Dagur


Dagur - 17.03.1994, Qupperneq 16

Dagur - 17.03.1994, Qupperneq 16
Akureyri, fimmtudagur 17. mars 1994 EN ÞÚ HELDVR! ¥erð midaó við staógreióslu er 1,300 hrénur fyrsta birting og hver endurtehning 400 hrénur. Hákon ÞH-250 kom með 993 tonn til Krossanesverksmiðjunnar á þriðjudagskvöldið. Mynd: Robyn Enn eru óveidd 19% af loðnuheimildum: Norðlenskar loðnuverksmiðjur hafa fengið 23% af loðnuaflanum Rauðá í Ljósavatnshreppi: Vor í geitahúsi - kiðlingarnir koma snemma í ár Heildarloðnuaflinn á vetrarver- tíðinni er nú orðinn 408 þúsund tonn en aflinn hefur síðustu daga eingöngu fengist vestur af Jökli og suðvestur af Reykja- nesi. I fyrrinótt og gær var þar bræluskítur en þó voru nokkrir bátar að fá þokkalegan afla en aðrir aðeins slatta. Til Hraðfrystistöóvar Þórshafn- ar hafa borist 17.333 tonn; til SR- mjöl á Raufarhöfn 23.956 tonn; til Krossanesverksmiðjunnar á Akur- eyri 11.176 tonn; til Hraófrysti- húss Olafsfjarðar 1.991 tonn og til SR-mjöl á Siglufirði 34.952 tonn auk 4.914 tonna af hrognakreistri loónu sem borist hefur þangað með sanddæluskipi og grænlenska skipinu Ammasat, eða alls 40.866 tonn. Alls cru þetta því 94.322 tonn sem borist hafa til norð- lenskra hafna, eöa 23% af heildar- aflanum. GG Tíu kiðlingar skoppa um í geita- húsinu að Rauðá í Ljósavatns- hreppi, en um helmingur geit- anna á bænum er borinn. Fyrsti kiðlingurinn kom í hciminn 20. feb. í ár, en það er óvenju snemmt og stafar af ruglinu á mæðrum þeirra sem stöðugt sinna ástamálum sínum fyrr á haustin. Fyrstu kiðlingarnir eru á skemmtilegum aldri. Þeir eru frískir og allt viróist vera í lagi með þá þótt þeir séu fyrr á ferð- inni en venja er til, sagði Friðrik Vilhjálmur Grímsson á Rauðá, en félagsbúið þar annast geiturnar fyrir Erling Vilhjálmsson. Friðrik sagói aó geiturnar gengju yfirleitt úti fram í fyrstu snjóa. Þær héldu mikið til i helli í árgili og auðveldast væri að koma þeim í hús með því að gera slóð í snjó fyrir þær. Ekki væri vinnandi vegur að smala geitunum, þær vildu fara sínar eigin leiðir, nema hvað þær rynnu eftir sömu slóð- inni. Hafurinn gengur með geita- hópnum, sem er farinn að rugla með fengitímann og færa hann framar á haustin. Friðrik sagði að Rauðárbúiö hefói engar nytjar af geitunum. Til hefði staðið að nýta ullina, en minna orðið úr framkvæmdum. Af hverri geit mætti kemba urn 300 grömm af mjög fínni ull sem minnti á kasmírull og ætti að vera verðmæt. Ríkið veitir geitaeigend- um styrk til að halda um 200 gcit- ur í landinu en skyldleikaræktun skapar vandamál í svo fámennum stofni. Þau mál eru þó í góðu lagi hjá Rauðárgeitunum enn um stundir, en það mun vera hafur úr Þistilfirói sem freistar þeirra fyrr á árinu en fyrirhugað er. Góðviðrið í fyrrahaust veldur nú nokkrum vandræðum hjá bændum. Vatnsból hafa þornað og lækkað í öðrum vegna lítillar úr- komu sl. haust. A nokkrum bæjum hefur þurft að leiða vatn eftir óhefðbundnum leiðum með nokk- urri fyrirhöfn, en hvergi hefur komið til stórfelldra vandamála af þessum sökum. IM Sauðárkrókur: Tilraun til innbrots Viðvörunarkerfið í Skagfirð- ingabúð á Sauðárkróki sannaði ágæti sitt snemma í gærmorgun er reynt var að brjótast þar inn. Aö sögn lögreglu fór kerfið í gang um klukkan sex í gærmorg- un og í ljós kom aó brotin hafði verið rúða í Skagfirðingabúð. Hinn væntanlegi innbrotsþjófur hefur orðið hrelldur og forðað sér í ofboði og þar af leiðandi var engu stolið og engar skemmdir unnar fyrir utan rúðubrotið. Umferð gekk ágætlega í Skaga- firói og Húnavatnssýslum í gær. Nokkuð snjóaði en færð hélst þokkaleg. SS Vestur-Húnvetningar efna til mikillar sumarhátíðar: „Bjartarnætur“íjúní Nýtt íþróttahús mun rísa sunnan sundlaugarinnar á Raufarhöfn á þcssu ári. A myndinni má sjá þær framkvæmdir sem ráðist var í á sl. sumri. Mynd: GG Raufarhöfn: Nýtt íþróttahús fokhelt fyrir haustið Vestur-Húnvetningar ætla að efna til átta daga sumarhátíðar í júní nk. undir heitinu „Bjartar nætur“. I»etta verður fjölbreytt menningar- og fræðsluhátíð og verður eitthvað um að vera há- tíðardagana um alla sýsluna. Að sögn Sigríðar Gróu Þórar- insdóttur hjá Hagfélaginu hf. á Hvammstanga, sem átti hugmynd- ina að „Björtum nóttum“, mun sumarhátíðin hefjast sunnudaginn 19. júní og stendur hún til sunnu- dagsins 26. júní. „Þessi hátíð er hugsuð fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Sigríður Gróa. „Boðið verður upp á fjöl- breytt mcnningar-, fræðslu- og kynningarefni. Við leitumst við aó dreifa dagskrárliðum um sýsluna og þannig verða einn daginn uppákomur í Miðfirði, annan í Hrútafirði, þann þriója á Vatns- O VEÐRIÐ í nótt átti norðan garrinn aó ganga nióur og í dag verður austlæg eóa breytileg átt og líklega einhver éljagangur á Norðurlandi og frost 1-8 stig. Á morgun er útlit fyrir norðan strekking og él á Norðurlandi og 4-10 stiga frost. Um helgina er von á suðlægum vindum með hlýnandi veðri. nesi, fjórða daginn í Víðidal, þrjá daga vcrða uppákontur á Hvammstanga og áttunda daginn verður efnt til vciðidags um alla sýsluna. Þaó verður eitthvað um að vera alla dagana. Eg nefni myndlistar-, kvikmynda-, sögu- og leiksýningar, tónleika, fjöl- skylduleiki ýmiskonar, brennur og margt fleira.“ Sigríður Gróa sagði að heima- menn önnuðust alla dagskrárliði sumarhátíðarinnar að einum und- anskildum; hljómsveitin Þúsund andlit meó Sigrúnu Evu Armanns- dóttur í broddi fylkingar mun spila á hátíðardansleik á Hvammstanga laugardagskvöldið 25. júní. Þegar hefur verið skipuö fram- kvæntdanefnd fyrir „Bjartar næt- ur“ og Karl Sigurgeirsson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Það sent kom þessu af stað var lýðveldisafmælið í sumar. Hins vegar var hér á árum áður haldin svokölluó Jósefínuhátíó og það var rætt um þaö í fyrra að endurvekja hana, enda átti hún þá 50 ára afmæli. Af því varö þó ekki. Jósefinuhátíðin var alltaf haldin síðustu helgina fyrir versl- unarmannahelgi, sem að mörgu leyti er óhentug tímasetning. Eg hygg að þessi tími í júní sé hvað hentugastur til þess að fá fólk til starfa,“ sagði Sigríður Gróa Þórar- insdóttir. óþh Lokið verður við að steypa upp sökkla, veggi og gólfplötu í nýtt íþróttahús á Raufarhöfn á kom- andi sumri og síðan verður reist Iímtrésburðarvirki og á það negld klæðning og húsinu lokað fyrir nk. vetur. Húsið rís sunnan sundlaugarbyggingarinnar og verður byggð tengibygging milli húsanna. Upphaflega var gert ráð fyrir að allt verkið tæki fimm ár og ef sú áætlun gcngur eftir verður íþróttahúsið tekið í notkun haustið 1995. Það fer þó að sjálfsögðu eftir fjárhagsáætl- un Raufarhafnarhrepps fyrir það ár. Ný lögreglustöð bíður tilbúin til notkunar á Raufarhöfn, en hún stendur á svokölluöu „Gunnars- plani“, en björgunarsveitin er í eystri enda hússins, sem er stál- grindarhús. A þessum stað hafði síldarspekúlantinn Gunnar Hall- dórsson söltunarstöð á velmektar- árum síldarsöltunar á Raufarhöfn. Húsið hefur þó ekki veriö tekið í notkun þar sem húsgögn og annar búnaður er cnn ókominn. Með notkun nýju stöðvarinnar flyst lögreglan úr húsnæði sem Vinnueftirlit ríkisins var búið aó dæma óhæft sem vinnustað. í nýju lögreglustöðinni eru tveir fanga- klefar. GG 4.-20. mars * ■ FERMINGARTILBOÐ PFAFF SAUMAVÉL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERD KR. 39.995 3KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.