Dagur - 29.06.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -Miðvikudagur 29. júní 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
GEIR A. GUÐSTEINSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
— LEIÐARI-----------------------------------------------
„Eín með öllu“ er ekki nóg
Hver hefur ekkí heyrt frasann um aö það sé um En góð þjónusta er ekki nóg. Góða veðrið er
að gera að reyna að hafa eins mikið út úr ferða-
mönnunum og mögulegt sé? Stóra málið sé að
láta ferðamennina, innlenda sem erlenda, skilja
nógu mikið eftír af peningum. Aðalatriðið sé að
græða nógu mikið en kosta nógu litlu til.
Lengi vel var álitið að lykillinn að velgengni í
ferðabransanum væri fólginn í því að drita niður
sjoppum hér og þar og allsstaðar og selja ferða-
fólki eina pylsu með öllu, hamborgara, kók og
Prins Póló. Allt á uppsprengdu verði.
Nú til dags eru upplýsingar um ferðaþjónust-
una um allt land mun betri og markvissari en
hér á árum áður og þeir þjónustuaðilar sem ekki
standa sig eru dæmdir úr leik. Viðskiptavinirnir
gera kröfur og þeir sem ekki koma til móts við
þær kröfur geta pakkað saman og snúið sér að
einhverju öðru. Svo einfalt er það.
Lykillinn að velgengni í ferðaþjónustu er góð
og lipur þjónusta. Ef þjónustulipurð er til staðar,
þurfa viðkomandi ekki að hafa áhyggjur. Gott
viðmót og góð þjónusta er besta auglýsingin,
slíkt spyrst út.
heldur ekki nóg, að minnsta kosti ekki alltaf.
Fólk vill afþreyingu í fríinu. Það vill svo dæmi sé
tekið geta brugðið sér í veiði, farið á sýningar,
tónleika og allskyns uppákomur. Framboð af af-
þreyingu er lykiliinn að vel heppnaðri ferðaþjón-
ustu og þetta er sem betur fer aö verða Ijós
staðreynd í hugum þeirra sem vinna að málefn-
um ferðaþjónustunnar.
Hvað sem hver segir var Akureyri einfaldlega
að dragast aftur úr í ferðaþjónustunni vegna
þess að menn hugsuðu ekki um afþreyingarþátt-
inn. Menn gáfu sér það að ferðafólk kæmi að
sjálfsögðu til Akureyrar vegna þess að þar væri
alltaf svo gott veður. Þetta var vitaskuld röng
hugsun. Ferðafólk á Akureyri jafnt sem annars
staðar vill afþreyingu og sem betur fer hafa mál
þokast í rétta átt hvað þessa hluti varðar í ferða-
þjónustubænum Akureyri. Nefna má löngu tíma-
bærar framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar og
stórbætta aðstöðu til sýningarhalds með tilkomu
salarkynna í Listamiðstöðinni í Grófargiii.
Af Stekkurum og fleira fólki
Undanfarió hefur farið fram um-
ræða um framtíð leikskólans
Stekkjar sem rekinn er af Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir
böm starfsmanna. I þessari grein
er það ætlun mín að kynna það
starf sem við á Stekk höfum verið
aó vinna að síöastliðin tvö ár.
Þar sem foreldrar vinna vakta-
vinnu er starfsemin frábrugðin
öðrum leikskólum á Akureyri
vegna þess að viðvera barnanna á
Stekk er í samræmi við vinnutíma
foreldranna. Sú leið sem við höf-
um valið í uppeldisstarfi okkar,
byggir á hugmyndum Sigríðar
Björnsdóttur, myndþerapista. Hún
leggur áherslu á þaó að barnið fái
að skapa. Hinn fullorðni „matar“
ekki barnið, heldur er því til halds
og trausts í starfi þess.
Fyrri veturinn unnum við að
myndsköpun, fantasíuleik í sand-
bakka og hreyfingu. Seinni vetur-
inn langaöi okkur að prófa okkur
áfram með fleiri verkefni og bætt-
um vió tónlist og leiklist. Starf
sem þetta krefst mjög mikils af
hinum fullorðna þar sem hans
hlutverk er að hvetja barnið til
dáóa og sýna verkum þess áhuga
og skilning. Hvert barn fær tæki-
færi til aó fást vió ólík verkefni -
gera mistök og læra af þeim.
Barninu er treyst fyrir því að sjá
um allt sjálft og fær til þess örvun
og stuðning. Með þessum hætti
fær hvert barn útrás fyrir ólíkar
tilfinningar sínar og hugsanir. Auk
þess eflist bæói hugmyndafiug og
sjálfstraust. Mikilvægi starfs af
þessum toga tel ég vera mikið í
nútíma þjóðfélagi þar sem bæði
börn og fullorðnir eru í auknum
mæli sett í hlutverk „óvirkra"
móttakenda þar sem eigin tilfinn-
ingar og hugmyndir hafa engan
hljómgrunn.
A leikskóla eins og Stekk þar
sem börnin koma óreglulega, hef-
ur þetta fyrirkomuiag, að byggja
starfiö á sjálfstjáningu, gefist ein-
staklega vel. Starf dagsins í dag
byggir ekki á starfi gærdagsins. Sá
þroski sem á sér stað innra með
barninu er ekki háður því aö barn-
ið komi alla daga. Hvert barn upp-
lifir og lærir með sjálfu sér á sín-
um hraða. Það er einmitt vegna
þessara eiginleika starfsins sem ég
A myndinni eru krakkar á Stckk í myndsköpun.
„Á lcikskóla eins og Stckk, þar sem börnin koma óreglulcga, hefur þctta fyr-
irkomulag, að byggja starfið á sjálfstjáningu, gefist cinstakicga vel,“ segir
Hiidur Blöndal m.a. í grcininni.
tel að stefna senr þessi eigi ein-
staklega vel við á leikskóla þar
sem börn vaktavinnufólks eru.
Taka þarf tillit til breytilegs
vinnutíma foreldra og sýna ákveð-
inn sveigjanlcika í starfseminni.
Ég trúi því að með þessu hafi okk-
ur tekist að samræma þarfir bæði
barna og forcldra, sem og að
skapa áhugaverðan og fjölbreyttan
starfsgrundvöll.
Ég hef fjögurra ára reynslu í
starfi af þessum toga, fyrst á
Barnaheimilinu Osi í Reykjavík,
sem er rekið af foreldrum, og síð-
an á Stekk. Os lékk á sínum tíma
styrk frá menntamálaráóuneytinu
til að vinna þróunarverkefni í
sjálfstjáningu, þetta vcrk var unn-
ið undir stjórn Sigríöar Björns-
dóttur. Aðstæður eru ólíkar á
þessum tveimur stöóum, þar eð á
Osi komu börnin alla daga en á
Stekk er viðveran óregluleg. Ar-
angur starfsins er hins vegar sam-
bærilegur. Það er því sannfæring
mín og reynsla að starf byggt á
sjálfstjáningu eigi við á öllum
leikskólum, hvort sem börnin
dvelja 4-8 tíma daglega eöa aóeins
nokkra í viku.
Astæóurnar fyrir því hve vel
hefur til tekist með þetta starf á
Stekk eru margar, þar vil ég m.a.
nefna áhuga starfsfólks, gott sam-
starf við foreldra sem og skilning-
ur forráóamanna F.S.A.
Það er von mín að starfsemi
Stekkjar verði tryggó í framtíðinni
og sérstaða foreldra og hagsmunir
barnanna verói hafóir að leiðar-
Hildur Blöndal.
Höfundur er aöstoóarleikskólastjóri á leikskól-
anum Stekk á Akureyri.
Áskorun frá Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis:
Vér mótmælum allir nótulausum bankaviðskiptum
Bankastofnanir tóku nýlega upp
þá tekjujöfnunarleið, að krefast
sérstaks gjalds ef viðskiptavinur
óskaði eftir því að sjá stöðuna á
reikningi sínum, oftar en einu
sinni á ári
Einhliða ákváðu bankarnir að
þessi nýju þjónustugjöld yrðu
bakfæró út af reikningum við-
skiptavina sinna, en gleymdu að
gæta þess aó þeir höfðu ekki
heimild til að fara inn á reikning-
ana án sérstaks leyfis reiknings-
eiganda. Einnig yfirsást þeim aö
það er andstætt bókhaldslögunt,
að krefjast gjalds fyrir þjónustu án
þess að gefa út löglegan reikning.
í fullvissu sinni um að þeir
gætu ráðskast með fjármuni á
reikningum viðskiptavina sinna,
gripu bankarnir til ólöglegs sam-
ráðs og hrintu af stað nótulausri
gjaldtökuaðferð sent stenst hvorki
lög né reglugerðir.
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis mótmælti fyrirhugaðri
bakfærslu þjónustugjaldsins, benti
bankanum sínum á að hann hefði
ekki umboð til að taka út af tékka-
reikningi félagsins og óskaði jafn-
framt eftir því að bankinn eins og
önnur fyrirtæki, framvísaði lög-
legum reikningi vegna þeirrar
þjónustu sent hann seldi.
Bankinn hefur nú í samræmi
við úrskurð ríkisskattstjóra, sent
Neytendafélagi Akureyrar lögleg-
an reikning. Sama ber öðrum
bönkum að gera, hvort sem við-
skiptavinir þeirra eru bókhalds-
skyldir eða ekki.
Núverandi tölvukerfi bankanna
er ekki hannað til að skrifa út lög-
lega þjónustugjaldareikninga. Ef
tékkareikningseigendur standa
saman gegn yfirgangi bankakerf-
isins, er von til þess að þjónustu-
gjöldin verói tekin til end-
urskoðunar. Forfeður vorir mót-
mæltu maðkaða mjölinu forðum.
Forfeður vorir mót-
mæltu maðkaða mjöl-
inu forðum. íslenskir
tékkareikningseigend-
ur ættu nú að mót-
mæla þjónustugjöld-
unum, því það er
maðkur í mysunni,
þegar bókhaldslögin
eru jafn þverbrotin
og raun ber vitni.
íslenskir tékkareikningseigendur
ættu nú aó mótmæla þjónustu-
gjöldunum, því þaö er maðkur í
mysunni, þegar bókhaldslögin eru
jafn þverbrotin og raun ber vitni.
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis skorar því á alla ís-
lenska tékkareikningseigendur, að
mótmæla sjálfvirkum úttektum
bankastofnana af reikningum
þeirra, og krefjast jafnframt lög-
legra reikninga vegna þeirra þjón-
ustugjalda sem bankarnir nú taka,
Vilhjálmur Ingi Árnason
formaður Neytendafelags
Akureyrar og nágrennis.