, sem einnig hefur reynslu sem keppnismaður. Meóal þess scm Stefán fer í er kynnig á íþróttalæknisfræði, and- leg áhrif íþróttamciðsla, tíöni, eðli og orskakir þeirra, munur á Stcfán Olafsson, sjúkraþjálfari. meiðslum rnilli greina, íþrótta- meiðsl unglinga, harðsperrur og álagsmeiðsl og hclstu tegundir meiðsla. Einnig ýrnsar fyrirbyggj- andi aðgeröir. Þá verður farið í notkun teipinga (bæði vcrkleg og fræðileg umfjöllun), þrýstivafn- inga og þrýstisvampa. Stefán mun cinnig ljalla um hvaö á aö vcra í sjúkratöskunni og sýna hluta af því scm cr á markaðinum af sjúkravörum. Fyrirlesturinn hefst kl. 10.00 og stcndur til u.þ.b. 14.30. Allir eru aó sjálfsögðu vclkomnir og sem flcstir hvattir til að mæta þar sem hér er á ferðinni mál sem snertir alla þá scm fást við íþróttir á cinn eða annan hátt. KR-Haukar 36:55 ÍR-ÍBK 36:50 ÍBK-Þór 35:38 KR-Valur 29:38 Haukar-Valur 42:36 KR-ÍBK 62:46 ÍR-Haukar 25:57 KR-Þór 59:64 ÍR-Valur 43:60 Þór-Haukar 32:67 ÍR-KR 24:43 Valur-Þór 57:52 (F) ÍBK-Valur 43:27 Haukar-ÍBK 43:37 Þór-ÍR 47:48 (F) Bestu nicnn Þórs á mótinu voru Elvar Valsson og Sigurður Sig- urðsson. Þórsarar fóru einnig með lió til kcppni í minnibolta 11 ára í Stykkishólmi. Mikil veikindi hrjáðu liðið og konrust aðeins 5 leikntenn nteð. Liðið tapaói öllum sínunt lcikjum sem segir ekkert um raunverulegan styrk þess. Handbolti, Evrópukeppni landsliða: Leikið tvívegis við Búlgarí - Þorbergur hefur valið landsliðshópinn Á morgun fimmtudag og á föstudaginn leika íslendingar og Búlgarir tvo leiki í Evrópu- keppni landsliða. Báðir leikirn- ir verða í Laugardalshöllinni en íslendingar sömdu við Búlg- ari að spila báða leikina hér á landi. Fyrri leikurinn, þ.e. ann- að kvöld, telst heimaleikur Búlgara en sá síðari heimaleik- ur Islands. Báðir hefjast kl. 20.30 og eru sýndir beint á Stöð 2, sá fyrri í opinni en sá síðari í læstri dagskrá. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, valdi í gær 15 manna hóp til æfinga fyrir leik- ina. Hópinn skipa eftirtaldir leik- menn: Guðmundur Hrafnkelsson, Val. Sigmar Þröstur Óskarsson, KA. Bergsveinn Bergsveinsson, FH. Gunnar Beinteinsson, FH. Hálfdán Þóróarson, FH. Guójón Amason, FH. Valdimar Grímsson, KA. Magnús Sigurðsson, Stjörnunni. Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni. Konráð Olavsson, Stjörnunni. Páll Þórólfsson, UMFA. Gústaf Bjarnason, Selfossi. Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi. Ólafur Stefánsson, Val. Dagur Sigurðsson, Val. Dómarar: Peter Brussel og Anton van Dongen frá Hollandi. Þetta er 3. leikur íslands í kcppninni cn áóur höfum við gert jafntefli við Finna og unnið Kró- ata. Mikilvægt er að ná sem hag- stæðustum úrslitum því keppnin um að komast í úrslitakeppnina í Portúgal er hörð. Næsti leikur okkar er útileikur við Króata á fullveldisdaginn 1. desember og síóan eru tveir leikir við Hvít- Rússa á heimavelli, 7. og 9. janú- ar, en samið var við þá líkt og Búlgara. Síðasti leikurinn í riólin- um er síðan heinta við Finna 16. janúar. Lágmarkið er að ná 2. sæti rióilsins til að eiga mögu- lcika á að komast áfram.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.