Dagur - 29.06.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 29.06.1994, Blaðsíða 12
Hálendisvegir: Snjor og aur á Sprengisandi g var búinn að gera mér vonir um að geta opnað Loönuveiöi hefst á föstudag: Fyrstu skipin af stað í kvöld Loðnuvertíðin hefst á föstu- dag og leggja fyrstu skipin af stað á miðin í kvöld. Bjart- sýni ríkir almennt meðal út- gerðarmanna og sjómanna enda ástand loðnustofnsins gott og búið að gefa út stærsta byrjun- arkvóta til fjölda ára. Rann- sóknaskipið Arni Friðriksson hefur verið á miðunum síðustu daga og fundið töluvert af loðnu en leit að síld hefur reynst ár- angurslaus. leiðina um Sprengisand í þessari viku, en ég skoðaði veginn á sunnudag og hann var ekkert nema snjór og aur. Hann verður ekki opnaður á næstu dögum og það þarf að hlýna verulega til að eitthvað verði hægt að gera þarna,“ sagði Svavar Jónsson rekstarstjóri Vegagerðar ríkis- ins á Húsavík. Svavar fór fram að Kióagili á sunnudag og sagói aö snjórinn hopaði lítiö í þeim kuldum sem verið hafa að undanförnu. Svavar sagði að meiningin væri aó opna inn aó Dreka núna í vikunni en leiðin að Öskju væri á kafi í snjó. Fært er í Herðubreióarlindir. Svavar átt ekki von á aö vegurinn í Öskju opnaðist á næstunni, þarna væri mikill snjór og kuldi og frost hefði verið á næturnar. IM Norrænir byggingamenn hlusta á mál Guðmundar Ómars Guðmundssonar, forseta Alþýðusambands Norðurlands á ráðstcfnu norrænna byggingamanna í gærmorgun. Mynd: I>I Guðmundur Ómar Guömundsson, forseti Alþýðusambands Norðurlands Árni Friðriksson byrjaði á djúpmiðunum úti fyrir austan- verðu Norðurlandi í síðustu viku og fann töluvert af stórri og fal- legri loónu u.þ.b. 90 rnílur norður af Sléttu. Svipuð loðna fannst á takmörkuðu svæði norðaustur af Langanesinu en þegar austar dró var hún orðin blönduð og mun smærri. „Maóur vonast til að sumar- veiðin gangi vel. Eg veit ekki um neinar þær breytingar í hafinu norður af landinu sem gefa tilefni til að hegóun loðnunar verði með öðrum hætti en í fyrra,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri. I gær var skipiö úti fyrir Aust- fjörðum í síldarleit. „Skömmu fyr- ir sjómannadag fundust torfur í norðurkantinum á færeysku lög- sögunni og þaó var talið hugsan- legt að þær hefðu haldið áfram vestur um, sunnan við köldutung- una sem Iiggur úti af Austfjörð- um. Nú erum vió komnir suður í Seyðisfjarðardýpi og höfum ekk- ert séð cnnþá,“ sagði Hjálmar Vil- hjálmsson. JHB á ráðstefnu Norrænna byggingarmanna: Verður íslenski markaðurinn undirboðinn? Hvað mun gerast á sviði byggingaiðnaðarins hér á landi ef Norðmenn, Svíar og Finnar gerast aðilar að Evrópu- sambandinu. Ef til vill munu leiðir skilja að einhverju leyti á milli þeirra og Islendinga en við verðum eftir sem áður að treysta á stuðning hinna Norð- urlandaþjóðanna og samstöðu þeirra þar sem ísland sé lítið land og þjóðin fámenn. Bygg- inga- og raflðnaðarmenn séu að- eins um fjögur þúsund talsins og af þeim sökum sé mjög auð- velt að undirbjóða þann markað sem sé til staðar hér á landi og brjóta hann niður. Það þekki Is- lendingar vel úr húsgagna- og skipaiðnaðinum. Þetta kom meðal annars fram í máli Guð- mundar Ómars Guðmundsson- ar, forseta Alþýðusambands Norðurlands á ráðstefnu Nor- rænna bygginga- og tréiðnaðar- manna sem nú stendur yfir á Akureyri. I máli sínu rakti Guðmundur Ómar nokkuð byggingasögu Ak- ureyrar. Hann sagði að í lok síðari heimstyrjaldarinnar hafi orðið mikil uppbygging á Akureyri og séu því ficst hús í bænum innan við 50 ára gömul og stærstur hiuti þeirra innan viö 25 ára. Störf byggingamanna hafi því verið rík- ur þáttur í uppbyggingu bæjarins og lengi vel virðingarstaða að vera byggingamaður. Með aukinni al- mennri menntun hafi þaó hinsveg- ar breyst nokkuð. Guðmundur Ómar vitnaði til norrænna áhrifa á Akureyri og sagði meðal annars að fram á fyrstu ár þessarar aldar hafi Akur- eyri verið nefnd „danski bærinn" og nokkuð borið á að danska væri töluð hér vegna áhrifa frá dönsk- um embættismönnum. Síóar hafi verið flutt til bæjarins talsvert af norrænum húsunt; einkurn eining- arhúsum frá Svíþjóð um og upp úr 1950 og einnig hafi verið fiutt nokkuð af einingarhúsum frá Norðurlöndum á undanförnum ár- um auk mikils innflutnings á timbri frá Finnlandi. Bygginga- iðnaðurinn sé því ekki háður nein- um landamærum og séum við nú minnt á það þar sem landamæri í Evrópu séu smáni saman að hverfa af sjónarsviðinu. Guðmundur Ómar vitnaði einnig til iónaðarhefóar Akureyrar þar scm úrvinnsla landbúnaóaraf- urða hefði lengi verió einn af hornsteinum atvinnulífsins ásamt öflugum fataiónaði og einnig blómlegum húsgagnaiðnaði. Ein Akureyri: Allt aö 3000 manns til bæjarins í tengslum við knattspyrnumót G' ; era má ráð fyrir að allt að 3000 manns komi til Akur- VEÐRIÐ Er sumarið komið? Þessi spurning brennur nú á vörum margra. Svarið við henni virð- ist vera jákvætt sé miðað við spá Veðurstofunnar frá því gær en þá var spáð hægviðri um norðanvert landið í dag og víðast hvar sólskini þótt gera megi ráð fyrir einhverri haf- golu á annesjum þegar líða tekur á daginn. eyrar í tengslum við tvö knatt- spyrnumót sem haldin verða í bænum næstu daga og um helg- ina. Esso-mót KA verður sett í kvöld og á föstudag hefst PoIIa- mót Þórs og Nýja Bautabúrsins. Esso-mót KA er fyrir knatt- spyrnumenn í 5. aldursflokki og segir Gunnar Níelsson, formaður mótsnefndar, að keppendur, þjálf- arar og fararstjórar verði um 900 talsins. Þá séu ótaldir foreldrar, systkini og aðrir þannig að ljóst sé að alls dragi mótið hátt á annað þúsund manns til bæjarins. KA sér um að útvega keppendum, þjálfur- um og fararstjórum gistingu í Lundarskólanum og Gagnfræða- skólanum og sagði Gunnar for- ráðamenn skólanna eiga heióur skilinn fyrir leggja félaginu lió við að gcra framkvæmd mótsins mögulega. Alls taka um 60 lið þátt í Polla- móti Þórs og Nýja Bautabúrsins sem haldið er fyrir 30 ára og eldri. Aðalsteinn Sigurgeirsson, formað- ur Þórs, á von á rúmlega 600 keppendum og segir marga þeirra koma með konur og böm þannig að mótió dragi að sér á annaó þús- und manns. Þór býður upp á tjald- stæði á svæði félagsins en fjöl- margir dvelja á gistihúsum og hótelum bæjarins og panta síðan fyrir næsta ár þegar þeir fara. Ljóst er að mót þessi eru farin aó skipta bæinn verulegu máli en Gunnar og Aðalsteinn eru sam- mála um að bæjarbúar mættu vera duglegri við að nýta sér þá mögu- leika sem þessar heimsóknir bjóða uppá. „Nú er lag fyrir ýmsa aðila til að koma sér og sínu á framfæri en það virðist lítið vera á seyði umfram það sem er hér venjulega. Þaó mætti ýmislegt gera og ég bendi t.d. á möguleika eins og að hafa verslanir opnar frameftir kvöldi,“ sagði Gunnar Níelsson. JHB stærsta skipasmíðastöó landsins sé á Akureyri og úrvinnsla sjávaraf- urða hafi verið í örum vexti. Und- anfarin ár hafi þó verið alvarlegar blikur á lofti og samdráttur í iðn- aði auk gjaldþrota fyrirtækja er hafi leitt til verulegs atvinnuleysis og sett fjölda launafólks í þann al- varlega vanda sem því fylgir. ÞI Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 % - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.