Dagur - 23.06.1994, Side 12

Dagur - 23.06.1994, Side 12
Akureyri, fimmtudagur 23. júní 1994 cilfci Siglufjörður: Mestu byggingafram- kvæmdir í mörg ár - atvinnulausir teljandi á fingrum annarrar handar Miklar byggingafram- kvæmdir standa yfir á Siglufirði. Auk framkvæmda á vegum bæjarins má nefna ný- byggingar rækjuvinnslunnar Ingimundar hf. og Rarik og Olís bíður leyfis fyrir nýbyggingu sem væntanlega fæst á næstu dögum. Bæjartæknifræðingur segir þetta mestu byggingar- framkvæmdir í bænum til margra ára. Byggingafélagið Berg hf. byggir nú 600 fermetra hús undir frystiklefa fyrir Ingimund hf. Um er að ræða framkvæmdir upp á um 30 milljónir kr. og á þeim að vera lokið um mánaðamótin ágúst- september. Sama fyrirtæki er einnig byrjað á 2000 rúmmetra og 400 fermetra skrifstofu- og þjón- ustuhúsi fyrir Rarik á innri höfn- inni sem skila á fullbúnu í nóvem- ber. Verksamningur hljóðar upp á tæpar 26 milljónir. Olís bíður eftir byggingarleyfi fyrir 300 fermetra húsnæði undir skrifstofur og lager og verður það boóió út strax og leyfið fæst sem veróur væntanlega á næstu dögum. Embætti sóknarprests í Grenjaðarstaðarprestakalli: Framtíðarskipan óljós - starfandi sóknarprestur settur til loka júlímánaðar Ekki er enn vitað um skipan cmbættis sóknarprests í Grenjaðarstaðarprestakalli til frambúðar en skipaður sóknar- prestur þar, séra Kristján Valur Ingólfsson, hefur verið rektor Skálholtsskóla síðan haustið 1992. Á Biskupsstofu fengust þær upplýsingar að séra Þórir Jökull Þorsteinsson væri settur sóknarprestur í Grenjaðarstað- arprcstakalli - til loka júlímán- aðar - en að ekkert væri vitað um framhaldið. „Ég er búinn að segja bæði söfnuðinum og Þóri Jökli að ég muni láta vita um þetta áður en kemur fram á sumarið til þess að menn viti að hverju þeir ganga í haust,“ sagði Kristján Valur Ingólfsson í samtali við Dag. „Þaö er alveg óbreytt frá því sem verið hefur; ég er í 2ja ára Ieyfi sem rennur út 1. október,“ sagði Kristján Valur. „Eg ætla mér að nota það leyfi; þaó eru al- veg hreinar línur.“ Hann sagðist ekki vita hver yrði framtíðarskip- an í embætti sóknarprests í Gren- jaóarstaðarprestakal 1 i. Sagóist Kristján Valur hafa fundað meó sóknarnefnd í lok maí enda væri best fyrir alla aó það væri klárt hvað yrði; „hins vegar er það ekkert Ijóst,“ sagði hann enda stæðu fyrir dyrurn ýmsar breytingar í Skálholtsskóla. Krist- ján Valur sagði að hann myndi hitta biskup að nýju er biskup kæmi úr utanför sinni í byrjun júlí. „Það styttist í að þaö verði eitt- hvað að frétta.“ GT Verður þessi gœðastimpill á nýju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiójan Alfci • Óseyri lo • 603 flkureyri Sími 96 12977 • Fax 96 12978 Af öðrum framkvæmdum má nefna að verið er að klæða hús ís- landsbanka að utan og skipta um glugga. Þormóður rammi hefur nýlega lokið við aö stækka rækju- verksmiðjuna og unnið hefur ver- ið að endurbyggingu Roalds- brakka á vegum FÁUM, Félags áhugamanna um minjasafn, en brakkinn hýsir síldarminjasafn. Þar er nú verið að byggja bryggju. Töluverðar framkvæmdir standa yfir á vegum bæjarins. Verið er að byggja stoðveggi und- ir gángstéttar auk þess sem haldið verður áfram meó framkvæmdir við gamla barnaskólahúsið. Verkamannabústaður verður klæddur aö utan og steypt rúmlega 1000 fermetra þekja á Ingvars- bryggju svo eitthvað sé talið. Að auki er unnið að jarðvegsskiptum í götum bæjarins. Sigurður Hlöðvesson, bæjar- tæknifræðingur, segir aó þetta séu mestu byggingaframkvæmdir í bænum í mörg ár og eigi sinn þátt í ágætu atvinnuástandi í bænum. „Atvinnulausa hér má sjálfsagt telja á fingrum annarrar handar,“ sagði Sigurður. JHB Stefnt er að því að jarðvegsframkvæmdir á lóð Menntaskólans á Akureyri, vegna nýbyggingarinnar, hcfjist í dag. í gær var verktakinn, SS Byggir, að koma fyrir vinnuhúsum sínum á byggingarstað. Til þess voru notuð öflug tæki, enda er kaffistofan engin smásmíði og er stefnt að því að samnýta hana framkvæmdum við FSA. Mynd: KK Nýbygging MA og legudeildarálma FSA: Það lítur vel út með verkefnastöðuna í sumar - segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, sem átti lægsta tilboð í bæði verkin Framkvæmdir við nýbygg- ingu Menntaskólans á Ak- ureyri eru að fara af stað. I dag er fyrirhugað að hefja jarðvegs- vinnu og í framhaldi af því hefst smíðavinnan og uppsteypa. Byggingarfyrirtækið SS Byggir hf. átti lægsta tilboð í verkið, sem lokið skal á þremur árum og hljóðaði það upp á rúmar 180 milljónir króna. Kostnaðar- áætlun hönnuða hljóðaði upp á 215 milljónir króna. SS Byggir átti einnig lægsta til- boðið í byggingu legudeildarálmu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á rúmar 142 milljónir kr. en kostnaðaráætlun upp á rúmar 160 milljónir kr. Ekki hefur verið gengið frá verksamningi við SS Byggi vegna FSA en Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, átti ekki von á öðru en það yrði gert fljótlega. „Það lítur vel út með verkefna- stöðuna í sumar en hins vegar vantar okkur inniverkefni í vetur. Við höfum dregið allar uppsagnir starfsmanna til baka og þá reikna ég meó að við bætum við einum 10 starfsmönnum þegar allt verður komió í fullan gang. Að auki veróur fjöldi undirverktaka að störfum hjá okkur,“ sagði Sigurð- ur. Nýbygging MA er unt 2.400 ferm. að grunnfleti. Gert er ráð fyrir að uppsteypu austurhluta byggingarinnar verði lokió 31. október nk., frágangi á fjórum kennslustofum verði lokið 31. ágúst 1995 og tveimur árum síðar eru áætluð verklok. „Það kom fram þegar fyrsta skóflustungan var tekin á þjóðhá- tíðardaginn, að heimamenn hafa mikinn áhuga á því að ljúka verk- inu á tveimur árum en ekki þrem- ur og vió erum til ef hægt verður að útvega það fjármagn sem þarf.“ Legudeildarálma FSA er 4.160 ferm. bygging á fjórum hæðum og er stefnt að því að ljúka henni árið 1998. Fyrsti áfangi, barnadeild, verður væntanlega tekinn í notkun árió 1997. Sigurður sagðist reikna með að jarðvegsframkvæmdir á lóð FSA hæfust eftir um mánaóar- tíma og smíóavinna hálfurn mán- uði síðar. KK (fm - íslenskt og gott Mikið af mýi við Mývatn: Góðar fréttir fyrir lífríkið VEÐRiÐ Veðurstofan spáir austan- og suðaustangolu um allt Noróurland í dag og heldur á að létta til. Noróanáttin virðist því vera að kveðja í bili og um helgina er spáð þokkalegasta veðri um allt land, hægri breytilegri átt og víóast léttskýjuóu, einkum á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu 7-16 stig. Arlegri talningu á vatnafugl- um í Mývatnssveit, Laxár- dal og á nærliggjandi vötnum, er nýlokið. Það er Náttúrurann- sóknarstöðin við Mývatn sem sér um talninguna og er þetta 20. árið í röð sem hún fer fram. Þá standa yfir rannsóknir á mýi á svæðinu og þótt endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir segir Árni Einarsson, líffræðingur, óhætt að fullyrða að algengustu stofnarnir séu vel yfir meðallagi í ár. Rannsóknir síðustu 20 ára hafa sýnt miklar sveiflur í mýinu, sem er afar mikilvægt fyrir Iífríkið við Mývatn og í nágrenni. Árni Ein- arsson segir aó árin 1983 og 1989 hafi rykmýið nánast horfið og eftir slíkt hrun taki nokkur ár að byggja stofnana upp að nýju. „Þetta hefur mikil áhrif á fuglinn og sem dænti má nefna að 1983 fækkaöi skúf- önd úr 6000 pörum í 3000, eða um jafnmikið og henni hafði fjölgað næstu 8 ár þar á undan. Nú virðast mýstofnarnir hins vegar í allgóðu lagi og mjög mikið virðist vera af tveimur algengustu teg- undunum," sagöi Ámi. Síðan 1975 hafa verið taldir vatnafuglar sem koma á svæðió til að verpa. Taldar voru 17 andateg- undir, 3 gæsategundir, álft, flór- goði, lómur og himbrimi. Helstu niðurstöður eru þær að skúföndin er algengust en henni hefur farið stöðugt fjölgandi síðan 1984. Talin voru um 5000 pör en meðaltalið er um 3900. Duggönd- in er næstalgengust þótt henni hafi heldur fækkað á síðustu árum, nú voru talin um 1700 pör en meðal- talið er 1820. Húsönd fer einnig fækkandi, nú sáust 490 pör en meðaltal síðustu 20 ára er 611. Straumönd hefur stöðugt fjölgað sl. 20 ár, úr 50 í 280 í hittifyrra, þegar mest var. Nú bregður hins vegar svo við að henni snögg- fækkar og sáust um 200 pör. Þá voru talin 950 rauóhöfóapör en meðaltalið er 1060. JHB Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.