Dagur - 17.05.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 17.05.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 17. maí 1994 I-listinn veifar réttu tré Fyrir átta árum síóan, þegar nýr meirihluti var myndaður á Dalvík í kjölfar kosninga, var dagsskip- unin að segja aldrei nema góöar fréttir af ástandi á staðnum. Lík- lega hefur ekkert ákvæði í mál- efnasamningi haldið jafn vel, og það meira að segja út yfir gröf og dauða þess meirihluta sem þá var myndaður, því enn í dag eru sumir svo gagnteknir, að ef það er nefnt aó það kunni að vera rispa á glansmyndinni þeirra þá er brugó- ist við meö nánast bernskum hætti. En því mióur hefur glansmynd- in ekki blasaö vió öllum og þó við höfum verið býsna upptekin af því sem vel hefur gengið, svo sem þróunarstarfi frystihúss KEA, vel- gengni Sæplasts, umsvifum SFD og fleiru sem frumherjar á ýmsum sviðum hafa verið að takast á vió, þá höfum við ekki getaó lokað augunum fyrir því aö erfiðleikar hafa víða gert vart viö sig. Mörg dalvísk fyrirtæki hafa gengið í gegnum miklar hremmingar og sum ekki lifað þær af. Þeir sem neita að horfast í augu við það eru ekki líklegir til að læra af reynsl- unni. Sjálfstæðismenn á Dalvík halda sig á þessum þekktu glansmynda- slóðum í umfjöllun sinni um mál- efni Dalvíkur nú í kosningabarátt- unni. Það má þó segja að seilst sé örlítió lengra en venjulega til aö fréttirnar hljómi vel. Þannig segja þeir aó á sama tíma og veiðiheim- ildir landsmanna í botnfíski hafi minnkaó þá hafí veióiheimildir á Dalvík aukist. Það er erfitt að finna þessari fullyrðingu stað ef horft er til tonnafjöldans þar sem veióiheimildir skipa á Dalvík eru rúmlega tvö þúsund tonnum minni nú en árið 1990 og tæplega fimm þúsund tonnum minni en t.d. árið 1988, og tonnunum fækkar ár frá ári. Sama er að segja um hlutdeild- ina í heildarbotnfiskkvótanum. Sjálfstæðismenn nota töluna 2,38% fyrir árið 1994. Á henni er síðan byggó fullyróingin um að allt sé nú í góðu gengi, enda hafi hlutdeildin einungis verið 2,12% árið 1990. Um þetta er það að segja að árið 1990 var hlutdeild Dalvíkur í sögulegu lágmarki, „Sjálfstæðismenn á Dalvík halda sig á þessum þekktu glansmyndaslóðum í um§öllun sinni um málefni Dalvíkur nú í kosningabar- áttunni. Það má þó segja að seilst sé örlítið lengra en venjulega til að fréttirnar hljómi vel.“ nema menn vilji rifja upp árið 1992/93 þegar hlutdeildin fór nió- ur í 1,86%. Sambærileg tala fyrir fiskveiðiárið 1993/94 er hinsvegar 2,18% samkvæmt upplýsingum Sjávarútvegsráðuneytisins. Þá hef- ur Snorri Snorrason keypt Baldur (áður Þórhall Daníelsson) til Dal- víkur og er það ein ástæða þess að Svanfríður Jónasdóttir. talan hækkar frá 1.86%. Frá þess- ari tölu á síðan eftir aó draga kvóta Sæness sem var ekki skráð í sinni nýju heimahöfn strax eftir sölu, og Haraldar, en hann var sem kunnugt er seldur burt af staðnum eftir að núgildandi kvóta- ár hófst. Rækjukvóti hefur ekki valdió mönnum víðlíka áhyggjum og botnfiskkvótinn þar sem heildar- kvóti rækju hefur verið að aukast ár frá ári og Sjávarútvegsráðu- neytið jafnvel bætt við kvótann á miðju fiskveiðiári eins og í ár. Þaó er hinsvegar ekki heldur afsökun fyrir því aó nota ranga tölu eins og þeir sjálfstæóismenn á Dalvík gera. Samkvæmt upplýsingum Sjávarútvegsráðuneytisins er hlut- deild Dalvíkur í rækju fyrir fisk- veiðiárið 1993/94 ekki 6,69 eins og sjálfstæðismenn segja heldur 3,31 % og það meó sama fyrirvara, eftir er að draga frá rækjukvóta Sæness og Haraldar. Fyrir árið 1990 er ekki reiknuð út hlutdeild, enda giltu aðrar reglur þá en nú. Það er mikilvægt að vera bjart- sýn. Það er hinsvegar alvarlegt umhugsunarefni að frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins skuli, nú í kosningabaráttunni, nota tölur sem ekki fást staófestar af þeim aðila sem úthlutar kvótanum, Sjávarútvegsráóuney ti n u. Svanfríður Inga Jónasdóttir. Höfundur skipar efsta sæti I-listans á Dalvík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 28. maí nk. Úlfur-ÚIfur! Ég sé mig knúinn til að svara efsta manni I-listans, Svanfríói Ingu Jónasdóttur, þar sem hún hefur kallaó úlfur, úlfur og fullyrt aö hlutfall Dalvíkur í heildarkvóta hafi minnkað á undanförnum ár- um. Orökstuddar dylgjur um kvótamál Dalvíkinga, sofandahátt bæjarstjórnar og hugmyndafátækt okkar D-listamanna eru með svo miklum ólíkindum, að þaó þarf bæði áræði og kjark til þess að slá ryki í augu Dalvíkinga með þess- um hætti. Staóreyndir tala hins vegar sínu máli en upplýsingar í meðfylgjandi töflum eru byggðar á opinberum tölum. Samkvæmt mínum kokkabók- um leiðir meðfylgjandi tafia í ljós að ekki er um samdrátt að ræða, heldur aukningu og það allveru- lega. Hlutfall Dalvíkur í botnfisk- kvóta hefur aukist um 13.9% og 400,000 350,000 * 300,000 k 150,000 | lao.ooo 50.000 0 01-02 02-03 um 129% í rækjukvótanum. Fá sveitarfélög á Islandi geta státað af slíkri aukningu, sér í lagi á tím- um mikils samdráttar í afla og margfaldri kvótaskerðingu. En nóg um kvótamálin aó sinni. Mig langar að vita með hvaða hætti I-listinn ætlar að örva starfsemi fiskmarkaðar á Dalvík á tímum samdráttar í afla? Aó mínu viti þarf aukinn kvóta til en það er einmitt þaó sem viö D-listamenn viljum meó kvótabankanum. Og vió skulum svo sannarlega vona að leiðin liggi enn frekar upp á við hér þegar kvótinn eykst á ný. Heldur hefur farið lítió fyrir því í skrifum þínum Svanfríður Inga, hvaó núverandi bæjarstjórn hel’ur gert fyrir íbúa Dalvíkur og hvað hún hefur lagt af mörkum í þágu tjölskyldunnar. En það má nátt- úrulega ekki minnast á það eða hvað? Ég ætla nú samt að gera það og sýna fram á að núverandi bæjaryfirvöld eru ekki alvond eins og þú virðist ýja aó. Friðrik Gígja. „Hlutur Dalvíkur í botnfiskkvóta hefur aukist um 13,9% og um 129% í rækju- kvótanum. Fá sveitar- félög á Islandi geta státað af slíkri aukn- ingu, sér í lagi á tím- um mikils samdráttar í afla og margfaldri kvótaskerðingu“. stofnað hlutafélagið HAMAR sem keypti NÓA EA 477 og margt fleira mætti telja. En til er fólk, sem hvorki skilur né vill skilja það sem vel er gert og finnur sér fróun í því að sverta það sem á undan er gengið, rang- túlka það og leggja út á versta veg sem ekki hefur heppnast full- komlega. Það var líka refurinn sem sagói að berin væru súr, þeg- ar hann náði þeim ekki! Eitt af því góða við bæjar- stjórnarkosningar er að þá er litið yfir farinn veg og metið það sem á undan er gengið, gott og illt. Dalvíkingar mega vel við una á þessum tímamótum því í dag er- um vió í forystusveit sveitarfélaga á Islandi og erum vel aó því kom- in. Þessa stöðu má þakka ábyrgð og stefnufestu bæjaryfirvalda og er sú staða staðfesting á því að rétt helur verió haldið á málum okkar Dalvíkinga. Við D-listamenn erum stað- ráónir að halda áfram uppbygg- ingarstarfi okkar, Dalvík og íbú- um til heilla, ef við fáum til þess umboð bæjarbúa. Friðrik Gígja. Höfundur er sjómaöur og skipar 8. sæti á D- lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Dalvík. I f 1990 1991 '91-'92 '92-'93 '93-'94 Atvinnuhúsnæði við Fjölnisgötu til leigu eða sölu. ca. 65 fm. Upplýsingar í síma 96-27680 eða hs. 96-23860 Bæjaryfirvöld hafa stutt vel við einstaklinginn og fjölskylduna með því t.d. að lækka útsvar og fasteignagjöld, gert átak í um- hverfismálum, dagheimilismál- um, skólamálum, sorpmálum, samgöngumálum, aukið alla al- menna þjónustu við íbúana, yngri sem eldri, lagt mikla rækt við uppbyggingu íþrótta- og æsku- lýðsstarfs og síðast en ekki síst hafa atvinnumálin verió þannig aó atvinnuleysi cr nánast mjög lít- ið miðaó við mörg önnur sveitar- félög. En það vill nú oft verða þannig að þaó gleymist sem vel er gert. Þú minnist á Atvinnuþróunar- sjóð og gefur í skyn að bæjarfé- lagið hafi liðið fyrir það hversu stutt cr frá stofnun hans. Hitt nefn- ir þú ekki, að bæjarsjóður hefur varið miklum fjármunum til at- vinnumála á Dalvík, en mér finnst það ekki vera aðalatriðið hvort þeir koma úr Atvinnuþróunarsjóði eóa bæjarsjóði. Stutt hefur verið vió bakió á nýjum hugmyndum og vöruþróun og nægir þar aó nefna Draumableiuna, Isstöðina og Fisk- eldi Eyjafjarðar í því sambandi. Aukið var hlutafé í SFD hf. og Akureyri: Útskriftartónleíkar í Tónlistarskólanum Davíó Þór Bragason, píanóleikari, heldur útskriftartónleika á sal Tónlistarskólans á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá cru verk eftir J.S. Bach, L.v. Beetho- ven, F. Chopin, K. Szymanowski, S. Prokffief, Jón Leifs og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikarnir eru liður í 8. stigs prófi hans frá Tón- listarskólanum. Davíð Þór fæddist í Reykjavík árið 1973. Hann hóf pínaónám á Dalvík hjá Nigel Lillicrap og hef- ur síðan lært hjá ýmsum píanó- kennurum á Dalvík og Akureyri en síðustu 4 ár hefur aóalkennari hans verið dr. Marek Podhajski. Davíð lauk stúdentsprófi af eðlisfræóibraut MA vorió 1993 en á námsárum sínurn í MA var hann tvívegis valinn til að keppa fyrir Islands hönd á Olympíuleikunum Davíð Þór Bragason. í eðlisfræði, fyrst í Finnlandi 1992 og í Bandríkjunum 1993. Tónleik- arnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Fréllalilkynning.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.