Dagur - 30.12.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 30.12.1993, Blaðsíða 16
bæjar að óska eftir útboðsgögnum“ - segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri Akureyrarbær var einn þriggja aðila sem óskaði eftir útboðs- gögnum hjá Verðbréfadeild Is- landsbanka (VÍB) vegna sölu ríksins á SR-mjöli hf. er þau voru afhent 17. desember sl. Ríkið á allt hlutaféð og er það allt til sölu í einu lagi, ekki að- O VEÐRIÐ Hitastig verður nálægt frost- marki í dag en um áramótin verður frost um allt Norður- land, harðnandi á sunnudag. Norðaustan hvassviðri og éljagangur verður víða á an- nesjum en hægara og bjart- ara verður inn til landsins. Varasamt getur því verið að ferðast um fjallvegi nema á vel útbúnum bílum vegna hálku og hvassviðris. Tvö síðustu tölublöð Dags á þessu ári, þ.e. fimmtudags- og föstudagsblaðið, koma bæði út í dag og er dreift saman til áskrifenda. Er þetta gert til að tryggja að blöðin komist til sem flestra áskrifenda blaðsins um land allt fyrir áramót. eins hluti þess. Eins og skýrt var frá í DEGI í gær voru sl. þriðju- dag opnuð tilboð og bárust tvö; annað frá Benedikt Sveinssyni hrl. og Jónasi Aðalsteinssyni hrl. fyrir hönd útgerðarmanna og fjárfesta en hitt frá Sigurði G. Guðjónssyni hrl. f.h. Harald- ar Haraldssonar í Andra og fleiri fjárfesta. Ekkert tilboð kom frá Akureyrarbæ. „Það var full meining að koma sér á framfæri og ekki á nokkurn hátt um sjónarspil að ræða af hálfu Akureyrarbæjar að óska eftir útboösgögnum. Vió gerðum hins vegar grein fyrir því í bréfi sem Akureyrarbær sendi frá sér í gær til VIB að sá tími sem gefinn var til að vinna úr þessum gögnum var allt of skammur en hér er ver- ið að tala um kaupverð sem hljóð- ar upp á hundruðir milljóna króna. Það er því ábyrgðarhlutur að ætl- ast til að skilað sé einhverjum töl- um, sem menn eru þá tilbúnir að standa við. Það er svo hægt að hafa ýmsar skoðanir á þeim gögn- um og upplýsingum sem veittar voru af VIB. Við fengum gögnin 21. desember, eða fjórum dögum seinna en aðrir þeir sem eftir þeim óskuðu,“ sagði Halldór Jónsson, bæjarstjóri. „Það var mín niðurstaða að þaó væri ekki ábyrg vinnubrögó að setja fram einhverja tölu sem hefði orðió að gera til þess að til- boðiö væri marktækt, jafnvel þótt það væri gert með venjulegum fyrirvörum. Auk þess væri sú tala þá sú sem við værum tilbúnir til að greiða fyrir hlutabréfin í SR- mjöl hf. samkvæmt einhverjum kjörum. Það voru ekki möguleikar á því að ljúka viðræðum við þá aðila sem við höfðum hreyft þessu máli við fyrir þennan tíma, og auðvitað þarf þetta mál svo að fá formlega afgreiðslu gcgnum stjórnir, bæði hjá okkur og öðruni hugsanlegum samstarfsaðilum. Ég ítrekaði í bréfinu áhuga Ak- Tólf ára gömul stúlka, Inga Hrönn Ketilsdóttir, hryggbrotn- aði nýlega á fimleikaæfingu hjá Fimleikaráði Akureyrar, en æf- ingin fór fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Orsök slyssins er talin m.a. vera sú að Inga Hrönn hikaði í uppstökki. Þegar var farið með Ingu upp á slysa- móttöku FSA, þar sem teknar voru af henni röntgenmyndir. Þar kom í ljós brot í einum hryggjarlið og var hún þá flutt suður til aðgerðar þar sem ureyrarbæjar á því að leggja fram tilboð í hlutabréfin og óskaöi eftir lengri fresti og okkar mat var það fyrir jólin aó gefið hefði verið undir fótinn með það að það feng- ist lengri frestur. Því var hins veg- ar hafnað munnlega af VÍB eftir jólin. Ég álít ekki að við séum endan- lega út úr myndinni þrátt fyrir þetta og það kann að vera að hægt verði að taka upp viðræður við þá aóila sem enn eru inn í myndinni. Auðvitað kom það ekki til greina aó Akureyrarbær einn og sér gerði tilboð í SR-mjöl hf.“ GG brotni liðurinn var spengdur við þá tvo sitt hvoru megin. „Það voru allar vísbendingar um brot athugaðar á staðnum og þar kom ekkert í ljós, sem okkur þótti benda til brots. Því var hún send í venjulegri bifreió en ekki sjúkrabifreið upp á slysavarðstofu. Við vísum því öllum sögusögnum um þaö á bug að hún hafi verið send athugunarlaust af æfmgunni út í hafsauga,“ segir Anna María Guðmann hjá Fimleikaráði Akur- eyrar. GG Tólf ára stúlka hryggbrotnaði á fimleikaæfingu: Á batavegi eftir aðgerð Akureyri, fimmtudagur 30. desember 1993 Flutningamiðstöð Norðurlands hf. tekur til starfa 1. janúar nk: Hólmar ráðinn framkvæmdastjóri - fyrirtækið yfirtekur rekstur Skipaafgreiðslu KEA <rm - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga Vandaðir djúpsteikingar- pottar Frá kr. 6.480,- KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Baldvin G. Baldursson, formaður sóknarnefndar Þóroddsstaðarkirkju, við nýja pípuorgelið, sem vígt var við hátíðlega athöfn sl. þriðjudag. Baldvin var aðalhvatamaður að orgelkaupunum og gaf til þeirra 400 þúsund krónur til minningar um konu sína, Sigrúnu Jónsdóttur frá Rangá. Mynd: IM Hólmar Svansson, rekstrarverk- fræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Flutninga- miðstöðvar Norðurlands hf. og tekur hann við starfinu nú um áramótin. Hólmar hefur starfað í markaðsdeild KEA að undan- förnu. Það eru Samskip og Kaupfélag Eyfirðinga sem standa að stofnun Flutninga- miðstöðvarinnar. Fyrirtækið yfirtekur rekstur Skipaaf- greiðslu KEA og annast einnig alla þjónustu fyrir Samskip á Akureyri. Þá hefur Gunnlaugur Frí- mannsson, verið ráðinn þjónustu- og afgreiðslustjóri fyrirtækisins og Magnús Arnason, verkstjóri, en báðir hafa þeir starfaó hjá Skipa- afgreiðslu KEA. Til aö byrja með munu 5-6 manns starfa hjá Flutn- ingamióstöð Noróurlands hf. en að sögn Baldurs Guðnasonar, stjórnarformanns fyrirtækisins og framkvæmdastjóra flutningasviðs Samskipa, er gert ráð fyrir því aö fjölga starfsfólki með auknum umsvifum. „Hér er alfarið um akureyrskt fyrirtæki að ræóa en ekkert útibú frá Reykjavík og við munum kaupa alla okkar þjónustu á Akur- eyri,“ sagði Baldur. Starfsemi Flutningamiðstöðv- arinnar verður í vöruskemmunni á Fiskitanga á Akureyri, þar sem Skipaafgreiðsla KEA hefur verið og þar verður öll starfsemin til húsa. Samskip á 80% í hinu nýja fyrirtæki og KEA 20% en Baldur segir líklegt að fleiri hagsmunaað- ilar á Norðurlandi komi inn í reksturinn í framtíðinni. „Flutningamiðstöó Norður- lands hf. er alhliða flutningafyrir- tæki sem sækir og sendir vörur hvert sem er í heiminum og sér auk þess um alla pappírsvinnu sem því fylgir. Jafnframt tengist fyrirtækið öllu flutninganeti Sam- skipa bæói hér heima og erlend- is.“ Baldur segir að Akureyri sé mikilvægur hlckkur í þjónustu- kerfi Samskipa og að markaðs- staða fyrirtæksins sé sterk á Eyja- fjarðarsvæöinu. KK Jólahald í Grímsey: Höfum það næstum of gott - segir Kristín Óladóttir, útibússtjóri „Það eru búin að vera látlaus matarboð hérna og verða áfrani frain yfir áramót svo það má segja að við höfum það næstum of gott. Veðrið hefur líka verið ljómandi, sérstaklega á jóladag. Presturinn kom á mánudag og var með messu og þá var líka haldið jólaball,“ sagði Kristín Óladóttir, útibússtjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga í Grímsey, um jólahaldið í eynni. Kristín sagði aó verslun hefði verið svipuö og fyrir síðustu jól og margir hefðu verið með svínakjöt á aðfangadagskvöld, bæði nýtt og reykt. Rjúpur hefðu varla sést á boróum að þessu sinni. Skólanem- endur og margir sem vinna í landi voru heima í Grímsey um jólin og Sala hlutabréfa í SR-mjöl hf.: „Ekkert sjónarspil af háifu Akureyrar- sagöi Kristín að allir heföu haft þaó mjög gott, enda jólaboða- meniiingin í hávegum höfð. Jólagjöf ungra Grímseyinga í ár voru skautar. Búið er að slétta svellið á tjörninni og þar hafa krakkarnir rcnnt sér á nýju skaut- unum og Kristín sagði að full- orðna fólkinu veitti heldur ckki af einhverri hrcyfingu eftir allar vcislurnar. Sjómenn hafa citthvaö verið að róa milli hátíða en það hefur veriö frekar hvasst og ekki gellð vcl. Ef hagstæð vcóurspá rætist má búast við að margir hafi farið út í morg- un. „Það verður ábyggilega fjörugt hérna á gamlárskvöld. Kveikt verður í brennunni klukkan átta og þá er skotið upp óhemju af llug- eldum. Síðan verður aó vanda slegið upp balli og það vcrður ábyggilega mikil gleði,“ sagói Kristín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.