Dagur - 30.12.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. desember 1993 - DAGUR - 3 hefur gengið. Kannski hafa það verið blekkingar hjá okkur að gefa félaginu ekki ákveðinn tíma til þess að sanna sig, í mánuði eða ár, áöur en UA kæmi inn í það. Ég er hins vegar sannfærður um að við gerðum mjög góð kaup og öll gögn málsins styðja það. Skipin voru afhent endumýjuð og skuld- laus og veltufjármunir félagsins voru 11 milljónir marka, hátt í 500 milljónir íslenskra króna. Það er fráleitt að við höfum verið plataðir á einn eða annan hátt, því að það er ekkert atriði í þessum kaup- samningi sem er vafasamt fyrir Utgeróarfélag Akureyringa. Við erum að vísu bundnir af ákveðn- urn fjölda starfsmanna, en þeim má þó fækka úr um 300 niður í tæplega 210 án þess að til sektar- ákvæða komi,“ sagði Björgólfur Jóhannsson. óþh Ostakynning í dag, fimmtudag, frá kl. 15-19. Ostar á kynningarverði: Kastali, Camembert, Bóndabrie, Yrja o.fl. Sunnuhlíð - Veisluþjónusta Fjármálastjóri ÚA segir ekki hægt að neita því að ímynd ÚA hafi skaðast af þeim taprekstri sem dótturfyrirtækið í Þýskalandi stendur frammi fyrir á þessu ári. Hins vcgar muni hvorki Útgerðarféiagið nc hluthafar í því skaðast af taprekstri MHF. burger. Ef sú staða kæmi upp aó UA myndi krefjast slita á félag- inu, þá þyrftum við samt aó greiða okkar hlut í hlutafé félagsins. En þar með er ekki sagt að þeir fjár- munir séu glatað fé. Hluthafasam- komulagið kveóur skýrt og greini- lega á um að sérhver hluthafi geti krafist slita á félaginu, ef eigið fé lækkar um 8 milljónir marka, þ.e. úr 29,9 millj. marka í um 22 millj. marka. Komi sú staða upp verður mat á eigin fé byggt á uppgjöri fé- lagsins samkvæmt reikningsskila- reglum í Þýskalandi, sem vió þekkjum vel til. Ef við tækjum ákvörðun um að fara út úr MHF á þessum tímapunkti, þá myndum við fá 60% af 22 millj. marka eig- in fé (um 550 millj. íslenskra króna - innsk. blaðam.). Ég^ segi einfaldlega aó tryggingar UA í þessum samningi eru aö mínu mati fullkomlega öruggar, annars hefði ég aldrei stuðlað að því að gera hann. Það á ekki að geta gerst að ÚA tapi fjármunum á samningnum. En við verðum auð- vitað að fylgjast grannt með stöðu mála og endurmeta okkar ákvörð- un út frá henni. Ef við sjáum að ekki takist að finna rekstrargrund- völl, þá eigum við að hætta þátt- töku í félaginu og fulltrúar Meck- lenburger-fylkis eru sammála þeirri afstöðu okkar.“ Björgólfur orðar það svo að ít- rekað hafi verið settar fram rangar fréttir af Mecklenburger-málinu og þær hafi skaðað Útgerðarfélag- ið mjög. Sem dæmi sé tilbúningur að ÚA hafi boðist til að ganga í ábyrgó fyrir dótturfyrirtæki sitt í Þýskalandi og þá sé sú fullyrðing úr lausu lofti gripin að tapið á Mecklenburger á þessu ári stefni í 400 millj. íslenskra króna. Voru kaup ÚA á 60% í Mecklenburger mistök? Lokaspumingin til Björgólfs, í Nýtt - OstOVGÍSlO - Tilbúin á borðið ljósi tapreksturs MHF og skaðaðr- ar ímyndar Útgerðarfélags Akur- eyringa af völdum þess, er hvort eftir á að hyggja hafi verið mistök hjá stjórnendum og stjóm ÚA að kaupa 60% hlut í Mecklenburger Hochseefischerei? „Nei, það tel ég ekki. Ég verö þó auóvitað að viðurkenna að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigð- um með hvemig rekstur félagsins Sumir halda... En rétt er... ...að mikil veisla bíði íslendinga ef óheffur innflutningur á erlendum landbúnaðarafurðum verður heimilaður. ...að þúsundir íslendinga sem starfa við landbúnað og þjónustu í tengslum við hann munu missa atvinnu sína og erlendar landbúnaðarafurðir munu kosta þjóðina milljarða króna í erlendum gjaldeyri - höfum við ráð á því? ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.