Dagur - 01.09.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. september 1994 - DAGUR - 11
ÍÞRÓTTIR
S/EVAR HREIÐARSSON
Akureyrarmót:
Þórsarar meistarar
- lögðu erkifjendurna í KA, 3:2
Akurcyrarmeislarar Þórs í knattspyrnu 1994. Mynd: KK
Þórsarar eru Akureyrarmeistar-
ar í knattspyrnu eftir 3:2 sigur á
KA í fjörugum leik. Þórsarar
voru betri aðilinn í leiknum og
áttu sigurinn skilinn.
Þórsarar byrjuðu leikinn betur
og Bjarni Sveinbjörnsson og
Hlynur Birgisson fengu ágæt færi
á fyrstu tíu mínútunum en skot
þeirra voru máttlaus og hættulítil.
KA-menn komu betur inn í leik-
inn þegar líóa tók á hálfleikinn og
á 17. mínútu skoraði Halldór
Kristinsson fallegt skallamark cn
dómari leiksins sá eitthvað at-
hugavert í teignum og dærndi
markið af. Fyrsta markið kom á
26. mínútu og það skoraði Þórir
Askelsson fyrir Þór meó ágætu
skoti utan vítateigs sem Eggert
Sigmundsson virtist hafa cn rann
til í markinu og náði ekki til bolt-
ans, 1:0. Hreinn Hringsson fékk
gott færi til að bæta við marki tíu
mínútum síðar en skot hans fór
framhjá.
A 49. mínútu náði Höskuldur
Þórhallsson að jafna metin fyrir
KA en hann hafði komið inná í
hálfleik. Há sending kom fyrir
markió sem Olafur Pétursson náði
ekki að halda eftir að hart var sótt
aö honum og Höskuldur skallaói í
autt markiö. Þórsarar tóku forustu
á ný á 61. mínútu þegar aö Júlíus
Tryggvason skallaði af krafti í
netið eftir aukaspyrnu frá Páli
Gíslasyni. Leikmenn KA voru þó
ekkert á því að gefast upp og tæp-
um fjórum mínútum síðar jöfnuðu
þeir á ný. Varamaðurinn Gísli
Guðmundsson átti þá glæsilega
sendingu inn fyrir vörn Þórsara og
Þorvaldur Sigbjörnsson skoraði af
öryggi. Jafnræði var með liðunum
þar til að um tíu mínútur voru til
leiksloka en þá fóru Þórsarar að
sækja af krafti. A 43. mínútu brá
varnarmaóurinn Þórir Askelsson
sér í sóknina og fyrirgjöf hans fór
beint upp í hönd vamarmanns KA
og vítaspyrna dæmd. Bjarni skor-
aði af alkunnu öryggi úr spyrn-
unni og sigurinn var Þórsara.
Þórsarar virtust mun öruggari
með boltann en KA-menn en bar-
áttan skilaði KA miklu og jafntefli
hefói sennilega verið sanngjörn
úrslit. Þórir Askelsson var bcsti
maður Þórsliðsins að þessu sinni
en hjá KA var Bjarki Bragason
sterkastur.
Dómari leiksins var Þorsteinn
Arnason og átti hann afspyrnu-
slakan lcik. Bæði lið voru mjög
ósátt við rnarga dóma hans og oft
fróðlegt aö geta sér til um á hvað
hann var að dænia.
Golf:
Hverjir fara út?
Nú er spennan farin að aukast í
Grcifamótinu í golfi og enn
óljóst hverjir verða í efstu sætum
og hijóta utanlandsferð. Keppn-
in heidur áfram í dag en þá fer
fram 10. mótið af 13.
Fylkir Þór Guðmundsson hcfur
enn forustu á samanlögðum stig-
um bæði með og án forgjafar en
hann hefur tekió þátt í öllum mót-
unum. Haraldur Júlíusson kemur
honum næstur og á góða mögu-
leika á að næla sór i utanlandsferð.
í kvennaflokki cr cinungis spilað
með forgjöf og þar hefur Andrea
Ásgrímsdóttir forustu. Enn eru
miklir möguleikar á aó ná efstu
mönnum og því tilvalið fyrir
menn að taka þátt.
Blak:
Bandarískur þjálfari og leikmaður til KA
Blakdeild KA hefúr gengið frá
samningum við bandarískan
leikmann til að þjálfa og spila
með meistaraflokki karla í vet-
ur. Hann heitir Mike Whitcomb
og er 26 ára gamall miðjusmass-
ari.
Mike Whitcomb spilaði með
blakliói UCLA háskólans í heima-
landinu en sá skóli er þekktur fyrir
að ala upp afreksfólk í íþróttum.
Hann var þrisvar valinn í svokall-
að All American lió, sem er úr-
valslið úr öllum háskólum í
Bandaríkjunum. Hann hcfur góð-
an grunn sem þjálfari því hann
hefur verið aðstoðarmaður A1
Scates, sem er einn virtasti blak-
þjálfari Bandaríkjanna, undanfarin
ár. A1 Scates er þjálfari UCLA há-
skólaliðsins auk þess sem hann
rekur virtar þjálfunarbúðir á sumr-
in. Síðustu tvö sumur hefur
Whitcomb einnig verið að keppa
sem atvinnumaður í strandblaki.
Hann er tæpir 2 metrar á hæð og
þykir afburöa sterkur miðjusmass-
ari. Mike Whitcomb kemur til
landsins eftir rúnia viku og tekur
þá við þjálfun liðsins en blaktíma-
bilið hefst í byrjun októbcr.
Forráðamenn KA fengu upp-
lýsingar um Whitcomb hjá Al
HM 95 í handbolta:
Slembiforsala hefst í dag
tímabært að tryggja sér miða
I dag hefst svokölluð „slembi-
forsala“ á leiki í Heimsmeist-
arakeppninni í handbolta. Með
því að senda meðfylgjandi
kaupbeiðni til ferðaskrifstof-
unnar Ratvís komast áhuga-
samir í pott sem dregin verða
úr nöfn þeirra heppnu.
Ekki er hægt að velja ákveðna
leiki heldur ræóur tilviljun því á
hvaóa leiki mióarnir gilda. Þó er
hægt að velja á milli leikja á Ak-
ureyri og Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, auk þess sem settur verður
upp skiptimarkaður fyrir slembi-
miðana þegar nær dregur mótinu.
I pottinum verða 5000 miðar og
því verður efiaust barist um
hvern mióa. Þar af eru 250 miðar
á útsláttarkeppnina og ef heppnin
er með er mögulegt að fá miða á
sjálfan úrslitaleikinn. Að sjálf-
sögóu er leyfilegt að fylla út
fieiri en eina beiöni til að auka
möguleika sína á að fá mióa en
kaupbciðnir þcssar munu birtast í
Degi út næstu viku. Fólk getur
sent inn beiönir fram til 10. sept-
embcr en eftir þann tíma vcrður
dregið úr innsendum miðurn í
viðurvist fógeta. Aðrir möguleik-
ar eru einnig á því að tryggja sér
miða. Hægt er að ganga í stuön-
ingsmannahópinn „Fólkið Okk-
ar" cn þar cr takmörkuð þátttaka
og einnig er hægt að kaupa tvær
geröir af kortum sem gilda á
leikina. Annars vegar er um að
ræða Alkort, sem gildir á 10 leik-
kvöld, og hins vegar Forkort,
scm gildir á lciki í cinum
ákveónum riðli.
95
KAUPBEIÐNI
Nafn:
Heimilisfang: Simi:
□ EuroCH Visa.nr: Gildistimi: □ Póstkrafa:
□ Stór-Reykjavikursvæðið Q. Akureyri . . . . Undirskrift
1 slembimiði
Þú fyllir út bupbeiúni/r og velur hvort þú viljir sjá leikina á Akureyri eáa Stör-Keykjavikuravaeðinu. I
slembimiðapottinum verða 5000 miðar og þvi er ekki 'óruggt aí þú fáir miða. Slembimiðinn gildir á eitt leikkvöld
sem eni 2 eða 3 leikir. I pottinum verða 250 miðar á útsláttarkeppnina og eru þeir mun verömeiri. Ef heppnin er
met þér getur þú fengið mida á úrslitaleikinn fyrir aðeins 2500 kr.l Þeir aðilar sem verfa dregnir út fá skriflegt
svar fyrir I október og greiía þeir 2500 kr. fyrir slembimiíann.
i---------------------m
# RA+VÍS
l(IL>„
M*S
Pósthólf 170,602 Akureyri.
einkasOluaoiu S: 96-12999, 96-12800, 91-641522
Scates sem hældi honum í hástcrt.
Pétur Olason, fyrirliði KA, er
ánægður meó að hafa fengið hann
sem þjálfara og félaga. „Þetta
veróur öðruvísi. Við erum búnir
að vera mcð kínverskan þjálfara
sem er rneð vissar aðfcrðir við
þjálfun og það verður allt annaó
að fá bandarískan mann," sagði
Pétur í samtali við Dag. Komandi
tímabil leggst vel í Pétur og hann
er bjartsýnn á gengi KA-manna.
„Þetta lítur ágætlega út fyrir vetur-
inn. Þaó er langt síðan það hefur
verið byrjaó svona snemma að
æfa á fullu cn við erum búnir aó
vera að í tvo mánuði. Það er enn
óljóst með mannskap en þctta lítur
ágætlcga út cins og cr. Mér sýnist
aó þaö verði bara býsna sterkur
hópur hjá okkur. Vió crunt alltaf
með stóran hóp, hátt í tuttugu
nienn sem koma til með að æfa,"
sagði Pétur að lokum.
Landsliöiö:
Einn leikur,
eitt mark
í fyrrakvöld lék íslenska lands-
liðið í knattspyrnu æfingaleik
gegn Sameinuðu arabísku
furstadæmunum á Laugardals-
velli. íslendingar sigruðu í Ieikn-
um, 1:0, og skoraði Þórsarinn
Guðmundur Benediktsson eina
mark leiksins.
Islendingar höfðu mikla yfir-
burói í lciknum en það var ckki
fyrr en fjórar mínútur voru til
lciksloka að Guómundur Bcne-
diktsson skoraði sigurmarkiö með
góðu skoti úr ntiðjum teignum.
Þetta var fyrsti A-landslcikur
Guðmundar en hann hcfur spilað
rnjög vcl meö Þórsliðinu í sumar.
Hann kom inná sem varamaður á
67. mínútu og færði aukið líf í
sóknarleikinn. Leikurinn var ætl-
aður sem upphitun fyrir landsleik-
inn gcgn Svíum í næstu viku og
vcröur fróðlegt að sjá hvort
frammistaða Guðmundar hafi
tryggt honum sæti í hópnum. Það
þykir þó líklcgra að hann verói
notaður með U21 árs lióinu á
þriðjudag. Ásgeir Elíasson, lands-
liðsþjálfari, tilkynnir hóp sinn á
rnorgun.
HfeL' .. aí
. — V ' i » V
Guðmundur Bcnediktsson skoraði
fallcgt inark fyrir landsliðið.
_ □□
-íg'a ‘Q’ □□ “a°
[iTi" ' ~ 31° 2 0°
Kvenna- og
karlatímar
í pallaþreki
og eróbikk
hefjast mánudaginn
5. september.
SKRÁNING HAFIN.
(Auglýst nánar síðar).
Líkamsræktin
Hamri
sími 12080.