Dagur - 19.11.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 19.11.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 19. nóvember 1993 Tröppu- þrek LOKAÐIR KVENNATÍMAR mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 19.00. Sími12080 Nuddpottur, vatnsgufubað og Ijósabekkir. V í K I N G A ifm Vinningstölur ,------------ miövikudaginn: 17. nóv. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 63,6 0 42.120.000 Tm% 5 af 6 Lfl+bónus 0 416.789 R1 5 af 6 10 32.747 3 4af6 266 1.958 ira 3 af 6 |C£+bónus 1.016 222 Aöaltölur: :10)ÍÍ7)(24' 32J(37)(45 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 43.610.639 áísi.: 1.490.639 UPPLÝSINCAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 90 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR -mmm---------------------s------------------------------------------ fJF V/inningur f r til: Tvöfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag ■ .. ... ■■—■■■■ ■■ ^ Kjörfundur á Akureyri um tillögur Umdæmanefndar um sam- einingu sveitarfélaga fer fram laugardaginn 20. nóvember 1993 kl. 10 til kl. 22. Kjörstaður er í Oddeyrarskóla. Kjördeildir verða 5 og eru þessar: 1. Aðalstræti-Einholt. 2. Einilundur-Hólabraut. 3. Hólsgerdi-Móasíöa. 4. Múlasíða-Stafholt. 5. Stapasíða-Ægisgata og býlin. Talning atkvæóa hefst í Oddeyrarskóla strax að kjörfundi loknum. Á kjördegi hefur yfirkjörstjórn aósetur í Odd- eyrarskóla og eru símar hennar 23496 og 22886. / yfirkjörstjórn A kureyrarkaupstaðar 10. nóv. 1993. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Haraldur Sigurðsson, Brynjólfur Eyjólfsson. Ný stjóm Orators Aðalfundur Orators, félags laganema, var haldinn 21. októ- ber sl. A fundinum var ný stjórn félagsins kjörin. í stjórninni eiga sæti sjö laganemar; Stefán Eiríksson formaður, Eyvindur G. Gunnarsson varaformaður, Gísli Tryggvason ritstjóri Úlf- Ijóts, tímarits laganema, en í þessi embætti var kosið sérstak- lega. I meðstjórn voru kjörin Kristján B. Thorlacius, Edda Andrésdóttir, Kristín Helga Markúsdóttir og Jónína S. Lár- usdóttir. Aóalfundi Orators var fram haldið 25. október og var þá m.a. samþykkt ályktun, þar sem skorað er á háskólayfirvöld aó framfylgja lögbundnu banni við reykingum í Lögbergi, húsi lagadeildar. Alykt- unin var send deildarforseta laga- deildar, háskólarektor og háskóla- ráöi. Engin viðbrögó hafa komió frá háskólaráói cóa háskólarektor, en ályktunin var tekin fyrir á deildarfundi 12. nóvember. Þar var ákveðið aó vísa málinu til annarra háskólayfirvalda. „Lögberg er svo til eina kennsluhúsið á háskólasvæðinu þar sem reykt er, og hefur það valdið því að margir „flóttamenn“ úr öðrum byggingum hafa leitað þar hælis til að svala þörfum sín- um innandyra. Eru langflestir laganemar orðnir langþreyttir á ástandinu og ákvað stjórn félags- ins einróma á fyrsta fundi sínum að beita sér fyrir úrbótum í þessu máli,“ segir í frétt frá stjórn Ora- tors. Áhugafélag um brjóstagjöf: Bæklingur fyrir mjólkandi mæður - gefinn út í Áhugafélag um brjóstagjöf á Sauðárkróki gaf nýverið út í fimmta sinn bækling sem nefn- ist Lítil bók fyrir mjólkandi mæður. Bókin er þýdd og stað- færð úr norsku og seld eftir pöntunum. Fyrri upplög eru uppseld og kemur bæklingurinn nú út í 2000 eintökum. Höfundar bæklingsins eru Eli Heiberg-Endresen sjúkraþjálfi og Elisabct Helsing næringarfræöing- fimmta sinn ur. Þær eru í hópi upphafsmanna félagsskapar sem „hafa þaó að markmiói sínu að miðla upplýs- ingum, góðuni ráðum og aðstoð til mæðra meó börn á brjósti“, eins og segir í formála. I bæklingnum er aó finna fræðslu og ráðlegging- ar til mæðra með börn á brjósti, m.a. um heilsu barns og móður og ýmis vandamál sem geta komið upp. Hægt er að panta bæklinginn hjá Önnu Kristínu í s. 95-35333 og Lydíu í s. 95-35853. sþ Vörður F.U.S.: Hvetur til sameiningar á R>j aíj arðars væði n u Stjórnarfundur Varðar F.U.S. 16. nóvember sl. samþykkti eft- irfarandi ályktun um samein- ingu sveitarfélaga á EyjaQarð- arsvæðinu: „Stjórn Varðar F.U.S. skorar á ungt fólk að mæta á kjörstaó nk. Iaugardag og greióa atkvæði með tillögu umdæmanefndar um sam- einingu sveitarfélaga við Eyja- fjörð. Öflug sveitarfélög á lands- byggðinni eru nauósynlegt mót- vægi við höfuðborgarsvæðió. Með sterkari sveitarfélögum skap- ast grundvöllur fyrir aukinni valddreifmgu og auknu sjálfstæói þeirra. Næstkomandi laugardag gefst kjósendum kostur á að styrkja stöðu heimabyggðar sinnar með því að segja Já við sameiningu. Vörður skorar sérstaklega á ungt fólk að nýta atkvæðisrétt sinn og stuðla þannig að tryggari fram- tíö.“ Fjáröflunardagur Kven- félags Akureyrarkirkju Það hefur lengi tíðkast að Kven- félag Akureyrarkirkju hafi aðal fjáröflun sína eftir messu sunnudaginn, sem næstur er af- mæli kirkjunnar 17. nóvember. Konurnar hafa unnið marga og nytsama muni, sem þær selja á basar og samhliða er kaffisala. Hlaðborð kvennanna hefur ætíö verið rómað og víst er að engin breyting verður þar á í ár. Mark- mið Kvenfélags Akureyrarkirkju hefur verið það fyrst og fremst að búa kirkjuna og Safnaðarheimilið sem best. Starf þess hefur borið ríkulegan árangur og stendur söfn- uðurinn í mikilli þakkarskuld við hinar fórnfúsu félagssystur. Félag- ið hefur notió mikillar vclvildar og mikils stuðnings og eru öllum sem þar eiga hlut að máli færðar þakkir. Basar og kaffisala Kvenlc- lags Akureyrarkirkju verður að þessu sinni nk. sunnudag kl. 15.15. (Frcttalilkynning frá Akurcyrarkirkju) Leiðrétting I fimmtudagsblaói Dags 21. okt. s.l. var birt grein í tilefni af 50 ára afmæli Sambands skagfirskra kvenna, undir heitinu „Samband vort er sólskinsbam“. Sú leiðinlega villa slæddist inn að fclagskonur í sambandinu séu nú 153, en rétt er aó þær eru 253. Ástæóa þess aó leiðréttingin birtist ekki fyrr, er sú að formaður sambandsins, Pálína Skarphéðinsdóttir, var erlendis og gat því ekki komið leiðréttingu á framfæri fyrr. Er SSK beðið vel- virðingar á þessu. sþ Svar víð „Hver er maðtirínn?: ■JBQIS nuruio>js upoyjs moA §o 6861 Jaquiasap uuecJ pjoqje -qpj Bujnuiui gg Jiya EqnBp jij puiasp iuoa nosasnea^ Bua -JH aejooiji (yj'S QM) , suisipjaAQÁj snj-j" pujau nu ja jsa -jB>jngj suBq guiggAg EuajH }?q suEq Euoyj iui3Sjje)s uqs; -)ij9d ugajiuAaj t uinuHnjEjp eqj9§ p iqe)ou uuEq utas uin -ujou uiiacj je ))ia jea mpuExajv niuauing j ijsaoiujoog uin -uæq j 8161 JEnuBf gz jsippæj nosasnea^ aBjooiji Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnargata 21, Grímsey, þingl. eig. Óttar Þ. Jóhannsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Akureyri, 23. nóv- ember 1993 kl. 14.00. Móasíða 1, verslun 1, Akureyri, þingl. eig. Sæland hf„ gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður verslunar- manna, Marksjóðurinn hf. og Verð- bréfasjóðurinn hf„ 23. nóvember 1993 kl. 16.00. Móasíða 1, verslun 2, Akureyri, þingl. eig. Sæland hf„ gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður verslunar- manna, 23. nóvember 1993 kl. 16.30. Skáldalækur Svarfaðardal, þingl. eig. Hallur Steingrímsson, gerðar- beióendur Byggingarsjóður ríkisins, Búland hf„ Landsbanki íslands, Líf- eyrissjóðurinn Sameining, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Vá- tryggingafélag íslands, 23. nóvem- ber 1993 kl. 10.00. Arnarsíða 12a, Akureyri, þingl. eig. Gunnar Frímannsson, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Byggingar- sjóður ríkisins og Vátryggingafélag íslands, 24. nóvember 1993 kl. 09.30. Fjölnisgata 1a, Akureyri, þingl. eig. þrb. Járntækni hf„ geróarbeiðendur Brunabótafélag Islands, Börkur sf„ Iðnlánasjóður, Lífeyrissjóður versl- unarmanna, P. Samúelsson hf„ Sameinaði lífeyrissjóðurinn og ísól hf„ 24. nóvember 1993 kl. 10.30. Hjallalundur 7c, Akureyri, þingl. eig. Ólöf Vala Valgarósdóttir, gerðar- beiðendur Brunabótafélag Islands og Lífeyrissjóóurinn Sameining, 24. nóvember 1993 kl 14.00. Höfn II, Svalbarðsströnd, þingl. eig. Soffía Friðriksdóttir, geróarbeið- endur Landsbanki íslands, sýslu- maðurinn á Akureyri, Þór hf. og ís- landsbanki hf„ 24. nóvember 1993 kl. 16.30. Kaupangur v/Mýrarveg A-hluti, Ak- ureyri, þingl. eig. Soffía Friðriks- dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Húsfélagið Kaupangi v/Mýrar- veg, P. Samúelsson hf. og sýslu- maóurinn á Akureyri, 24. nóvember 1993 kl, 13.30. Kaupangur v/Mýrarveg S-hl„ Akur- eyri, þingl. eig. Tryggvi Pálsson, gerðarbeióandi Málning hf„ 24. nóvember 1993 kl. 13.00. Smáratún 6, neðri hæð, Svalbarðs- eyri, þingl. eig. Kristján Óskarsson og Margrét Kristinsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki Islands og íslands- banki hf„ 24. nóvember 1993 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 18. nóvember 1993 Hjólreiðamenn mega aldrei hjóla margir hlið við hlið á götunni. Sýnið öðrum tillitssemi og aukið um leið öryggi ykkar. Hjólið f einfaldri röð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.