Dagur - 10.03.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 10. mars 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Stjórnarfrumvaip
um aukið misrétti!
Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram
í ríkisstjórninni frumvarp til laga um að fella niður þá
flutningsjöfnun á olíu og bensíni, sem verið hefur við lýði
hér á landi um langt árabil. Verði frumvarp þetta að lög-
um, mun verð á bensíni og olíu hækka verulega víða út
um land en hugsanlega lækka lítillega á höfuðborgar-
svæðinu.
Fram til þessa hefur olíufélögunum verið gert að
greiða ákveðið gjald til flutningsjöfnunar bensíns og olíu,
þannig að tryggt sé að þau selji vöru sína á sama verði
hvar sem er á landinu. Tæplega ein króna af verði hvers
bensíns- og olíulítra rennur nú í flutningsjöfnunarsjóð.
Þessi skipan mála er nauðsynleg til að tryggja sem jafn-
asta aðstöðu landsmanna, óháð búsetu, en kemur alls
ekki í veg fyrir að olíufélögin geti stundað raunverulega
samkeppni. Samt sem áður vill viðskiptaráðherra nú af-
nema ákvæðið um flutningsjöfnunina. Fram hefur komið í
fréttum að forstjóri Olíufélagsins telur að verð á olíu og
bensíni muni lækka um eina krónu á höfuðborgarsvæð-
inu en hækka umtalsvert í sumum tilfellum annars staðar
á landinu, nái frumvarp viðskiptaráðherra fram að ganga.
Hér er því verið að leggja til að hverfa aftur til fortíðar. Á
sama tíma og unnið er að því að jafna húshitunarkostnað
og símkostnað landsmanna, vill viðskiptaráðherra ganga
í þveröfuga átt á sviði olíuverslunar!
Olíuverslunin hér á landi hefur því miður lengst af lot-
ið lögmálum fákeppni. Olíufélögin þrjú skipta markaðn-
um nokkuð bróðurlega á milli sín, þar sem Olíufélagið er
með rúmlega 40% markaðshlutdeild en Skeljungur og
Olís með tæp 30% hvort. Á skömmum tíma hafa átt sér
stað miklar breytingar á innflutningi olíuvara og verð-
myndun þeirra. Innflutningur á olíu er nú frjáls og olíufé-
lögin geta því ákveðið hvaðan þau kaupa vörur sínar, á
sama hátt og aðrir innflytjendur. Þau hafa sömuleiðis
frelsi til að verðleggja bensín og flestrar gerðir olíu. Þrátt
fyrir það er nánast eitt bensínverð í gildi á landinu og
munar einungis nokkrum aurum á bensínlítranum eftir
því hjá hvaða olíufélagi hann er keyptur. Olíufélögin þrjú
eru sem sé einkennilega samstiga í verðlagningu sinni.
Ef viðskiptaráðherra vill stuðla að aukinni samkeppni
þeirra á milli, sem vissulega er þarft verk, getur hann
hæglega gert það án þess að hrófla við flutningsjöfnun-
inni.
Byggðaröskun er eitt stærsta félagslega vandamálið
sem þjóðin hefur átt við að stríða á þessari öld. Höfuð-
borgarsvæðið hefur eflst og dafnað mun hraðar og meira
en skynsamlegt getur talist. Skammsýnir menn sunnan
heiða halda því fram að þessi þróun sé góð. Þeir segja að
dreifbýlið sé dragbítur á framfarir í landinu og hafa í því
sambandi beint spjótum sínum sérstaklega að bændum
og landbúnaðarkerfinu í heild sinni. Raddir öfgamanna,
sem beinlínis vilja vega að landsbyggðinni, gerast sífellt
háværari. Núververandi ríkisstjórn er mynduð af flokk-
um, sem sækja mest fylgi til þéttbýlisins á Suðvestur-
horni landsins. Frá því hún kom til valda hafa því margir
óttast að hún myndi neyta aflsmunar til að bæta hag höf-
uðborgarbúa á kostnað annarra landsmanna. Það sýnir
sig nú að sá ótti landsbyggðarfólks var ekki ástæðulaus.
„Jafnaðarmaðurinn“ Sighvatur Björgvinsson hefur nú
skipað sér í hóp þeirra manna sem vilja mismuna fólki
eftir búsetu enn frekar en þegar er gert. Hvernig við-
skiptaráðherrann fær það út að hann sé að vinna í anda
jafnaðarstefnunnar með því að leggja til að álögur á
landsbyggðarfólk verði stórauknar, er með öllu óskiljan-
legt. Vonandi ber meirihluti Alþingis gæfu til að hrinda
þessari ódrengilegu aðför að þeim sem á landsbyggðinni
búa. BB.
Kaldar kveðjur tíl atvinnulausra
í upphafi atvinnuleysistímabilsins,
er nú gengur yfir Evrópu, bar tölu-
vert á skrifum stjómmálamanna,
býrokrata og jafnvel fræðimanna
um að orsaka atvinnuleysis væri
meðal annars að leita til leti og
jafnvel svika fólks. Mátti skilja
skrif þessi á þann veg að í raun
væri ekki hægt að reka þjóðfélag-
ið svo vel færi nema með fólki
sem hvorki lætur sér bregða við
sár né bana. Á síðustu árum hefur
dregið úr þessum skrifum erlendis
enda skildu menn fljótlega að
vandinn liggur á meira dýpi. Nú
hafa þessi skrif hafist hér á landi.
Hegðunarbreytingar í
kjölfar atvinnumissis
Alþekkt er að í kjölfar atvinnu-
leysis fylgja oft ýmsar hegðunar-
breytingar sem sálfræðingar telja
alfarið afieiðingu þess vonleysis
er grípur vinnusamt fólk sem
missir atvinnuna.
I stórum dráttum virðist mega
skipta atvinnulausu fólki í tvo
hópa. Annar hópurinn missir ekki
kjarkinn þó á móti blási en heldur
áfram baráttunni og lætur seint
bugast. Hinn hópurinn virðist ekki
hafa sama þol. Áthyglisvert er að í
þessum síðarnefnda hópi er margt
mjög duglegt fólk sem er sómi
sinnar stéttar. Eftir aó hafa ítrekað
sótt um starf án árangurs missa
sumir kjarkinn, sjálfsöryggið og
sjálfsbjargarncistann sem allflest-
um er gefinn og draga sig smám
sanian í hlé.
Ymsar breytingar koma fram í
fari manna, menn hætta jafnvel að
heimsækja vini og vandamenn,
fara ekki á mannamót, ganga síður
um tjölfarnar götur og kaupa inn í
matinn þegar fáir eru á ferli.
Nokkur hluti þessa fólks hættir aó
sækja um vinnu og þiggur jafnvel
ekki störf sem því eru boðin.
Ólafur Ólafsson.
Vissulega cru þaó oft störf sem
eru annars eðlis en fólkió er vant.
Undantekningarlaust hverfa
þessi einkenni um leið og fólkið
fær starf að nýju.
Niðurstöður þessar eru byggðar
á vönduðum samanburðarrann-
sóknurn þar sem bornir eru saman
tveir hópar karla og kvenna, vió
svipaða heilsu í upphall, þar sem
annar hópurinn hefur fasta vinnu
en hinn hefur misst vinnuna.
Heilsufarslegar afleiðingar þessa
dofa og mikla kvíða, er tekur
margt fólk, eru tíöari hjartaáföll,
heilablóðföll, þunglyndi, sjálfs-
morð og jafnvel meiri sýkingar-
hætta því ónæmiskerfió bilar að
cinhverju Ieyti.
Ævaforn samkennd
lögð fyrir róða
Framangrcind skrif leysa ekki at-
vinnuleysisvandann en auka að-
eins á „niðurlægingu“ fólks. Skril'-
in eru aðeins til þess fallin að cfla
sjálfshyggju og eigingirni í samfé-
laginu og leggja fyrir róöa æva-
forna samkennd og samheldni
sem hér hefur ríkt. Trúlega þykir
80 „slippurum“ á Akureyri og
áhöfnum toppskipa í fiskveiði-
flotanum, sem nýlega hafa misst
vinnuna, skrifin köld.
Ef menn skortir þekkingu á
þessum hegðunar- og heilsufars-
vanda en telja sig knúna til að
skrifa opinberlega um atvinnu-
leysið legg ég til að þeir leiti sér
upplýsinga um málið. Hjá Land-
læknisembættinu er hægt að fá
ábendingar um gagnlega lesningu
varóandi þetta.
Ólafur Ólafsson.
Höfundur er lundlæknir.
Heimildir:
Olafur Ólafsson, Per-Gunnar Svensson.
Unemployment-Related Lifestyle Changes and
Health Disturbances in Adolescents and
Children in Western Countries. Soc. Sci. Med.
1986; Vol. 22, No. 11. pp. 1105-1113.
P.J. Franks et.al. Stroke Death and Un-
employment in London. J. Epidemiol. &
Comm. Health 1991;45:16-18.
P.T. Martikanen. Unemployment and Mor-
tality among Finnish Men 1981-85. BMJ 1990;
301:407-411.
J. Mattiasson et.al. Threat of Unemploy-
ment and Cardiovascular Risk Factors. BMJ
1990;301:461-466.
Ólafur Ólafsson. Vinna, streita og heilsa í
velferóarþjóðfélagi. Heilbrigóisskýrslur, Fylgi-
rit nr. 4 1989.
Ólafur Ólafsson. Ungir fíkniefnaneytendur.
Hvaóan koma þeir og hvert halda þeir. Heil-
brigóisskýrslur, Fylgirit nr. 4 1990.
B. Starrin, P. -G. Svensson, H. Winters-
bcrger (eds). Unemployment, Povcrty and
Quality of Working Life. Some Europcan Ex-
pericnces.
Sten-Olof Brenner and Lennart Levi et.al.
Long-Term Unemployment among Women in
Sweden. Soc. Sci. Med. Vol. 25, No. 2, pp.
153-161, 1987.
B.B. Arnetz, Md, PHD, J. Wusscrmun,
MD, PHD, B. Petrini, MD, PHD, S,-0. Brenn-
er, PHD, L. Levi, MD, PHD, P, Eneroth, MD,
PHD, H. Salovaara, MD, R. Hjelm. BA. L.
Salovaara, RN, T. Theorell, MD, PHD, and I. -
L. Pettersen, BA. Immune Function in Un-
employed Women Psychosomatic Medicine,
Vol.49, No. I (Jan./Feb. 1987);
KVI KMYNDI R
JÓN HJALTASON
Flóttamaðurimi
Borgarbíó sýnfr: Flóttamanninn (The Fugi-
tive).
Leikstjóri: Andrew Davis.
Aöalhlutverk: Ilarrison Ford og Tommy
Lee Curtis.
Warner Bros 1993.
Flóttamaðurinn, dr. Kimble, var
um langan tíma vikulegur gestur á
skjánum hjá okkur sem nú erum
hætt aó væta brækur. I hvcrjum
einasta þætti bjargaði hann
mannslífi cða framdi aðra dáð er
gerði hann aö hetju í samfélaginu
- og alltaf var hann á þeytingi svo
aö lokum voru þau orðin ansi
mörg bæjarlélögin er hann hafði
heiðrað meó nærveru sinni. En
eins og ntargir niuna þá var dokt-
ornum ekki sjálfrátt um ferðagleð-
ina. Hann hafði verið dæmdur fyr-
ir að myrða eiginkonu sína og var
eftir það á sífelldum flótta undan
lögreglunni. Og alltaf var hann að
leita einhcnta mannsins er hann
sagði sekan um morðið. Bíómynd-
in er trú þessu stefi um góða
manninn er veróur fyrir barðinu á
illum örlögum.
Harrison Ford leikur lækninn
og gerir það listavcl. Hann er ekki
margmáll en svipurinn segir þeim
mun meira. Senuþjófurinn er þó
Tommy Lee Jones. Eg hef reyndar
lengi vitað að maðurinn cr frábær
leikari og hann sannar það með
eftirminnilegum hætti í Flótta-
manninum. Tommy Lee er í hlut-
verki alríkislögregluntannsins er
fær það verkefni að hafa hendur í
hári doktorsins þegar sá síðar-
nefndi slcppur úr haldi. Meó fá-
einum orðum, handahreyfingum
Harrison Ford í klcmmu. Að baki
honum stcndur Tommy Lcc og
beinir að honum byssu.
og svipbrigðum nær Tontmy Lee
að koma því meö óvéfengjanleg-
um hætti til bíófarans hver það cr
sem stjórnar. Hann þarf enga
stæla cða upphafningu til að geisla
frá sér þcssuni áhrifum.
Frábær frammistaða leikaranna
er í takt við frábært handritið. Það
segir í raun allt það sama og sjón-
varpsþættirnir gerðu forðum, að-
cins mcð öðrum hætti og að
mörgu leyti skemmtilegri. Flótti
doktorsins er að sönnu ævintýra-
lcgur cn slær engan sem della.
Mcð einu litlu atviki á spítala, sem
cr nánast ekki annað cn citt andar-
tak, tekst aö koma þeini skilaboð-
unt áleiðis að nóttamaðurinn cr
ekki aóeins góður maður hcldur
cinnig bjargvættur. Spenna cr
meðal annars mögnuó mcð
ómcrkilcgu atviki; Kimble fær far
mcð óþckktri konu og við þetta cr
spunnin neðanmálsgrein við frá-
sögnina er heldur bíófaranum á
tánum í nokkur andartök. Ekki
hvað síst er þó skemmtilegt að sjá
hvernig einhenti maðurinn fær allt
annað og meira hlutverk í bíó-
myndinni en sjónvarpsþáttunum.
Hann verður ekki aðeins morðingi
er l'yrir tilviljun villist inn í íbúð
Kimblc hjónanna og myróir konu
hans hcldur er hann púsl í miklu
stærri mynd og flóknari.
Enn cin skrauttjörðin í hatt aö-
standcnda Flóttamannsins er kvik-
myndatakan og klippingarnar. Ör-
ar klippingar; úr lbrtíð í nútíó, úr
draumi í veruleika og á rnilli at-
burðarása, cinkenna þessa mynd.
Leikstjórinn þarf að segja tvær
meginsögur; þá af dr. Kimble og
hina af eftirleitarmönnum hans og
tckst þctta listavc! með stórsnjöll-
um klippingum scm cinar sér gcra
það fyllilega þess vcrt lyrir alla
bíóáhugamenn að sjá Flóttamann-
inn.
Eitt fannst mér þó mistakast hjá
kvikmyndagcrðarmönnnum. Um
leið og tiltekinn maður birtist á
hvíta tjaldinu vissi ég að þar var
korninn vondi karlinn. Sá gaur
lcikur alltaf slímugar persónur og
í Flóttamanninum varð engin und-
antckning á. Kannski hafa þcir
kært sig kollótta um þetta, sagói
annar samferðarmanna minna,
þcir eru hvort eö er með frábæra
mynd í höndunum. Og aldrei
þessu vant hafói hann rétt l'yrir
sér.