Dagur - 11.02.1994, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 11. febrúar 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
í gervi jólasveinsins
Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
kvaðst ekki koma sem jólasveinn í heimsókn sinni til Ak-
ureyrar síðastliðinn mánudag, þar sem hann fór á milli fyr-
irtækja og ræddi við forsvarsmenn þeirra og starfsfólk.
Þótt iðnaðar- og viðskiptaráðherra teldi sig ekki koma fær-
andi gjafapakka er greitt gæti fyrir atvinnuuppbyggingu í
bæjarfélagi þar sem atvinnuleysi hefur farið allt upp að
10% að undanförnu þá hrutu honum af munni ýmis um-
mæli er eftir hefur verið tekið. Á almennum fundi, er hann
hélt á Hótel KEA, rakti hann nokkuð hverju tveggja pró-
sentustiga vaxtalækkun muni skila atvinnuvegunum og
heimilunum í landinu. Vitað var að lækkun vaxta væri eitt
af grundvallaratriðum þess að fá hjól atvinnulífsins til
snúnings að nýju en samkvæmt þeim útreikningum er
ráðherrann vitnaði til munu allt að fimm milljarðar króna
skila sér til opinberra aðila, atvinnulífs og heimila á hverju
tólf mánaða tímabili.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra rakti nokkuð sögu hinna
afdrifaríku breytinga er orðið hafa í íslensku efnahagslífi.
Hann sagði að rekja mætti umbreytinguna aftur til ársins
1987 er tekið hafi að hægja á hagvexti og kakan til skipt-
anna farið að minnka. Ráðherrann ræddi um verðfall á áli,
verðfall sjávarafurða á erlendum mörkuðum og síðast en
ekki síst þann minnkandi sjávarafla - einkum þorskafla -
sem þjóðin hefur búið við. Hann ræddi um að hefja ný-
sköpun og hann kvaðst einnig vilja sjá að stjórn Fisk-
veiðasjóðs lánaði aðeins til verkefna er unnin verði í inn-
lendum skipasmíðastöðvum næstu tvö árin á meðan sé
verið að byggja skipaiðnaðinn upp að nýju.
Ráðherrann viðurkenndi að sofið hafi verið á verðinum
hvað atvinnumálin varðar. Hann viðurkenndi einnig að ný-
sköpunarstarf þurfi sinn tíma og verkefni er hugað yrði að
á þessu ári eða einhvern tímann á næstunni muni ekki
skila okkur aukinni atvinnu eða lífsviðurværi á sama degi.
Og þá er komið að þeim orðum hans í Akureyrarheim-
sókninni er vakið hafa hvað mesta athygli. Sighvatur
Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í sam-
tali við Bjarna Hafþór Helgason, fréttamann Stöðvar 2 og
Bylgjunnar, er tekið var í Félagsmiðstöðinni Punktinum á
Gleráreyrum, að ef hann ætti að vera alveg hreinskilinn þá
þyrftum við að auka þorskkvótann í ár um 35 til 55 þús-
und lestir.
Með þessum ummælum brá hinn orðhvati ráðherra sér
í gerfi jólasveinsins þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann
kæmi norður sem annar. Hann taldi sig eiga í pokahorni
sínu gjafir er létt gætu vanda atvinnuleysis af þjóðinni.
Þessi ummæli iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa vakið
hörð viðbrögð. Fiskifræðingar líkja slíkri aðgerð við slátrun
mánaðargamalla lamba og nánasti samráðherra hans, Jón
Baldvin Hannibalsson, er svo hræddur við að ræða þessi
mál að hann fór að tala um veðrið er DV vildi ræða hug-
myndir starfsbróður hans í Alþýðuflokknum og stjórnar-
ráðinu við hann síðastliðinn miðvikudag.
Verði farið að hugmyndum iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra um auknar þorskveiðar á þessu ári er ákveðin hætta
á ferðum. Með því væri snúið frá þeirri verndunarstefnu er
við höfum fylgt. Hvað gerist ef þorskstofninn verður eyði-
lagður? Myndi það ekki kalla enn meiri þrengingar yfir
þjóðin en hún hefur orðið að ganga í gegnum til þessa.
Þessu verða menn að eiga svör við áður en farið er að
boða auknar þorskveiðar án nokkurs fyrirvara. Iðnaðar- og
viðskiptaráðherra brá sér því í gerfi jólasveinsins til þess
að bjóða þjóðinni að pissa í skóinn sinn í Akureyrarheim-
sókn sinni á dögunum. ÞI
Hættum þessu nöldri
- og tökum ofan fyrir framsýni bæjarstjórnar Akureyrar
í málefnum Listagilsins
Að undanfömu hafa tveir fram-
kvæmdastjórar og eirin blaðamaður
tjáð sig í akureyrskum blöðum um
framlög bæjarins til uppbyggingar
Listagilsins. Þeir voru allir sam-
mála um að bærinn hefði ýmislegt
þarfara við peningana sína að gera
núna í kreppunni. Ég bý að vísu
ekki á Akureyri og mér kemur
þetta svo sem ekkert við. En þar
sem blöðin tvö, Dagur og Lífs-
niark, hafa ekki séó ástæðu til að
kalla á viðbrögð og viðhorf bæjar-
fulltrúa til þessara ummæla langar
mig að gera þau að umtalsefni.
Fyrsta yfirlýsingin um peninga-
austurinn í Listagilið kom í Degi í
haust. Þá var haft eftir einhverjum
súkkulaðiframleiðanda úr Hafnar-
firöi að hann væri aldeilis hlessa á
þessu bruðli bæjarsjóðs Akureyrar.
Nær væri að verja þessu fé til at-
vinnumála, þar væri ástandið ekki
beysið. Þessi maður var kominn
norður þeirra erinda að bæta Lindu
við sælgætisveldi sitt. Það var hans
framlag til atvinnumála á Akureyri
og allir voru þakklátir. Fögnuður-
inn var hins vegar eitthvað minni
skömmu síðar þegar þessi sami
maður gaf út aðra yfirlýsingu þess
efnis að það væri engan veginn víst
hvort Linda yrði starfrækt áfram á
Akureyri.
Líklega hefur blaðamaðurinn
sem tók viðtalið viö súkkulaði-
kónginn hafnfirska gleymt að
fræða hann á því að Akureyrarbær
hefur vissulega lagt sitt af mörkum
til atvinnumála í bænum.
Milljarður í atvinnumál
I Lífsmarki var upplýst að kostnað-
ur bæjarins við Listagilið hefði ver-
ið kominn í 117 milljónir króna um
síðustu áramót og er þá átt við
kaupverð, uppbyggingu og rekstur.
Raunar var ekki búið að greiða allt
kaupverðiö, sem er rétt rúmur
helmingur þessarar upphæðar, svo
útlagður kostnaður var eitthvað
lægri.
Sama dag og Lífsmark kom út
var upplýst í Svceðisútvarpinu að
Akureyrarbær hefði lagt fram rétt
tæpan milljarð króna til atvinnu-
mála á síðustu sjö árum. Bærinn
hefur semsé lagt fram meira til
þeirra mála á hverju ári í sjö ár en
samanlagt í Listagilið. Menn geta
svo deilt um árangurinn eins og þá
lystir.
En þegar viðtalið við súkkulaði-
kónginn hafói birst tók íþrótta-
fréttamaður Dags undir orð hans í
þættinum Sniátt & stórt. Hann
bætti viö einhverju í þá veru að ef
menn vildu stunda menningarlíf
ættu þeir að borga það sjálfir en
ekki að íþyngja buddu náungans
með því.
Af því að þessi ummæli komu
frá íþróttafréttamanni blaðsins er
ekki úr vegi að nefna það að í fjár-
hagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir
þetta ár er gert ráð fyrir að verja
180 milljónum króna til íþrótta-
mála í bænum. Þar er liðlega 50%
hærri upphæð en bærinn er búinn
að leggja í Listagilið. Og mér skilst
að það sé hægt að stunda íþróttir á
mörgum stöðum í bænurn. Þau hús
eru í það minnsta fleiri en þau þar
sem hægt er að flytja tónlist með
góóu móti.
Ég gæti líka snúið rökum þessa
ágæta starfsbróður míns upp á
íþróttir: Þeir sem vilja stunda
íþróttir ættu að borga fyrir þann
áhuga sinn sjálfir.
Þröstur Haraldsson.
ar, en þær eru áreiðanlega ekki á
menningarsviðinu.
Guðbjöm þessi viðrar í spjalli
sínu allar helstu bábiljur og for-
dóma sem á kreiki eru í umræðum
um menningarmál og hlutverk hins
opinbera. Hann segir ma. að svo
virðist sem áhugamenn um þetta
(Listagilið) hafi nánast óheftan að-
gang að peningum úr bæjarsjóði en
ekkert gerist í atvinnumálum bæj-
arins. Og það síðamefnda er að
„Einhvern veginn get ég
ekki að því gert en það
liggur við að ég blygðist
mín fyrir hönd manna sem
stunda slíkt grjótkast úr
glerhúsi. Guðbjörn til-
heyrir nefnilega þeim hópi
manna, athafnamönnun-
um, sem fengið hafa í
hendur tæpan milljarð úr
bæjarsjóði til að reisa við
atvinnulífið. Samt eru
hann og kollegar hans
hundóánægðir og sjá of-
sjónum yfír skitnum 117
milljónum sem runnið
hafa til Listagilsins.“
sjálfsögðu bæjarstjóminni að
kenna, því hugmyndaleysið þar á
bæ síðastliðinn áratug hefur verið
algert.
Einhvern veginn get ég ekki að
því gert en það liggur við að ég
blygðist mín fyrir hönd manna sem
stunda slíkt grjótkast úr glerhúsi.
Guðbjöm tilheyrir nefnilega þeim
hópi manna, athafnamönnunum,
sem fengið hafa í hendur tæpan
milljarð úr bæjarsjóói til aö reisa
við atvinnulífið. Samt eru hann og
kollegar hans hundóánægðir og sjá
ofsjónum yfir skitnum 117 milljón-
um sem runnið hafa til Listagilsins.
117 milljónir í hvað?
Og vel á minnst, í hvað skyldu
þessar 117 milljónir hafa farið?
Meirihlutinn hefur runnið til KEA
sem átti byggingamar og hefur
vonandi eytt þeim í að styrkja at-
vinnustarfsemi sína í bænum. Stór
hluti þess sem þá er eftir hefur farið
í að greiða iðnaðarmönnum laun
fyrir uppbyggingu svæðisins. Nú,
og því er vió að bæta að formaður
Gilfélagsins upplýsir í sama tölu-
blaði Lífsntarks að í Gilinu starfi nú
25 manns. Að vísu stendur bærinn
ekki undir launum þess fólks, það
gera þeir fjölmörgu sem eiga við-
skipti við fyrirtækin og listafólkið í
Gilinu.
Og af því Guðbjöm sagði að
þessar framkvæmdir væru illa
tímasettar þá efast ég um að smið-
imir, múraramir, rafvirkjamir og
allir hinir sem fengið hafa vinnu
við Listagilió séu honum sammála.
Auk þess sem Gilið er ekki búið að
starfa nógu iengi til að áhrif þess
hafi skilað sér til fuils inn í efna-
hagslíf Akureyrar.
Fordómar og vanmáttar-
kennd
I lokin á viðtalinu við Guðbjöm
kemst upp um strákinn Tuma. Þar
segir hann að honum finnist allt í
lagi að styöja í einhverjum mæli
listamenn sem hafa sýnt að þeir séu
þess verðir en að setja upp aðstöðu
fyrir Pétur og Pál, sem hrúga sam-
an einhverju rusli sem enginn vill
eiga né kaupa, er allt annaó mál.
Viö höfum ekkert með svoleiðis
menn að gera.
Þama brýst hún l'ram þessi van-
máttarkennd sem er svo sorglega
algeng þegar talið berst að menn-
ingarmálum. Það er eins og menn
geti ekki unnt öðru fólki þess að
stunda listir vegna þess að ég hef
ekki áhuga á þeim. Þessi tónn heyr-
ist aldrei þegar talið berst að íþrótt-
um. Heyrist einhvem tíma að það
beri aó taka alla styrki af knatt-
spymuliði sem lellur í aðra deild
og banna því að leika á íþróttavöll-
um bæjarins? Eða að það eigi að
koma í veg fyrir að fólk geti stund-
að íþróttagrein sem einungis örfáir
tugir manna hafa áhuga á? Ég held
aó flestir séu sammála um að hafa
íþróttaflóruna sem fjölbreyttasta og
af hverju gildir þá ekki þaó sama
um menninguna?
Og svo við förum inn á svið sem
Guðbjöm ætti að þekkja: Af hverju
heyrist aldrci gagnrýni á það að
bærinn sé að borga undir rassinn á
forstjórum og framkvæmdastjórum
sem reka fyrirtæki sín illa og tapa
stórum fjárhæðum ár eftir ár? Af
hvcrju eru slíkir menn aldrei rckn-
ir?
Nei, viö eigum að hætta svona
nöldri og leggja af þessi músar-
holusjónarmið. Það væri nær að
taka ofan fyrir bæjarstjóm Akur-
eyrar sem hefur sýnt mikla l'ram-
sýni í því aö byggja upp Listagilið.
Því verki er langt í frá lokið, en sé
það skoðað með velvilja þá kemur í
ljós að það hefur þegar skilað sér
inn í atvinnulíf bæjarins og sá
skerfur á cftir að stækka ört á næstu
árum. Svo ekki sé minnst á það að
Listagilið er og mun verða mikil
lyftistöng fyrir menningarlíf á
Norðurlandi.
Þröstur Haraldsson.
Höfundur er blaóamaöur og býr á Dalvík.
Akureyrarkirkja:
Blásarasveit æskunnar
- tónleikar nk. sunnudagskvöld
Grjótkast úr glerhúsi
Þriðju ummælin í þessa veru birtust
svo í Lífsntarki í síðustu viku, en
þar er rætt við Guðbjörn nokkurn
Garðarsson sem titlaður er fram-
kvæmdastjóri. Ekki kemur fram
hvaða framkvæmdum hann stjóm-
Fyrstu tónleikar Blásarasveitar
æskunnar á þessu starfsári
verða í Akureyrarkirkju næst-
komandi sunnudagskvöld og
hefjast þeir kl. 20.30. Aðgöngu-
iniðar verða seldir við inngang-
inn.
Meðal verka á efnisskránni eru
syrpa úr Nýjaheimssinfóníunni
eftir Dvorac og syrpa negrasálma
eftir Eric Ball. Stjórnandi er Roar
Kvam.
Blásarasveitin veróur skipuð
um tuttugu hljóófæraleikurum á
tónleikunum og eru þeir á aldrin-
um 15-20 ára.