Dagur - 11.02.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. febrúar 1994 - DAGUR - 7
Beðið hefur verið með eftirvænt-
ingu eftir nýrri hljómsveit Grét-
ars Örvarssonar ailt síðan
Stjórnin var lögð niður og ýmsar
getgátur hafa verið á iofti. Fyrir
nokkru varð þó Ijóst hverjir
myndu skipa hljómsveitina og
hún er nú komin á laggirnar og
hefur leikinn í Sjallanum í kvöld.
Þetta er hljómsveitin Alvaran og
eftir „debutið“ á Akureyri Iiggur
leiðin til Húsavíkur annað kvöld.
Alvaran er skipuð kunnu tón-
listarfólki: Grétar Örvarsson,
hljómboró og söngur^ Rut Regin-
alds, söngur, Jóhann Asmundsson,
bassi, Kristján Edelstein, gítar, og
Sigfús Óttarsson, trommur. Allt
þekkt nöfn i bransanum. Þeir
Kristján og Sigfús eru búsettir á
Akureyri, eins og tónlistarunnend-
ur vita, og norðlenskar taugar Al-
vörunnar því ríkar.
Þaó telst til tíðinda í tónlistar-
heiminum þegar ný „súpergrúppa“
lítur dagsins ljós og blaðamaður
Dags ræddi við þau Grétar Örvars-
son og Rut Reginalds í tiiefni af
frumrauninni í kvöld.
Alvaran er ekki ný Stjórn
- Hver er sagan á bak vió Alvör-
una? Er hægt aó líta á stofnun
hljómsveitarinnar sem „Stjórnar-
skipti" cins og surnir hafa talað
um?
„Nei, þetta er ekki ný Stjórn,“
sagöi Grétar. „Stjórnin var lögð
niður í fullri sátt og menn ákváðu
að róa á önnur mið. Hugmyndin á
bak viö Alvöruna er orðin nokkuð
Hljómsveitin Alvaran. Frá vinstri: Grétar, Sigfús, Rut, Jóhann og Kristján.
Ný hljómsveit Grétars Örvarssonar:
Alvaran á Akureyri
- hljómsveitin ríður á vaðið í Sjallanum
gömul. Það eru mörg ár síðan við
Rut spjölluðum saman og kom-
umst að því að okkur langaði að
vinna með hvort öðru.“
„Þegar ég fór norður að vinna í
Evítu kynntist ég Krissa og Fúsa
og þar kviknaði áhugi á sam-
vinnu,“ sagði Rut.
„Vió gerðum tilraun til að ná
þessu bandi saman síðastliöið
haust en það tókst ekki í l'yrstu at-
rennu. Við gáfumst ekki upp og
komum aftur norður og ræddum
við strákana og þá ákváðum við að
láta þetta ganga upp þrátt fyrir bú-
setu á mismunandi stöðum," sagói
Grétar.
Með Grétari kemur Mezzoforte-
kappinn Jóhann Asmundsson úr
Stjórninni og er þessi liðsskipan
draumahljómsveit Grétars og
þeirra allra reyndar.
Þétt dansprógramm og
frumsamin lög í vinnslu
„Við erum að byggja þetta band
upp á nýjum grunni og það eru
engin Stjórnarlög á prógramminu,"
hélt Grétar áfram.
„Við Sigga erum líka mjög
ólíkar söngkonur í alla staði,"
skaut Rut inn í.
„Já, Rut er meira í soul og fönk
og það er sú tónlist sem viö byggj-
um grunninn á,“ sagði Grétar. „Al-
varan spilar líka rokk. Við erum
komin með mjög þétt og gott 40
laga dansprógramm og út frá því
ætlum við að feta okkur, en soul
og fönk eru mjög ríkjandi í hljóm-
sveitinni.“
Grétar sagði að væntanlega
kæmi lag eða lög með Alvörunni
út á safnplötu í apríl og þau yrðu
með soul/fönk/dance sniði. Hann
sagóist eiga nokkur lög á lager,
Rut væri að setja saman texta og
Kristján ætti líka eitthvað í poka-
horninu. Þetta frumsamda efni yrði
unnið samhliða spilamennskunni.
Fyrsta ball Alvörunnar verður í
Sjallanum í kvöld og það næsta á
Hótel Húsavík annaó kvöld. Síðan
er fyrirhugaö að spila víða um
iand, kynna hljómsveitina og vinna
frumsamió efni.
„Svo tekur sumarrúnturinn við.
Hann er mjög mikilvægur og fram-
haldið og frekari útgáfa fer eftir
því hvaða viðtökur við fáum og
hvað við veróum dugleg," sögðu
þau Grétar og Rut að lokum. SS
Útvarp Umferðarráðs:
Efnir tfl samkeppni um slagorð
Starfsmenn Umferðarráðs við hljóðnemann. Á myndinni eru, talið frá
vinstri: Óli H. Þórðarson, Krístin Hclgadóttir, Þuríður Sigurðardóttir og
Sigurður Helgason.
Útvarp Umferðarráðs sendir
daglega út alla virka daga á Að-
alstöðinni, Bylgjunni, Brosinu,
FM 95,7, Rás 1 oj» Rás 2 um-
ferðartengt efni. Utsendingarn-
ar sem eru í umsjá Kristínar
Helgadóttur, Óla H. Þórðarson-
ar, Sigurðar Helgasonar og Þur-
íðar Sigurðardóttur eru á
ntorgnana frá kl. 7.55 til 9.00 og
síðdegis frá kl. 16.45 til 18.00.
Einnig er sent út á öðrum tím-
um ef sérstök ástæða þykir til.
I Utvarpi Umferðarráðs er leit-
ast við að gefa upplýsingar um
færð og ástand vega og bcnda á
annað það er gæti skipt máli fyrir
vegfarendur og varðar öryggi
þcirra.
Þessa dagana stendur Utvarp
Umferóarráös fyrir samkeppni um
slagorð og útvarpsinnskot sem
notuð verða m.a. í tengslum við
umferðarútvarpió. Vegleg verð-
laun verða veitt þeim er eiga bestu
hugmyndirnar, en skilafrestur er
til 1. mars næstkomandi.
Utvarp Umferðarráðs leitast
við að hafa umfjöllun á jákvæðum
nótum í samvinnu við Lögreglu,
Vegagerð og alla þá cr láta um-
fcrðarmál sig varða.
Þorrablót
Saurbæjarhrepps (hins forna)
verður haldið í Sólgarði laugardaginn 19.
febrúar n.k. kl. 20.30.
Miðapantanir 14. og 15. febrúar i símum 31277
(Auður) eða 31279 (Beta) milli kl. 11-13.
Einnig í símum 31262 (Ellen) eða 31277 (Auður)
milli kl. 20-22.
Miðar óskast sóttir í Sólgarð miðvikudaginn 16.
febrúar eða fimmtudaginn 17. febrúar milli kl. 14-16.
Mætum hress.
Nefndin.
1111 FRAMSÓKNARMENN ||||
““ AKUREYRl
OPIÐ HÚS
í Hafnarstræti 90, laugardaginn 12. febrúar kl. 10-12.
Rætt um samantekt hjá Akureyrarbæ um framlög til at-
vinnumála á árunum 1987-1993.
Bæjarfulltrúar og frambjóðendur mæta.
Fjölmennið og vinnið að kosningaundirbúningnum
frá byrjun.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Stjórn F.U.F.A.N.
(S''x''SpR6MqiÖAe
í kjÖTBORÖl:
SAllkj ÖT
PRÁkjARNAfæÖl
þú VGlUR
BITAMA
SJÁlp(UR)
HAGKAUP
eæöi - úrvaL - ]3jómusta
i