Dagur - 24.02.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 24.02.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 24. febrúar 1994 - Hvað finnst þér um dílíídaga? Sptirníng víkunnar - sptirt á díllíbíkarkcppní Framhaldsskólans á Husavfk Hólmgeír Ólason: Mér finnst þetta alveg þræl- magnað. gaman að þessu. Mest gaman að þessum uppá- komum, fYrirlestrum og hljóm- sveitum sem koma til að spila. Það er ágætt að fá svona til- breytingu. Þetta lífgar heilmikið upp á andann í skólanum. Stefán Stefánsson: Þetta eru finir dagar sem lífga upp á skólalífið. Aö vísu er ég ekki í skólanum núna, en var í fyrra og þá fannst mér þetta frábært, sérstaklega fyrirlestr- arnir og árshátíðin. Jóna Yngvadóttír: Mér líst vel á. Ég er í Borgar- hólsskóla en finnst gaman að fylgjast með, sérstaklega kapp- átinu. Ottó Ámason: Mér finnst mjög skemmtílegt. Ég fékk ekki aö vera með í keppninni um dillíbikarinn. Ég skráöi mig að vísu aðeins of seint, en er samt frekar fúll yfir að fá ekki að vera meö. Það er skemmtilegt að horfa á keppn- ina, kennarann og Bjarna, sem er langhæstur. Araar Matthíasson: Þetta er góð tilbreytíng. Þaö er gott að breyta til og reyna að gera eitthvaö, félagslífið er ekki alveg það fjörugasta. Fyrirlestr- arnir eru athyglisverðir og gott að gera eitthvað annað en að kúra yfir bókunum allan dag- inn. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkveiting úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum/skóladagheimilum. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldis- starfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/leikskólastjór- ar/fóstruhópar og einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viókomandi rekstr- araðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 22. mars næstkomandi á þar til gerðum eyðublöð- um sem liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráóu- neytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík. feibamálaftlag ^ fyjafjardar Markaðssókn ferðaþjónustunnar í Eyjafirði Ferðamálafélag Eyjafjarðar boðar til ráðstefnu um markaðssókn ferðaþjónustunnar í Eyjafirði föstudaginn 25. febrúar, nk. á Fiðlaranum (Skipagötu 14, 4. hæð) og hefst hún kl. 13:00. Dagskrá. Kl. 13:00 Kl. 13:15 Kl. 13:30 Kl. 15:00 Kl. 15:15 Kl. 16:45 Kl. 18:00 Setning ráðstefnu Ávarp samgöngumálaráðherra Framsöguerindi: Markaðssetning Eyjafjarðarsvæðisins erlendis. - Sigfús Erlingsson, Flugleiðum Markaðssetning Eyjafjarðarsvæðisins innanlands. - Helga Haraldsdóttir, Ferðamálaráði. Markaðssetn. hjá Jöklaferðum, Höfn í Hornafirói. - Tryggvi Árnason framkvæmdastjóri. Kaffi. Hópvinna. Kynntar niðurstöður hópvinnu - umræður. Ráðstefnuslit. Þátttökugjald er kr. 500 (kaffi innifalið). Ráðstefnan er öllum opin, en sérstaklega eru hags- muna- aðilar í ferðaþjónustu, sveitarstjórnarmenn og þingmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Listasafnið á Akureyri: Sýning norrænna bama og unglinga Sýning norrænna barna og ung- linga í Listasafninu á Akureyri - vestursal, verður opnuð nk. laugardag, 26. febrúar, kl. 14. Sýningin stendur til 13. mars nk. boðnir velkomnir á opnunina á laugardaginn og alla aðra daga. Engin sérstök boðskort verða send. Sérstök áhersla veróur lögð á aö virkja krakka og aðra gesti til beinnar þátttöku. Á meðan á sýn- ingunni stendur gefst tækifæri til að búa til sameiginlegt myndvcrk á gólfi sýningarsalarins. I klclúrn verða áhöld til myndsköpunar og þar geta sýningargestir búið til sína eigin sýningu. (Úr fréttatilkynningu) Sýningin lýsir því hvernig nor- ræn börn og unglingar upplifa mannleg samskipti. Viðfangsefnin eru ást, fjölskylda, hefðir, leikur, vinátta, dauði, sorg og skemmtun og þau lýsa mannlegu samfélagi, hamingjustundum þess jafnt scm einmannaleik. Aöaltilgangur sýningarinnar er að sýna hvernig börn og unglingar á Noróurlöndunum tjá sig í mynd- um og leggja áherslu á þýðingu myndmáls sem mikilvægs tjáning- armióils. Aó sýningunni stendur Nordisk Samraad. Ráóió samanstcndur af fulltrúum samtaka myndlistar- kennara grunn- og framhalds- skólastigs á Norðurlöndunum. Sýningin hóf göngu sína í Kaup- mannahöfn og kemur til Akurcyr- ar frá Gerðubergi í Rcykjavík. Hún fer síóan til fjölmargra borga á Norðurlöndunum. Allir krakkar eru sérstaklcga Amþór opnar sýningu á Café Karólínu Arnþór Hreinsson opnar sýningu á tússpennateikningum, olíumál- vcrkum og olíupastelvcrkum á Café Karólínu, Listagili, nk. sunnudag, 27. febrúar. Arnþór er fæddur 1. júlí 1964 í Vestmanna- eyjum. Hann stundaði nám við MHÍ á árunum 1982-1986. Einka- sýningar á Hótcl Loftleiðum og Hótel Lind auk tjölda samsýninga, hann tckur einmitt þátt í einni slíkri um þcssar mundir í Gerðu- bcrgi. Arnþór hcfur undanfarin ár unnið sjálfstætt við tciknun, list- málun og hjá tímaritum. Sýningin er opin á opnunartínta kafilhúss- ins næstu vikumar. (Fréllalilkynning) Arnþór Hrcinsson. EyjaQarðarsveit: Styrktarskenrnitun í Frey- vangí á laugardagskvöld Næstkomandi Iaugardagskvöld standa nokkrir einstaklingar í Eyjafjarðarsveit fyrir viðamik- illi skemmtun í Freyvangi og verður ágóða af henni varið til styrktar Sigurði Snæbjörnssyni, bónda á Höskuldsstöðum, en hann fer á næstunni til Banda- ríkjanna í erfiða skurðaðgerð. Fjöldi skemmtikrafta leggur þessu málefni lið. Fram munu meðal annars koma Dísukórinn, undir stjórn Þórdísar Karlsdóttur, Þuríöur Baldursdóttir syngur og einnig þeir Baldvin Kr. Baldvins- son og Orn Birgisson. Þá mun Reynir Hjartarson flytja ávarp og Ottar Björnsson verður með hug- vekju. Jón Árnason spilar á harm- oniku og Jóhann Marvinski á saxafón. Loks koma Galgopar frarn og með þcim Guðjón Páls- son að vanda en hann leggur fleiri Um leiö og við þökkum öllum þeim fjölmörgu scm studdu tjár- öflun okkar mcö því aö kaupa blóm sem við buðurn til sölu á konudagnn 19. febrúar s.I„ viljum við jafnframt biðja þá afsökunar sem ekki fcngu blóm sökum þess að þau þraut áður en öll hverfi skcmmtikröftum lió á samkom- unni. Um andleghcitin sér Hannes Orn Blandon. Skcmmtunin hefst kl. 21. JÓH bæjarins voru heimsótt, vcgna óvenju góóra undirtekta. Sérstaklega þökkum vð þeim fjölmörgu sjómönnum sem not- færðu sér þjónustu okkar með því að fcla okkur að koma kveðjum sínum til skila meó blómum. Megi gæfa fylgja ykkur öllum. Frá lionsklúbbi Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.