Dagur - 09.03.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 9.mars 1994 Skólaumbætur 4. grein ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Fiskeldi og raunsæi Dagur greindi frá því fyrir helgi að fiskeldisfyr- irtækið Rifós hf. í Kelduhverfi hefði skilað hagn- aði á síðasta ári. í frétt blaðsins kemur fram að heilarvelta fyrirtækisins nam 94 milljónum króna á liðnu ári og hagnaður fyrir skatta um 22 milljónum króna. Þetta eru svo sannarlega markverð tíðindi þegar fyrirtæki í fiskeldi á í hlut. Þegar þessi grein kom fyrst við sögu íslensk atvinnulífs, voru miklar vonir bundnar við að hún myndi skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið, efla það og treysta. Fjölmörg fiskeldisfyrirtæki voru stofnuð á örskömmum tíma og öll ætluðu þau sér stóran hlut í þeirri uppbyggingu, sem í hönd fór. Fjárfest var í mannvirkjum og tækja- búnaði til fiskeldis fyrir tugi milljarða króna, sem að stærstu leyti voru fengnir að láni hjá bönkum, sparisjóðum og fjárfestingasjóðum í eigu hins opinbera. En milljarða fjárfestingarn- ar reyndust því miður öðru fremur byggðar á sandi. í þær var ráðist með bjartsýni, óraunhæf- ar áætlanir og vankunnáttu í farteskinu. í áætl- ununum var ekki gert ráð fyrir minnstu byrjun- arörðugleikum og þaðan af síður himinháum vöxtum lánardrottnanna og verðhruni á afurð- unum. Segja má að uppbygging fiskeldisins hér á landi hafi verið tröllvaxið sýnishorn af því hvað getur gerst þegar offjárfestingaræði renn- ur á landann. Þegar skýjaborg fiskeldisins tók að hrynja, voru margir fljótir að afskrifa atvinnugreinina með öllu. Vissulega brenndu sig margir illa á þátttöku í „ævintýrinu" en flestir geta sjálfum sér um kennt. Það, sem síðan hefur gerst, sýnir að menn dæmdu fiskeldið ranglega. Þeir dæmdu greinina á röngum forsendum, því eng- inn atvinnurekstur hefði staðið undir þeirri óg- urlegu fjárfestingu, sem ráðist var í á örskömm- um tíma við uppbyggingu hennar. Frétt Dags um góða afkomu fiskeldisfyrirtæk- isins Rifóss hf.er til marks um þetta. Þar á bæ hafa menn látið skynsemi og raunsæi ráða gerðum sínum. Að sögn Friðgeirs Þorgeirsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var það stofnað á þeim tíma þegar allir voru búnir að afskrifa fiskeldið og því fékkst fiskeldisstöðin gegn vægu verði: „Við byrjuðum sterkt, með mikið hlutafé miðað við kaupverð. Við hefðum aldrei farið út í þetta þannig að það rétt skrimti. Við höfum alltaf vitað að það væri hægt að gera þetta af einhverju viti. Yfirbyggingin er nákvæmlega engin. Það er engin silkihúfa á þessu og ég held að það geri útslagið, auk þess sem eldið hefur gengið mjög vel,“ eru óbreytt orð Friðgeirs framkvæmdastjóra. Ætla má að fleiri fiskeldisfyrirtæki væru við lýði enn þann dag í dag og að forsvarsmenn þeirra hefðu svipaða sögu að segja og fram- kvæmdastjóri Rifóss hf. ef menn hefðu ekki far- ið of geyst af stað og ætlað sér um of. BB. Öll 5 ára börnin í skóla Fréttir berast af því aó biðlistar á leikskólum bæjarins séu nú meö lengsta móti (sbr. viðtal við dag- vistarfulltrúa í svæðisútvarpinu) - á fimmta hundrað börn. Þessar fréttir fengu mig til að velta upp gömlu áhugamáli sem snertir al- vöru aðgerðir til aó stytta þessa biðlista. Kannski var það þó öðru fremur tillögugeró nokkurra bæj- arfulltrúa til frestunar leikskóla- bygginga (án þess aó vandanum væri veitt nein úrlausn) sem ýtti við mér. Mér hefur oft dottið í hug hvort það væri ekki virkasta, ódýrasta og sanngjamasta lausnin, aö bjóða bara einfaldlega öllum 5 ára börn- um upp á endurgjaldslausa skóla- vist í grunnskólum bæjarins. Auðvitað halda menn aó þetta sé alltof dýrt og nái engri átt þess vegna. En bíðum nú aðeins við. Það er ekki fráleitt að ætla að nærri 40 milljónir króna fari gegn um opinbera kerfíð vegna vistunar 123 5 ára barna á hinum ýmsu stofnunum bæjarins og í annarri vistun. Dvalartími barnanna er frá 4 til 9 klukkustundir daglega. Þarna fyrir utan er (nú um sinn) umdeildur rekstur leikskóla FSA; Stekkur, sem einnig kostar fjár- muni foreldra og hins opinbera. Miðað við gjaldskrá í október 1993 er greióslubyrði foreldranna af vistun þessa hóps á leikskólum bæjarins einar 11 milljónir króna (í 11 mánuói), en allt aó 30 millj- ónir eru greiddar af opinberu fé barna þeirra vegna. Hér er aðeins um að ræða innan við helming alls aldurshópsins (236) í bænum, en hinn helmingurinn er í heimavist- un eða á einhverjum þvælingi (á kostnaó foreldranna). Líka er það þá til aó foreldrar kjósa eða neyð- ast til að vera heima vcgna skorts á öruggu dagvistarrými cða ónógrar greiðslugetu. Hvað kostar að kenna börnunum í skólanum? Hvað kostar aó kenna börnunum í skólanum, ef við gerum ráð fyrir aö meóalfjöldi nemenda í hópi verði innan við 16? Dæmi A Kennsla þessa aldurshóps (236 barna) í grunnskólum hálfan dag (25 vikustundir), miðað við að það væru færri en 16 börn í hópi að meóaltali, mundi kosta á aö giska 15,25 milljónir króna (15x25/29x1180 þúsund). Slíkt leysir ekki gæsluþörf nema hálfan dag og ckki í skólafríum. Til þcss háttar starfscmi þyrfti að leggja 7- 8 kennslustofur með stofnkostnaó upp á 35-45 milljónir króna. Dænii B: Kennsla þcssara barna fullan skóladag (35 vikustundir t.d. frá kl. 9-3), mundi kosta um 21,4 milljónir króna á ári (15x35/29x1180 þúsund). Slíkt tilboð leysir auðvitað ckki úr gæsluþörlinni í skólafríum. Stofn- kostnaður í 15 nýjurn kcnnslustof- um gæti þá orðið t.d. 70-90 millj- ónir króna. Miðað við þessi dæmi ætti að geta orðið talsvert svigrúm innan fyrirliggjandi rekstrarfjárheimilda til að standa undir vióbótarkostn- aði viö gæslu og aðstoðarstörf sem sjálfsagt væri að reikna með. Þess er einnig að geta aö líklega mætti gera ráð l'yrir því að einn kennari rnundi annast einn hóp nemenda og það teljast fullt starf, eins og títt er í öðrum löndum, Bcncdikt Sigurðarson. strax og nemendur fara að dvelja í skólanum heilan dag (6 klst.). Þannig yrói heildarfjárhæð dæmis B lægri ef mióað er við gildandi launataxta kennara. Avinningur Mér dettur í hug að slá mætti margar flugur í einu höggi með því að hugsa þessi mál öll upp á nýtt með hagsmuni barna og fjöl- skyldna að leiðarljósi. Vió gætum kannski stytt biðlistana varanlega; - sparað í rekstri bæjarins en þjón- að samt miklu fleiri börnum; - við gætum sparað foreldrum 5 ára barna a.m.k. 11 milljónir króna í leikskólagjöld og mörgum auk þess talsveróar fjárhæðir vegna heimapössunar; - við mundum geta aukið jafnrétti fjölskyldnanna með slíku þjónustutilboói; - vió mundum auka möguleika foreldra á vinnumarkaði og þannig e.t.v. fært foreldrunum tímbært jafnrétt- isframlag. Það sem cr að mínu mati mikil- vægast cr samt það að við mund- um tvímælalaust bæta verulega uppeldisaðstæður margra barna án þess að taka neitt frá öðruni börn- um í leiðinni. Það er varla við því að búast að t.d. fulltrúar í Félagsmálaráði Ak- urcyrar eða starfsmenn Félags- málastofnunar komist cndilcga að sömu niðurstöðu og ég við aó glugga í ársrcikninga bæjarins. Það cr hcldur ckki líklegt að skólancfndin cða skólafulltrúinn fari að taka upp á því að gera til- lögur urn llutning fjármuna og verkefna milli valdakerfa og þjón- ustusviða innan rckstrarramma Akureyrarbæjar. Mér dettur samt í hug aó til- einka þcssar vangaveltur mínar þcirri umræðu scm nú nýlega fór fram um fjárhagsáætlun bæjar- sjóós. A þcim vcttvangi vcrð ég að játa að ég sé ckki brydda á neinum hugmyndum sem líklcgar cru til að færa okkur l’ram á vió í átt til bættrar þjónustu við bæjar- búa; - þar hafa flestir liðir verið framrciknaöir um einhver próscnt til cöa frá cöa bara Iátnir standa „cins og í lyrra". Góð reynsla Hér tel ég mér skylt aó hnýta því við að rcynsla mín af Icikskólum Akurcyararbæjar cr afskaplega já- kvæð (fyrir utan biðlistana og það að mínu barni gafst ekki kostur á lcngri vistun en 5 klukkustundum daglega). Eg veit mæta vcl aó fóstrur (leikskólakennarar) hafa virkilega verið aó eflast að fag- mctnaði og vinna nú almennt feiknar gott starf fyrir lúsarlaun. Eg efast hins vegar ekki uni að starfskraftar þcirra og þekking mundu líka nýtast bara prýðilega í starfi innan grunnskólanna og tel mig hafa reynslu af slíku í Barna- skóla Akureyrar. A sama hátt cr skylt að setja spurningarmerki við það hversu fáum börnum er í dag gefinn kost- ur á leikskóladvöl, í 6-8 klukku- tíma á dag, miðaó vió það vinnu- munstur sem cr staðreynd hjá for- eldrum, - og mióað við það hversu miklu fé cr varið til upp- eldis og umönnunar hinna fáu sem komast að. Ég hef einnig ákvcðnar efa- semdir urn að það sé skynsamlegt fyrirkomulag að vista 5 ára börn á sömu skilmálum og 2ja ára börn- in. Mér þykir líklegt aó mörg 5 ára börn þarfnist viófangsefna og viðmiðana sem eru nær því sem við höfum ætlað 6 ára grunnskóla- nemendum fram til þessa. Þetta segi ég bæði með tilliti til rcynslu minna eigin barna sem og þeirrar þekkingar sem hefur verið aflað af (endurgjaldslausu) skólatilboói til 5 ára barna í USA og Canada (Kindergartcn; sjá cinnig Head- start-program), ekki síöur en al- mennri skólagöngu 3ja, 4ra og 5 ára barna í Hollandi og Belgíu. 5 ára börn hafa fengið skólavist í Isaksskóla í Reykjavík og Æf- ingaskóla KHÍ til fjölda ára við góóan orðstír. Þessa hluti vcrður cngu aó síður að rökræóa hér og skilgreina af fyllstu fagmennsku og jákvæðum vilja áður en hafist cr handa við að hcnda gamla kerl’- inu scm þegar hcfur gcngið sér til húðar. Ekki meira um það hér. Lokaorð Á síðustu vikum hef ég orðað þessi mál við marga og fengió viðbrögð sem cru cinkum tvenns konar. Viöbrögð margra forcldra, kennara og kollega hafa vcrið já- kvæð og forvitni hcfur cinkcnnt spurningar og vangavcltur. Við- brögð sumra pólitíkusa og starfs- manna bæjarins hafa aftur á móti vcrið sérkcnnilcga neikvæð og tortryggin að niínu mati og langt- urn neikvæðari cn þaö sem ég get í fijótu bragði skiliö. Þó ég hafii velt vöngum og jafnvcl stungið upp á því að ilytja allt að 60-80 milljóna króna rekstrarvcltu frá félagsmálageiran- um til skólageirans, þá cr ég um leið að gcra tillögur um víðtækari þjónustu scm sinnir langtum llcira l'ólki cn viðtekin kcrl'i hafa rcynst ficr urn. Mér dcttur ckki í hug annað cn að það fólk, scm nú vinnur mcð 5- 8 ára börnum, mundi halda áfram aó gcra það aó miklum mcirihluta, þó skipt vcrði um formerki og staðsetningu þjónustunnar. Mér dettur heldur ekki í hug að ímynda mér annað cn að það hljóti að gcta oröið samciginlcgt áhugamál langfiestra bæjarbúa að víkka út þjónustu við börn og barnafjölskyldur mcð því að ráð- stafa svipuðum pcningum mcð skilvirkari hætti en áður hefur vcr- ið gcrt. Um það ætti aó fjalla mcira á vcttvangi ncfnda og Bæj- arstjórnar Akureyrar. Benedikt Sigurðarson. Höfundur er skólustjóri Bumuskóla Akureyrur. Hunn er uppeldisfræóingur og er uó Ijúku meistaranámi í menntustjórnun (Educutionul Administrution) vió húskólu (UBC) í Vuncou- ver í Kunadu. Hunn hefur rituó fjöldu greinu um uppeldismúl og þjóðfélugsmúl i blöó og tímurit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.