Dagur - 30.12.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 30. desember 1993 FRÉTTA5KVRINO Útgerðarfélag Akureyringa á krossgötum varðandi aðild sína að Mecklenburger Hochseefischerei: Fráleitt að við höfum verið plataðir - segir Qármálastjóri ÚA og fullyrðir að taprekstur MHF hafi ekki áhrif a afkomu ÚA Útgerðarfélag Akureyringa hf. stendur á krossgötum varðandi aðild sína að þýska útgerðarfyr- irtækinu Mecklenburger Hoch- seefischerei. Spurningin sem forsvarsmenn ÚA munu velta fyrir sér næstu daga og vikur er hvort félagið eigi að halda áfram þátttöku í rekstri MHF eða hvort það eigi í þessari stöðu að nýta sér þann rétt í samkomulagi hluthafa MHF að þegar eigið fé félagsins hafí lækkað um 8 milljónir marka geti hver einstakur hluthafí krafíst slita á því. Afkoma Mecklenburger Hoch- seefischerei á þessu ári er allt önn- ur og lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Áætlaó var að hagnaður félagsins yrði allt að 160 milljónir ísl. króna, en margt bendir til að rekstrartap ársins verði nálægt 340 milljónum króna. Þessi gjör- breytta staða hefur vakið upp margar spumingar: Fengu forráóa- menn ÚÁ rangar upplýsingar þeg- ar þeir skrifuðu undir kaup á 60% í MHF? Skaðar þessi afkoma dótt- urfyrirtækis ÚA ekki móðurfyrir- tækió og ef svo er, hversu stór er skaóinn? Getur ÚA komist út úr rekstri MHF á þessum tímapunkti án þess að tapa umtalsverðum fjármunum? Voru hluthafar í ÚA blekktir þegar þeim í nóvember sl. var boóiö aukið hlutafé í félaginu? Þetta eru nokkrar af þeim lykil- spurningum sem hluthafar í ÚA og almenningur veltir fyrir sér. Aðdragandinn Rifjum fyrst upp aðdragandann aó kaupum ÚA á 60% í Mecklenbur- ger Hochseefischerei. Þaó var í byrjun maí 1992 sem fulltrúar ÚA hittu fulltrúa rekstr- arráðgjafarfyrirtækisins Ráðs hf. í Reykjavík, þar sem kynntar voru hugmyndir um kaup Islendinga á meirihluta í MHF. Síðar kom út- gerðarfyrirtækið Grandi að vió- ræðunum, en það dró sig út úr þeim og mun afstaóa forráða- manna þess hafa verió sú aó ekki væri rétt að dreifa kröftum Granda erlendis á of marga staði, en þá þegar hafði Grandi haslað sér völl í útgerð í Chile. Forráðamenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna komu einnig að þessum viðræðum um tíma, en aldrei var hugmyndin að SH yrói beinn hluthafi í Meck- lenburger. Um miðjan desember 1992 var sjaifaó undir viljayfírlýsingu milli ÚA, þýsku einkavæðingarstofnun- arinnar (Treuhandanstalt) og Deutsche Fischwirtschaft um kaup ÚA á 60% hlutabréfa í MHF fyrir um 260 milljónir ísl. króna (6 milljónir marka) og skyldi þessi upphæð greiðast með jöfnum af- borgunum á sex árum, fyrsta greiðslan árið 1994. Samkvæmt yfirlýsingunni átti að skila félag- inu 1. apríl sl. með efnahagsreikn- ingi þar sem mat á átta skipum þess yrói 22,1 milljón marka, veltufjármunir 7,8 milljónir marka, skuldir engar og eigið fé því 29,9 milljónir marka. í endan- legum samningi voru skipin bók- færð á 18,9 milljónir marka, veltu- fé um 11 millj. og eigið fé eftir sem áður 29,9 millj. marka (um 1250 milljónir ísl. króna). Jafnframt kvað viljayfirlýsing- in á um aó MHF væri heimilt að selja tvö skipa sinna og söluverð þeirra héldist aö fullu innan fé- lagsins. Ef hins vegar fíeiri skip yrðu seld fyrir 1. apríl 1996 fengi Treuhandanstalt söluhagnaðinn. Hluthafasamkomulagið Samhliða samningum við Treu- handanstalt var gengið frá sam- komulagi milli hluthafa, ÚA (60%), Mecklenburger-fylkis (25,1%) og Rostock-hafnar (14,9%). í því kemur fram að aó- almarkmió félagsins sé að ná hagnaði vegna starfsemi sinnar. Tekið er fram að 90% atkvæóa hluthafa þurfí í fyrsta lagi til að selja fleiri en tvö skipa félagsins, í öðru lagi til þess aó leysa félagiö upp, í þriðja lagi til upplausnar á núverandi varasjóðum félagsins og í fjóróa lagi á breytingum á samþykktum félagsins. Þá er ákvæði þess efnis að 75% at- kvæða þurfi til að selja eitt til tvö skipa MHF. í hluthafasamkomulaginu segir ennfremur að ef efnahagsreikning- ur sýni minnkun eigin fjár um meira en 8 milljónir marka, þá geti hver þriggja hluthafa krafist upplausnar félagsins. Viðkomandi hluthafa ber þó aó bjóða hinum hluthöfunum hlut sinn áður til kaups á verði sem er samningsat- riði. Jafnframt segir að frá og með árslokum 1996 geti sérhver hlut- hafi sagt sig frá félaginu. Útgönguveró viðkomandi hluthafa í því tilfelli yrði þá eignarhlutur hans af eigin fé félagsins, sem metið er eftir þýskum hlutafélags- og bókhaldslögum, þannig að á árinu 1996 yrði hlutfallió 60%, 60% árið 1997, 75% árið 1998, 85% árið 1999 og 95% eftir árið 2000. Áætlaður hagnaður snérist í mikið tap Tveir framkvæmdastjórar voru ráðnir að MHF, þeir sömu og höfóu áður stýrt félaginu. I júlí sl. var samið við Sölumióstöð hrað- frystihúsanna um sölu afurða. Á þessum tímapunkti hafði stjórn MHF, en fulltrúar ÚA í henni eru Gunnar Ragnars, stjórnarformað- ur, Björgólfur Jóhannsson, fjár- málastjóri ÚA, og Erlingur Sig- uróarson, stjórnarmaóur í ÚA, ekki upplýsingar um annað en að rekstur félagsins væri í lagi. Smám saman kom hins vegar önnur rekstrarmynd í ljós. Á stjómarfundi 9. ágúst var lögð fram rekstraráætlun til ársloka og hún gerði ráð fyrir hagnaði upp á 0,5 milljón marka í stað 3,8 millj. marka í áætlunum. Fram komu efasemdaraddir um að mat á birgðum væri rétt og upplýst var á stjómarfundi 22. september að sá ótti átti við rök að styójast, í stað hagnaðar stefndi tapið í tæpar 5 milljónir marka. Á þessum sept- emberfundi var báðum fram- kvæmdastjórum félagsins sagt upp störfum og varaformanni stjómar, fulltrúa Rostock-hafnar, falin dag- leg stjómun þess. Ákveðið var að hefja markaðsátak í Bandaríkjun- um og ráða Inga Bjömsson, fram- kvæmdastjóra FSÁ, í stól fram- kvæmdastjóra MHF. Það var síðan í nóvember sl. sem í Ijós kom að tapið stefndi í allt að 8 millj. marka. Forsvars- menn ÚA fóru þá strax til Berlínar á fund þýsku einkavaeðingarstofn- unarinnar, sem seldi ÚA 60% hlut í MHF. Niðurstaða þess fundar var að einkavæðingarstofnunin myndi kanna með vaxtagreiðslur fyrir vanefndir vegna ákvæðis um eigið fé MHF 1. apríl sl. Jafnframt kom fram að Treuhandanstalt væri tilbúin að veita MHF ábyrgð fyrir bankaláni þannig að félagið gæti starfað eðlilega þegar birgðasöfn- un ætti sér stað. Það yrði þó ekki gert nema rekstrargrundvöllur væri fyrir félagið. Tapið líklega tæpar 8 millj. marka I dag, á næst síðasta degi ársins, liggur ekki endanlega fyrir hvcrsu mikið tap á rekstri MHF verður, en fullyrt er að miðað við birgða- stöðuna um áramót verói það inn- an við 8 milljónir marka. Þessa dagana eru endurskoó- endur að fara í saumana á ná- kvæmri rekstraráætlun næsta árs og þegar hún liggur fyrir, sern gæti oróið um miðjan janúar, ætla forsvarsmenn ÚA aö meta stöð- una. Ef ekki reynist rekstrargrund- völlur fyrir MHF má ætla að ÚA muni óska eftir slitum félagsins, en það er þó endanlega ákvörðun stjórnar ÚA. Forsvarsmenn ÚA hafa þó trú á að dæmið gangi upp og til marks um það hafa íslenskur framkvæmdastjóri og markaðs- stjóri verið ráðnir að félaginu. Markaósstjórinn hefur þegar tekið til starfa og framkvæmdastjórinn, Ingi Björnsson, fer út strax í næsta mánuði. Ljóst er aö til þess að snúa rekstrardæmi Mecklenburgcr Hochseefischerei við þurfa stjórn- endur fyrirtækisins að grípa til harðra aðgerða. Eftir því sem næst verður komist er í því samandi fyrst og fremst horft til eftirfar- andi atriða: - Framleiðsla verði betur tengd markaónum en hingað til og þann- ig verði afurðaveró hámarkað. Að þessu hefur verið unnið á undan- förnum vikum og mánuðum og m.a. héldu fulltrúar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna mark- aðsfund ytra 16. og 17. desember sl. með skipstjórum og fram- leióslustjórum skipa MHF. Þar kom fram að framleiðsla félagsins stenst gæðakröfur og sala afurða hafi gengið vel í þessum mánuði, ætla megi að sumar afurðir í birgðum verði að fullu seldar í febrúar og flestar ef ekki allar seldar í lok mars. - Áhersla verói lögð á sölu karfaflaka á Bandaríkjamarkaði og sölukerfi Coldwater, dótturfyr- irtækis SH, notað í því sambandi. Kanadamenn hafa verið sterkir á þessum markaói, en karfakvóti þeirra hefur stórlega verið skertur og því eru talin vera sóknarfæri á Bandaríkjamarkaði. - Fækkað verói í yfírstjórn MHF og stjórnunarkostnaður MHF skorinn niður í kjörstærð. - Tveim eða þrem skipum fé- lagsins verði lagt og eða þau seld. - Skiptiáhafnakerfi verði komið á, sérstaklega á aðalveiðitímanum. - Markvisst verði unnió að því að fá heimild til að landa afla af miðum við A- Grænland á Akur- eyri og sú heimild verði sérmerkt Akureyri. - Laun sjómanna verði tekju- tengd við aflaverðmæti og frídög- um fækkað. Rangar upplýsingar til stjórnarmanna Eins og áður segir er viðsnúningur í rekstri Mecklenburger frá rekstr- aráætlunum gífurlegur og munar þar um hálfum milljarði. Tapið má í stórum dráttum skýra á þenn- an veg: 4 millj. marka vegna minni afía, ekki síst vegna færri sóknardaga, 1,2 millj. marka vegna taps á breytingum á tveim skipum, 2 millj. marka vegna reksturs síldar- og makrílskips (sern nú er á söluskrá), 3,5 millj. vegna verðbreytinga á fram- leiðsluvörum, 700 þús. rnörk vegna birgðakostnaðar og 800 þús. mörk vegna vaxtakostnaðar. Björgólfur Jóhannson, fjár- málastjóri ÚA og stjórnarmaður í MHF, segir að auðvitað beri stjórn félagsins fulla ábyrgó á þessum mikla taprekstri, en því miður sé það svo að upplýsingar fram- kvæmdastjóranna um stöðu fé- lagsins hafi ítrekað reynst rangar. Hefði stjórnin fengið réttar upp- lýsingar strax á liðnu sumri hefði verið unnt að taka strax á málum. Til dæmis hefði þá verió hægt að koma í veg fyrir aó tvö af skipum félagsins væru tekin úr veiði á besta tíma, hægt hefði verió að stýra veiöum skipanna betur í samræmi vió markaðsaðstæður, stöðva rekstur síldar- og makríl- skipsins strax, þar sem ljóst var að tap var á rekstri þess fyrir afskrift- ir, fækka strax fólki á skrifstofum MHF, gera fyrr samninga við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um afurðasölu og fjölga í áhöfn skipanna. Björgólfur tekur fram að ekki megi alfarið skella skuldinni á framkvæmdastjóra og stjórn MHF. Ytri aðstæður hafí verið óhagstæðar, en við þeim hafi hins vegar ekki verið brugðist í tíma. Þá sé vert að hafa í huga að vest- ur-þýska útgerðarfélagið DFFU hafí aukió framleiðslu á karfaflök- um gífurlega frá fyrra ári og það hafi leitt til verðfalls á Þýska- landsmarkaði, sem hefur verió stærsti markaður MHF. Björgólfur segist viðurkenna það fúslega, eftir á að hyggja, aó rétt hefði verið að skipta strax út framkvæmdastjórum MHF og ráða íslcnska framkvæmdastjóra í þeirra stað. Framkvæmdastjórarnir þýsku hafí einfaldlcga átt í erfið- leikum með að tileinka sér nýja hugsun og stjórnun í gjörbreyttu viðskiptaumhverfí. „Eg vil taka skýrt fram að við vorum að fjárfesta í félagi í Þýskalandi, sem er í Efnahags- bandalaginu, og því kunna t.d. að opnast ýmsir möguleikar í sjávar- útvegi annarra ríkja.“ Voru hluthafar blekktir? Stóra spurningin sem fólk hér heima veltir fyrir sér, er hvernig slæm staða MHF kemur við Út- gerðarfélag Akureyringa hf. Björgólfur segir að strax á sl. vori hafi forráðamenn ÚA ákveðið að rekstri MHF og ÚA yrði haldið aðskildum í rekstraruppgjöri. Sú ákvöróun hafi verið studd áliti sér- fræðinga og vitnaó til þess að í hluthafalögum sé ákvæði þess efnis að ekki sé skylt aó hafa svo- kallað samstæðuuppgjör móður- og dótturfélags. I ljósi þcssarar ákvöróunar verði aó vísa þeirri fullyrðingu á bug aó Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. hafi komið aftan að hluthöfum félagsins þeg- ar þeim var boðið að taka þátt í 50 milljóna króna hlutafjárútboói ÚA í nóvember sl. Farið hefur það oró af Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. að það sé traust fyrirtæki og fari ekki út í vafasamar fjárfestingar. Björgólf- ur Jóhannsson svarar því játandi að mikið tap MHF hafi skaðað ímynd ÚA og það hafi þegar haft neikvæð áhrif fyrir félagið á hluta- bréfamarkaði. „Ég fullyrði hins vegar að það er ekkert aö óttast fyrir hluthafa í Útgerðarfélaginu og ég sé ekki aó UA sé búiö að tapa cinni einustu krónu í þessu Mecklenburger-máli. Það er enn- þá borð fyrir báru og við megurn tapa meiru áöur en við förum að tala um að missa eitthvað af þeirn 260 milljónum, sem við greiðum fyrir 60% eignarhlut í Mecklen- Þessi mynd var tekin af einu 8 skipa Mecklenburger Hochseefischerei í höfn á Akureyri í apríl sl. Hugsanlegt er að skipum félagsins verði fækkað niður í 5 eða 6. Þá cr rætt um að breyta launakerfi sjómannanna þannig að iaun vcrði tekjutengd við aflaverðmæti og frídögum fækkað. Þá er ekki ólíklegt að komið verði á skiptiáhafnakcrfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.