Dagur - 19.01.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 19. janúar 1994 FRÉTTIR Skagaströnd: Um 70 manns eru án atvinnu Frá höfninni á Skagaströnd sl. mánudag. Sjómenn voru að undirbúa sig til að fara á veiðar að loknu sjóinannavcrk- falli. Mynd: ÞI Ú.A. kaupir 50 tonn af Rússafiski: Meira hengt upp af hausum á síðasta ári en nokkru sinni fyrr Hátt í 70 manns voru án at- vinnu á Skagaströnd fyrstu viku janúar og mun ekki hafa dregið úr því enn sem komið er. Hóla- nes hf. er í greiðslustöðvun og enn er ekki ljóst hvort tekst að gera nauðsynlega endurskipu- lagningu á rekstri þess. Verið er að kanna möguleika á að hefja aftur rækjuvinnslu en verð á rækju er lágt og óvíst um hversu umfangsmikil sú vinnsla geti orðið. Um 80 manns vinna hjá Skagstrendingi - flestir um borð í skipum fyrirtækisins en einnig nokkrir í landi við neta- gerð og á skrifstofu. I>á starfa níu manns í tengslum við skóvinnustofuna Skrefið en eins og kunnugt er var verksmiðja Striksins seld til Skagastrandar eftir gjaldþrot hennar á Akur- eyri. Magnús B. Jónsson, sveitar- stjóri á Skagaströnd, sagði í sam- tali vió Dag aö atvinnuleysió hafi verió að aukast síóari hluta Iiöins árs en fram að þeim tíma hafi ver- ið um lítið atvinnuleysi að ræða. Hólanes hf. sé nú í greiðslustöðv- un en unnið sé að endurskipulagn- ingu á rekstri þess. Sú vinna sé hins vegar ekki komin það langt á leið að unnt sé aó segja til um hver niðurstaðan verði þótt menn voni að hægt verði að koma at- vinnu þar af stað á nýjan leik. Fyr- irtækið hafi ekki átt neinn kvóta og forráðamenn þess ekki treyst sér til að gera þær breytingar er þurft hafi til halda vinnslu þess Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hcfur samþykkt að útsvarsprósenta árið 1994verói 9,2%. Einnig að álagningarpró- senta fasteignaskatts í B-flokki verði 1,3% í stað 1,15% eins og samþykkt var á fundi í des- ember sl. Þá var samþykkt að leggja sérstakan fasteignaskatt sem sé 1,25% af álagningar- stófni, á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, ásamt tilheyr- andi lóð. ■ Bæjarráó hefur hafnaö erindi frá Ferðamálafélagi Skaga- fjarðar og Siglufjarðar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000,- til starfsemi fé- lagsins á árinu 1994. Bæjarráð telur eðlilegt að framlög til fé- lagsins komi í gegnum Héraðs- nefnd Skagfirðinga og hcfur falið fulltrúm bæjarins í nefnd- inni aó fylgja málinu eftir. ■ Vcitustjórn hefur samþykkt að hækka ekki gjaldskrá Raf- veitu að svo komnu máli, þrátt fyrir hækkun heildsöluverós frá Landsvirkjun um 3% um sl. áramót. Þetta er í þriója sinn sem heildsöluveró hækkar og Rafveitan lætur ekki ganga áfram í hækkuðu smásöluverói til neytcnda. Þessar hækkanir heildsöluverðs jafngilda 4,2 millj. kr. tekjutapi hjá Raf- veitu. gangandi með kaupum á fiski á fiskmörkuðum. Verð á rækju sé einnig mjög lágt og því óvíst um hvort unnt verði að hefja vinnslu á henni í bráð. Menn bindi þó ákveðnar vonir við að eitthvað verði unnió af innfjarðarrækju. Magnús sagði að línubátar væru nú að hefja veiðar að loknu sjómannaverkfalli en sá fiskur færi allur á markaó. Þá væri unnió að athugunum á veiðum og vinnslu ígulkera en sú starfsemi væri enn á tilraunastigi. Einstak- lingur á Skagaströnd, Ingólfur Sveinsson, væri að gangast fyrir stofnun fyrirtækis vegna ígulkera- vinnslunnar. Nú væri verið að vinna að athugun á veiðimögu- leikum og hafi sveitarfélagið lagt nokkra fjárhæð fram í því augna- miði. „Vió viljum kanna þessa möguleika nokkuð áður en farið verður af stað,“ sagði Magnús B. Jónsson. A meðan blaðamaður Dags staldraði við á skrifstofu Höfða- hrepps var fólk að koma og skrá sig atvinnulaust. Magnús B. Jóns- son sagði aó atvinnuleysió bitnaói einkum á konum en einnig nokk- uð á yngra fólki. Viku af janúar hafi 44 konur verið skráðar at- vinnulausar á Skagaströnd en aó- eins 24 karlar. Nýrri tölur lægju ekki fyrir en Ijóst væri aó ekki hefói dregið úr atvinnuleysinu og myndi ekki gera nema einhver fiskvinnsla færi af stað. íbúar á Skagaströnd voru 685 fyrsta des- ember síóastliðinn. ÞI Á árinu 1993 nam heildar- rækjuafli Islendinga, Norð- manna, Grænlendinga og Fær- eyinga 166.230 tonnum sem er aukning um 5,5%, eða 8.860 tonn, frá því á árinu 1992. Á ár- inu 1992 nam rækjuafli sömu þjóða 157.370 tonn. Á árinu 1993 nam útflutningur á ópill- aðri rækju (í skel) 38.134 tonn- um en á árinu 1992 var útflutn- ingurinn 27.751 tonn. Aukning- in er því 10.383 tonn, eða 38%. Úflutningur á pillaðri rækju jókst einnig. Hann var 42.972 tonn árið 1992 en varð 45.747 tonn á sl. ári og jókst því um 6,5% milli ára. Fyrstu fjóra mánuði fiskveiói- tímabilsins, þ.e. frá september til desember, var rækjuafli Islend- inga 21.300 tonn. I upphafi fisk- veiðiársins var úthlutað 45.000 tonnum af úthafsrækju og 5.000 tonnum af innfjarðarrækju en gera má ráð fyrir að milli 4 og 5 þús- und tonna rækjuveiðiheimildir hafi verið fluttar milli fiskveiði- ára. Á sl. ári voru flutt út héóan 15 þúsund tonn af skelflettri rækju sem er 2.500 tonna aukning frá ár- inu 1992. Um 91% af útflutningn- um fer til Bretlands og Danmerk- ur, 9% skiptist milli margra landa, þó mest til Vestur-Evrópu en einnig lítils háttar til Bandaríkj- anna. Bandaríkjamarkaður er í auknum mæli að opnast og aðal- ástæða þess er veiðibrestur í Or- egon-fylki en þar voru mikil van- höld í veiðum í sl. ári. Vegna lækkandi verðs hafa Bandaríkja- Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur fengið 3 gáma af Rússa- flski að sunnan, um 50 tonn. Nokkuð var um landanir rúss- neskra togara milli jóla og ný- árs, m.a. í Bolungarvík og Hafn- arflrði, þar sem tæplega 1.000 tonn komu á land. Af því magni fékk Sjólastöðin hf. 370 tonn, sem dugir fyrirtækinu til að halda uppi vinnslu fram í febrú- armánuð. menn orðið betur samkeppnishæf- ir þannig aó allt eins má búast vió breytingum á rækjumarkaðnum á nýbyrjuðu ári. GG Á fundi hafnarstjórnar Akur- eyrar í gær voru kynntar niður- stöður úttektar á dráttarbraut Akureyrarhafnar í Slippstöð- inni - Odda hf., sem Sigurður Ringsted, skipaverkfræðingur vann fyrir höfnina. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri, Togarar Ólafsfirðinga hafa ver- ið að tínast út til veiða eftir að bráðabirgðalög stöðvuðu sjó- mannaverkfallið. Strax á laug- ardag hélt Sigurbjörg ÓF-1 á veiðar og á sunnudag fór Múla- berg ÓF-32. Vegna bilunar á gangráð í Mánabergi ÓF-42 fór skipið ekki Fiskurinn sem kemur til Ú.A. verður geymdur í frystigeymslum fyrirtækisins þar til starfsliðið verður kallaó út til vinnu á nýjan leik að loknu sjómannaverkfalli. Þó mun tíminn einnig verða not- aður til að afia reynslu við upp- þíðingu á fiskinum, aðallega til söltunar. Möguleikar á því að verulegur hluti þessa magns verði saltaður hefur farið vaxandi vegna hækk- andi verós á stærstu saltfiskmörk- uðum íslendinga erlendis og eins vegna nióurfellingar á tollum vegna EES-aðildar um sl. áramót. Enginn fiskur hefur verið saltaóur til útflutnings hjá Útgeróarfélagi Akureyringa hf. í tvö og hálft ár. Fyrir um ári síðan voru fiest tækin tekin niður og sett í geymslu þannig að einhvcrn tíma tekur að koma þeim fyrir aftur, en nýlega var sett upp ný fiatningsvél í salfiskvinnslusalnum. Jóhann Malmquist, verkstjóri, segir að sagði í samtali við Dag að vinna þurfí að viðhaldi dráttarbraut- arinnar á næstunni og voru í út- tektinni kynntir nokkrir val- möguleikar í því sambandi. Hann vildi ekki á þessu stigi fara nánar út í það í hverju þeir fælust. á sjó fyrr en í gær. Sólberg ÓF-12 hefur verió í slipp á Akureyri en kom til Ólafsfjarðar í gær en held- ur á veiðar í dag. Loðnubáturinn Guðmundur Ól- afur ÓF-91 hélt á mánudag austur á loðnumiðin en þar var sáralítil veiði í fyrrinótt, loðnan mjög dreifð og erfitt að kasta á hana. GG mjög góó uppbygging hafi veriö komin í saltvinnslukerfið, m.a. sjálfvirkt saltdreifikerfi en ekki var sett upp saltsprautukerfi því vissar efasemdir voru uppi um ágæti þess. „Það er verið að vinna við við- geróir, viðhald og endurbætur hér og vcrkstjórarnir svara í símann og afgreiða haröfisk og hákarl. Það hefur enginn harðfiskur verið unnin hér síðan í septembermán- uói og nú er búiö að taka kælihús, þar sem við kæstum hárkarl af togurunum, og breyta því í neta- verkstæði. Það cr því ekki ljóst hvort framhald veróur á hákarls- kæsingunni hér eða hvort hákarl- inn verður í framtíðinni seldur öðruin aðilum til verkunar. Á sl. ári voru hengd upp 2.000 tonn af hausum og hefur aldrei vcrið hengt upp meira, en meira en helmingur þess magns er farinn til kaupenda erlendis,“ sagði Jó- hann Malmquist. GG Á síðasta ári var skipaður starfshópur aö frumkvæói at- vinnumálanefndar til aó kanna mögulcika á byggingu fiotkvíar á Akureyri. „Þessi starfshópur hefur skoóað möguleika á að koma upp fiotkví en ljóst er að ekki er raun- hæft að byggja slíka flotkví á Ak- ureyri,“ segir Guðmundur. Ýmsir aðrir möguleikar eru þó til skoðunar hjá starfshópnum, m.a. með kaup á notaðri flotkví og á fundi hafnarstjórnar í gær, var samþykkt að beina því til starfs- hópsins aö hann skili áliti sínu hið fyrsta. Þegar það álit liggur fyrir veróur ákveðió með framhald málsins. í starfshópnum eru; Guðmund- ur Stefánsson og Birna Sigur- björnsdóttir frá atvinnumálanefnd, Guómundur Sigurbjörnsson, hafn- arstjóri og Guðmundur Túliníus, framkvæmdastjóri Slippstöðvar- innar Odda hf. KK Rækjuveiðarnar 1993: Nær 9 þúsund tonna afla- aukning í Norðurhöfum Úttekt á dráttarbraut Akureyrarhafnar: Vrnna þarf að viðhaldí á næstunni Ólafsijörður: Bilun í gangráð seinkaði brottför Mánabergsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.