Dagur - 17.03.1994, Síða 2

Dagur - 17.03.1994, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 17. mars 1994 FRÉTTIR Dalvík: Bæjarmála punktar ■ Á fundi bæjarráðs 3. niars sl. var samþykkt að fella niður fasteignagjöld samkvæmt bcióni frá Björgunarsvcit SVFÍ vegna Grundargötu 9-11, sam- tais kr. 235.610 og frá Hjálpar- sveit skáta vegna Sandskeiðs 26b, samtals kr. 86.890. Einnig var samþykkt að fella niður sorpgjald af cinstökum hest- húsum í Hringsholti en í stað þess verói lagt á gjald kr. 5.000 á sameign en önnur fasteigna- gjöld felld nióur. ■ Lagóir voru fram undir- skriftarlistar frá forcldrum bama á Krílakoti, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að ljúka við malbikun á aðkeyrslu og plani við leikskólann, koma upp lýsingu á leiksvæði á lóó og setja þurrkskápa fyrir útiföt barnanna. ■ Á fundi stjórnar Dalbæjar skýrði bæjartæknifræðingur frá verkfundi með hönnuðum og verktökum en viss vandamál eru uppi varðandi þakgerð tengibyggingar og vom lagðar fram nýjar tillögur að þaki ásamt kostnaóaráætlun. Sam- þykkt aó frágangur yrði í sam- ræmi vió þær. ■ Heilbrigðisncfnd samþykkir áfomi um aukna ferðaþjónustu í landi Ytri-Víkur í Árskógs- hreppi, enda verði frágangur vatnsveitu, frárennslis og sorp- hirðu í samræmi vió gildandi reglur. Einnig var samþykkt aó veita fiskvinnslunni Eyfirsk í Hrísey starfsleyfi, enda vcrði mengunarvömum hagað í sam- ræmi við væntanlegar leióbein- ingar Hollusturvemdar ríkisins. ■ Þrjár umsóknir bámst um stöðu safnvarðar viö Byggða- sal'n Dalvíkur í Hvoli; frá Sig- urði Kristmundssyni, Bimu Sveinbjömsdóttur og Helgu Stcinunni Hauksdóttur. Stjórn safnsins mælti með því aö Helga Steinunn verói ráðin en hún er sagnfræöingur að mennt og hefur m.a. starfað vió Ár- bæjarsafnió í Reykjavík. ■ Ferðamáianefnd samþykkir að auglýsa cftir umsóknum um styrk til „Tröllamótshalds" og yrói umsækjendum í sjálfsvald sett hvemig mót þeir vildu halda en ferðamálanefnd mundi síðan velja heppilegustu umsóknina. Nefndin óskar cftir heimild til að auglýsa eftir um- sóknum um starf ferðamála- fulltrúa og hann hefji störf um miójan aprílmánuð. ■ Eitt tilboó, frá Einari Arn- grímssyni málarameistara og Hýbýlamálun, að upphæó kr. 1.665.493, barst í málningu á sundlaugarbyggingu, bæði inn- an og utanhúss. Það er 82,3% af kostnaðaráætlun hönnuða scm hljóóaði upp á kr. 2.025.200. ■ Hátíðamefnd hefur sam- þykkt að gefa út hátíðardagatal þar sem fram koma þeir at- burðir sem fyrirhugaóir eru á árinu en það er 20 ára afmæli Dalvíkurbæjar 10. apríl; 60 ár frá jarðskjálftanum mikla 2. júní; 50 ára afmæli lýðveldis- ins 17. júní; 25 ára afmæli Hitaveitu Dalvíkur og lok 30. starfsárs Tónlistaskóla Dalvík- ur. ■ Hússtjóm Ráðhússins sam- þykkti að leita eftir samþykkt eignaraðila fyrir því að lokið verði við frágang bílastæóis á árinu. Samkvæmt tilboðum sem bámst árið 1993 er kostn- aður áætlaóur kr. 1.500.000. Þriggja ára áætlun SigluQarðarbæjar lögð fram í dag: Áhersla á gatnagerð, neðra skólahús og holræsi Á fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar í dag verður lögð fram tillaga að þriggja ára fram- kvæmda- og fjárfestingaráætlun Siglufjarðarbæjar. Á fundinum verða einnig lagðir fram reikn- ingar síðasta árs og fjárhags- áætlun bæjarins fyrir yfir- standandi ár verður afgreidd. Samkvæmt þriggja ára áætlun- inni verður höfuöáhersla lögð á þrjá þætti á næstu árum; gatnageró, viðhald og endurbætur neðra skólahússins og framkvæmdir við holræsi. Gert er ráó fyrir að verja 50 milljónum króna á ári næstu þrjú ár til framkvæmda utan venju- bundins reksturs. Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjaróar, segir ekki annað hægt en vera ánægður með áætlun sem hljóði upp á 50 millj- óna króna framkvæmdir á ári utan hefðbundins reksturs og sé þá mið- að við að ekki þurfi að taka krónu að láni. Staða bæjarsjóðs sé nú allt önnur og betri en fyrir nokkmm ár- um síóan sem ekki síst helgist af sölu á rafveitunni og endurskipu- lagningu reksturs. I reikningum síðasta árs, sem verði lagðir fram í dag, komi fram að nettófjármagns- kostnaður bæjarins á síðasta ári hafi aðeins numið 200 þúsund krónum. Þessi lága tala sýni mjög sterka stöðu bæjarsjóðs. óþh Siglufjörður - tillögur að þriggja ára áætlun 1995 1996 1997 alls Gatnagerð Neóra skólahús - 15 10 10 35 vióhald og endurbætur 10 10 10 30 Holræsi 10 10 5 25 Óráðstafað Hafnarframkvæmdir- 4,9 5,9 6 16,8 öldubrjótur/SR bryggja 0 0 9 9 Tæki og áhöld 3 3 3 9 Sorpeyðing Sundhöll - 0 4 4 8 viðhald og endurbætur Vatnsveita - 2 2 2 6 cndurbætur/nýlagnir Höfn - viðlegu- 2,5 2,5 0 5 bryggja smábátadokk 1,6 1,6 0 3,2 Iþróttamannvirki - óráöst. 1 1 1 3 Samtals 50 50 50 150 Norðlenskum dögum lýkur á sunnudaginn: Frissi fríski vinsæll Þegar Kaupfélag Eyfírðinga fór af stað með Norðlenska daga í verslunum sínum nú í mars, var settur á markað nýr appelsínu- drykkur sem ber nafnið Frissi fríski. Drykkurinn er framleiddur hjá Mjólkursam- lagi KEA og er einungis seldur á tveggja lítra fernum. Að sögn Páls Þórs Ármann, markaðsstjóra KEA, hafa viðtökur við Frissa fríska verið hreint frá- bærar. „Vió höfum einungis selt drykkinn hér á Eyjafjarðarsvæó- inu og höfum boðið hann til aó byrja meó á sérstöku kynningar- verði og munum gera það citthvaó áfram. Þessi nýjung að bjóða upp á appelsínudrykk í tveggja lítra umbúðum hefur greinilega mælst mjög vel fyrir.“ Til stendur að selja Frissa fríska um allt land, þegar nær dregur vori. Norðlenskum dögum í verslunum KEA lýkur formlega á sunnudaginn kemur. Páll Þór segir aó vel hafi tekist til með dagana og grcinilegt að hér sé á ferðinni nauósynlegt átak, þar scm neytendum gefst kostur á aö kynn- ast fjölbreyttri framleiðslu norð- lenskra fyrirtækja. KK Á árinu 1993 urðu 60 óhöpp vegna ákeyrslu á skepnur: TQgangur umferðarlaga ekki að greiða tjón á búfé heldur vemda fólk Slys á þjóðvegum landsins þar sem bifreið er ekið á skepnur virðast heldur hafa færst í auk- ana í seinni tíð. Alvarlegust eru þau slys þar sem bifreið er ekið á hross og einnig valda þau slys mestu eignatjóni jafnframt því að stundum slasast fólk illa í slíkum árekstrum. Ástæður þessara óhappa eru margs kon- ar; bæði er stundum um ógæti- legan akstur og hraðan akstur að ræða þar sem ekki er tekið tillit til aðstæðna, og eins er kæruleysi sumra hestaeigenda um að kenna. Flestir eru einnig sammála um að þjóðvegir landsins eru ekki heppilegir fyr- ir hross sem og aðrar skepnur, enda byggðir fyrir bílaumfcrð en ekki skepnuhald. Á þessum árstíma fara girðing- ar stundum á kaf í snjó og þá eru hrossum, sem eiga að vera örugg- lega geymd innan girðingar, allir vegir færir, ekki síst á þjóðvegum landsins og því miður er því stundum svo háttað að eigendur gæta alls ekki að því hvort hestar þeirra séu örugglega innan giró- ingar. Á árinu 1993 uröu samtals 60 óhöpp, þar sem ekið var á skepnur á vegi. I tveimur tilfellum urðu meiðsl á fólki, annars vegar lést ökumaður bíls og hins vegar slas- aðist einn farþegi. I hinum óhöpp- unum urðu ekki slys á fólki, en tjón varó oft umtalsvert á bifreió- um. Þar er verið að tala um millj- ónatugi. Ohöppin eru vafalaust nokkru fleiri því hér er aóeins nefnd þau tilvik þar sem lögregla gerói skýrslu og sendi til Umferð- arráðs. Skráningarskylda I 88. grein umferðarlaga sem sam- þykkt voru 1988 segir: „Sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúins ökutækis skal bæta þaó tjón sem hlýst af notkun þess, enda þótt tjónið verói ekki rakió til bilunar eða galla á ökutækinu eða ógætni ökumanns.“ Sigurður Haróarsson hjá Vá- tryggingafélagi íslands (VÍS) á Akureyri segir almenna skaða- bótaskyldu í raun vera allt öðru vísi. Ef möguleikar eiga að vera á því að gera t.d. eigendur hesta skaðabótaskylda gagnvart því tjóni sem verður á bifreiðum þeg- ar þeim er ekið á hross, þá þarf að vera hægt aó benda á eitthvcrt at- riði sem varð til þess að vaida tjóninu, eða aó hestaeigandinn hail vanrækt eitthvað sem honum bar skylda til að uppfylla. Þetta er grundvöllurinn fyrir almennri bótaskyldu samkvæmt íslenskum lögum og réttarvenjum. Bóta- skylda ökumanns og ökutækis er samkvæmt umferðarlögum rniklu víðtækari og hún leggur þá ábyrgð á heróar ökumanns og eiganda ökutækis að eigi ökutækið hlut aó einhverju umferðaróhappi þá verði aö greiða það út úr trygg- ingu bílsins. Það gerist þó ekki sé um aö kenna mistökum ökumanns né bilun eða galla í bifreiðinni. Möguleg sakarskipting Eini möguleikinn til sakarskipt- ingar í tjónum sem veróa er ekið er á skepnur á þjóðvegum er því sá að benda á eitthvað sem cig- andi þeirra hel'ur trassað að gera eða hefur gert sem hann átti ekki aö gera. „Þar scm lausaganga búfjár cr ekki bönnuó eru þessi mál mjög erfið því þótt hross séu að fiækjast á vegum þar sem lausaganga er ekki bönnuð þá er ekki hægt að halda því fram aó eigandinn hafi brotið lög eða framkvæmt citt- hvaó sem hann átti ckki að gcra. Sök hefur stundum verið skipt í svona málum. Það gerist t.d. þar sem hross hafa verið í rekstri cftir þjóðvegi og ekki hefur verið stað- ið að honum samkvæmt rcglurn þar að lútandi. Eins þar scm lausaganga búfjár hefur vcrið bönnuð, en þaó er mjög óvíða,“ sagói Siguróur Harðarson. Endurskoðun aðkallandi En er ekki orðin full ástæða til að endurskoða umferðalögin, m.a. í Ijósi áóurnefndra slysa? „Jú, mikil ósköp. Fyrir nokkr- um áruni tók landbúnaðarráóu- neytið að sér að skoða þessi mál ofan í kjölinn því 88. grein um- ferðarlaganna hefur snúist svolítið í höndunum á okkur. Hún er upp- haflega sett til að vernda fólkið en síóan verður hún til þess að verið er að greiða alls kyns tjón á búfé og það var ekki tilgangur laga- setningarinnar í upphafi. Þegar umferðarlögin voru end- urskoðuð árið 1988 hefði verið rétt að cndurskoða sérstaklcga 88. grcin laganna með tilliti til auk- innar tíðni áakstra á búfé, en því mióur var það ekki gert. í dag er ckki skylda að tryggja bústofn og þar sem í gildi er bann við lausagöngu búfjár er meiningar- munur á túlkun lögmanna um það hvort sé rétthærra, umlcróarlögin eóa lausagöngubannið, ef slys verður t.d. vcgna aksturs á hross á þjóóvegi." Fyrir Hæstarétti liggur nú mál þar scm ökumaður bifrciðar var sýknaður að mcstu leyti í Héraós- dómi vegna tjóns sem varö cr bif- reió var ekið á hross á þjóðvcgi. Urskuröur Hæstaréttar í því máli mun efiaust hal'a eitthvert for- dæmisgildi. GG Orlofshúsa- byggðin norðan Kjarnaskógar Vegna fréttar í Degi í gær urn or- lofshúsabyggð norðan Kjarna- lundar vill Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfiröinga, taka fram að ekki sé rétt eins og fram komi í l'rétt- inni að orlofshúsabyggðin sé í Kjarnaskógi. Hið rétta sé að henni hafi verið valinn staður norðan Kjarnaskógar. Orlofshúsabyggöin muni þannig njóta nálægðar skóg- arins án þess að spilla honum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.