Dagur - 17.05.1994, Blaðsíða 20

Dagur - 17.05.1994, Blaðsíða 20
Spáð í spilin á afmælismóti Bridgcfólags Akureyrar í íþróttahöllinni á Akureyri um hclgina. Við borðið sitja Björn Eysteinsson og mcðspilari hans Aðalstcinn Jörgensen, sem urðu í 3. sæti og Jón Baidursson, nýkrýndur hcimsmeist- ari í einmcnningi og meðspilari hans Sigurður B. Þorsteinsson en þeir félagar urðu í 5. sæti. Mynd: Robyn. Góö rækjuveiði Ekkert lát virðist vera á góðri rækjuveiði. Sænes EA-75 kom til Grenivíkur í gær með 8 tonn eftir aðeins tvo sólarhringa en báturinn kom inn þar sem trollið rifnaði. Afli Sænessins, sem er 110 tonn að stærð, er frá 19 til 22 tonn á viku og hefur farið til vinnslu hjá Strýtu hf. á Akureyri. Þessi afli er nærri meðaltalsafla rækjuskipa af stærðinni 100 til 150 tonn að undanförnu. Aflinn stærðarflokkast einnig mjög vel, eða um 80% í 1. flokk, en rækja af stærðinni 200 eða minna í kg er í þeim flokki. Sjöfn ÞH-142 frá Grenivík hef- ur verið á netum fyrir sunnan en er komin til Grenivíkur og er ver- ið aó gera bátinn kláran á rækju. Stokksnes SF-89 kom í gær- morgun með 40 tonn af rækju til Dalvíkur til vinnslu hjá Söltunar- félagi Dalvíkur og Særún EA var með 19 tonn. Von er á fleiri bát- um til löndunar á Dalvík í dag. GG Háskólinn á Akureyri: Kennsla í uppeldis- og kennslufræðum Islandsmótið í parakeppni og afmælismót BA: Briddsstemmning á Akureyrí að ríkti sannkölluð bridds- stemmning á Akureyri frá sl. fimmtudegi til sunnudags. ís- landsmótið í parakeppni fór fram á fimmtudag og föstudag og á laugardag og sunnudag, fór fram afmælismót Bridgefélags Akureyrar en félagið fagnar 50 ára afmæli á þessu ári. Að sögn Jónínu Pálsdóttur, for- manns BA, var þátttaka í báðum mótunum mjög góð og tókst fram- kvæmd þeirra með miklum ágæt- um. Alls mættu 60 pör til leiks í parakeppninni og 69 pör tóku þátt í afmælismótinu. „Keppendur voru mjög ánægð- ir með mótin og aðstöðuna sem boðió var uppá og við félagarnir í BA erum einnig ntjög ánægðir með hvernig til tókst,“ sagði Jón- ína í samtali við Dag. Ljósbrá Baldursdóttir og Matt- hías Þorvaldssson, urðu Islands- meistarar í parakeppninni en í af- mælismóti Bridgefélags Akureyr- ar stóðu Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason uppi sem sigur- vegarar. KK Sjá nánar á bls. 10. Skólanefnd Háskólans á Ak- ureyri hefur samþykkt tillög- ur forstöðumanns kennaradeild- ar um skipan náms í uppeldis- og kennslufræðum við skólann í haust. Eins og Dagur greindi frá veitti Menntamálaráðuneytið skólanum heimild fyrir þessu viðbótarfagi með því skilyrði að það rúmaðist innan fjárhags- áætlunar. Guðmundur Heiðar Frímanns- son, forstöðumaöur kennaradeild- ar, sagði að áætlanir gerðu ráð fyr- ir að þetta ætti að geta gengið upp miðað við núverandi fjárveitingu. Hann sagði að margir hefóu hringt Hiti eykst í borholum í Öxarfjarðar og Kelduneshreppi Hiti hefur aukist töluvert í borholu Hitaveitu Öxar- Qarðarhéraðs að Ærlækjarseli sem kölluð er Æ3 og er nú orð- inn 101 gráða, en var 97 gráður. Talinn er nokkur hætta á að holan taki að gjósa ef hitinn eykst meira en orðið er og spýti þá upp fóðringunni en nægjan- legt vatn er í holunni. Það vekur nokkra athygli að hiti hefur einnig aukist í holu skammt frá Lóni í Kelduhverfl, í liðlega 20 km fjarlægð. HoJan hefur verið notuð af fiskeldisfyrirtækinu Rifósi í Kelduhverfi vegna seiða- eldis og hefur hitinn verið um 38 gráður en er skyndilega kominn O VEÐRIÐ Af veðurspá Veðurstofunnar að dæma má ætla að næstu daga verði fremur rólyndislegt veður um norðanvert landið. í dag spáir Veðurstofan hæg- viðri á Norðurlandi. Líklega verður skýjað. Á morgun, fimmtudag og föstudag eru horfur á hægri breytilegri átt. Á morgun verður hitinn á bil- inu 3-10 stig og 2-13 stig á fimmtudag og föstudag. starfsmenn Orkustofnunar væntanlegir norður í 41 gráðu. Þess ber þó að geta að ekki hefur verið dælt úr henni síðan í janúarmánuði sl. Sverrir Þórhallsson, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun, segir að leki hafi komið fram í holunni í Öxarfirði en hitaukningin í hol- unni sé ekki svo mikil að þörf sé að hafa af því verulegar áhyggjur. í holunni cru mjög misheitar æóar og hún er heitari ofar en neðar, sem er nokkuð óvenjulegt og bendir til þess að vatnið komi lá- rétt í holuna. Ef hlutföllin breytast kann það að valda hitabreytingum en það vatn sem kemur upp er blanda af vatni á mismunandi dýpi. Sverrir segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar á hitabreyt- ingum á svo stóru svæði sem er frá Lóni aö Ærlækjarseli, en ekki sé neitt sem bendi til þess að breytingarnar séu undanfari hrær- inga í jarðskorpunni. Starfsmenn Orkustofnunar cru væntanlegir norður í Öxarfjörð nk. miðviku- dag. GG Verslunarmannahelgin: Þórsarar með fjölskyldu- hátíð í Vaglaskógi? Iþróttafélagið Þór á Akureyri viðræður við Sigurð Skúlason, skyldunnar. Með tilkomu nýju stefnir að þvi að halda fjöl- skógarvörð í Vaglaskógi, og að brúarinnar er mögulegt að halda skylduhátíð í Vaglaskógi um sögn Aóalsteins Sigurgeirssonar, stóra og mikla skemmtun í skóg- komandi verslunarmannahelgi. formanns Þórs, er hann mjög já- inum, án þess að fólk sem vill Unnið hefur verið að málinu kvæóur fyrir því að fá fólk í vcra útaf fyrir sig, verði fyrir undanfarna mánuði og hefúr skóginn um þcssa mcstu fcrða- truflun.“ félagið fengið leyfi fyrir afnot helgi ársins. af skóginum. Þessa dagana er Aðalsteinn segir aó hér verði verið að skoða ýmsa kostnaðar- „Vaglaskógur er eitt skemmti- um samvinnuverkefni aöalstjóm- liði og það skýrist líklcga í vik- legasta útivistarsvæði landsins og ar og deilda félagsins að ræða og unni hvort af framkvæmdinni það cr okkur mikið kappsmál að þurfi aliir félagsmcnn að lcggjast getur orðið. geta boðið þar upp á fjölskyldu- á eitt svo framkvæmdin gangi vel Stjóm félagsins hefur m.a. átt skemmtun, ekki síst nú á ári tjöl- og örugglega fyrir sig. KK og spurst fyrir um námið og um- sóknir væru þegar farnar að ber- ast, þannig að hann bjóst við að þátttakan yrði næg en miðað er við 15 nemendur. Umsóknarfrest- ur er til 1. júní. Nám í uppeldis- og kennslu- fræóum til kennsluréttinda er hugsað l'yrir starfandi leiðbeinend- ur. Námið er 30 einingar og í Há- skólanum á Akureyri verður það þannig uppbyggt að þaö stendur í tvö ár og nemendur eiga aó geta unnið með náminu. Guðmundur Heiðar sagði ljóst að full þörf væri fyrir þctta nám á Akureyri og hann var ánægóur með að Háskólinn gæti gefið starfandi lcióbeinendum kost á að ná sér í kcnnsluréttindi. SS Allt fyrir garðinn í Perlunni við 3KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið tíl kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.