Dagur - 23.06.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 23.06.1994, Blaðsíða 3
I FRÉTTIR Jörundur Þórarinsson ásamt móður sinni, Steinþóru Guðmundsdóttur á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Mynd: Þorgeir Man lítið hvað gerðist - segir Jörundur Þórarinsson, sem slasaðist á Húsavíkurfjalli „Ég man nú lítið hvað gerðist og hef örugglega rotast mjög fljótt,“ sagði Jörundur Þórarins- son, í samtali við Dag. Hann slasaðist á Húsavíkurfjalli á þriðjudag, eins og kom fram í Degi í gær og liggur á sjúkra- húsinu á Húsavík. Jörundur handleggsbrotnaði og marðist nokkuð illa og jafnvel er talið að sprunga sé í hnénu. Til stóð að hann færi heim af sjúkra- húsinu í gær en því var frestað. Hann var ásamt fleiri ungling- um á ferð á Húsavíkurfjalli þegar óhappið varð. „Við vorum að ganga í hlíóinni og það var svo bratt að ég fór að hlaupa undan og það endaði með því að ég fór á hausinn og veltist eina 30 metra i urö og grjóti. Það var svarta þoka þama uppi og við vissum ekki ná- kvæmlega hvar við vorum.“ Félagi Jörundar sem einnig valt í hlíðinni, slasaðist mun minna og fór heim strax að lokinni skoðun. KK Hálendið opnað í byrjun júlí Tími ferða um hálendið er ekki enn genginn í garð, en helstu Qallvegir verða líklega opnaðir um svipað Ieyti og í fyrra eða í byrjun júlí að sögn Ólafs Torfa- sonar, hjá Vegagerð ríkisins. Sagði Ólafur töluvert mikinn snjó vera sunnanvert á hálend- inu, sérstaklega á milli Land- mannalauga og Eldgjár og væru því aðkeyrslur að Landmanna- laugum enn lokaðar. Minna væri aftur á móti um snjó norðar á Sprengisandi, eftir því sem séð væri úr lofti. „Búið er að moka Kjalveg fyrir norðan til Hveravalla en þaó var ekki búið að hleypa umferð bang- að í gær vegna bleytu. Sprengi- sandsleið er ekki farið að huga • neitt að ennþá, en vegurinn verður skoðaður bráðlega. Leiðin í Herðubreiðarlindir er greiðfær, en lokað er inneftir í Öskju enn sem komið er,“ sagði Ólafur Aðspurður um ástand fjallvega nú miðað viö i fyrra sagói Ólafur það vera nokkuð misjafnt eftir staðsetningu, en t.d. hefði opnun- ardagur í fyrra á Fjallabaksleið nyrðri verið 11. júlí, en áætlaóur opnunardagur í sumar er 7. júlí. Að sama skapi stendur til að opna leiðina Landmannalaugar - Eldgjá 5 dögum fyrr í ár en meðalopnun- artími segir til um eða 10. júlí í stað 15. þess mánaðar. Undirbúningur vertíðar við Herðubreiðarlindir Við Herðubreiðarlindir var Asta Olsen, ráðskona vinnuflokks á I staðnum, fyrir svörum þegar rJ blaðamaður Dags ynnti hana eftir ástandinu þar. Sagði Asta að hitinn á þrióju- dagskvöldið hefði ekki verið nema 2 stig enda væri Herðubreið enn hvít nióur að stalli. Líklega yrði opnað um helgina í Öskju ef veður leyfði, en það hefði að öllum lík- indum snjóað þar þegar rigndi hjá þeim á dögunum. Asta sagði mikla vinnu fólgna í opnun svæóisins, „við erum að mála skálann sem tekur 40-50 manns og er unnið frá því snemma á morgnana og fram að miðnætti. Einnig fer mikil vinna í þaö að setja allt vatnið í samband, því hér eru vatnsklósett og sturtur". Hvað varðaói komur feróa- manna síóustu daga, sagði Asta þau hafa séð einn göngumann og einn Þjóðverja á bíl en von væri á stórum hópum. Hún sagðist ekki vita til annars en vel væri bókað í sumar af ferðaskrifstofum líkt og undanfarin sumur. ÞÞ Mannfjöldatölur Hagstofu íslands: Þrettán hreppar á Noröurlandi með innan við 100 ibúa - þann 1. desember síðastliðinn Samkvæmt endanlegum mannfjöldatölum frá Hagstofu íslands frá 1. desember sl., kem- ur í ljós að á Norðurlandi vestra eru átta hreppar með innan við 100 íbúa og fimm á Norðurlandi eystra. Fámennasti hreppurinn á Norð- urlandi þann 1. desember sl., var Fjallahreppur í N- Þingeyjarsýslu, með 7 íbúa, 2 karla og 5 konur. Fjallahreppur sameinaðist hins vegar Öxarfjarðarhreppi þann 1. janúar sl. og í sameiginlegu sveit- arfélaginu búa nú um 390 manns. Skefilsstaðahreppur var fá- mennasti hreppurinn á Norður- landi vesta þann 1. des. sl. með 46 íbúa og í Vindhælishreppi voru íbúamir 47. I Skagahreppi voru íbúarnir 58, í Fremri Torfustaða- hreppi 67, í Engihlíðarhreppi 76, í Viðvíkurhreppi 79, í Ashreppi 93 og í Rípurhreppi 94. Á Noróurlandi eystra var sem fyrr segir Fjallahreppur fámenn- astur þann 1. des. sl. í Sauðanes- hreppi voru íbúarnir 50, í Öxna- dalshreppi 53, í Tjömeshreppi 86 og í Skriðuhreppi 98. KK Skútustaðahreppur: Sigurður Rúnar áfram sveitarstjóri Á hreppsnefndarfundi í Skútu- staðahreppi í fyrradag var ákveðið að ráða Sigurð Rúnar Ragnarsson sveitarstjóra til næstu íjögurra ára. Sigurður Rúnar gegndi starfinu einnig á síðasta kjörtímabili. Eins og blaðið hefur áður skýrt frá er Leifur Hallgrímsson, sem skipaði efsta sætið á E-lista í kosningun- um, oddviti hreppsins. JHB Fimmtudagur 23. júní 1994 - DAGUR - 3 Jóhann Pétur Sveinsson, endurkjörinn formaöur Sjálfsbjargar: Aðgengis- og ferlimál í brennidepli Jóhann Pétur Sveinsson, var endurkjörinn formaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra, á 27. þingi sambandsins nýlega. Þingið var að þessu sinni haldið undir kjörorðinu; „þjóð- félag án þröskulda“ og mættu 47 fúlltrúar til leiks, frá félags- deildum Sjálfsbjargar víðs vegar um landið. Aðrir í stjórn Sjálfsbjargar eru Guðríður Ólafsdóttir, varaformað- ur og gjaldkeri Sigurður Björns- son en þau ásamt Jóhanni Pétri, tilheyra Sjálfsbjörg Reykjavík og nágrennis, ritari Birna Frímanns- dóttir, Sjálfsbjörg Ámessýslu og meðstjórnandi Baldur Bragason, Sjálfsbjörg Akureyri og nágrenn- is. Aðalmál þingsins var umfjöll- un um aðgengis- og ferlimál. í ályktun þingsins er fagnað yfirlýs- ingu umhverfisráðherra um end- urskoðun byggingar- og skipu- lagslaga og þátttöku fulltrúa Sjálfsbjargar í þeirri endurskoðun. Þingið skorar á félagsmálaráð- herra aö ferlinefnd ráðuneytisins fái starfsmann í fullt starf, auk þess hálfa starfs sem fyrir er. Án þess er vonlaust að nefndin komi í framkvæmd því hlutverki sem fé- lagsmálaráðuneytið hefur ætlað henni. Jafnframt skorar þingið á um- hverfisráðherra að hafa í sinni þjónustu starfsmann sem hafi eft- irlit með hönnum umhverfis með það aó leiðarljósi að það verði að- gengilegt fyrir alla. Þá er því beint til Ferðamála- ráðs og samgönguráðuneytisins, hvort hugað hafi verið aó ferða- möguleikum hreyfihamlaðra nú þegar sérstakt ferðaátak innan- lands er á döfinni. Getur hreyfi- hamlað fólk, m.a. fólk í hjólastól- um ferðast í langferðabifreiðum innanlands? Hvar eru almennings- salemi sem allir geta notað? Hvar er hægt að mæla með gisti- og veitingaaðstöðu sem uppfyllir skilyrði fyrir alla? Hvar eru úti- vistarsvæði sem aðgengileg eru öllum? Þá er því beint til Náttúru- verndarráðs og Skógræktar ríkis- ins að útivistarsvæói á þeirra veg- um séu aðgengileg öllum og hefur það fyrst og fremst í huga að gang- og akstursbrautir séu lagðar bundnu slitlagi. Ennfremur verði komið fyrir hvíldarbekkjum með- fram gangbrautum. Nauðsynlegt er að hjólastólar séu til afnota þar sem umferð bifreiða er ekki leyfð, eins og scgir m.a. í ályktun þings Sjálfsbjargar. KK Ferðafélag Akureyrar Næstu ferðir á vegum félagsins eru: Jónsmessuferð út í buskann, föstudag 24. júní, fjöl- skylduferð, grillaó og farið í leiki. 25.-26. júní: Svartárkot-Mývatnssveit um Grænpolla- mýri, tveggja daga gönguferð. Hestar verða hafðir meö undir trúss. Leiðsögumaður: Arngrímur Geirsson. 25.-26. júní: Svartárkot-Suðurárbotnar, bílferó í tengslum við gönguferðina. 2. júlí: Norðurárdalur-Seldalur-Hjaltadalur, eins dags gönguferð. 2. júlí: Kvöldferð. Gengió á Stórhæö og um Hesjuvalla- brúnir. 8.-10. júlí: Öskjuvegur, öku- og gönguferö. 8. -10. júlí: Herðubreiðarlindir-Askja, ökuferð. 9. -15. júlí. Sumarleyfisferð um Vestur- og Suður- land. Farið verður um Borgarfjörð, Kaldadal, Suður- land, Vestmannaeyjar og Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á sumarleyfisferðinni hafi samband við skrifstofu félagsins sem fyrst. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins Strandgötu 23. Skrifstofan er opin kl. 16.00-19.00 alla virka daga, sími 22720. Ath. í ferðaáætlun félagsins er röng GPS staðsetning á Dreka, skála félagsins við Drekagil í Dyngjufjöllum, rétt staðsetning er: GPS 65 02,52 N- 16 35,72 V. & Auglýsendur! Skilafrestur auglýsinga í helgarblaöiö okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum, - já 14.00 á fimmtudögum. □agur auglýsingadeild, sími 24222. Opiö frá kl. 8.00-17.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.