Dagur - 19.01.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 19.01.1994, Blaðsíða 12
(ftíttta Uðir Guðlaug Bjömsdóttír ákveðin í að hætta REGNROGA FRAMKOLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Akureyri, miðvikudagur 19. janúar 1994 Bæjarstjórnarkosningarnar á Dalvík: - allt á huldu um framhaldið hjá öðrum bæjarfulltrúum Línur hafa enn sem komið er lítið skýrst varðandi framboð fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar á Dalvík í vor. Þó er ljóst að Guðlaug Björnsdóttir, sem skip- aði annað sæti á lista Framsókn- arflokks og vinstri manna fyrir síðustu kosningar, gefur ekki kost á sér tii endurkjörs. Fyrir fjórum árum varð niður- staða bæjarstjómarkosninganna á Dalvík sú að Sjálfstæðisflokkur og óháðir fengu 351 atkvæði og 3 menn kjöma (Trausta Þorsteins- son, Svanhildi Ámadóttur og Gunnar Aðalbjömsson), Frjáls- lyndir fengu 119 atkvæói og 1 mann kjörinn (Hauk Snorrason), Framsóknarflokkur og vinstri menn hlutu 254 atkvæði og 2 menn kjörna (Valdimar Bragason og Guðlaugu Bjömsdóttur) og Jafnaðarmenn fengu 160 atkvæði og 1 mann kjörinn (Jón Gunnars- son). Eftir kosningar var myndað- ur meirihluti Sjálfstæðisflokks og óháðra og Jafnaðarmanna. Samkvæmt samtölum við bæj- arfulltrúa á Dalvík er erfitt að ráða í hvort miklar mannabreytingar verði í bæjarstjóm eftir næstu kosningar. Svör þeirra eru óljós og svo virðist sem þeir séu aö bíða eftir framboðsgerjuninni sem er að hefjast innan flokkanna. Guðlaug Björnsdóttir gefur þó afdráttarlaust svar þess efnis að hún gefi ekki kost á sér til endur- kjörs. Yfirstandandi kjörtímabil er þriðja kjörtímabil Guðlaugar í bæjarstjórn og hún segir þann tíma ágætis skammt í bæjarpólit- íkinni. Valdimar Bragason, hinn fulltrúr Framsóknarflokks og vinstri manna, segist hins vegar ekki gefa yfirlýsingu um hvað hann geri. Uppstillingamefnd hef- ur tekið til starfa hjá Framsókn og línur þar á bæ skýrast áður en langt um líður, að sögn talsmanns uppstillingarnefndar. Hjá Sjálfstæðisflokki og óháð- um er allt á huldu um hvort bæjar- fulltrúamir verði áfram í slagnum. Svör þeirra er á einn veg; þeir hafa ekki gert upp sinn hug um framhaldið. Kjömefnd er að störf- um hjá Sjálfstæðisflokknum. Jón Gunnarsson, bæjarfulltrúi Jafnaðarmannafélags Dalvíkur, segist engu geta svarað um fram- boð að svo stöddu. Jafnaðar- mannafélagið haldi fund um fram- boðsmálin síöar í þessari viku og aó honum loknum verði væntan- lega tekin ákvöróun um málið. Fyrir síðustu kosningar kom fram framboð Frjálslyndra, sem segja má að hafi fyrst og fremst verið „óánægjuframboó“ vegna breytinga á eignarfyrirkomulagi Söltunarfélags Dalvíkur. Haukur Snorrason, bæjarfulltrúi listans, segist ekki vilja útiloka að listinn bjóði aftur fram. Um það verði rætt á fundi sem ætlunin sé að halda fljótlega. Á Dalvík er starfandi Þjóðar- flokksfélag, en eftir því sem næst verður komist er ekki hugmyndin að það bjóði fram lista fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. óþh Ærnar viðra sig. Myndin var tekin á Vatnsskarði sl. mánudag. Mynd: ÞI ÞórshöfiWopnaQörður: Togari keyptur frá Kanada Hraðfrystihús Þórshafnar hf. og Tangi hf. á Vopnafirði hyggjast kaupa 17 ára gamlan, 53 metra langan togara frá Kanada, sem er um 450 tonn að stærð. Unnið er að samningsgerð og ef af kaupunum verður mun skipið væntanlega fara á utankvóta- veiðar með troll. Fulltrúar frá fyrirtækjunum voru nýlega í Kanada til að skoða skipið og verður stofnað sérstakt hlutafé- lag um reksturinn ef af kaupum verður. Áðurnefnd útgerðarfyrirtæki hafa fyrr staðið sameiginlega að skipakaupum, en 2. júlí 1993 keyptu þau loðnuskipiö Júpíter ÞH-61 áamt sveitarfélögum á Tóbakssölutölur ÁTVR skoðaðar í nýju ljósi: Yíir 50 þúsund Iandsmenn reykja einn pakka á dag -17 þúsund manns svæla rauðan Winston daglega íslenskir sígarettusoghólkar svæla hátt í 20 milljón sígarettu- pakka á ári, eða 19.244.019 pk. samkvæmt sölutölum ÁTVR frá síðasta ári. Þá er ekki tekið tillit til sölu í fríhöfn eða þess magns sem áhafnir skipa og flugvéla flytja með sér. Þetta þýðir að 52.723 íslendingar reykja einn pakka á dag. Á síðasta ári reyktu Islendingar 11.637.810 vindla, þ.e. stykki, og þá reyktu þeir 292.523 pakka af píputóbaki. Einnig innbyrtu þeir 208.152 dósir af neftóbaki og VEÐRIÐ Gert er ráð fyrir fremur kóln- andi veðri í dag einkum um austanvert landið. Á Norð- vesturlandi er gert ráð fyrir allhvassri norðvestan átt í dag en hægara veðri um norðaustanvert landið. Bú- ast má við einhverjum élj- um. 1.710 pakka af munntóbaki. Fyrir allt þetta tóbaksmagn greiddu neytendur 4,47 milljarða króna. Það má velta sér endalaust upp úr þessum tölum. Ef við tökum vinsælustu sígarettutegundimar og má fmna út að 17 þúsund manns reykja einn pakka af rauðum Win- ston á dag, 7.400 manns nota sama skammt af Winston Lights, 4.800 kjósa Salem Lights sem lífsförunaut, 3.200 einstaklingar reykja pakka af Camel Filters á dag og 3.100 Camel án síu, 2.300 kjósa Viceroy, 2.000 langan Win- ston og einnig um 2.000 grænan Salem, 1.500 manns eru í venju- legum Gold Coast og 1.200 manns reykja pakka af Prince á degi hverjum. Aðrar tegundir njóta ekki eins mikillar hylli og t.d. reykja aðeins 32 einstaklingar einn pakka af Gauloises á dag og svipaður fjöldi kýs Dunhill og Rothmans sígarett- ur. Um 200 manns reykja sama magn af More og aðeins fleiri mentolútgáfuna og þannig mætti lengi leika sér að tölum. Half and Half og Prince Albert eru sem fyrr langvinsælustu píputóbakstegundimar og Bagat- ello, Fauna, London Docks og Cig- ill eru vinsælustu vindlarnir. SS svæðinu og fleiri aðilum og stofn- uðu um það nýtt hlutafélag, Skála hf. á Þórshöfn. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar hf., segir að skipið sé væntanlegt um miðjan febrúar- mánuð og fari á ísfisk- og/eða saltfiskveiðar og verður væntan- lega landað á Þórshöfn eða Vopnafirði. Isfiskurinn færi til Bflar út af í Kræklingahlíð Tveir árekstrar urðu á Akur- eyri í gær og nokkrir bílar fuku út af veginum í Kræklingahlíð þegar hvessti snögglega eftir há- degi. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri urðu engin veruleg óhöpp í umferóinni í gær þrátt fyrir hvass- viðri og mikla hálku á götum og gangstéttum. Tveir árekstrar hafl orðið en báðir verið smávægilegir og engin slys á fólki. Þá þurfti lögreglan á Akureyri að aóstoða bíla í Kræklingahlíó vegna hálku og mikils hvassviðris upp úr há- degi. Að minnsta kosti fjórir bílar fóru út af veginum og þurftu að- stoðar við. Að sögn Ingimars Skjóldal, varðstjóra, var nær ókeyrandi á veginum um Krækl- ingahlíð um tíma í gær. ÞI Húsavík: Ellefu byggingar fullgerðar 1993 Byggingafulltrúi hefur lagt fram byggingaskýrslu fyrir Húsavík 1993 og kynnt niðurstöður hennar á fundi í bygginganefnd. I skýrslunni kemur fram aö á árinu 1993 voru níu íbúðarhúsa- byggingar skráðar fullgerðar. Þar var um aó ræða fjórar íbúóir, fjór- ar sólstofur og eina vióbyggingu. Fjórar íbúðarhúsabyggingar sem voru skráðar fokheldar fyrir 1993 voru ekki fullgerðar. Þar var um að ræða eina íbúð og þrjár bíl- geymslur. Sex íbúaðarhúsabyggingar voru skráðar fokheldar á árinu. Þar var um aó ræða cina íbúó, eina sólstofu og tjórar viðbygg- ingar. Aðrar byggingar sem voru skráóar fullgerðar á árinu voru tvær og aðrar byggingar í smíðum eru tvær. IM vinnslu og frystingar en saltfiskur- inn til frekari vinnslu. Jóhann segir að skipið þarfnist engrar viðgerðar, aðallega máln- ingar. Fiskkvóti Kanadamanna hefur mjög dregist saman að und- anfömu og því hefur skipum fjölgað nokkuð á söluskrá og því tillölulega auðvelt að festa kaup á fiskiskipum þar vestra. Flciri ís- lenskar útgerðir hafa verið að kanna möguleg kaup á skipum í Kanada til úthafsveiða, m.a. eitt norðlcnskt, en ekkert er frágengið í þeim efnum. GG Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98 TILBOÐ PFAFF SAUMAVÉL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERÐ KR. 39.805 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.