Dagur


Dagur - 16.03.1994, Qupperneq 4

Dagur - 16.03.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 16. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skoðanakannanir valda skjálfta Fyrirvaralaus borgarstjóraskipti sjálfstæðismanna í Reykjavík marka tímamót í íslenskri stjórnmála- sögu. Frá því hinir ýmsu aðiljar hófu að gera kann- anir á fylgi stjórnmálaflokka hér á landi, hefur ver- ið deilt um gildi slíkra kannana. Sumir segja að ekkert sé að marka þær en aðrir taka niðurstöður þeirra allt að því bókstaflega. í sumum löndum heims ganga stjórnmálamenn jafnvel svo langt að láta skoðanakannanir stjórna gjörðum sínum að meira eða minna leyti. íslenskir stjórnmálamenn hafa fram til þessa ekki tekið mikið mark á skoðanakönnunum, nema niðurstöður þeirra hafi reynst þeim og flokki þeirra þeim mun hagstæðari! Það er kannski eins gott, því engar reglur eru til um framkvæmd slíkra kannana hér á landi og eftirlit með þeim. Á Alþingi hefur margoft verið rætt um nauðsyn þess að setja skýrar reglur í þessu efni en því miður hefur málið aldrei komist á framkvæmdastig. Þrátt fyrir það hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú, fyrstur stjórnmála- flokka, sýnt í verki að hann tekur niðurstöður kannana á flokkafylgi jafn bókstaflega og ef um kosningaúrslit væri að ræða. Núverandi borgar- stjóri hefur tekið þann kostinn að víkja fyrirvara- laust úr starfi og víkja jafnframt án tafar úr efsta sæti framboðslista flokksins til komandi borgar- stjórnarkosninganna. Þetta segir hann gert í þeirri von að Sjálfstæðisflokkurinn komist út úr þeirri kreppu sem hann á nú í og öðlist ný sóknarfæri, væntanlega til að freista þess að verja vígi sitt í höfuðborginni. Leiðtogaskipti sjálfstæðismanna í Reykjavík nú, bera öðru fremur vott um djúpa örvæntingu þeirra. Þeir óttast ákaflega að missa meirihluta sinn í borginni og geta ekki hugsað sér það. Leiðtoga- skiptin eru síðasta hálmstráið til að leita að vinn- ingsstöðu í tafli, sem þeir mátu tapað. Forsætisráð- herra hefur lýst því yfir að ákvörðun fráfarandi borgarstjóra beri vott um einstaka verðleika hans og óeigingirni, því hann sýni í verki að hann taki hagsmuni Sjálfstæðisflokksins langt umfram eigin hagsmuni. Með hliðsjón af því að skoðanakannanir hafa margendurtekið sýnt að ríkisstjórnin nýtur ekki stuðnings nema rúmlega þriðjungs þjóðarinn- ar, gerist sú spurning áleitin hvort forsætisráð- herra ætti að fylgja fordæmi fráfarandi borgarstjóra og leiða nýjan mann til hásætis í ríkisstjórninni. Ef hann hyggst ekki gera það, má túlka aðgerðarleysi hans svo, út frá hans eigin orðum, að hann taki eigin hagsmuni umfram hagsmuni flokksins og sé þar af leiðandi ekki sami mannkostamaðurinn og fráfarandi borgarstjóri! Hvað sem því líður hljóta hin fyrirvaralausu borgarstjóraskipti í Reykjavík að vekja upp áleitn- ar spurningar um skoðanakannanir og framkvæmd þeirra. Svo virðist sem þær séu farnar að hafa meiri áhrif en nokkru sinni fyrr og því er fyllilega tíma- bært að Alþingi móti nákvæmar reglur um allt er lýtur að framkvæmd þeirra. BB. Um landanir Mecklenborgartogaranna: Málinu var spillt í meðförum þingsins Eins og kunnugt er, hafnaði sjáv- arútvegsráóuneytið því nýlega að heimila togara fyrirtækisins Mecklenburger Hochseefisherei að landa karfaafla. Studdist ráðu- neytið við lög sem sett voru á Al- þingi 1992. I þeim lögum er sú regla sett að erlendum veiðiskip- um er ekki heimilt að landa eigin afla, þegar um er að ræða veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum, sem veiðast bæði innan og utan ís- lenskrar efnahagslögsögu, hafi ís- lensk stjómvöld ekki gert samning um nýtingu viðkomandi stofns við stjórnvöld hlutaðeigandi ríkis. Ráöherra getur þó í undantekning- artilvikum heimilað slíka löndun, þegar sérstaklega stendur á. Meö öðrum orðum þarf að rökstyðja beitingu slíkrar undanþáguheim- ildar sérstaklega. Steingrímur J.: Talsmaður löndunarbanns og löndunarleyfís! Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður hefur gert sig að sérstökum málsvara löndunarleyfis í viðtali við Dag. Skýtur þaó nokkuð skökku við þegar umfjöllun máls- ins á Alþingi er skoóuð, en þar var hann framarlega í flokki þeirra þingmanna sem breyttu upphaf- legu frumvarpi sjávarútvegsráð- herra á þann veg aó löndunarbann var sett á afla, sem fenginn var úr sameiginlegum stofnum, sem ekki hafði verió samið um. I upphaflegu frumvarpi Þor- steins Pálssonar var erlendum veiðiskipum heimilt að landa eig- in afla og selja í íslenskum höfn- um og sækja þangað alla þjónustu er varðaði útgerð skipanna. I frumvarpinu var jafnframt undan- þáguheimild til ráóherra aó tak- marka landanir vegna skipa sem stunda veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum. Er í skýringum meö frumvarpinu gerð grein fyrir því aó nauðsynlegt sé að ráðherrann geti beitt þessum takmörkunum fyrst og fremst til að þrýsta á samninga um sameiginlega stofna. Þá var gengió í þaó af nokkurri hörku að breyta þessu frumvarpi á þann veg að lögfesta löndunar- bann á afla erlendra skipa, ef um væri að ræða veióar úr sameigin- legum nytjastofnum, sem ekki hefói verið samið um. Það var sem sagt sett inn sem meginregla, Tómas Ingi Olrich. en jafnframt bætt við heimild til ráðherra aó víkja frá meginregl- unni, „ef sérstaklega stæði á". Leit sjávarútvegsnefnd svo alvarlegum augum á slíkt frávik að hún gerði ráð fyrir að máli af því tagi yrði vísað sérstaklega til utanríkis- nefndar sem „meiri háttar utanrík- ismáli“. Hér var um mikilvæga breyt- ingu að ræða. Má það ekki síst marka af þeim þunga sem kom fram af hálfu ákveðinna þing- manna, sem töldu löndunarbann „róttækustu aðgerðina til þess að þrýsta á stjórnvöld nágrannaríkj- anna að gera viö okkur samn- inga“, svo vitnaó sé í þingræðu Steingríms J. Siglussonar, og hann bætti við „...skýringin á því hversu lítill hluti þess veiðikvóta, sem ýmsir hafa keypt af Græn- lendingum á undanförnum árum, hefur náóst, t.d. þegar Þjóóverjar hafa keypt karfakvótann við Grænland, liggur í því hvcrsu langt og erfitt er aó sækja þessi mið ef engin aðstaða eóa fyrir- grciðsla er fyrir hendi á Islandi". Nú er reynt aö gera lítió úr þessari breytingu, cn þaó er ekki í sam- ræmi við málflutning þcirra þing- manna, scm mest bcittu sér í þing- inu. * Obreytt frumvarp sjávar- útvegsráðherra gerði ráð fyrir löndunarheimild Sá sem þetta skrifar greiddi at- kvæói á móti þcssari breytingu. Féllst ég á málflutning þingmann- anna Guðjóns Guðmundssonar og Olafs Þ. Þórðarsonar aó nauðsyn- legt væri aó leggja til grundvallar í lögunum löndunarheimild en ekki löndunarbann, jafnvel þegar um væri aö ræða sameiginlega nytjastofna. Rök þessara þing- manna voru meðal annars þau aó landanir erlendra skipa myndu skapa aukin atvinnuumsvif hér á landi. Þess utan var ljóst að þrátt fyrir langvarandi löndunarbann, hafói það ekki leitt til neinna samninga t.d. um sameiginlegan karfastofn. Var þaó aó vonum þar sem Grænlendingar höfðu ekki neina hagsmuni af því að semja um nýtingu sameiginlega karfa- stofnsins, sem þeir nýttu ekki sjálfir. Ef frumvarp Þorsteins Pálsson- ar hefði oröið óbreytt að lögum, hefði Mecklenburgertogaranum verið heimilt að landa. Ráðherra hefði hins vegar haft heimild til að takmarka þær landanir, en þá hefói hann þurf að rökstyöja það sérstaklega að víkja frá mcgin- reglunni. Eins og lögin eru nú, cr óhcim- ilt aó landa afla Mecklenbur- gertogarans og veróur því að sækja um til ráðuneytisins og rök- styðja það sérstaklega að fá hcim- ild til löndunar. Nú er það Útgcrð- arfélagsins að sækja á um undan- þágu. Ef brcytingin heföi ckki vcrið gerö, hefói rétturinn vcrið hjá Útgerðarfélaginu. Óhjákvæmilegt að breyta lögunum aftur Eg er þeirrar skoðunar að óhjá- kvæmilegt sé að breyta þcssum lögum altur í þá vcru scm l’rum- varp sjávarútvcgsráöherra var upphallcga. Þaó vcrður að vísu erfiðari róður cn clla vcgna þcss þunga, scm ákvcónir þingmenn lögðu í að brcyta frunivarpinu til hins vcrra. Þcss má hins vegar vænta að þeir hal'i nú séð að sér og átti sig á því að þcir spilltu málinu á sínum tíma. Ef þcir ganga til liðs viö þau sjónarmió að löndunarhcimild sé grundvallar- reglan, þá cr ckki vonlaust að mál- inu mcgi snúa við. Tómas Ingi Olrich. Höfundur cr þingmaóur Sjálfslæóis- flokksins í Norðurlandskjördæini cystra. Millifyrirsagnir cru blaósins. Miðstöð fólks í atvinnuleit: Bjarni og Þórariiin á samverustund í dag Miðstöð fólks í atvinnuleit verður með „opiö hús“ í Safnaöarheimili Akureyrarkirkju í dag, 16. mars, kl. 15-18. A þeirri samverustund mun Bjarni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu fatlaðra, kynna svæóisskrifstofuna og starfssvið hennar og svara fyr- irspurnum. Ennfremur mun Þórar- inn Hjartarson mæta og „taka lög- in“ í sínar hendur. Næni lætur að undir svæöis- skrifstofuna heyri um 170 starfs- menn í u.þ.b. 120 stööugildum, cf talin cru störf á sambýlum á Akur- eyri og Húsavík, á vcrndaða vinnustaðnum Iðjulundi, Vist- heimilinu Sólborg og Starfshæf- ingarstöðinni Bjargi, auk ráðgjafa og leióbcincnda, sem vinna að málcfnum fatlaðra. Þá hafa nýlcga vcriö sctt í lög ákvæöi um rétt fatlaóra á „frekari liðvcislu", scm cr stuðningur vió fatlaða scm búa á cigin vcgum og gæti orðiö ígildi nýrra starfa, cl' fjárvcitingar vcrða í samræmi vió tilgang laganna. Þessi mál og ýmis önnur, scm hcyra undir starlssvið svæöis- stjórnar mun Bjarni kynna og svara fyrirspurnuni viðstaddra. Á þessari samvcrustund mun Þórarinn Hjartarson cinnig kvcða sér hljóðs og væntanlega hal'a gít- arinn mcófcrðis. Ymsar upplýs- ingar vcrða gcfriar og vcitingar vcrða á borðum sem l'yrr og dag- blöðin liggja frammi. 1 Miðstöðinni cru nánari upp- lýsingar gefnar í síma 27700 milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og fÖStudÖgUITl. (ITcttatilkynning)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.