Dagur - 13.11.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 13.11.1993, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. nóvember 1993 Viðmælandinn erfæddur á Grenivík fyrir 55 árum síðan en foreldrar hans voru með símstöðvarvörslu á þeim tíma. Þau voru Sigurbjörg Guðmundsdóttirfrá Lómatjörn og Egill Áskelsson af Skarðs- og Krókaætt af Flateyrjardalsheiði. Síðan bjuggu þau í tvö ár að Þrastarhóli í Arnarneshreppi en þaðan lá leiðin í Hléskóga í Grýtubakka- hreppi árið 1944 og þar sleit hann barnsskónum við leik og störf. Drengurinn var ekki skírður fyrr en hann var orðinn þriggja ára en það átti sér stað að Borg á Greni- vík. Því hagaði svo til að Valgarður, yngri bróðir hans, var skírður um leið. Valgarður var í fangi móður þeirra en viðmælandi okkar var látinn standa upp á stól og átti sjálfur að segja til nafns þegar prestur innti hann eftir því. Það var búið að ákveða að hann skyldi bera nafnið Egill en þegar hann var spurður að því hvað hann ætti að heita þá þverneitaði hann að heita Egili og heimtaði að fá að heita Áskell Hann- esson, rétt eins og afi hans. Það var látið eftir honum og heitir hann því fullu nafni Áskell Hannesson Egilsson. Áskell segist ekki kunna sjálfur að skýra frá ástæðu þess að hann neitaði Egilsnafninu, en var tjáð að ástæðan væri líklega sú að hann hafi verið búinn að gera sér grein fyrir því að afi hans bæri þetta nafn, en hann var mjög hændur að afa sínum á þessum tíma. Seinna eignast Áskell bróður sem skírður var Egill, og hefur hann stundum haldið því f ram, meira í gamni en alvöru, að foreldrar þeirra hafi gætt þess að drengurinn yrði skírður ómálga svo hann gæti eigi haldið uppi vörnum sakir æsku. Upphaflega voru systkinin átta. Elstur er Sigurður Hreinn, aðalhúsvörður í Ráðhúsi Reykjavíkur, þá Lára, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, síðan Bragi en hann lést af slys- förum á Oxnadalsheiði 1958 á 21. aldursári en hann var þá á fyrsta ári í læknisfræði við HI, síóan kom Askell, þá Valgaróur Guð- mundur, læknir í Reykjavík, Egill, eðlisfræð- ingur í Reykjavík, piltur er lifði aóeins nokkra daga og yngst systkinanna er Laufey, hjúkrunarfræðingur á Egilsstöóum. Askell var staddur á vertíö í Grindavík cr bróðir hans fórst og svo undarlega vildi til að þenn- an dag þurfti hann að vera í landi vegna fing- urmeins og var þaö í eina skiptið á vertíðinni. „Eg sótti barnaskóla til Grenivíkur gangandi, á skíðunt, á hestbaki, á hjóli eða jafnvel á skautum en um 5 kílómetra leió var að fara. Það var ekkert tiltökumál á þessum árum en nú þýddi ekki að bjóða ungdómnum aó ganga þessa vegalengd, það hálfa væri þeim jafnvel ofviða. Eg var vcnjulegast sant- ferða Jóni í Kolgerði, sem var árinu yngri, og ég lét mig ekki muna um þaó að bæta á ntig göngunni upp brekkuna aö Kolgerði á leió- inni í skólann. Mín skólaganga var alls ekki samfelld, cn ég var búinn aó vera cina vertíð í Grindavík áður en ég fór í Laugaskóla, fyrst Kaupakonan „Eg segi stundum að konan mín sé ein af allra síðustu kaupakonum þessa lands en hún réðist heim í Hléskóga sem kaupakona. Með öllu réttu hefði ég átt að vera á síldveiðum á sama tíma en einhverra hluta vegna tók ég ákvörðun um að vera í landi sem endaði rneð því að kaupakonan var hneppt í hnappheldu hjónabandsins. Eiginkonan heitir Svala Hall- dórsdóttir, fædd á Norðfirði. Eg man nú ekki hvort ég vissi af því að von væri á kaupakonu þegar ég ákvað að vera frekar í landi heldur en að veiða silfur hafsins, þó held ég ekki. Niður Glerárinnar dásamlegur Eftir aö við giftum okkur stóó jafnvel til aö við tækjum við búi að Hléskógum en af því varð ekki. Kannski var það eins gott að ekk- ert varð af búskaparáformum því ég er viss um að þá væri ég dauður ásamt öllu mínu skylduliði. Þannig stóð nefnilega á að ég var farinn að gera áætlanir um að byggja íbúðar- hús á jöróinni sem auðvitað varð svo ekkcrt úr þegar draumurinn unt búskap var lagður á hilluna. Nokkrum árunt síóar, líklcga skömmu fyrir 1970, og eftir að nýir ábúendur höfóu hafið búskap á jöróinni, „hrundi" fjall- ið í Höfðahverfinu af snjó og þaö svæói sem vegar heilu dalirnir af snjó, eins og Sölmund- ardalur sem liggur milli Hléskóga og Lóma- tjarnar, og allar raf- og símalínur grófust í þessu óskaplega fannfergi. Við fluttum því til Akureyrar haustið 1960 og ég komst á samning í skipasmíði í Slippn- um og segja má að smíðar hafi verið mitt lifi- brauð upp frá því. Eg starfaöi allan minn námstíma í Slippnum, og gott bctur.“ Askell byggöi yfir fjölskylduna í Löngu- hlíö í lok sjöunda áratugarins og hefur búið þar allar götur síðan. Askell segir að sumarió sé alveg dýrðlegt á þessum staó, aldrei verði vart við hafgolu en strax og komið sé upp í Höfðahlíð geri hafgolan vart við sig. Arnið- urinn frá Gleránni er þess líka valdandi að á kyrrum vorkvöldum sé líkt og dvalið sé í sveitarkyrrðinni en ekki inn í ntiðjum kaup- stað. Stofnaði eigið fyrirtæki ásamt öðrum Sjómennskan hefur greinilega átt sterk ítök. Kom ekki til greina aö leggja hana alfarið fyrir sig? „Eg kunni alltaf mjög vel vió mig á sjón- um þannig að ég hefói vel getað hugsaó mér að leggja sjómennskuna fyrir ntig, en ein- hverra hluta vegna varð það nú ekki hlut- skipti mitt. Þær taugar í mér sem lágu til tré- smíóinnar hafa greinilega haft yfirhöndina þegar upp var staðið því þegar ég flutti til Akureyrar hóf ég nám í skipasmíði eins og áður er getió. Er námi og vinnu lauk í Slippnum hóf ég störf hjá byggingarfyrirtæki sem hét Dofri og var þar i nokkur ár. Það var í eigu Kaupfé- lagsins og smíðaði reyndar mest fyrir það, t.d. Kjöiónaðarstöóina, Olíusöludeild KEA og byrjað var á núverandi Mjólkursamlagi nteðan ég starfaði þar. Síðan fór ég að vinna fyrir bændur á vcgum Magnúsar Oddssonar og starfaði vió þaó í u.þ.b. tvö ár. Þá kont að því að ég stofnaði eigið fyrir- tæki ásamt sex öðrum, og erunt vió enn tjórir starfandi við það. Þetta er skipasmíðastöðin Vör hf. á Akurcyri. Einn stofnendanna er dá- inn en annar er oróinn það aldraður að hann er ekki lengur virkur í starfi. Þeir sem starfa enn í dag auk mín cru frændur mínir Askell Bjarnason og Hallgrímur Skaptason auk Ey- firðingsins Gauta Valdimarssonar.“ smíóastöð, og stærri skemmu en við áttum fyrir. Þaö lokaðist fljótt á þennan skipasntíða- iðnað, en þá var farið aö þrengjast unt fjár- magnió og vextirnir mjög háir. Síðan kom fiskveiðikvótinn í kjölfarið á þessum ósköp- um svo tréskipasmíðaiðnaðurinn hefur aldrei risið úr öskustónni síðan. Það þýddi hins veg- ar ekki að horfa á þetta með hendur í skauti; og því höfum viö snúið okkur aö húsbygg- ingum og erum með járnsmíðaverkstæði og erum sjálfum okkur nógir á þessu sviði.“ * I smíðakennslu fyrir tilviljun Fyrir þremur árum söðlaði Askell alveg um og fór að kenna unglingum smíðar, fyrst í Gagnfræóaskóla Akureyrar en síðan í Síðu- skóla. Hvað olli því? „Það var algjör tilviljun. Eg var að vinna niður á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra fyrir Vör og þá kom til mín kona og spurði hvort ég vissi nú ekki unt einhvern sem gæti leyst af upp í Gagnfræðaskóla. Það væri búið að hafa samband við eina 10 en ekkert þok- aðist í þátt átt að leysa úr vandanum. Af því ég sagði ekki nei strax endaði þetta með því aó ég fór í viótal og hóf svo kennslu í hálfu starfi. Þá var reyndar oróió minna að gera hjá Vör og einnig fannst mér ágætt að breyta til um tíma því ég reiknaði ekki með aó þetta stæði nema þaó sem eftir lifði vetrar. Eg hef sagt að ég væri löngu hættur ef mér fyndist þetta ekki nokkuð góð vinna. Eg var svo áfram næsta vetur í Gagnfræðaskólanum en í vetur kenni ég smíðar vió Síðuskóla, og þaó í fullu starfi.“ Þórsari og söngvari Áskell hefur alla tíð verið ntjög félagslyndur maður, hefur frá barnæsku átt og haft sérstakt yndi af hestamennsku, verið ötull stuónings- maður Iþróttafélagsins Þórs (gallharður Þórs- ari) og dýrkaó sönggyöjuna Þalíu, m.a. með því að syngja í Karlakórnum Geysi, og síðan Karlakór Akureyrar-Geysi eftir að karlakór- arnir voru samcinaðir. „Hestar hafa fylgt mér alla tíð og ég held að þau ár séu ekki ntörg scnt ég hef ekki átt hesta. Eg segi bara ckki frá því hvað ég á marga hesta í dag, og þaó eingöngu vegna þcss hve fáir þeir eru, eiginlega skantmarlega fáir. Börnin hafa svolítið fengið hestabaktcr- „Fyrir tilviljun úr skipa- smíði í smíðakennslu" - segir Áskell H. Egilsson, skipasmiður, hestamaður, söngvari og Þórsari í yngri deild og síðan í smíðadeild. Síðan fór ég á vélstjóranámskeið á Akureyri og fékk þar réttindi eftir einn vetur, pungapróf eða einhver „minivélstjóraréttindi“. Þá var ég orðinn tvítugur. Eg stundaði sjóinn töluvert á þcssum ár- um, bæði með iðnnámi og eins áður en þegar maóur var blankur fékk maóur stundum að skreppa frá og þá fór ég á vertíð til Grinda- víkur og á síldveióar á sumrin". Á tónleikum með Karlakór Akureyrar-Geysi. ég hafði verið með áætlanir um að byggja á grófst svo gjörsamlega í fönn að þar hefði ekki staðið steinn yfir steini. Forlögin gripu þarna í taumanna en í þau 22 ár sem foreldrar ntínir bjuggu að Hléskógum átti vióhlíta at- buróur sér aldrei stað og raunar er hægt aó segja að þarna félli aldrei snjóflóð sem oró væri á gerandi. Eldri frásagnir skýra heldur ekki frá því að úr íjallinu hafi fallið stór, mannskæö snjóflóð. I þetta sinn fylltust hins Mynd: Robyn Rcdman 10 þrjátíu tonna bátar Nú hefur oft vcrið meira untleikis við skipa- smíðar í Vör en er í dag, hvað veldur þessurn samdrætti? „Á tíu áruni voru byggðir í stöðinni 10 þrjátíu tonna bátar sem fóru um allt land. Þeir eru allir ofansjávar ennþá en fyrsti báturinn fékk nafniö Sjöfn og fór til Grenivíkur. Hann hefur verið seldur þaðan og er að ég held ein- hvers staðar vestur á fjöröum. Hann var 26 tonn að stærð cn seinna urðu þcir 30 tonn að stærð, við lengdum þá með þremur böndum og við það jókst lestarrýmið. Eg hugsa að bátarnir hafi einnig orðió betri sjóskip við þessa lengingu. Á þessum tíma gerðunt við ekkert annaó enda vorum vió færri á þeint tíma, aðeins við sex eigendurnir, einn verka- maður, og tilfallandi aukantenn. Viö stóðum upp úr spónabingnum á kvöldin og settumst í hann á morgnana og vorum mjög ánægóir með það hlutskipti okkar að vera að srníða skip. Þetta var einn besti tími í sögu stöðvar- innar enda vorum við meó allt upp í þrjá smíðasamninga fram í tímann og þannig nýtt- ist bæði aðstaða og tími auðvitað miklu bet- ur. Við vorum því iðulega með tvo báta undir í einu enda lcyfði breidd hússins það. Síðan brann ofan af okkur árið 1980, nán- ast til kaldra kola. Það var mikið áfall. Þaó var lán í óláni að ekki brann rneð húsinu neinn fullsmíðaður bátur en í húsinu var þó einn bandrcistur. Þá var komin mikill aftur- kippur í þcssa siníði en við vorunt svo bjart- sýnir að viö reistum annnaó hús, aðra skipa- íuna, sérstaklega Egill og Þórir, en Halldór hefur aldrei mátt vera að því. Þaó var kannski eins gott því ég var alltaf dauðhræddur um að hann kæmi brotinn til baka ef hann var cin- hvers staðar á hcstbaki sem ekki hefði þótt gott mál lyrir þann sem öllum stundum var í fótbolta. Eg er auðvitað mjög ánægður meö það að einhver barnanna minna skuli deilda þessu áhugamáli með mér. Einkadóttirin átti hross þegar hún var yngri en hún hefur ein- hverra hluta vegna ekki ánetjast þessu bráö- skemmtilega „hobbíi", en eflaust á tímaskort- ur þar stærstan hlut að máli. Hvað sá yngsti, Sævar, gerir mun tíminn leiða í ljós. Eg er ekki virkur í lelagslífinu með hesta- mönnunt en hins vegar þori ég að fullyrða aö ég hafi skilað þar nokkru starfi eins og t.d. í reiðveganefndum. Ég er meó ntína hesta upp í Hlíðarholti og hef byggt þar tvö hesthús. Fyrir nokkrum árurn hugðist ég hætta í hesta- ntennskunni því ég nennti ekki að standa einn í þessu og seldi fullorðnu hestana cn hélt tveimur tryppum, fannst ekki taka því aó farga þeint. Skömmu síðar varð ég fimmtug- ur og var þá gefið þriggja vetra tryppi. Það leiddi hins vegar til þess að ég byggði annað hcsthús og það á ég cnn í dag. Þessi afntælis- gjöf cr mcsti gæðingur sem ég hef átt um dagana." Eiginkonan harðasti Þórsarinn í fjölskyldunni Áskcll gerðist Þórsari cigi alllöngu eftir að hann fluttist í bæinn og ástæðu þess segir hann eingöngu vera þá að hann settist að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.