Dagur


Dagur - 11.02.1994, Qupperneq 1

Dagur - 11.02.1994, Qupperneq 1
Eyjafjarðarsveit: Skólarúta fauk út af Skólarúta fauk út af þjóðvegin- um við Ytri-Tjarnir í Eyjafjarð- arsveit um hádegisbil í gær. Að- stæður voru slæmar til aksturs, fljúgandi hálka og hávaðarok. Tveir drengir voru fluttir á slysadeild FSA. Rútan skemmd- ist töluvert. Laust fyrir hádegi í gær skall á sunnan hvassviöri um norðanvcrt landiö og var um tíma mjög hvasst í Eyjafirði. Skólarúta í Eyjafjarö- Húsavík: Víða slæmt ástand í eldvamamálum „Það er mjög víða slæmt ástand í eldvarnamálum hjá fyrirtækj- um og stofnunum á Húsavík, en þó eru til nokkur góð hús hvað þetta varðar,“ sagði Jón Ásberg Salomonsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við Dag. Nýlega er kom- in skýrsla frá Brunamálastofn- un ríkisins, en fulltrúi hennar skoðaði fyrirtæki á Húsavík í haust og gerði athugasemdir við þau atriði sem betur mættu fara. Jón Ásberg er að fylgja því eftir að hlutunum verði kippt í lag og leggur áherslu á að fyrir- tæki geri tímasettar áætlanir um úrbætur, þar sem víða er um kostnaðarsamar fram- kvæmdir að ræða. Slökkviiiðsstjóri sagöi að fyrir- myndarfyrirtæki hvaó eldvarnir varöaöi væru til staðar og nefndi hús verkalýðsfélaganna, sýsiu- skrifstofuna, húsnæöi ÁTVR og Fatahrcinsun Húsavíkur í því sam- bandi. Engar hótanir um lokun hafa komið fram, utan hótunin um lok- un sjúkrahússins í fyrra, en þar er vcriö aö skoóa málin og hanna brcytingar á húsnæöinu. Jón Ás- bcrg segir aö eldvarnir í skólahús- unurn hafi batnað mikiö, cn séu þó ekki fullkomnar. Neyöarútgangar hafa verið gerðir í skólunum og eru þeir til mikilla bóta. Jón Ásberg sagói í samtali vió Dag að sér fyndist aö byggingar sem ríki og bær heföu meö aö gera, og fjöldi fólks dveldist í Icngri eða skemmri tíma, ættu aó lúta ströngum reglum sem fariö væri cftir. Stærsta atriöið væri að vcrnda fólkið sem í húsunum dveldist, en í öðru sæti kæmi þaö viðhorf aö lágmarka fjárhagstjón scm cldsvoöi ylii. IM arsveit fékk á sig kröftuga vind- hviðu um hádegisbilið og skipti engum togum að hún fauk út af veginum og valt á hliðina. í rút- unni voru sex börn á aldrinum 10- 11 ára. Lögregla og sjúkraflutninga- menn voru kallaöir til og fóru tveir sjúkrabílar frá Akureyri á staöinn. Tveir drengir, 10 og 11 ára, voru íluttir á slysadeild Fjóröungs- sjúkrahússins. Þeir kvörtuðu um eymsli í baki og síðu. Árni Magnússon, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, sagöi aö mælar á lögreglustöðinni hafi sýnt 9 stiga vindhraða þegar mest var í gær og menn hal’i talið aö enn meiri vindur hafi verió fram í Eyjafjarðarsveit. Árni sagði að umferðin á Akur- eyri og í nágrenni hafi aö öðru leyti gengið áfallalaust og sömu sögu höföu löggæslumenn út með Eyjafirði, á Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi að segja. óþh Sex börn voru í skólarútinni þcgar hún valt og má með sanni sega að þarna hafí farið betur en á horfðist. Aðstæður tii aksturs voru afleitar, fljúgandi hálka og hávaðarok. Mynd: Robyn. Slippstöðin Oddi hf. Endurráðningar starfsmanna í næstu viku - frumvarp að nauðasamningi gerir ráð fyrir að lánardrottnar fái 30% krafna sinna til að endurskipulcggja fjárhags- lcga stöðu fyrirtækisins mcð þeim fyrirvara að nauðasamningar tak- ist við aóra kröfuhafa og hlutafé í Endurráðningar starfsmanna hjá Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri eru ekki hafnar en Guðmundur Tulinius, fram- kvæmdastjóri, segir að endur- ráðið verði í næstu viku. Þessa stundina er verið að afla tilskil- ins meirihluta kröfuhafa til að leggja frumvarp að nauðasamn- ingi fram og að því loknu fer nauðasamningurinn fyrir kröfu- hafa. Grunntónnin í nauða- samningnum er að lánardrottn- um er boðið að fá 30% af sínum kröfum. Ollum starfsmönnum Slipp- stöóvarinnar Odda var sagt upp 28. janúar, eða fyrir réttum hálfum mánuói. Jafnframt var boðað að innan þriggja vikna verði lokið endurráðningum en einnig tekió fram að miðað vió verkefnastöð- una og útlit mun verða um vcru- lcga fækkun starfsmanna að ræða. Búist er við aó endurráðnir verði 80-90 starfsmenn af þeim 130 scm sagt var upp. I kjölfar uppsagnanna lýstu Landsbanki Islands, Iðnlánasjóður og Iónþróunarsjóður yfir að þcssir stærstu lánardrottnar fyrirtækisins hafi orðið sammála um aðgerðir félaginu verói fært nióur. Guðmundur Tulinius sagði að 25% lánardrottna þurfi að mæla með að frumvarp að nauðasamn- ingi sé lagt fram. Síðan þurl'a 70% af kröfuhöfum aó samþykkja frumvarpið til að nauðasamning- urinn teljist staófestur. Guðmund- ur sagði að reynt verði að ná samningnum í gegn á eins skömmum tíma og mögulegt sé en þess má geta að greiðslustöðvun Slippstöóvarinnar Odda á að renna út 22. þessa mánaðar. JOH Félags- og fræðslusvið Akureyrarbæjar: Drög að leigusammngi um Glerárgötu 26 liggja fyrir - um er að ræða um 1800 fermetra húsnæði á þrem hæðum Oddeyrarskóli: Leikfímihús byggt í sumar Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti í gær að fela bæjar- stjóra að ganga til samninga við Teiknistofu Hauks Har- aldssonar á Akureyri um hönnun leikflmihúss við Odd- eyrarskóla. Þcgar liggja fyrir tillögu- teikningar og veróur hönnuði falið að fullgera þær til útboðs, sem verði auglýst fyrir vorið. Umrætt leikfimihús á aó rísa norðan við Oddeyrarskóla. Sjálf- ur salurinn, sem verður nýttur bæði fyrir íþróttir og sem sam- komusalur skólans, veröur 9x21 m að stærð. Tengibygging milli skólahússins og leikfimisalarins verður rétt um 70 fermetrar. Eins og áður segir fer þetta verk í útboð fyrir vorið og síðan hefjast framkvæmdir. Á framkvæmdalið skóla- nefndar er ákveðin upphæð sem áætlað er að fari að stærstum hluta í þetta verkefni. óþh Töluverðar líkur eru á því að fé- lags- og fræðslusviði Akureyrar- bæjar verði komið fyrir í Gler- árgötu 26, 1800 fermetra hús- næði á þrem hæðum í eigu Líf- eyrissjóðs Norðurlands. Að und- anförnu hefur þetta húsnæði verið í sigtinu, eins og fram hef- ur komið í Degi, og svo virðist sem málið sé nú að nálgast niðurstöðu. Á fundi bæjarráðs Akurcyrar í gær kynnti Jón Björnsson, félags- málastjóri, þær athuganir sem fram hefðu farió varðandi hús- næöismál félags- og fræðslusviðs. Jafnframt kynnti Jón drög að leigusamningi um umrætt húsnæði viö Glerárgötu. I þessum drögum er gert ráð fyrir kauprétti að fast- eigninni. Bæjarráó fól þeim starfshópi sem meó þetta mál hefur farið að vinna áfram að því á grundvclli fyrirliggjandi samningsdraga. Það felur í raun í sér aó bæjaryfirvöld gefa málinu í það minnsta ljós- grænt Ijós sem ætla má að muni leiða til endanlegs leigusamnings. Verði nióurstaðan sú að félags- og fræóslusvið flytjist í Glerárgötuna er ljóst aó iðnaðarmanna bíður þar stórt verkefni. Húsió er í raun óinnréttaður kassi. Auk félags- og fræðslusviðs, þ.m.t. Félagsmálastofnun (ráðgjaf- ardeild og dagvistadeild), Vinnu- miðlun Akureyrar og skrifstofur skóla- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa, er hugmyndin að í Glerárgötu 26 vcröi Fræðsluskrifstofa Norður- lands eystra, skrifstofa Svæðis- stjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra og jafnvel cinnig Húsnæðisskrifstofan á Ak- urcyri. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að bæjaryfirvöld telji þetta áhuga- verðan kost. Með því að koma allri þessari starfsemi undir sama þak muni ótvírætt nást fram aukin hagræðing. Siguröur sagði að ef samningar myndu ganga eftir væri aó því stefnt að hefja framkvæmd- ir sem allra fyrst. Sigurður lét þess getið aó Bjarni Reykjalín, arkitekt, ætti hugmyndina að því að nýta þetta auóa húsnæói við Glerárgötu fyrir áðurnefnda starfsemi. óþh Ilæstiréttur: Sýknaður af íkveikjuákæru Hæstiréttur sýknaði í gær inann af ákæru uni að hafa kveikt í íbúðarhúsinu á Nauta- búi f Vatnsdal I Húnaþingi ár- ið 1992. Héraðsdómur Norð- urlands vestra hafði áður dæmt manninn sekan um íkveikju og var dómnum áfrýjað til Ilæstaréttar. I dómi Hæstaréttar í gær koma fram ýmsar athugasemdir við rannsókn málsins í héraði og fundið er að því að dómur hór- aðsdóms hafi einungis byggst á mati eins sérfræóings sem hafi þó ekki gcfið skýrslu fyrir dómi. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Álit meirihluta dómara Hæstaréttar, þriggja af fimm, var í þá veru að ekki hafi reynst unnt að sanna sekt mannsins. Tveir dómarar vildu hins vcgar staófesta dóm héraðs- dóms vegna þess að fram hafi komið yfirgnæfandi likur á íkveikju. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.