Dagur - 10.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 10. maí 1994
Ráðhústorgi 5, 2. hæð
Gengiö inn frá Skipagötu
Sími 11500
Skólastígur:
4-5 herb. neðri hæð í þribýli um 130 fm.
Eign í ágætu lagi á mjðg góðum stað. Laus
tljótlega.
Hafnarstræti:
Mjög skemmtileg 4ra herb. íbúð á 2. hæð
um 110 (m. Spennandi eign rétt við Miðbæ-
inn. Hagstætt verð.
Skarðshlíð:
3ja herb. íbúð á 2. hæð um 87 fm. Áhvíl-
andí 40 ára húsn.lán um 3,2 millj. Greiðslu-
byrði um 16 þús. á mánuði. Laus fljótlega.
Lerkilundur:
Mjög fallegt 5 herb. einbýlishús á einni hæð
ásamt bllskúr um 170 fm.
Skálagerði:
Mjðg fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt
bilskúr samtals um 166 fm. Skipti á 3-4ra
herb. ibúð hugsanleg.
Hrafnabjörg:
Einstaklega vandað og vel hannað einbýlis-
hús ásamt rúmgóðum bllskúr samtals um
275 fm. Eign i sérflokki.
Brekkugata:
Mikið endurnýjað, mjög gott einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt risí samtals um 170
fm.
FASTEIGNA & VJ
SKIPASALA
NORÐURLANDS íi
Ráðhústorgi 5, 2. hæð
gengiö inn frá Skipagötu
Opiö virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaöur:
Benedikt Ólafsson hdl. fl™
Gangatengíng um Héðinsfförð
hlýtur að verða skoðuð
I leióara Dags 20.04 s.l. er rætt um
lagningu heilsársvegar yfir Lágheiói
og látið aó því liggja að ekki kæmi á
óvart að ráðist verói í þá framkvæmd.
Einnig er þess getið aö ég hafi flutt
þingsályktunartillögu á Alþingi um að
kanna vegtengingu milli Olafsfjarðar
og Siglufjarðar um Héðinsfjöró með
gerð jarðganga. Þetta er mikið rétt en
ég flutti þessa tillögu ekki einn heldur
stóðu að henni ásamt mér þingmenn-
irnir Halldór Blöndal, núverandi
samgöngumálaráðherra, Jón Sæmund-
ur Sigurjónsson, Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, Ragnar Amalds, Ami Gunn-
arsson og Pálmi Jónsson.
Astæða þess aó tillagan var flutt
var m.a. sú að ný tækni var notuð vió
gerð jarðganganna um Olafsfjarðar-
múla sem reyndist mun ódýrari en áð-
ur var þekkt og er henni nú beitt við
geró jarðganganna á Vestfjöróum.
Tölduin við rétt aó kanna lagningu áð-
urnefndrar vegtengingar, þ.e.a.s. milli
Olafsfjaróar og Siglufjarðar þegar aó
því kæmi að skoða veg yfir Lágheiði
samkvæmt gildandi Vegaáætlun.
I umsögn vegamálastjóra um
þingsályktunatillöguna segir m.a.: „I
Ijósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á
síðustu árum, verða þeir jarðganga-
möguleikar, sem bent er á í tillögunni,
skoðaðir áóur en endanleg ákvöróun
verður tekin um byggingu vegar um
Lágheiói. Verður þaö gert óháó af-
greiðslu tillögunnar."
Þessari tillögu var vísaó til ríkis-
stjórnarinnar.
Vegir eins og Lágheiði
undrunarefni
I áðumefndum leiðara er látið liggja
aó því að þessi hugmynd lýsi stórhug
og megi ætla aó hún komist á fram-
kvæmdastig snemma á næstu öld.
Þegar jarógangaáætlunin var 'gerð
1987, var eftirtöldum verkefnum raó-
að í forgangsröð:
Hestamannafélagiö Léttir
Gæðingakeppni
LETTIR
V
^^KUREYR^/
Gæðingakeppni Léttis sem jafnframt er úrtaka fyrir
landsmót verður haldin á Hlíðarholtsvelli 28. og 29.
maí.
Keppt verður í A og B flokki gæðinga, unglingaflokki og
barnaflokki. Þrír hestar í hverjum flokki vinna sér þátttökurétt
á landsmótið.
Kappreiðar verða með hefðbundnu sniði, 150m og 250m
skeið. 250m stökk, 350m stökk og 300m brokk.
Tekió veróur á móti skráningu í Hestasporti Kaupangi, hjá
Valgeiri og Skeifunni hjá Stefáni Erlingssyni.
Framvísa þarf félagsskírteini ’94 vió skráningu.
Skráning hefst 10. maí og lýkur 24. maí kl. 18.00.
BSA M.
Sölu- og þjónustuumboð fyrir:
Mercedes-Benz
Bílaverkstædi
Bílaréttingar
Bílasprautun
Bílavarahlutir
Laufásgötu 9 • Akureyri
Símar 96-26300 & 96-23809
l. Ölafsfjarðarmúli, 2. Botnsheiði
og Breiðadalsheiði, 3. Fjarðarheiði og
Oddsskarð.
Ekki var á þeim tíma rætt um veg-
tengingu milli Olafsfjarðar og Siglu-
fjarðar þar sem skýrslan tók ekki á
jarðgöngum til styttingar vegalengda
en undir þann flokk jarðganga falla
jarðgöng eins og göngin undir Hval-
fjörð sem búió er að ákveða að hrinda
í framkvæmd, svo og þessi vegteng-
ing sem við bendum á í tillögunni.
Frá því þessi skýrsla var samin eru
sjö ár og á þeim tíma hefur mikið
breyst, þ.m.t. stórbætt vegageró með
lagningu varanlegs slitlags á þjóóvegi
landsins. Verða því vegir eins og yfir
Lágheiói undrunarefni vegfarenda
sem aka á vegi með bundnu slitlagi
frá Akureyri nánast alla leið til Olafs-
fjaróar en þurfa svo aó aka á 46 ára
gömlum vegi scm víóa er nánast rudd-
ur og hefur fengió sárlega lítið við-
hald.
I mínum huga stafar þetta m.a. af
því aó vegurinn um Lágheiði er veg-
tenging milli kjördæma og fær minni
áherslu hjá þingmönnum en vegir inn-
an hvers kjördæmis af augljósum
ástæóum. Þess vegna fluttum vió
þessa tillögu þegar vinna við geró
ganganna um Olafsfjarðarmúla var
hálfnuð.
Hagræði af göngum fyrir
orkuveiturnar
En eftir að göngin um Olafsfjarðar-
múla voru tekin í notkun varó flestum
Ijós þröskuldurinn um Lágheiði fyrir
Siglfiróinga og Fljótamenn sem gjarn-
an vilja sækja þjónustu til Akureyrar
eins og Sauöárkróks.
I þessari skýrslu er bent á hagræói
fyrir orkuveitur, svo og Póst og síma
vió gerð jarðganga þar sem hægt er aó
koma fyrir lögnum svo sem ljósleið-
ara og kraftstrengjum sem eru mun
Sverrir Sveinsson.
ódýrari lagðir í kapalstokkum heldur
en í línum yfir fjöll og heióar með
miklu meiri bilanahættu.
Nú er í umræðu aó reyna aó nota
þá umfram raforku sem til er í lands-
kerfinu meira til framleiðslu á gufu í
fiskimjölsverksmiðjum og víðar til að
minnka notkun á innfluttu eldsneyti.
Þegar þessi hagkvæmni er metin
kcmur í ljós aó um mjög takmarkaðan
raforkuflutning er aö ræóa til sumra
afksekktra staða á landinu eins og t.d.
Siglufjarðar, sem urðu útundan þegar
átakió var gert með lögn 130 KV
hringtengingar um landið og lauk árið
1984. Þá var hugsunin bundin vió að
útrýma notkun olíu til raforkufram-
leiðslu eftir nokkrar stórhækkanir á
olíu áratuginn 1970- 1980.
I skýrslu iónaóarráóhcrra um nýt-
ingu innlcndra orkulinda til raforku-
vinnslu, sem kom út í þessum mánuði,
segir að 5000 GWh. séu tiltækar í raf-
orkukerfinu en notkun árið 1993 var
4I07 GWh. Samkvæmt endurskoðaóri
orkuspá frá október 1993 verður raf-
orkukerfið ekki fullnýtt fyrr en 2010
miðað vió 2% aukningu á almennum
markaöi án stóriðju.
Þaó er því ljóst aó miklir mögu-
leikar eru í að gera átak í því að út-
rýma notkun olíu í fiskvinnslu og iðn-
aði meóan ekki takast samningar um
orkufrekan iðnað.
Astæöa er til að leggja nýtt mat á
þessa notkun, m.a. vegna þess aó nýt-
ingartími verksmiðjanna er stuttur og
þess vegna veróa aó gilda önnur verð-
lagningarsjónarmið.
En meðan svona mikil umfram-
orka er til í landskerfinu er það skylda
stjórnvalda að nýta hana til verðmæta-
sköpunar með minnkun á innfluttri
orku. Einnig má benda á vaxandi
kröfur um aó dregið verði úr olíu-
brennslu vegna mengunar.
Tengingu um Héðinsfjörð
á að velja
Mér finnst því að það sjónarmið að
hugsanleg vegtenging milli Olafs-
fjarðar og Siglufjarðar komi ekki á
framkvæmdastig fyrr en á næstu öld
ekki ásættanlegt.
Ef samgönguráóherra er að fiýta
vegtengingu milli þessara staöa meó
skipun nefndar til að kanna veg um
Lágheiði, hlýtur nefndin að skoóa
jafnframt þann kost sem bent er á í til-
lögunni aö leggja veginn um Héóins-
fjörð eins og fram kemur í umsögn
vegamálstjóra. Þaó er mín skoðun aó
sú leið verói valin þegar öll atriði eru
metin sem taka veröur tillit til, ekki
síst nú eftir að sveitarlélögin verða að
sameinast til þess að geta haldió uppi
þeirri þjónustu sem íbúamir vilja og
ciea téit á. Sverrir Sveinsson
Höfundur cr varaþingmaður Framsóknarflokks á
Norðurlandi vestra og veitustjóri á Siglurfirði.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Slægjur
- ný ljódabók eftir Sverri Pálsson
Ut er komin Ijóóabókin Slægjur eftir
Sverri Pálsson, fyrrverandi skólastjóra
á Akureyri, í tilefni sjötugusafmælis
hans nú í sumar. Hann hefur ekki sent
frá sér Ijóðabók fyrr, en nokkrar frum-
samdar bækur hafa komið út frá hans
hendi, einkum um söguleg efni. Enn
fremur hefur hann þýtt nokkrar bæk-
ur.
Ljóðabókin Slægjur cr 112 blað-
síður aó stæró í Royal-broti og vönd-
uóu bandi. I henni eru rösklega 50
kvæði, sem skiptast í 5 efniskafla:
Land og líf, Um ársins hring, Ymsum
ætlað, Hálíkæringur og Þýóingar. All-
ur þorri kvæðanna cr ortur undir
stöóluðum og rímuðum bragarháttum.
Bókin er prentuð í 250 cintökum,
Menntamálaráðuneytið
Norrænir starfs-
menntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og Nor-
egs veita á námsárinu 1994-95 nokkra styrki handa ís-
lendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum lönd-
um. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms
eftir iðnskólapróf eóa hliðstæða menntun, til undirbún-
ings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iönskóla-
kennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem
ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Dan-
mörku er 18.500 d. kr„ í Finnlandi 27.000 mörk og í
Noregi 22.400 n. kr.
Einnig er gert ráð fyrir að sænska menntamálaráðu-
neytió veiti styrki handa íslendingum til starfsmenntun-
ar þar í landi eins og undanfarin ár. Slíkir styrkir námu
14.000 s. kr. á yfirstandandi námsári.
Umsóknum um styrkina, ásamt staófestum afritum
prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
5. júní nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráóuneyt-
inu.
Menntamálaráðuneytið,
5. maí 1994.
Sverrir Pálsson.
setn eru öll tölusett og árituó af höf-
undi. Höfundur gefur bókina út sjálf-
ur, og er hún til sölu hjá honum.
Einnig er hægt að panta bókina í síma
(96-23957). Hún kostar 1800 krónur.
(Fféltatilkynning)
Vinningstölur
laugardaginn
FJOLDI
VINNINGSHAFA
1.
2.
3.
158
4.
7.213
UPPHÆÐÁHVERN
VINNINGSHAFA
10.430.192
209.644
9.155
467
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
16.083.729
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91 -681511 LUKKULINA991002