Dagur - 10.05.1994, Side 4

Dagur - 10.05.1994, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 10. maí 1994 — LEIÐARI------------------------------- Hvað snýr upp og hvað niður? ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kannanir, sem haía verið gerðai á undanfömum ár- um, hafa leitt í ljós aö staðþekking ungmenna hér á landi er mjög af skomum skammti. Þetta er um- hugsunarvert og í raun vemlegt áhyggjuefni. Oft hefur verið sagt að bandarísk ungmenni skeri sig úr í fákunnáttu um sitt nánasta umhverfi og fjarlæg lönd, en því miður er það nú svo, og það hafa kann- anír leitt í ljós, að íslensk ungmenni Standa þeim bandarísku lítt framar á þessu sviði. Nú kynni einhver að segja að staðfræðikunnátta unglinga sé engu síðri en foreldra þeirra þegar þeir vom á sama aldri. Ef til vill er það rétt, en þó bend- ir margt til þess að það eigi ekki við rök að styðj- ast. Upp úr 1970 var ákveðið að hella í eina graut- arskál sögu, landafræði og fleiri greinum og búa tO bræðing sem menn nefndu samfélagsfræði. Ugg- laust var þetta gert til þess að gera námsefnið skemmtOegra og aðgengOegra fyrir nemendur. Það tókst að nokkru leyti, en hins vegar má halda því fram að þetta námsefni hafi Olu heOli orðið tO þess að minnka kennslu í landafræði og ekki síst þeim hluta landafræðinnar sem oft er nefnd staðfræði. Ekki eru allir á eitt sáttir um gOdi þess að nemend- ur séu þokkalega að sér í því hvað snýr upp og hvað snýr niður á íslandskortinu, en ætli flestir viö- urkenni ekki innst inni þörfina á því að krakkar hafi yfir að ráða lágmarks kunnáttu í þessum efnum. En það er ekki bara um að kenna skorti á góðu námsefni. Þeir sem stjórna ferðinni í menntamálum hafa ekki viljað horfast í augu við þá staðreynd að staðþekkingu nememda hefur hrakað ár frá ári. Það var ekki fyrr en niðurstöður alþjóðlegrar könn- unar í landafræði voru kynntar á liðnum vetri sem menn fóru að hugsa sinn gang. Það kom nefnilega í ljós að unglingar frá íslandi lentu í 17. sæti af 25 þátttökuþjóðum og þeir skipuðu sér á bekk með jafnöldrum sínum í Danmörku og Bandaríkjunum. Unglingar í Austur-Evrópu röðuðu sér hins vegar í efstu sætin. Þetta er niðurstaða sem er allrar athygli verð og hlýtur að vekja menn til umhugsunar, ekki síst á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Átak í að efla landafræðikennslu ungmenná væri verðug afmælis- gjöf á lýðveldisári. Fagfólkið er til staðar en hins vegar vantar fjármagnið og viljann af hálfu þeirra sem ráða ferðinni í menntamálunum. Umhverfis- og ferðamál: Tveir heimar eða tvíburar í umræðu um umhverfismál gleymist oft að sá málaflokkur er í órjúfanlegum tengslum við feróa- mál. Sama er að segja um ferða- málaumræóuna, hún er slitin úr samhengi vió það sem gefur feröamennsku líf; umhverfi og náttúru. Nú er ljóst aó gamall og úreltur hugsunarháttur urn þessa mála- flokka er á undanhaldi. Var raunar kominn tími til að forn viðhorf okkar til þessara mála breyttust. í reynd hafa þessir málaflokkar slíka sérstöðu aó þeir tengjast á einn eða annan hátt flestum öörum sviðum þjóðlífsins. Umhverfismálin heim í hérað Með framlagningu frumvarps til breytinga á náttúruverndarlögum kom í ljós áhugi stjórnmálamanna til breytinga. En sá böggull fylgdi skammrifi að frumvarp umhverf- ismálaráðuneytis tók ekki á þeim vanda sem hefur skapast af mið- stýringu umhverfismála. Ekki voru menn fyrr búnir að fagna stefnumörkun í þá átt aó gelda Náttúruverndarráð, en nýtt apparat fæddist í frumvarpinu. Meó sam- stöóu þingmanna úr okkar kjör- dæmi tókst aö fá málinu frestað til hausts þannig að kostur gefst til að gera athugasemdir við frum- varpið. Þökk sé þeim. Nú er kom- ið aó okkur. Bindumst samtökum um að fá vald til umhverfisvernd- ar alfarið heim í hérað. Ahuga- fólk, fulltrúar sveitarstjórna og hagsmunaaðilar í ferðamennsku í sýslum eða kjördæmum eru full- fær til þeirra hluta. Ráðherra sam- gömgumála hefur ítrekað bent á þessa leið, svo nú er lag. Hverjir eru þoiendur mið- stýrðar náttúruverndar? Þjóðgarðar Islendinga eru í Þing- eyjar- og Skaftafellssýslum. Fólk á þeim landssvæðum hefur því mest þurft að þola hina miðstýrðu náttúruvernd. Á þessum stöðum hafa menn sömu athugasemdir i'ram að færa við títtnefnt frum- varp; að umhverfisverndinni sé best sinnt heima í héraði. Þingey- ingar og Skaftfellingar, aðalþol- endur núverandi ógnarstjómar Náttúruverndarráðs, fara sem sagt fram á að miðstýringunni verði af- létt, þannig að við getum sjálf ákvaróað farveg þróunar í um- hverfismálum og þar af leiðandi í ferðamálunum jafnframt. Hverjir eru líka betur í stakk búnir til að finna út þær leiðir sem gagnast best til verndar og nýting- ar náttúruauðlindarinnar? Sú auð- lind er ekki ótæmandi frekar en aðrar lindir en ónýtt auðlind er ónýt auðlind og nýtur því lítillar virðingar. Þaó er líka reynsla allra sem aó þessum málum koma, að besta náttúruverndin sé nálægðin, tilfinningin og ábyrgóin. Viróing fyrir umhverfinu kemur ekki með tilskipunum ofan frá. Reynsla annarra þjóða Góður gestir voru hér á ferð s.l. sumar. Dr. David Campell frá landgræðslu Ástralíu og Magnús Magnússon frá Umhverfisstofnun Skotlands (Scottish Natural Herit- age eða Skoski náttúruarfurinn, eftirtektarvert stofnanaheiti sem segir sitt). Báðir þessir aðilar, alls ókunnir hvor öðrum, sögðu okkur sömu sögua: Almenn umhverfis- vitund verður ekki til fyrr en vald og ábyrgó er færð nær þeim sem þurfa að eiga sitt undir umhverf- inu. Umhverfisvernd hefur víða Sigurjón Bencdiksson. „Bindumst samtökum um að fá vald til um- hverfisverndar alfarið heim í hérað. Áhuga- fólk, fulltrúar sveitar- stjórna og hagsmuna- aðilar í ferðamennsku í sýslum eða kjör- dæmum eru fullfær til þeirra hluta.“ mistekist vegna þess að þessum augljósu staóreyndum var lagt fyr- ir róða. Það er engin tilviljun að enn syrtir í álinn í umhverfismál- um. En það eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Reynsla okkar Sú sérkcnnilega staða er nú komin upp að við getum orðió veitendur en ekki bara þiggjendur í urn- hverfisvernd. Sú landeyðing sem hér hefur geysað hefur skilið eftir kunnáttu sem flestum þjóðum Evrópu er hulin. Landgræðsla rík- isins hefur sýnt og sannað, að þar býr þekking og vilji til að gera drauminn, stöðvun landeyðingar fyrir aldamót, að veruleika. Þjóðir Evrópu eru nú að upplifa land- og jarðvegseyóingu sem ekki hefur verið vandamál þar áður. Við get- um kennt þeim ýmislegt, og þeir vilja læra. Stofnum umhverfis- menntasetur á Húsavík mcð áherslu á jarðfræði, jarðvegsvernd og endurheimt landgæða.Tökum forystu, sýnum frumkvæói. Sigurjón Benediksson. Höfundur cr lunnlæknir og skipur I. sæti ú lislu Sjúlfstæóisflokksins ú Húsuvík vió kosningum- ur 28. muí n.k. Á Akureyri eru mörg öflug fyrirtæki Ég get ekki neitað því aó ég var nokkuð forvitinn þegar ég las grein Guðmundar Jóhannssonar, 5. manns á lista sjálfstæðismanna við bæjar- stjómarkosningamar á Akureyri í vor,J Degi nýlega. Ég vissi að hann var nýliði í bæj- arpólitíkinni og því forvitnilegt aó vita hvaða boðskap hann flytti bæj- arbúum. Það verð ég að segja aó ég las grein hans tvisvar til að reyna að átta mig á því hvað þessi ágæti maður var að fara. Að bölva í hljóði Það sem vakti athygli mína sérstak- lega var eftirfarandi boðskapur í grein hans: „Það er umhugsunarvert fyrir okkur Akureyringa hversu nei- kvæð við erum og hvemig við drög- um kjarkinn hvert úr öðru, neikvæð skrif og barlómur í fjölmiðlum er okkur til skaða. Það er kominn tími til að líta upp og vera bjartsýn, bölva í hljóði og hvetja hvert annað. Hér á Akureyri em enn til öflug og góð fyrirtæki sem við verðum að hlúa að. SÍS veldið hrundi og von- andi kemur þaó ekki aftur. Allt of algengt var að fólk trúði á Sam- bandsveldið en það fór eins og önn- ur framsóknartengd fyrirbæri.“ Svo mörg vom þau orð. Allt of margir Akureyring- ar eiga um sárt að binda Mín skoðun á erfiðleikum í at- vinnurekstri og hjá einstaklingum á Akureyri á undanfömum árum er sú, að það er harmsefni fyrir bæjar- búa hve miklir fjármunir hafa tapast vegna gjaldþrota í atvinnulífinu og hjá einstaklingum og alltof margir bæjarbúar eiga um sárt að binda nú um stundir. Sannleikurinn er sá, hvað sem sjálfstæðismenn annars segja „um að bölva í hljóði og hvetja hvert annað“, að á Ákureyri er og hefur verið eitt mesta atvinnu- leysi sem þekkist hér á landi. Ég fæ ekki séð að rekstrarform á at- vinnurekstrinum hafi skipt nokkru máli. Fyrirtæki hafa lent í þroti hvort sem um einka- eða samvinnu- rekstur hefur verið að ræða. Við at- vinnuleysinu verða bæjarbúar að bregðast. Þeir verða að standa sam- an og auðvitað fagna allir þvi ef ný „Fróðlegt væri fyrir bæjarbúa ef Guðmundur nefndi nokkur fyrirtæki, sem að hans mati eru öflug og góð fyrirtæki, sem við verðum að hlúa að.“ fyrirtæki rísa, hvort sem þau verða rekin af einkaaðilum, bæ, ríki eða samvinnumönnum eða í samvinnu allra þessara aðila. Ég er sammála Guðmundi að á Akureyri eru, sem betur fer, mörg góð og öflug fyrirtæki, bæði í einkarekstri og „framsóknartengd“. Fróðlegt væri fyrir bæjarbúa ef Guðmundur nefndi nokkur fyrir- tæki, sem að hans mati eru „öflug Svavar Ottesen. og góó fyrirtæki, sem við verðum aó hlúa að“. Enginn veit... Til umhugsunar fyrir Guðmund og fleiri nýliða á D-listanum birti ég hér spumingar, sem sjálfstæðismenn á Akureyri beindu til bæjarbúa fyrir bæjarstjómarkosningamar 1990 og birtust í blaði þeirra Islendingi. VEIST ÞÚ hvar störfum hel'ur fækkað mest á kjörtímabilinu? Ála- foss/Sambandinu - KEA - SIipp- stöðinni. VEIST ÞÚ hvar störfum hefur fjölgað á síðasta kjörtímabili? M.a. hjá Samherja - K. Jónssyni niður- suóu - Kjarnafæði - Strikinu skó- verksmiðju - Gúmmívinnslunni - ístess - DNG - Hótcl Stefaníu - Hótel Norðurlandi. Af þessu má draga nokkurn lær- dóm. Énginn veit sína ævina l'yrr en öll er. Halldór Jónsson bæjarstjóri? Um bæjarstjóraefnin sex á D-listan- um, sem Guðmundur minnist á í grein sinni, ætla ég ekkert að segja. Én Sigurður J. vill að Halldór Jóns- son verði bæjarstjóri á Akureyri áfram ef sjálfstæðismenn ráða því að kosningum loknum í vor. Skyldu allir frambjóöendur á D-listanum vera sammála um það? Svavar Ottesen. Höfundur er formaóur Framsóknarfélags Akur- eyrar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.