Dagur - 11.11.1993, Síða 6

Dagur - 11.11.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 11. nóvember 1993 Líf og fjör Dansleikur verður í Fiðlaranum á fjórðu hæð Alþýðuhússins á Akureyri, laugardaginn 13. nóv. og hefst kl. 22.00. Dansfélagar leika fyrir dansi. Félagar munið spilakvöldið sunnudaginn 14. nóvember. Stjórnin. - m.AMS KÍ Nö - Iþróttafélagib Akur heldur námskeiö í Namskeibin hefjast um mibjan nóvember n.k. Nánari upplýsingar og skráning er á Bjargi í síma 26888 - Námskeibin eru öllum opin, (bogfimi þó abeins 16 ára og eldri). Stangveiðifélög Laxveiðimenn Tilboó óskast í veiðirétt í Fljótaá, Fljótahreppi, Skaga- firði, næsta veiðitímabil eða allt til 20. september 1996. Veiðifélagið getur útvegað húsnæði til afnota. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Steingrímsson í síma 96- 71071. Tilboðsfrestur er til 25. nóvember 1993, en tilboð verða opn- uð kl. 21.30 sama dag. Veiðifélagió áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár, Gunnars Steingrímssonar, Stóraholti, 570 Fljótum. Föstudagur S i a I I a k r á i n Namm Hlynur Guðmundsson frá Hársnyrtistofunni Passion verður með hárgreiðslusýningu kl. 23.00 Snyrtilegur klæðnaður - MiSaverð kr. 500 - Diskótek á efstu hæð Laugardagur Stjórnin Aldurstakmark 18 ár- Nafnskírteini K j a I I a r i n n Fimmtudagur - Föstudagur Karalcter Fimmtudagur Karaokekeppni Aldurstakmark 18 ár - Nafnskírteini SJALLINN ■ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Skipt um axlarlið í fyrsta sinn Fyrir skömmu var í fyrsta sinn skipt um axlarlið í manni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Slíkar aðgerðir hafa verið framkvæmdar í Reykjavík en ekki úti á landi fyrr en nú. Á undanförnum árum hefur tækn- inni fleygt fram í þróun gervi- liða og eðlilega eru það þeir liðir sem mest á reynir sem komnir eru lengst í þróuninni, þ.e. mjaðmarliður og hnjáliður. Ekki er annað að heyra en að- gerðin á Stefáni Hallgrímssyni, eiganda verslunarinnar Hljóm- vers á Akureyri, hafi tekist vel þó framundan séu miklar æf- ingar til að byggja handlegginn og öxlina upp eftir aðgerðina. Stefán fékk að fara heim í gær og segist mjög ánægður með hvernig til tókst. Jón Ingvar Ragnarsson, sér- fræðingur á bæklunardeild FSA, tclur aó þörfin fyrir axlarliðsskipti hér á landi sé nokkur tilfelli á ári. Mun fleiri þurfi á mjaðmarliðs- skiptum að halda. „Algengast er að sjálfsögðu skipti á mjaðmarlið, síðan kemur hnjálióur og líkast til axlarlióur þar á eftir,“ segir Jón ingvar. „Það reynir meira á þá liði sem eru undir meira álagi eins og hné og mjöðm en öxlin er ekki undir sama álagi þó hreyfiálagió sé mik- ið,“ bætir hann við. Aðspurður segir Jón Ingvar að sjúkdómsgreining segi til um hvort ástand liða sé það slæmt að setja þurfi gervilió í öxl. „Þaó er hægt að hafa lióagigt eóa vera með brot þess eðlis aó setja veröi gervilið þess vegna. Síóan getur slit í lióum komið fram sem síð- búnar afleiðingar brots, þ.e. slit- gigt, sem leiðir til gervilióaað- gcrða á öxl. Ábendingarnar cru mjög mismunandi,“ sagði Jón Ing- var. Hann segir nokkuð stóran hluta þjóöarinnar þjást af ýmis konar kvillum í liðum sem meó- höndlaðir séu án þess aö til komi skipti á liðum. En getur maður sem verið hefur þjáöur af sjúk- dómum í axlarlið vænst þess að ná fullri starfsorku eftir liósskipti, líkt og þau sem Stefán gekkst á I Jón Ingvar Ragnarsson, sérfræðingur á bæklunardcild FSA, og Stcfán Hall- grímsson huga að öxlinni sem skipt var um lið í. Myndir: Robyn ^ dögunum undir? „Það eru vissar skorður. Þetta er ekki gert á einstaklingum nema þeir séu komnir með verulega mikla verki og oftast líka verulcga hreyfiskerðingu. Markmiöið cr að gera viókomandi verkjalausan og að hann nái um það bil sömu hreyfingu og hann var meó fyrir aógerð. Ef viðkomandi hefur ver- ið með mikla hrcyfingu fyrir aó- gerð þá er ekki við því að búast að hann nái slíkri hreyfingu,“ segir Jón Ingvar. Þeir kostir sem áóur voru fyrir þá sem illa voru haldnir í axlarlið voru að liðurinn yröi hreinlega festur. Aðspuröur hvort gerviliða- framleiðendur hafi þróaó eftirlík- ingar af mörgum liðum mannslík- amans segir Jón Ingvar að auk áð- urnefndra liða megi nefna smáliði í fingrum og einnig ökklaliði og olnboga þó þessir liöir hafi enn sem komið er ekki gefist nægjan- lega vel. Hann segir þróunina til- tölulega skammt á veg komna. JÓH „Ekki lengur stöðugir verkir“ - segir Stefán Hallgrímsson, sem er nú í þjálfun eftir axlarliðsskipti Stefán Hallgrímsson er mjög ánægður með að hann hafi feng- ið möguleika á axlarliðsskiptum á Akureyri í stað þess að þurfa að sækja lengra eftir slíkri að- gerð. Hann segir að möguleikar á gerviliðum séu gleðilegir fyrir þá sem hrjáist af kvillum í lið- um, slíkt sé ólíkt betri kostur en að festa liði eins og gert var áð- ur fyrr. Stefán segist reikna með að geta byrjað fljótlega að fikra sig áfram í vinnu. „Eg er búinn að vera slæmur í öxlinni í fjöldamörg ár. Það gæti veriö að ég hefði einhvern tímann sem barn orðiö fyrir einhverju mcð öxlina en það er ekki hægt að rekja eymslin til þess hcldur er þetta fyrst og fremst vinnuslit,“ sagði Stefán. Hann segist hafa verið orðinn þjakaóur af verkjum í öxlinni og átt æ erfiðara með að sinna vinn- unni, en hann er eigandi verslun- innar Hljómvers á Akurcyri. Vegna verkjanna segist hann hafa hlíft hendinni mikið og sjúkraæf- ingar núna gangi því út á að þjálfa upp vöðva sem lítið hafi reynt á lengi. Til gamans nefnir hann að í Stefán Hallgrímsson segir framund- an æfingar til að þjálfa upp hægri hendina sem hann hefur ekki getað notað að fullu í taisvert iangan tíma. fyrradag hafi honum tekist að borða egg með hægri hendinni en það var honum ekki áður mögu- legt. Æfingarnar eru mikils virði og segist Stefán reikna meó að verða í þjálfun næsta hálfa árið. „Nú er ég ekki lengur með þennan stöóuga verk sem ég losnaói aldrei við,“ segir hann. Stefán segir aö hann hafi aldrei getað sætt sig við þá lausn að axl- arliöurinn verói festur. „Eg var alltaf ósáttur við aó láta negla lió- inn því ég trúði ekki öðru en mögulegt væri aó skipta um. Síð- an var konan að hlusta á sjónvarp- ið síðastliðinn vetur þar sem var viðtal við Brynjólf Mogensen sem hefur skipt um liói í Reykjavík og í framhaldi af því fór ég til heimil- islæknisins míns og hann réð mér að snúa mér beint til Brynjólfs,“ segir Stefán. Eftir þetta fóru hjólin að snúast og Stefán fékk inni í bióröðinni eftir liðsskiptum í Reykjavík. Þá buðu sérfræóingar bæklunardeildar FSA Stefáni uppá að gangast undir aðgerðina fyrir norðan sem hann var fljótur að samþykkja og aðgerðin er að baki. „Eg veit ekki annað en útkoman sé ágæt en þetta tekur allt sinn tíma. Ef öxlin hefði verið negld þá hefði hreyfigetan orðið minni en ég þó verið vinnufær. Þetta er samt mun betri kostur. Eg fer að skoða hvað ég get þegar ég losna af sjúkrahúsinu.“ JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.