Dagur - 17.03.1994, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 17. mars 1994
Sptimíng víkunnar - spurt í „bliðunni“ á Akureyri í gær
- Ertu farín/n að skípuleggja sumarfrííð?
Sígríður Jóhannsdóttir:
,,Nei, ég er nú ekki búin að því.
Ég býst reyndar við taka meira
af löngum helgum og ferðast
um á húsbílnum."
Sigurður Jóhannsson:
„Ég tek því nú frekar rólega í
þeim efnum eins og ástandið
er í dag, allt þetta atvinnuleysi
og annað. En ætli maður reyni
ekki að gera eitthvað aö gamni
sínu.“
María Þorláksdóttír:
„Ég er ekki búín að skipuleggja
neitt enn sem komið er. Eg
reikna með að ferðast eitthvað
hér innanlands."
Ingimar Skjóldal:
„Nei, ég hef ekkí gert neínar
áætlanír um það. Það fer
svona eftir ýmsu hvað maður
gerir."
Bergþóra Bergsdóttir:
,Já, ég er reyndar búín að því.
Ég ætla að fara tíl Svíss og
Austurríkís í sumar ásamt fleira
fólki og keyra þar um.“
Kvennabridge
Sunnudaginn 20. mars 1994 kl. 10 f.h. verður
haldið hið árlega tvímenningsmót kvenna í
bridge.
Spilað verður í Hamri félagsheimili Þórs.
Allar konur velkomnar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Jónínu í síma
25974 eða 30369 í síóasta lagi fimmtudaginn
17. mars.
Bridgefélag Akureyrar.
AKUREYRARB/€R
Stuðningsfjöl
skyldur óskast
Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að komast
í kynni vió góða fjölskyldu á sveitaheimili sem getur
tekið að sér að vera stuðningsfjölskylda fyrir 10 ára
gamlan dreng eina helgi í mánuði. Heimilió þarf
helst aó vera í nágrenni Akureyrar.
Óskum einnig eftir stuðningsfjölskyldu fyrir fjögurra
ára gamlan dreng eina helgi í mánuði. Fjölskyldan
þarf að vera á Akureyri.
Upplýsingar gefa Helga Jóna eða Þuríður í síma
25880.
Stjórnarkjör
Iðja, félag verksmiðjufólks, á Akureyri, auglýsir hér
með eftir listum varóandi kjör stjórnar og trúnaóar-
mannaráðs fyrir 1994 að vióhafðri allsherjaratkvæða-
greiðslu. Ber samkvæmt því að skila listum skipuð-
um fimm aðalmönnum og fjórum til vara í stjórn og
varastjórn. Átta aðalmönnum í trúnaðarmannaráð og
fimm til vara. Fimm mönnum í samninganefnd.
Tveimur endurskoðendum og einum til vara. Allt mið-
að viö fullgilda félagsmenn. Hverjum lista skulu fylgja
skrifleg meðmæli 80 fullgildra félagsmanna. Listun-
um ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14,
eigi síðar en kl. 17.00, mióvikudaginn 30. mars.
Listi stjórnar og trúnaóarmannaráðs liggur frammi á
skrifstofu Iðju, Skipagötu 14.
Akureyri 15. mars 1994.
Kjörstjórn.
Höfundur: Anders Palm
Þýðandi: Sígurbjöm Kristínsson
Hér á eftír veröur dregín upp svipmynd af heimskunnri per-
sónu, lífs eöa liðinni, karlí eöa konu. Glöggur lesandi á smám
saman aö geta áttað síg á hverjum/hverrí er veríð að lýsa. Til
dæmis gæti verið tilvalíð fyrir alla fjölskylduna að spreyta sig
á að finna svarið sameiginlega. Ef þið gefist upp, er svaríð að
finna á blaðsíðu 14!
Okkar maður heitir Maxene.
Hún hafðí Iært að fara meö
byssur áður en hún byrjaöí í
skóla. Til þess sá faöir hennar,
Albert. Hann var vörubílstjóri og
kenndi henni ýmislegt annað
nytsamlegt, t.d. að höggva við
og gera við bfla. Albert eyddí
miklum tíma með dótturinni og
því varð hún sannkölluð pabba-
stelpa.
Móðir Maxene heitír La
Vona. Því miður var samband
Maxene við hana ekkí eins gott
og við föðurínn. Sagt er að hún
hafi barið Maxene reglulega,
jafnvel með hárburstum, og
einhverju sinni hrinti hún dótt-
urinni níður stiga.
Æska Maxene var enginn
dans á rósum. Fjárhagur tjöl-
skyldunnar var frekar bágborinn
og þau þurftu oft að flytja. Um
tíma bjuggu þau í hjólhýsi. La
Vona vann sem þjónustustúlka
og frítímanum eyddi hún í að
safna dósum og flöskum og þá
varð Maxene að hjálpa henni.
Ekki skrýtið þótt Maxene lyki
aldrei grunnskólanum.
Maxene á fjöldann allan af
hálfbræðrum, enda var Albert
fimmti eiginmaður La Vonu. Að
hennar eigin sögn reyndí einn
þeirra aö nauðga henni en
henni tókst að verja sig með
heitu straujámí þar til lögreglan
kom.
Maxene var aöeíns 15 ára
þegar hún hitti mannsefníð, Jeff.
Þau giftu sig í mars 1990 en þá
var Maxene 19 ára og Jeff 22ja
ára. Albert hafði ímigust á
tengdasyninum og lá ekki á því.
„Mér hefur aldrei fallið við þig,
en velkominn í fjölskylduna
samt,“ vom skílaboð hans til
Jeffs á brúðkaupsdagínn.
Hjónabandið varð martröð
fyrir Maxene. Jeff barði hana
eins og haröfisk og ári eftir
brúökaupið sótti hún um skiln-
aö.
Nokkmm mánuöum eftir að
Maxene fór frá Jeff, trúlofaðist
hún verkfræöingnum Mike
Pliska. Mike var í sjöunda himni
yfir „litlu prinsessunni" sem virt-
ist svo saklaus og hjálparvana.
Hann komst þó fljótlega að því
að Maxene fór sínar eigin leiðir
og var vel sjálfbjarga á flestum
sviðum. Mike vildí ekki aö hún
hefði samband við aöra karl-
menn, síst af öllu Jeff, en það
féllst Maxene alls ekki á.
Að lokum gafst Mike upp og
sleít trúlofuninni - en Maxene
tók aftur saman við Jeff. Það
þótti mörgum sérkennilegt, því
hann hafði ekkert breyst. Max-
ene varð aftur að þolá barsmíð-
ar og illindí. Einhverju sínni hót-
aðijeff að fótbrjóta hana en það
hefði trúlega eyðilagt frama
hennar. Listgrein sú sem Max-
ene stundar og hefur náð mjög
Iangt í, krefst nefnilega að fæt-
urnir séu í lagí.
Maxene sóttí aftur um skiln-
að. í ágúst 1993 vom pappír-
amir klárir en þá skipti hún aftur
um skoöun og í þriðja skiptið
tók hún saman viö Jeff.
... Það er ekki vitað hver átti
hugmyndina en margir telja að
það hafi veriö Jeff. Alltént sá
hann um framkvæmdína. Hug-
myndin var að losa Maxene við
skæðasta keppinautinn, svo
hún gæti trónað ein á toppnum.
Jeff setti kunningja sinn og líf-
vörö Maxene, Shawn aö nafni, í
verkíð. Shawn þessi, sem hefur
getiö sér orö fyrir flest annað en
greind, réði tvo smáglæpamenn
til að misþyrma keppínaut Max-
ene. Sem betur fer misheppn-
aðíst árásin og stúlkan slapp
með mínni háttar meiðsli.
Atburðurinn hefur gert Max-
ene heimsfræga. Stóm sjón-
varpsstöðvarnar hafa boöíð
henni milljónir dollara fýrir að
gera myrid um Iíf hennar. Loks-
ins lítur út fyrir aö okkar kona
veröi rík, eins og hana hefur
alltaf dreymt um...
Hver er maðurínn?
Búnaðarsamband Austurlands:
Ný útgáfa „Sveita og jarða“
Vinna er nú í fullum gangi við
nýja útgáfu Sveita og jarða í
Múlaþingi, framhald bókanna
sem Búnaðarsamband Austur-
lands gaf út á árunum 1974-
1977.
Áætlað er að bókin verði eitt
bindi, 600-700 blaðsíóur meó
u.þ.b. 1000 litljósmyndum og
komi út síðsumars eða í haust.
Myndir eru af öllum bæjum og
ábúendum ásamt jaróalýsingum
og sveitalýsingum. Einnig yflr-
litskort yfir hvern hrepp.
Ákveðió hefur verió að bjóða
bókina í áskrift fram til 1. júní nk.
Mun hún þannig keypt kosta
9.700 kr. nt/vsk, en kr. 12.000 aó
viðbættum sendingarkostnaði eftir
1. júní. Bókin veróur scnd áskrif-
endum strax og hún kentur út. Til
þess að gerast áskrifandi þarf eitt
símtal á skrifstofu Búnaóarsant-
bands Austurlands og mun þá
gíróseóill verða sendur um hæl og
þarf hann að greióast fyrir 1. júní
1994.
„Göntlu bækumar um Sveitir
og jarðir hafa verið ómissandi á
hverju austfirsku heimili og fyrir
alla sem tcngsl hafa vió Austur-
land. Þessi nýja bók cr nauðsyn-
legur tengiliður milli eldri bók-
anna og dagsins í dag því margt
hefur breyst á 20 árum,“ segir í
frétt frá Búnaðarsambandi Austur-
lands.