Dagur - 01.09.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 01.09.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 1. september 1994 I DACSUOSINU Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs og sumarmót 1994 Laugardaginn 3. september á Raufarhöfn í félags- heimilinu Hnitbjörgum kl. 10.30-19.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. * Skýrsla stjórnar. * Reikningar kjördæmisráðs. 2. Útgáfumál og flokkstarf. * Reikningar Norðurlands. * Útgáfa í aðdraganda kosninga. * Flokksstarf og fjármál. 3. Undirbúningur Alþingiskosninga. ' Tilhögun uppstillingar/kosning kjörnefndar. 4. Stjórnmálaviðhorfió - Áherslur Alþýóubandalagsins. 5. Afgreiðsla mála. 6. Kosning stjórnar kjördæmisráðs. 7. Önnur mál. Gestur fundarins verður Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Á laugardagseftirmiðdag verður skoðunarferð um nágrenni Raufarhafnar og austanverða Melrakkasléttu fyrir sumar- mótsgesti og fjölskyldur þingfulltrúa, en um kvöldið verður skemmtun í boði heimamanna. Á sunnudag verður róið til fiskjar ef veður leyfir. Stjórn kjördæmisrádsins. Oseyri 4. Akureyri siml 23300 Toyota - Söluumboð Toyota Corolla GLi Liftback sjsk. árg. 93, ek. 18 þús. Topplúga. Vcrðkr. 1.380.000. Toyota Hilux X/C Diesel árg. 90, ek. 84 þús. Verð 1.250.000. Toyota Corolla XL árg. 92, ek. 51 Toyota Landcr. STW VX árg. 90, þús., 5 gíra. Verð kr. 860.000. 5 gíra Turbo Diesel, læst drif. Toyota Camry GLi 4 WD árg. 88, ek. 56 þús., 5 gíra, verð kr. 1.130.000. Sími fylgir. Lancia Thema 1E Turbo árg. 88, 5 gíra, ek. 87 þús. Topp eintak. Verð kr. 980.000. Corolla GL Special Series árg. 92, Renault Clio RT sjsk. árg. 91, ek. 5 gíra, ek. 34 þús. Verð kr. 40 þús. Verð kr. 750.000. 920.000. Óseyri 4, Akureyri, sími 23300 íoyota - Söluumboð lilllffil'íflMlgBBl Rcnault 19 RTi sport árg. 93, ek. 9 þús., 5 gíra. Verð 1.430.000. Framboðsmál í Norðurlandskjördæmi vestra: Pálmí Jónsson íhugar að hætta - gæti orðið harður slagur um efsta sætið á lista Alþýðuflokksins A.m.k. fimm listar verða í fram- boði í Norðurlandskjördæmi vestra til komandi alþingiskosn- inga og ekki er útilokað að þeir verði fleiri. Af framboðsmálum í kjördæminu ber það hæst að óvíst er að sjálfstæðismaðurinn Pálmi Jónsson gefi kost á sér áfram en hann hefur setið á þingi síðan 1967. Þá gæti farið svo að harður slagur yrði um efsta sætið á lista Alþýðuflokksins. Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrverandi alþing- ismaður, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér í það sæti og þrír menn til viðbótar íhuga það sama. Norðurland vestra á að lágmarki fimm þingsæti samkvæmt stjómar- skrá. Dagur hefur áður greint frá því að þingsætin átta, sem úthlutaó er á grundvelli fjölda kjósenda á kjör- skrá í kjördæmunum, falla öll í hlut Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma. Þrátt fyrir þetta á Noróurland vestra möguleika á sjötta þingsæt- inu, þ.e. ef „flakkarinn" svokallaði kemur í hlut þess kjördæmis. I síó- ustu kosningum hafnaði hann á Vestfjörðum. Alþingismenn Noröurlandskjör- dæmis vestra eru nú Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson (B), Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson (D) og Ragnar Amalds (G). I kosning- unum 1991 missti Alþýðuflokkur- inn eina þingsæti sitt í kjördæminu til Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir aó flokkurinn bætti vió sig 1,5% fylgi frá kosningunum 1987. Þaö sæti skipaói Jón Sæmundur Sigur- jónsson. Áhugasamir alþýðuflokksmenn Alþýðuflokks- menn í Noróur- landskjördæmi vestra taka væntanlega ákvörðun um hvemig staðið veröur að vali trambjóðenda um jýn Sæmundur miðjan septem- Sigurjónsson. ber en samkvæmt heimildum blaðsins cr líklegast að niðurstaðan verói opið prófkjör. Sá háttur var hafður á fyrir kosningarn- ar 1987 en síðast var stillt upp á listann. Svo gæti farið að harður slagur yrði um efsta sæt- ið hjá krötum. Jón Sæmundur Kristján L. hefur ákveðið að Möller. gefa áfram kost á sér í efsta sætið og a.m.k. þrír aðrir eru alvarlega að íhuga það sama. Einn þeirra er Kristján L. Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar. „Eg er að skoða þetta með opn- um huga. Þaó hafa mjög margir, bæói hér á Siglufirói og annars stað- ar í kjördæminu, fært þetta í tal og skorað á mig að gefa kost á mér. Eg finn fyrir greinilegum vilja fólks til að fá heimamenn úr kjördæminu í þetta. Ég mun íhuga vandlega kosti og galla og eitt af því sem þarf að skoða er hvemig valið verður á list- ann,“ sagði Kristján. Tveir skólamenn á Sauðárkróki, Jón Hjartarsson, skólameistari Fjöl- brautaskólans, og Björn Sigur- björnsson, skólastjóri Gagnfræða- skólans, staðfestu einnig í samtölum við Dag að þeir væru að íhuga að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Jón Sæmundur er sá eini sem ör- ugglega mun gefa kost á sér og hon- um líst ágætlega á að hinir þrír geri það einnig. „Við Kristján a.m.k. höfum átt ágætt samstarf til þessa og ég sé ekki annað en að svo geti orðið áfram. Annars hafa Alþýóu- Hokksmenn í þessu kjördæmi verið nokkuð yfirlýsingaglaðir og áhugi virðist þar meiri en annars staðar á landinu," sagói Jón Sæmundur Sig- urjónsson. Prófkjör hjá Landsstjóm og þingflokkur Framsóknar- flokksins hittust á fundi á Blönduósi á sunnudaginn var og þar voru framboðsmál rædd almennt cn engar ákvarðanir teknar, enda kjördæmissamband- anna að gera það. Á Norðurlandi vestra er nú verið að kanna hvort áhugi á prófkjöri sé fyrir hendi innan flokksfé- laganna og stjóm Stefán Guð- kjördæmissam- mundsson. bandsins mun síðan taka ákvörðun í framhaldi af því, að öll- um líkindum um miðjan september. Fyrir síðustu kosningar var stillt upp á listann en prófkjör fór fram 1987. Framsóknarflokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu, Pál Pétursson og Stefán Guðmundsson, en flokkurinn fékk 32,3% atkvæða síðast þegar kosið var. Páll hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram og ekki er vitað betur en að Stefán hyggist einnig gera það. Ekki náðist í Stefán meðan á vinnslu greinarinn- ar stóð. ✓ Ovíst hvort Páltni gefur kost á sér Orðrómur hefur verið á kreiki um að Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hygðist láta af þingmennsku eftir kjörtímabilið en hann hefur setið á þingi síðan 1967. Fleira hefur reyndar heyrst um framboðsmál flokksins í kjördæm- inu, t.d. að Vil- hjálmur Egilsson, sem var í öðru sætinu síðast og náói þá þingsæt- inu af krötum, hafi lengi vel haft áhuga á að færa sig í annað kjör- dæmi en vilji nú bíða og sjá hver ákvörðun Pálma verður. Þá hcfur einnig heyrst að sr. Hjálmar Jóns- son, varaþingmaóur flokksins í kjör- dæminu, og jafnvel fleiri, hafi áhugii á fyrsta eða öðru sæti listans. „Ég hef ekki tekið endanlega ákvöróun um hvort ég gef kost á mér eóa ekki. Meira hef ég ekki um það að segja að sinni,“ sagði Pálmi Jónsson þcgar þetta var borið undir hann. Aðspurður sagðist hann ekki vita betur en Vilhjálmur Egilsson framsokn? Páll Pétursson. Vilhjálmur Egilsson. LESENDAHORNIÐ Nokkur orð til Bjöms G. Jónssonar - vegna greinar þinnar um eldamennsku á FSA Ég get ekki látið hjá líða að benda þér á að þú hefðir getað afþakkað heimabakaða brauóið á FSA og fengið bakaríisbrauð í staóinn ef þú hefðir óskaó þess. Ég veit af rcynslunni að það er komið inn með matarkort og sjúklingurinn er Þórunn kom að máli við ritstjórn og vildi koma því á framfæri að hún væri alveg undrandi á Akur- eyringum. Þeir kynnu bara alls ekki að gefa stefnuljós. Þessi stefnuljósaleti gæti valdið stór- hættu í umferóinni og því vildi Þórunn hér meö skora á akur- spurður hvað hann vilji fá í morg- unmat og kvöldmat, þar með talið brauö. Það er hrcint ótrúlegt hvað smekkur fólks er ólíkur. Ég get nelnilega ekki hugsað mér betra matarbrauð en það sem bakað er á FSA og sama er að segja um eyrska ökumenn að taka sig á og nota þetta sjálfsagða öryggistæki. Einnig lét Þórunn þess getið að ótrúlega margir ökumenn á Akur- eyri virtust hreinlega ekki kunna að keyra um hringtorgið í Þorp- inu, sem sömuleiðis skapaði oft stórhættu. kaffibrauðið. Ég ætla ekki ekki að hætta mér út í að ræða um hvort maturinn er niikið kryddaður því mér finnst rnikið kryddaður matur ekki góð- ur. Ég vil vita hvort ég er að borða fisk, kjöt eða eitthvað annað. Kannski ættum vió bara að kenna bragðlaukunum um allt saman. Ég er þér sammála um að dag- arnir á sjúkrahúsi geta verið óþol- andi langir en þeir styttast því miður ekki þó maður hafi allt á hornum sér, síður en svo. Það er kanski ekkert lúxusfæði á FSA en það mundi ekki aftra mér frá því að leggjast þar inn ef ég þyrfti á því aó halda. Það er áreióanlega vandfundinn betri staður fyrir sjúkt fólk en lyfjadeild FSA. Fanney Oddgeirsdóttir. Alveg undrandi á öku mönnum á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.